Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ „MENNIRNIR eru fundnir. Ég end- urtek mennirnir eru fundnir heilir á húfi. Verkefninu er lokið.“ Svona hljómaði tilkynning sem barst leit- armönnum á Langjökli klukkan 11.30 í gærmorgun, tæpum sólar- hring eftir að vélsleðamennirnir Knútur Hreinsson og Jón Bjarni Hermannsson urðu viðskila við sam- ferðamenn sína. Leitin var ein um- fangsmesta leitaraðgerð björg- unarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar á þessum vetri, en alls tóku 236 björgunarsveitarmenn þátt í leitinni á 38 jeppum, 76 vélsleðum og 10 snjóbílum. Þá leituðu þyrla Landhelgisgæslunnar og flugvél Flugmálastjórnar einnig. Þegar Morgunblaðið kom í Þjófa- krók, þaðan sem ekið er upp á jökul- inn úr vestri, stuttu áður en Jón Bjarni og Knútur fundust, voru þar samankomnir björgunarsveit- armenn og hundar sem biðu eftir að vera kallaðir upp á jökul. „Við höf- um í rauninni ekkert að gera upp á jökul fyrr en við höfum einhvern punkt til að leita út frá,“ segir Elín Bergsdóttir, formaður Björg- unarhundasveitar Íslands, en fimm hundar voru til taks ef vélsleði mannanna fyndist yfirgefinn. Þá hefðu hundarnir getað rakið slóð vélsleðamannanna. Nístingsfrost er á jöklinum, en Elín segir að hund- arnir þoli vel kuldann. „Það er ekki nema 14 stiga frost. Það voru 20 gráður í síðasta útkalli, það var í það kaldasta,“ segir hún. Inni í skálanum í Þjófakrók er boðið upp á heita súpu, sem yljar köldum og þreyttum björg- unarsveitarmönnum, sem sumir hverjir hafa staðið vaktina í yfir 20 tíma. Einn þeirra, Jakob Guðmunds- son, Björgunarsveitinni Brák í Borg- arnesi, var kallaður út klukkan 15 á sunnudag og hafði leitað alla nóttina á jeppa ásamt félögum sínum án nokkurrar hvíldar. Höfðu þeir fé- lagar leitað stanslaust síðan þá, en Jakob sagðist þó ekkert vera þreytt- ur. Komnir yfir þreytuna „Nei, það er ekki komið að því enn þá, við erum komnir yfir þreytuna og svo hrynjum við væntanlega nið- ur þegar við komum heim. Við höfð- um nesti með okkur og það fór vel um okkur svo það er ekki hægt að vorkenna okkur,“ segir Jakob. Segir hann að veðrið hafi verið brjálað þegar þeir komu upp á jökul- inn. „Það skóf svo mikið af jöklinum, það var ekkert skyggni og við sáum varla á milli bílanna,“ Jakob segir að skyggnið hafi verið innan við tíu metra, en um nóttina leituðu þeir á svæðinu í kringum Þursaborgir og urðu að aka eftir GPS-staðsetning- artæki. „Við lögðum virkilega allt á okkur til að finna mennina sem fyrst, það var ekki hugsað um neitt mikið annað en að klára þetta,“ seg- ir Jakob. Segist hann hafa orðið mjög glaður þegar hann heyrði að mennirnir væru fundnir. „Ekki hugsað um neitt annað en að klára þetta“ Morgunblaðið/RAX 236 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni á 38 jeppum, 76 vélsleðum og 10 snjóbílum. Á þriðja hundrað björgunarsveitarmanna tók þátt í einni umfangsmestu leit vetrarins Morgunblaðið/RAX Björgunarmennirnir Jakob Guðmundsson, Pétur Guðmundsson og Jón Heiðar Hannesson gæða sér á súpu eftir að hafa staðið vaktina í tæpan sól- arhring. „Við erum komnir yfir þreytuna og svo hrynjum við væntanlega niður þegar við komum heim,“ segir Jakob. