Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 27 MEÐ áformum um stóriðju á Austurlandi hafa stjórnvöld sýnt stórhug og marka þar með viss tímamót, ekki aðeins í atvinnumál- um fjórðungsins heldur og í þróun atvinnulífs í landinu öllu – og þótti mörgum tími til kominn. 800–1.000 ný störf til frambúðar skapast hér eystra, auk margfeldisáhrifa sem gæta mun víða um fjórðunginn og allt norður í land. Um árabil hafa heilu landshlutarnir verið látnir drabbast niður og hluta íslensku þjóðarinnar gert að sætta sig við mun lakari lífskjör en þau sem buðust á suðvesturhorni landsins. Fullt jafnrétti ríkti ekki. Nú er tal- að um byggðastefnu hins opinbera – rétt eins og byggðastefna sé ein- hver ný bóla hér á landi. Svo er ekki. Hér hefur lengi verið rekin harðvítug byggðastefna í þágu höf- uðstaðarins einvörðungu, klárlega á kostnað landsins í heild. Þjóð- artekjum okkar hefur árlega svo tugmilljörðum skiptir verið holað niður í Reykjavík, varið þar í fjár- festingar og rekstur; varið í kröft- uga uppbyggingu fjölbreytts at- vinnulífs syðra með tilheyrandi virkjunum og stóriðju. Þar við bæt- ist þaulhugsað skipulag alls inn- flutnings til landsins og vörudreif- ing frá þessum eina stað út um land allt. Og er sú dreifing ekki ódýr, það veit landsbyggðin mæta- vel. Stórvirkjanir og stóriðja hafa fært þessu eina landshorni velmeg- un og mikið aðstreymi fólks frá af- skiptari, strjálbýlli hlutum lands- ins. Stöðnun, bein afturför atvinnu- lífsins og fólksfækkun hefur orðið hlutskipti landsbyggðarinnar, og það þótt meginhluti útflutnings- tekna Íslendinga komi þaðan! Al- þingi hefur á meðan þessu fór fram haldið sína árlegu glaðbeittu þing- veislu undir kjörorðinu: Ekki benda á mig! Nýhafin atvinnuþróun eystra er tákn um breytt viðhorf til landsins okkar í heild, er vonandi að brátt verði framhald á, svo Ísland allt verði í kjölfarið fýsilegra ungu fólki til búsetu. En stóriðjuáform á Austurlandi hafa líka leitt fram miður hugnan- lega öfgahópa – vel efnað, sjálfum- glatt fólk sem vill hafa vit fyrir austfirskum lýð: „Enga stóriðju þar eystra, hreindýrasmölun, fjalla- grös eða bara eitthvað annað!“ Fólk þetta virðist heillað af mót- mælafíkn sem nú grassérar erlend- is: alþjóðlegum ráðstefnum skal mótmælt með götuóeirðum, fram- kvæmdum skal mótmælt, hvalveið- um mótmælt, þorskveiðum mót- mælt, loðdýrarækt mótmælt, skipulagi mótmælt. Endilega að mótmæla, bara einhverju! Það er heila málið. Hópur athyglisfíkla hefur um skeið –með óbilandi full- tingi fjölmiðla – haldið uppi há- reistri hatursherferð gegn bættum lífskjörum fólks eystra, gegn virkj- un austfirskra fallvatna, gegn stór- iðju austanlands (og norðan). Aft- urhaldsliðið hefur með yfirlæti haft það sér að leik að berjast gegn hagsmunum Austfirðinga í þeirri fullvissu, að þeir myndu ekki bera hönd fyrir höfuð sér og snúast til varnar lífshagsmunum sínum; Austfirðingar ættu ekki jafngreið- an aðgang að fjölmiðlum og Reyk- víkingar. Sú spurning vaknar, hver fjármagni þessi viðvarandi götu- samkvæmi, kvikmyndagerðina, sjónvarpsþætti, auglýsingar, áróð- ursgreinar hérlendis og erlendis? Eru kannski erlendir sponsorar í spilinu? Sér til réttlætingar hafa aftur- haldsöflin jafnan haft að yfirvarpi upptendraða „náttúruást“ sína, log- heita ást á Vesturöræfunum á Austurlandi. Þótt fæstir mótmæl- enda hafi litið augum þá grjóturð, uppblásnu mela og naktar auðnir sem einkenna Vesturöræfin, geng- ur þetta fólk emjandi um götur og torg í tilgerðarlegri vandlætingu sinni yfir „hernaðinum gegn nátt- úrunni“ – en hernaðurinn gegn fólkinu úti á landi skiptir alls engu máli: Enga