Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Heilsársbústaðir frá Norður-Noregi Að láta sig dreyma um sumarbústað er ljúft Að láta drauminn rætast er hjá okkur Bústaðir í háum gæðaflokki. Henta vel við íslenskar aðstæður. Fáið sendan bækling. „ÞAÐ hefur verið jöfn og góð veiði á línuna allan ársins hring í mörg ár. Segja má að það hafi varla klikkað túr hjá bátunum í heilan áratug,“ segir Pétur H. Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík. Hann segir góð aflabrögð ekki þurfa að koma á óvart, enda í samræmi við það sem fiskifræðingar hafi lengi haldið fram. Vísir hf. gerir út sjö línubáta og segir Pétur að hver bátur sé búinn að fá 1.200 til 1.500 tonn það sem af er fiskveiðiárinu og meðalafli á dag sé um 10 tonn. „Aflabrögðin eru í samræmi við það sem fiskifræðingar Hafrann- sóknastofnunarinnar hafa haldið fram. Það er að koma upp mikið af millistórum og smáum fiski en hins vegar vantar stóra fiskinn. Þá hefur ýsuveiðin verið mjög góð að undan- förnu og það er sömuleiðis í takt við útreikinga Hafrannsóknastofnunar- innar. Aflabrögðin eru þannig meira samkvæmt fiskifræðinni en margir vilja vera láta.“ Vísir rekur fjórar fiskvinnslur, eina í hverjum landsfjórðungi; í Grindavík, á Þingeyri, á Húsavík og á Djúpavogi. Fyrirtækið vinnur þorsk, keilu, löngu og blálöngu í blautsöltun, bæði í flök og flattan fisk, ásamt frystum steinbít. Þá vinnur fyrirtæk- ið einnig ýmsar aukaafurðir, s.s gell- ur, lundir, þorskfés, sundmaga, salt- marning og þurrkaða þorskhausa. Um og yfir helmingur af ársafla Vísisbátanna sjö er jafnan þorskur og segir Pétur að nú stefni í að fjórð- ungur aflans verði ýsa, bátarnir hafi veitt vel á þriðja þúsund tonn af ýsu á fiskveiðiárinu. „Við höfum yfir góðum aflaheim- ildum að ráða og höfum því ekki þurft að halda aftur af bátunum, með því að skammta á þá vikuafla. Aflabrögðin hafa hins vegar verið þannig upp á síðkastið að við erum að byrja að taka í taumana, nú þegar fiskveiðiárið er ríflega hálfnað. Það hefur þó dregið nokkuð úr ýsuveiðinni að undanförnu og við förum að beita einhverjum bátanna í steinbít. Bátarnir eru á þeim miðum þar sem veiðivonin er best hverju sinni. Þeir hafa síðustu vikurnar einkum verið að veiðum vestur af landinu en þegar loðnan gengur yfir svæðið, dettur línuaflinn alveg niður og þá róa bátarnir á önn- ur mið þar sem ekki er loðna eða færa sig dýpra,“ segir Pétur. Línufiskur er mjög víða eftirsóttur vegna afburðagæða. Mest af fram- leiðslu Vísis fer á markaði á Spáni, Ítalíu og Grikklandi. Morgunblaðið/Golli Það er nóg að gera hjá fiskvinnslu Vísis hf. í Grindavík þessa dagana, enda hafa aflabrögð línubáta félagsins verið með eindæmum góð. Aflabrögð línubátanna hafa verið jöfn og góð árið um kring í mörg ár „Varla klikk- að túr í tíu ár“ Grindavík ÁRNI Hinrik Hjartarson, 32 ára viðskiptafræðingur, hefur verið ráðinn í nýja stöðu fjármálaráð- gjafa við fjármála- og rekstrarsvið Reykjanesbæjar. Árni hefur nýlokið framhalds- námi í viðskiptafræði frá Við- skiptaháskólanum í Árósum í Dan- mörku. Að því er fram kemur á heimasíðu Reykjanesbæjar verða helstu verkefni hans að aðstoða stjórnendur við fjárhags- og rekstraráætlanagerð og fylgja henni eftir. Hann verður yfir- mönnum stofnana og fyrirtækja Reykjanesbæjar innan handar vegna allra innkaupa, hvort heldur um er að ræða sameiginleg inn- kaup eða útboð. Þá er gert ráð fyr- ir að fjármálaráðgjafinn verði leið- andi í vinnu við BSC-kerfi Reykjanesbæjar, en það er árang- ursmælikvarðakerfi sem verið er að taka í notkun. Fjármálaráðgjafi verður staðgengill framkvæmda- stjóra fjármála og rekstrarsviðs. Árni útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja ár- ið 1993. Kona hans er Kolbrún Björk Sveinsdóttir sjúkraliði og eiga þau tvo syni. Ráðinn í nýja stöðu fjármála- ráðgjafa Reykjanesbær LANDSSÍMINN hefur fært Björg- unarsveitinni Suðurnesjum í Reykjanesbæ að gjöf símabúnað til að bæta samskipti