Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Esja kemur í dag. Brúar- foss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss kemur frá Reykjavík í dag. Rich- mond Park kemur í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun þriðjudaga kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað, vinnustofa, leirlist og jóga, kl. 10 og kl. 11 enska, kl. 11 dans, kl. 13 vinnustofa og postu- línsmálun, kl. 14 söng- stund. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.30 dans, kl. 10.30 leikfimi, kl. 13–16.30 opnar handavinnu- og smíðastofur. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 11.30 sund, kl. 13–16 leirlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10– 13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður, kl. 10–11 leik- fimi, kl. 12.40 versl- unarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bókabíll- inn, kl. 9–14 hár- greiðsla. Korpúlfar, Graf- arvogi, samtök eldri borgara. Vatnsleikfimi er í Grafarvogslaug á þriðjudögum kl. 9.45. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 9. vinnu- hópur gler, kl. 10.30 leshringur á bókasafn- inu, kl. 11.40 leikfimi karla, kl. 13. málun, kl. 13.30 tré/útskurður. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Saumar og bridge kl. 13:30, púttstofan opin. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Þriðjudagur: Skák kl. 13 og alkort spilað kl. 13.30. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Glæsibæ kl. 10. Söngvaka kl. 20.45 umsjón Sig- urbjörg Hólmgríms- dóttir. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Gerðuberg, félagsstarf. Fræðslu og skemmtiferð lög- reglunnar í Reykjavík og fleiri verður á morgun kl. 13, skrán- ing í S. 575 7720. Leið- sögn í vinnustofu fellur niður á morgun. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.50 leikfimi, kl. 9.30 silki- málun, handa- vinnustofan opin, kl. 14 boccia og ganga. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 opin handa- vinnustofan, kl. 19 gömlu dansarnir, kl. 17 línudans. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun og glerskurður, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist og hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 boccia, kl. 10:30 söngur við píanóið, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 helgistund, kl. 14.30 spænska. Fóta- aðgerðir, hárgreiðsla. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10– 11 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 bútasaumur og postu- línsmálun. kl. 9.15– 15.30 handavinna. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 gler- skurður og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 13 handmennt og postu- línsmálning, kl. 13–14 félagsráðgjafi, kl. 14 félagsvist. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fundartíma. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, félagsheim- ilið Hátúni 12. Kl. 20 opið hús. Í dag er þriðjudagur 11. mars, 70. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: Því að þeim, sem hefur, mun gefið verða, og frá þeim, sem eigi hefur, mun tekið verða, jafnvel það sem hann hefur.“ (Mark. 4, 25.)     Vef-Þjóðviljinn hefurskoðun á umræðum um skattamál, eins og flestu öðru. Í pistli á vefn- um sl. laugardag segir m.a.: „Þau sjónarmið hafa heyrst héðan og þaðan að skattalækkun nú væri ekki af hinu góða. Að skattalækkun hefði þensluáhrif á þeim tíma sem mikill uppgangur verði í hagkerfinu vegna uppbyggingar stóriðju. Sumir berja sér á brjóst og segja að þetta sé nú bara einföld hagfræði, kennd í fyrsta kúrsi í há- skóla.“     Vef-Þjóðviljinn telur aðmannlífinu verði þó ekki lýst með stærðfræði- formúlum: „Eitt af því sem vantar inn í jöfn- urnar er hegðun manna og þá ekki síst stjórn- málamanna. Jöfnurnar gera ekki ráð fyrir öðru en að stjórnmálamenn hagi sér skynsamlega og fari vel með almannafé. Þær gera ekki ráð fyrir kjördæmapoti eða fram- bjóðendum sem reiðubún- ir eru til að kaupa sér vel- vild kjósenda sinna. Í jöfnunum er gert ráð fyr- ir að stjórnmálamenn- irnir muni standa á bremsunni í útgjöldum ríkisins, jafnvel þótt rík- iskassinn verði yfirfullur af skattfé vegna þenslu í þjóðfélaginu. Finnst ein- hverjum þetta líklegt? Er ekki að minnsta kosti jafnlíklegt að almenn- ingur muni nýta sér þann aukna kaupmátt sem hann fær vegna lækkunar skatthlutfallsins til þess að greiða niður skuldir sínar eða leggja fyrir?