stóriðju utan suðvestur- hornsins, enga stórvirkjun utan Suðurlands! Örfoka tunglauðnirnar norðan Vatnajökuls þarf að vernda ósnortnar til þess að vel stætt fjallabílafólk geti óáreitt djöflast þar um í öræfakyrrðinni. Þvílík hugsjón,! Skítt með hagsmuni og afkomu fólksins sem býr eystra. Í því moldviðri sem þyrlað hefur verið upp í þessu máli skal því sízt gleymt, að m.a.s. íslenskir stjórn- málaflokkar standa þar með að verki; þingmenn sem með stóryrð- um hafa látlaust barist gegn at- vinnuuppbyggingu á Austurlandi, hafa fordæmt möguleika þess fólks á bættri lífsafkomu – hafa óspart notað rangfærslur og dylgjur til að klekkja á landsbyggðarfólkinu. Málflutningur sá þefjar ekki vel, ber keim af svörtu afturhaldi og er hatrammur á að hlýða. Furðulegast er að þessir flokkar skirrast samt ekki við að bjóða fram til alþingis á Austurlandi og Norðurlandi eystra, vísast í þeirri von, að fólkið sé haldið skammtíma-minni og kyssi auðmjúkt á vöndinn á kjördegi, gefi þeim sömu dárum atkvæði sitt sem purkunarlaust hafa haft í hót- unum við íbúa þessara landshluta. En þingmennska er gott djobb. Verður lengra gengið í virðing- arleysi fyrir íbúum Austurlands og Norðurlands og þeirra viðhorfum? Niðurstöður næstu alþingiskosn- inga munu sýna pólitískan þroska íslenskra kjósenda – og þá einkum fólks á Austurlandi og á Norður- landi. Nær þetta fólk að hrista loks af sér þá pólitísku óværu? Kannski hafa svo Vinstri grænir og Samfylkingin bara rétt fyrir sér þegar öllu verður á botninn hvolft í maí. Átökin um Austurland Eftir Halldór Vilhjálmsson Höfundur er framhaldsskólakennari. „Nær þetta fólk að hrista loks af sér þá pólitísku óværu?“ RÍKISSTJÓRNIN hefur enn á ný lagt fram frumvarp um vatns- veitur sveitarfélaga þar sem þeim er í sjálfsvald sett að hlutafélaga- væða vatnsveitur landsins. Í um- sögn BSRB um lagafrumvarpið er andstaða samtakanna við hluta- félagavæðingu ítrekuð og bent á að Sameinuðu þjóðirnar hafa nýverið skilgreint vatn sem grunnmannrétt- indi og að ekki beri að líta á það sem verslunarvöru. Sveitarfélögum beri skylda til að tryggja íbúum vatn og megi því ekki selja vatns- veitur úr sínum höndum. Í fyrirliggjandi frumvarpi hefur sú meginbreyting orðið að tilgreint er að sveitarfélag, sem lagt hefur vatnsveitu, hafi einkarétt á rekstri hennar og sölu vatns á því svæði sem vatnsveitan nær yfir, en að þennan einkarétt megi framselja tímabundið til stofnunar eða fyr- irtækis sem er að meirihluta í eigu ríkis eða sveitarfélags. Valkostur sveitarfélags að hlutafélagavæða vatnsveitu sína stendur þó enn, sem og rétturinn til 7% arðgreiðslu. All- ar ákvarðanir um gjaldskrá og ann- að eiga skv. frumvarpinu að vera í höndum „stjórnar vatnsveitu“ en ekki „stjórnar sveitarfélags“. Vatn er mannréttindi Við þetta frumvarp hefur BSRB ýmislegt að athuga. Samtökin vilja að Alþingi skilgreini með skýrum hætti sérstöðu vatns sem undir- stöðu lífs og annarra mannréttinda. Á Íslandi eru það fyrst og fremst vatnsveitur sem vinna og dreifa þessum lífsgæðum og því er eðlilegt að fyrsta grein laganna fastsetji þennan skilning. Texti fyrstu grein- ar er unninn upp úr samþykkt SÞ sem lýsir vatn mannréttindi og for- sendu annarra mannréttinda. Skylda sveitarfélaga er að menn fái haldið þessum réttindum. Tillögur BSRB eru skýrar. Þær eiga að tryggja að:  eignarhald á vatnsveitum verði í höndum sveitarfélaga  vatnsveita í eigu sveitarfélagsins verði ekki hlutafélagavædd og er þar með dregið úr hugsanlegum áhrifum GATS-samningsins  gjöld miðist eingöngu við að standa undir stofnkostnaði og rekstri  heimild til gjaldskrárákvörðunar verði