Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁTTIRNAR vantar í norsku myndina Málmleitartæki sem reynir að flétta saman gamansemi, spennu- þrungnu drama með rómantísku ívafi og ofbeldi, en frumefnin lagast ekki saman. Aðalpersónan, Daniel (Ousdal), 28 ára nýútskrifaður sál- fræðingur og mömmustrákur, leitar að fólgnum fjársjóðum í frístundum. Dag nokkurn finnur hann hálsmen merkt Janne, félagi hans, útvarps- maðurinn Ronny (Eia), auglýsir eftir eigandanum. Hann birtist fyrr en varir, reynist hin föngulegasta súlka (Egeberg) og ástin vaknar í brjósti þeirra Daniels. Mömmudrengurinn/sálfræðingur- inn Daniel er yfirborðskennd og ótrúverðug persóna sem maður get- ur mun frekar ímyndað sér sem dæmigerðan viðskiptavin sálfræð- inga. Mamman (Riise) er illa skrifuð og leikin eins og flestar aðrar per- sónur myndarinnar. Þær vantar skörp einkenni og þéttari bakgrunn, koma og fara án þess að skipta nokkru máli. Sú eina sem vekur snef- il af áhuga er Saminn með leyni- löggudelluna. Inn í ástarsöguna blandast föðurleit Daniels, illa unn- inn þáttur sem hver einasti heilvita bíógestur uppgötvar svosem hálf- tíma á undan piltinum. Endahnykk- urinn er greinilega uppskera ómælds gláps höfundarins á B-krimma. Áttarvillt leitartæki. Leitið og þér munið finna KVIKMYNDIR Háskólabíó: Norrænir bíódagar Leikstjórn og handrit: Pål Jackman. Aðal- leikendur: Mads Ousdal, Hildegun Riise, Ingjerd Egeberg, Harald Eia, Allan Svens- son. Noregur 2000. MÁLMLEITARTÆKI (Detektor) Sæbjörn Valdimarsson EF ég væri beðin að útskýra ná- kvæmlega hvers vegna ákveðin teg- und spennutrylla og sjónvarpsþátta sem vaða um þessar mundir uppi í bandaríska afþreyingariðnaðinum (sem og víðar) væri lágkúruleg myndi ég öðru fremur setja fingur- inn við þann hugsunarlausa kvala- losta sem liggur þeim til grundvall- ar. Hér er ég bæði að tala um veruleikasjónvarpsþættina illræmdu sem framleiðendur græða sem mest á þessa dagana, en grunnhugmyndin í flestum þeirra er að nýta sér þrá fólks eftir peningum og athygli, etja þeim saman í keppni um stóra lukku- pottinn, ef þau bara ganga í gegnum ákveðna niðurlægingu fyrst, í allra augsýn. Veruleikasjónvarpið er e.t.v. ekki svo óskylt spennumyndaiðnað- inum að þessu leyti, því bensínið sem það gengur fyrir er að svala og ef til vill búa til einhverja óskilgreinda þörf fyrir að sjá fólk þjást, án þess að þar sé gerð nokkur tilraun til að vinna með spurningar um þján- inguna í lífinu eða grimmd mann- skepnunnar. Allar bjargir bannaðar er skilgetið afkvæmi þessarar tilhneigingar, en í kvikmyndinni eru skapaðar aðstæð- ur sem verða að teljast á mörkum þess að hafa nokkurt skemmtigildi. Þar hneppa mannræningjahjónin Joe (Kevin Bacon) og Cheryl (Courtney Love) unga fjölskyldu í andlega og bókstaflega gíslingu, er þau ræna sex ára gamalli dóttur hjónanna og hafa skipulagt ferli sem miðast að því að hræða líftóruna úr foreldrunum, svo þau láti lausnarféð af hendi án þess að blanda lög- reglunni í málið. Með óvæntum viðbrögðum hjónanna Karenar (Charlize Theron) og Wills (Stuart Townsend) hefst síðan nokkurt valdaspil, þar sem miskunnarleysi og örvænting ráða ríkjum. Úrvinnsl- an á söguþræðinum er síðan hin allra lélegasta, þar stendur vart steinn yf- ir steini (frásagnartæknin felur í sér atriði á borð við það þegar Karen fel- ur skurðhníf á milli rasskinnanna á sér, og Will eltir uppi bíl mannræn- ingjanna með því að lenda tveggja hreyfla flugvél á miðri hraðbraut). Frammistaða leikara er sömuleiðis langt frá því að vera sannfærandi, þó svo að Kevin Bacon sýni ágæta takta í hlutverki