“     Áfram heldur Vef-Þjóðviljinn: „Sumir virðast halda að svo sé ekki og að stjórn- málamenn séu á þenslu- tímum líklegri til að fara vel með almannafé en al- menningur sjálfur. Þetta eru reyndar oft og tíðum þeir sömu og telja fráleitt að lækka skatta þegar hallæri ríkir. Þeir eru með öðrum orðum jafnan á móti skattalækkunum, en setja þá andstöðu sína í ólíkan búning, allt eftir því hvernig árar í efna- hagslífinu. Eðlilegast væri að slíkir menn kæmu hreint fram og við- urkenndu einfaldlega að þeir eru á móti skatta- lækkunum, nú, síðar, áð- ur fyrr og ævinlega.“     Það er margt til í þessuhjá Vef-Þjóðviljanum. Í því efnahagsumhverfi stöðugleika, sem orðið hefur til á undanförnum árum, eru fyrstu viðbrögð fólks við því að hafa meira fé til ráðstöfunar ekki endilega þau sömu og áður; að eyða því áður en gengið verður fellt eða verðið hækkar. Sparn- aður fer vaxandi og fólk skipuleggur fjármál sín í auknum mæli. Þegar öllu er á botninn hvolft, fara menn betur með eigið fé en annarra og markmiðið á að vera að ríkið skilji sem mest eftir hjá skatt- greiðendunum sjálfum. STAKSTEINAR Skattalækkanir og hagfræðiformúlur Víkverji skrifar... HANN var eitthvað undarlegursvipurinn á dóttur Víkverja og vinkonu hennar er þær komu heim úr skólanum á dögunum. Dóttirin, sem er níu ára gömul, heilsaði varla er hún kom inn. Hún heimtaði hins veg- ar að fá Morgunblaðið afhent þegar í stað. Henni var bent á hvar blaðið væri að finna og flýttu þær stöllur sér þá inn á baðherbergi og læstu að sér. Innan úr baðherberginu heyrðist síðan hávært pískur og greinilegt að ungu konunum var mikið niðri fyrir. Þarna dvöldu þær heillanga stund og var Víkverji orðinn ansi forvitinn. Hvað gat það verið í blaðinu er vakti svona mikla spennu hjá ungum kon- um? Tengdist þetta yfirstandandi kosningabaráttu? Voru þær kannski að velta Íraksdeilunni fyrir sér? Eða snerist þetta kannski bara um Írafár og Birgittu Haukdal eða eitthvað annað í þeim dúr? Að lokum komu ungu konurnar út úr baðherberginu, áberandi fölar á svip og greinilegt að þær voru felmtri slegnar út af einhverjum fréttum í blaðinu. „Veistu hvað,“ sagði dóttirin að lokum. „Það er stríð í Vesturbæj- arskóla, lúsastríð.“ Kom þá í ljós að fregnir af því að frétt hefði birst í blaðinu þá um morguninn af baráttu skólayfirvalda í Vesturbæjarskóla við þennan vágest höfðu farið eins og eldur í sinu meðal nemenda. Greini- legt var að alls kyns sögusagnir voru komnar á kreik og ljóst að umræður í frímínútum höfðu snúist um fátt ann- að þennan dag. x x x ÞAÐ sem hafði gert stúlkurnarsvona skelkaðar var hins vegar myndskreyting fréttarinnar, stærð- arinnar mynd af þessu kvikindi. Af máli þeirra var ljóst að þær töldu að þarna hefðu lýsnar verið sýndar í raunstærð og var þar með komin skýring á samræðunum inni á bað- herbergi. Þær voru augljóslega sann- færðar um að heljarinnar skrímsli væru á kreiki í skólanum og ætluðu að leggjast á nemendur og sjúga úr þeim blóð. Annars er þetta ekki gamanmál. Það virðist árviss atburður að farald- ur sem þessi komi upp í skólum landsins. Foreldrum hafa borist fyr- irmæli um að kemba börnum sínum daglega þar til skólaárinu lýkur! Koma reglulega heim bréf um að for- eldrar verði að undirrita yfirlýsingu um að þeir hafi kembt börnum sín- um. Ef yfirlýsingin fylgir ekki börn- unum í skólann eru þau send heim. x x x VÍKVERJI velti fyrir sér hvortekki væri ráð, fyrst stríð er skoll- ið á, að beita sömu aðferðum og í hin- um stóra heimi. Af hverju að bíða þar til skaðinn er skeður? Er ekki skyn- samlegt að hefja fyrirbyggjandi eit- urvopnaárás sem tortímir óvininum ef honum hefur tekist að fela sig þrátt fyrir að kembt sé af kappi? Hann varð sér því úti um sjampó er drepur þessa óværu. Þegar hringt var úr skólanum og spurt hvort búið væri að kemba greindi hann stoltur frá þessum áformum sínum. Þá kom hins vegar í ljós að þetta má alls ekki. Í stað þess að tortíma óvininum gera slíkar aðferðir hann ónæman fyrir eitrinu. Herfræðikenning Víkverja hrundi því líkt og spilaborg. Í bítið Í BÍTIÐ á Stöð 2, föstu- daginn 7. mars, var rætt við Einar K. Guðfinnsson og Ögmund Jónasson, m.a. um aðila sem flyttu