endanlega á hendi og ábyrgð sveitarfélags og þar með kjörinna fulltrúa. Umfram allt miða tillögur BSRB að því að menn umgangist vatn í framtíðinni sem auðlind sem nýta beri í almannaþágu og að vatn sé grunnmannréttindi, ekki söluvara. Með því að leyfa hlutafélagavæð- ingu vatnsveitna sveitarfélaga er farið inn á hættulegar brautir að mati BSRB. Alþjóðlegir samningar, svo sem GATS-samningurinn, eru farnir að teygja sig inn á þessi svið. Evrópusambandið gerir nú kröfu til þess að drykkjarvatn verði fellt undir GATS-samninginn og að sá markaður verði opnaður fyrir er- lendum stórfyrirtækjum sem njóti sömu réttinda og innlend fyrirtæki. Samningurinn snertir allar aðgerðir sveitarfélaga og vinnur annars veg- ar gegn rétti opinberra aðila til að setja lög og reglur sem hamla inn- rás fyrirtækja inn á „markaði“ sem hingað til hafa verið taldir verksvið hins opinbera. Hins vegar hamlar hann rétti hins opinbera til að reka fyrirtæki og stofnanir sem kunna að teljast rekin „á viðskiptalegum for- sendum“ og „í samkeppni við einn eða fleiri aðila“. Hlutafélög á sam- keppnismarkaði sem eru í eigu sveitarfélaga falla því undir GATS- samninginn. Hættan er því sú að sveitarfélög þurfi að afsala sér einkaréttinum og að þau verði að keppa við erlenda auðhringi í vatns- iðnaði í framtíðinni á „jafnréttis- grundvelli“. Málamiðlun sú sem BSRB getur fallist á, að sveitarfélög megi fram- selja tímabundið einkarétt sinn til „rekstrar vatnsveitu og sölu vatns“ til fyrirtækis í meirihlutaeign op- inberra aðila, er þó ekki án frekari skilyrða. BSRB bendir á að orðalagið „í meirihluta ríkis eða sveitarfélaga“ komi ekki í veg fyrir að einkaaðili fari með ráðandi hlut í viðkomandi fyrirtæki og kemur með tillögu sem girðir fyrir að það geti gerst. Enn fremur leggur BSRB til að stjórn sveitarfélagsins verði sá aðili sem hafi heimild til að leggja á gjöld, ekki óskilgreind „stjórn vatnsveitu“. Hafi sveitarstjórn framselt einka- rétt sinn til annars félags, verði það stjórn sveitarfélagsins sem ber ábyrgð á gjaldskrá gagnvart íbúum, og ákveði gjaldskrá að „fengnum til- lögum stjórnar vatnsveitu“. 400% hækkun vatnsgjalda? Í tillögu BSRB er ítrekað að gjöld vatnveitna ásamt öðrum tekj- um miði einvörðungu að því að „standa straum af stofnkostnaði og rekstri vatnsveitna“. Bent er á að heimild til arðgreiðslna upp á 7% nýtist því aðeins að vatnsgjöld hækki verulega og þótt það sé freistandi leið fyrir sveitarfélög til að auka tekjur sínar, gangi það gegn því meginsjónarmiði að vatn eigi að vera aðgengilegt öllum á hóf- legu verði. Ef tekið er mið af árs- reikningum Orkuveitu Reykjavíkur sést að arðsemi eiginfjár er á bilinu 1–2% en álögð vatnsgjöld nema nú um 0,1% af fasteignamati. Heimild er í lögum um að þetta hámark nemi 0,5% af fasteignamati. Eigi vatnsveitur að ná 7% arðsemi er því líklegt að þær muni hækka vatns- verð í leyfilegt hámark sem þýðir um 400% hækkun vatnsgjalds. Í dag eru vatnsveitur skylduverk- efni sveitarfélaga. Einkafyrirtæki í vatnsiðnaði sem rekin eru í gróða- skyni hafa aðeins skyldum að gegna við hluthafa. Það er kominn tími til að stjórnvöld setji almannahags- muni í fyrirrúm í stað þess að ráfa eftir blindgötum markaðshyggjunn- ar. Nánari umfjöllun er á heimasíðu BSRB (bsrb.is). Kranavatnið í boði kóka-kóla? Eftir Pál H. Hannesson Höfundur er starfsmaður BSRB. „Einka- fyrirtæki í vatnsiðnaði sem rekin eru í gróða- skyni hafa aðeins skyldum að gegna við hluthafa.“ ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. TRY ME buxur í miklu úrvali Hallveigarstíg 1 588 4848
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.