hins hugsjúka og tæpa mannræningja/sadista Joes. Spennutryllar eru vandmeðfarnir og í þessu tilfelli klúðra aðstandend- ur flestu sem klúðrast getur, þannig að eftir stendur innantóm mann- vonska sem litlum sem engum til- gangi þjónar að vera að velta sér upp úr. Innantóm mannvonska KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjórn: Luis Mandoki. Handrit: Greg Iles, byggt á skáldsögunni 24 Hours. Að- alhlutverk: Charlize Theron, Kevin Bac- on, Courtney Love og Stuart Townsend. Lengd: 114 mín. Bandaríkin. Paramount Pictures, 2002. TRAPPED / ALLAR BJARGIR BANNAÐAR Heiða Jóhannsdóttir Kevin Bacon í hlutverki hins hugsjúka mannræningja. Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Verð 450 kr. og 795 kr. 5 stærðir Páskaeggjamót Í KVÖLD kl. 21, AUKAS. Örfá sæti föst 14.3 kl. 21, UPPSELT, lau 15.3 kl. 21, UPPSELT, fim 20/3 kl. 21, AUKAS. Nokkur sæti föst 21.3 kl. 21, UPPSELT, lau 22/3 kl, 21, Örfá sæti föst 28/3 kl, 21, Nokkur sæti lau 29/3 kl, 21, Örfá sæti föst 4/4 kl, 21, Laus sæti fim 17/4, SJALLINN AKUREYRI lau 19/4, SJALLINN AKUREYRI ÓSÓTTAR PANANIR SELDAR FJÓRUM DÖGUM FYRIR SYNINGU Á Herranótt MMIII HUNDSHJARTA Gamanhrollvekja eftir Mikhail Bulgakov Aukasýningar þriðjudaginn 11. mars miðvikudaginn 12. mars Síðustu sýningar Miðapantanir í síma 696 5729 Sýnt í Tjarnarbíói Sýningar hefjast kl. 20.00 Stóra svið PUNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Frumsýning fi 20/3 kl 20 UPPSELT 2. sýn fi 27/3 kl 20 gul kort 3. sýn fi 3/4 kl 20 rauð kort 4. sýn su 6/4 kl 20 græn kort 5. sýn fi 10/4 kl 20 blá kort LÁT HJARTAÐ RÁÐA FÖR ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN - Þrjú ný verk eftir Katrínu Hall, Itzik Galili og Ed Wubbe 5. sýn sun 16/3 kl 20 blá kort Su 23/3 kl 20, Lau 29/3 kl 20 ATH: Aðeins 4 sýningar eftir SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Fö 14/3 kl 20, Lau 15/3 kl 20, Fö 21/3 kl 20, Lau 22/3 kl 20, Fö 28/3 kl 20, Lau 5/4 kl 20 HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 16/3 kl 14, Su 23/3 kl 14 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Lau 15/3 kl 20, Fö 21/3 kl 20, Lau 22/3 kl. 20 15:15 TÓNLEIKAR CAPUT OG BENDA Lau15/3 kl 15.15 MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Lau 15/3 kl 20, Su 16/3 kl 20, Fö 21/3 kl 20, Fö 28/3 kl 20 RED RUM TÓNLEIKAR Írsk-frönsk-kanadísk-finnsk danskvæði og söngvar Matti Kallio o.fl. Su 16/3 kl 16:00 PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Fö 14/3 kl 20 Lau 22/3 kl 20, Lau 29/3 kl 20 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Mi 12/3 kl 10 UPPSELT Lau 15/3 kl 14 Lau 22/3 KL. 14 KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Fi 13/3 kl 20, Fö 14/3 kl 20, Su 23/3 kl 20 Takmarkaður sýningarfjöldi Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýningardaga. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700. beyglur@simnet.is Fös 14/3 kl 21 Fim 20/3 kl 21 Fös 21/3 kl 21 Fös 28/3 kl 21 Fim 3/4 kl 21 „Ferskt efni sem hrærir hláturstrengina“ S, ,H Mbl Sýningum fer fækkandi Þekktasta brúðkaup allra tíma... BRUÐKAUPFígarós Þri 11 mars kl 20 - uppselt Fim 13 mars kl 20 - AUKASÝNING Miðasala frá 14-18 daglega í síma 552-7366 og við innganginn flutt í Snorrabúð, tónleikasal Söngskólans í Reykjavík, Snorrabraut 54 ´ nemendaó era Söngskólinn í Reykjavík p Miðasala 5523000 - www.madeinusa.is SÝNT Í LOFTKASTALNUM Næstu sýningartímar mi 12.3 kl. 20 aukas. Nokkur sæti fös 14.3 kl. 20 Örfá sæti Fös 21.3 kl. 20 Lokasýn. Laus sæti Síðustu sýningar SÖNGLE IKUR EFTIR JÓN GNARR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.