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bíll Hjálparsveitar skáta í Reykjavík á leið niður af jöklinum í Þjófakrók eftir að leit lauk.   !"!"#%+% %++ 1!<!"*/7$"!""! #  7$!$+5$$ **!< *C+ /!1"# !+20+ ! *!!<$#7<  #%+2+%$$@              (@1%              4 < < !+    /$+$/  /51<+ $ D#%+% %$0! 1+# D/<1%! E/7$!!$ *!!<      ÁHÖFN á TF-LÍF, þyrlu Land- helgisgæslunnar, mun hafa flogið tvisvar sinnum yfir staðinn sem Knútur og Jón Bjarni hírðust á, en kom ekki auga á þá fyrir skafrenn- ingi á jöklinum. Þyrlan hélt í leitarflugið frá Reykjavík skömmu fyrir kl. 8 í gærmorgun og leitaði í á fjórðu klukkstund áður en hún yfirgaf svæðið til að taka eldsneyti. Í milli- tíðinni fundust félagarnir og fór þyrlan þá aftur af stað og sótti þá beint í Þjófakrók. Að sögn Jakobs Ólafssonar, flugstjóra TF-LÍF, út- bjuggu leitarmenn á jökli vel merktan lendingarstað af mikill fagmennsku sem var til mikillar hjálpar. Hann segir aðstæður hafa verið góðar fyrir flugáhöfnina, þar sem flogið var ofan við hvassviðri og skafrenning en á jörðu niðri hafi veðrið óhjákvæmilega spillt skyggninu. Sáust ekki úr lofti vegna skafrennings „OKKUR var gríðarlega létt við að sjá þá. Þetta er toppurinn á þessu, það er mikil gleði að finna menn heila á húfi. Það er það sem gefur þessu starfi gildi,“ segir Böðvar Finnbogason í Flugbjörgunarsveitinni í Varmahlíð, einn fimm björgun- arsveitarmanna sem komu fyrstir að mönnunum tveimur sem fundust rétt fyrir hádegi í gær, eftir að þeirra hafði verið saknað í rúman sólarhring. Mennirnir fundust skammt frá Fögruhlíð, norðan megin í Langjökli, ekki langt frá Þjófa- dölum. „Þegar við komum í Jök- ulkrók sáum við mann rísa upp úr snjóhúsi og veifa okkur,“ seg- ir Böðvar. Hann segir að menn- irnir hafi verið í ótrúlega góðu ásigkomulagi. „Annar þeirra var alveg þurr og bar sig mjög vel, en hinn félaginn var blautur og var byrjaður að kólna, en þeir báru sig mjög vel. Þeir höfðu grafið sér gott snjóhús þarna með nestisboxunum sínum,“ segir Böðvar. Böðvar segir að mennirnir hafi fyrst beðið um tíma á jökl- inum þar sem þeir vonuðust til að félagar þeirra sem þeir voru á ferð með fyndu þá. Síðan hafi þeir, að sögn Böðvars, ákveðið að fara niður af jöklinum þar sem vélsleði mannanna gekk illa auk þess sem veðrið var mjög slæmt og harðfenni of mikið til að byggja snjóhús á jöklinum, sérstaklega þar sem mennirnir voru ekki með skóflur. Breiddu svefnpoka yfir snjóhúsið „Þarna niðri var mikið mýkri snjór, betri og auðveldara að grafa. Þeir voru með svefnpoka með sér og náðu að breiða hann yfir snjóhúsið til að það fennti ekki inn í það og voru með eitt- hvað af nesti með sér líka. Vistin var nú held ég ekki afleit miðað við hvernig komið var fyrir þeim,“ segir Böðvar. Hann segir að mennirnir hafi orðið mjög glaðir þegar björg- unarsveitarmennirnir, sem voru úr Varmahlíð og frá Björgunar- sveitinni Gretti á Hofsósi, birt- ust. „Þeir sögðust hafa heyrt í tækjum, en ekki séð nein tæki til að geta gert vart við sig. Þeir héldu fyrir í snjóhúsinu, annar var það blautur og var töluverð- ur vindur og vindkæling þannig að það var best fyrir þá að vera bara niðri í snjóhúsinu,“ segir Böðvar. „Mikil gleði að finna menn heila á húfi“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.