björgunarsveitar- manna. Gunnar Stefánsson, formað- ur sveitarinnar, segir að gjöfin og ráðstafanir sem henni fylgja hafi mikinn sparnað í för með sér. Síminn færði björgunarsveitinni fimm GSM-síma og tilheyrandi bún- að í fjóra bíla sveitarinnar og bát hennar. Einnig ADSL-tengibúnað í björgunarsveitarhúsið til þess að auðvelda og tryggja útkall björgun- arsveitarinnar. Jafnframt úthlutaði Síminn félögum í björgunarsveitinni símanúmerum í röð þannig að þeir geta nýtt sér hópáskrift hjá Síman- um. Geta því björgunarsveitarmenn hringt án endurgjalds sín á milli og milli bíla og báts og húss sveitarinn- ar. Jón Halldór Eðvaldsson, við- skiptastjóri Landssímans á Reykja- nesi, segir að með þessu vilji Síminn leggja sitt af mörkum til að auðvelda björgunarsveitinni störfin. Síminn styrk- ir Björgun- arsveitina Suðurnes Reykjanesbær Gunnar Stefánsson tekur við gjöfinni úr hendi Heiðrúnar Jónsdóttur, for- stöðumanns upplýsinga- og kynningardeildar Símans. Ljósmynd/Hilmar Bragi SLÖKKVILIÐSMENN á flug- völlum landsins voru á þriggja daga námskeiði á Keflavík- urflugvelli á dögunum og fóru síðan á fimm daga námskeið á Arlanda-flugvelli í Svíþjóð. Námskeiðin eru skipulögð í samstarfi Flugmálastjórnar Ís- lands, slökkviliðsins á Keflavík- urflugvelli og skóla slökkviliðs- manna Flugmálastjórnar Svíþjóðar. Þátttakendur á nám- skeiðinu sem haldið var á Kefla- víkurflugvelli í vikunni eru frá slökkviliðunum á Keflavík- urflugvelli, höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Samkvæmt upplýsingum Hall- dórs Vilhjálmssonar, þjálf- unarstjóra slökkviliðsins á Kefla- víkurflugvelli, reyndist mikill áhugi fyrir námskeiðinu og segir að bundnar séu vonir við að fleiri sérhæfð námskeið af þessu tagi verði haldin í framtíðinni. Slökkvi- liðsmenn flugvalla læra meira Keflavíkurflugvöllur Gestirnir á námskeiðinu virtust ánægðir með sérmerktar diskaþurrkur sem Haraldur Stefánsson slökkviliðsstjóri afhenti þeim í þakklætisskyni fyrir framlagið. Frá vinstri: Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri hjá Flugmálastjórn, Bengt Parliden skólastjóri, Lars Erlandsson yfirkennari, Björn Karlsson brunamálastjóri, Árni Birgisson, forstöðumaður hjá Flug- málastjórn, og Haraldur Stefánsson er lengst til hægri. SKIPULAGSSTOFNUN hefur til athugunar skýrslu um mat á um- hverfisáhrifum nýs skipulags við förgun sorps á Suðurnesjum, þar á meðal með byggingu nýrrar sorp- brennslustöðvar í Helguvík. Fram- kvæmdin er talin hafa óveruleg nei- kvæð áhrif á umhverfið og vera verulegt skref fram á við. Umhverfismatið tekur til förgunar sorps á Suðurnesjum í heild, jafnt fyrir sveitarfélögin á svæðinu og varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Byggð verður sorpbrennslu-, mót- töku- og flokkunarstöð í Helguvík og útbúinn nýr urðunarstaður fyrir ösku og óbrennanlegt sorp á Stafnesi. Loftmengun fylgir sorpbrennslu en í skýrslunni eru leidd að því rök að umhverfisáhrif vegna útblásturs verði óveruleg. Sömuleiðis benda nið- urstöður matsskýrslunnar til þess að mengun grunnvatns vegna hins nýja urðunarstaðar á Stafnesi valdi ekki umtalsverðum umhverfisáhrifum. Gert er ráð fyrir eftirliti með báðum þessum þáttum, það er að segja út- blæstri frá brennslustöðinni og grunnvatni og lífríki við urðunarstað- inn. Frestur til að gera athugasemdir Niðurstaða matsskýrslunnar í heild, eins og henni er lýst í frétta- tilkynningu frá Skipulagsstofnun, sýnir að framkvæmdin hafi óveruleg neikvæð áhrif á umhverfið og sé veru- legt skref fram á við, við núverandi aðstæður. Matsskýrslan liggur frammi til skoðunar á bæjarskrifstofum og bókasafni Reykjanesbæjar og á heimasíðu Sorpeyðingarstöðvar Suð- urnesja, www.sss.is/ss. Frestur til að skila skriflegum athugasemdum til Skipulagsstofnunar rennur út 11. apríl næstkomandi. Mat á skipulagi sorpförgunar Óveruleg neikvæð umhverfisáhrif Helguvík/Stafnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.