fé úr landi til landa sem bjóða upp á skattfríðindi. En þar voru þeir ekki sammála, sem er í sjálfu sér eðlilegt, þar sem Ögmundur er málsvari hins almenna borgara. En það var öllu verra með fyrirspyrjand- ann, Jóhönnu, sem var allt að því hortug og tók orðið af Ögmundi og endaði með því að skella á hann. Í annan stað mætti Stöð 2 hafa betri kynningu á dagskrárliðum með skýrari rödd sem ekki er að líkja eftir rödd „gangstera“. Jón Magnússon. Heiðarleg kosn- ingabarátta VEGNA fjölmiðlafársins vegna Baugsmálsins lang- ar mig að minna lands- menn á, alla sem einn, að þegar fyrrv. borgarstjóri okkar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, neyddist til að segja af sér, gaf hún út þá yfirlýsingu fyrir alþjóð að hún ætlaði að bola Davíð úr forsætisráðherrastóln- um. Ég tel að tónninn hafi verið þannig að hún ætlaði sér að gera það með öllum ráðum. Þetta gleymist allt- af og er aldrei minnst á þetta og svo þegir hún þunnu hljóði núna. Ég skora á stjórnmála- menn að lempa sig aðeins niður og bið þá um að kosningabaráttan verði ekki eintómt skítkast held- ur málefnaleg og heiðarleg kosningabarátta. Ómar. Þari – Austurland ÉG er að leita að manni á Austurlandi sem hreinsar og vinnur þara til neyt- enda. Þeir sem gætu gefið mér upplýsingar hafi sam- band í síma 552 2576. Tapað/fundið Grá Nike-æfinga- taska týndist MÁNUDAGINN 3. mars sl. kl. 15:30 týndist taska með æfingadóti. Þetta var grá Nike-taska með svörtu baki og þremur hólfum. Í töskunni voru kveníþrótta- skór og -íþróttaföt ásamt snyrtivörum. Taskan týndist annaðhvort við strætóskýlið við Hótel Esju eða í strætó leið 12 sem var á leið austur Suð- urlandsbrautina. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band í síma 892 6462. Brúnleitt ullar- sjal týndist BRÚNLEITT munstrað ullarsjal týndist á Eið- istorgi 4. mars milli kl. 16 og 17 í Landsbankanum, Hagkaup eða hjá Fylgi- fiskum á Suðurlandsbraut. Skilvís finnandi hafi sam- band við Nínu í síma 505 0454 eða 588 5652. Silfurarmband týndist MJÓTT silfurarmband, sett saman af 12 litlum laufblöðum, týndist í lok síðustu viku, líklega í Kringlunni. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 552 8916. Fundarlaun. Dýrahald Simbi er enn týndur SIMBI týndist úr Garða- bænum í sumar en gæti verið hvar sem er. Hann er appelsínugulur, loðinn með brún augu. Ef einhver veit hvað hefur orðið um hann vinsamlegast hringi í síma 847 6671 eða 565 6519. Fundarlaun. Týndur köttur í Kópavogi GULBRÖNDÓTTUR fress með bláa ól fór að heiman við Lækjarsmára í Kópavogi sunnudags- kvöldið 2. mars og hefur ekki sést síðan. Kötturinn er óvanur því að vera úti og gæti því hugsanlega hafa leitað inn í nærliggj- andi hús, bílskúra eða bíla- geymslur. Íbúar í Smára- hverfi og Suðurhlíðum Kópavogs eru beðnir að hafa augun opin og láta vita í síma 898 0099. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is ÍÞRÓTTAKENNARI, fædd 1918, skrifaði grein í blaðið um sundlaug- arferðir. Hún segir að það sé gott að ganga í vatninu og standa á tánum, sem eykur jafnvægið. Þá er baksund oft betra en bringusund og gott að setja hnakkann í vatnið og horfa upp í loftið. Þegar hún andar að sér hugsar hún með sér að hún sé sterk á sál og þegar hún andar frá sér hugsar hún að hún sé sterk á líkama, tekur vel eftir önduninni, fyllir lungun og tæmir. Hún kann að meta hlýtt bros samferðarfólks. Í heita pottinum er margt skrafað en ekkert mál af- greitt, menn viðra skoð- anir sínar, eins og hún segir, og skipta síðan um pott. Sérstök grein sem var gaman að lesa. Steinunn. Vatnið og gleðin LÁRÉTT 1 ömurlegt, 8 sárs, 9 mergð, 10 elska, 11 ang- an, 13 aulann, 15 and- vara, 18 karldýr, 21 for- feður, 22 fær af sér, 23 yndis, 24 vikudags. LÓÐRÉTT 2 bárum, 3 ýlfrar, 4 kranka, 5 koma að haldi, 6 eldur, 7 fall, 12 blóm, 14 blása, 15 gjálfur, 16 gerðu samkomulag, 17 benin, 18 stúlka, 19 fáni, 20 gangsetja. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 vomar, 4 hlass, 7 lensu, 8 felds, 9 fes, 11 aðan, 13 fróa, 14 ældir, 15 gaur, 17 íman, 20 ári, 22 rytan, 23 gulls, 24 aflar, 25 akrar. Lóðrétt: 1 vilpa, 2 munda, 3 rauf, 4 hafs, 5 aular, 6 sessa, 10 endur, 12 nær, 13 frí, 15 garða, 16 umtal, 18 mylur, 19 nusar, 20 ánar, 21 igla. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.