Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 22
NEYTENDUR 22 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Laugavegi 87 Sími 511 2004 www.dunogfidur.isSími 693 0997 Opið virka daga kl. 12-18 og um helgar kl. 12-17 Skómarkaður Varst þú búinn að kíkja á skómarkaðinn í Sætúni 8 (við hliðina á Heimilistækjum) Ekki missa af honum Alltaf bætast nýjar vörur við Ótrúleg verðlækkun HJÁ Matvælarannsóknum í Keldnaholti hefur verið unnið að ýmsum verkefnum sem auka þekk- ingu á efnainnihaldi matvæla. Bæði er um að ræða næringarefni og aðskotaefni (efni sem berast í matvæli og geta verið óæskileg). Upplýsingar eru skráðar í Íslenska gagnagrunninn um efnainnihald matvæla og þær hafa verið notaðar af Manneldisráði við útreikninga í neyslurannsóknum. Einnig eru upplýsingarnar notaðar á Matar- vefnum (www.matarvefurinn.is) en þar getur fólk reiknað út hversu mikið það fær af næringarefnum. Síðustu árin hefur athyglin beinst talsvert að öryggi matvæla. Með öryggi matvæla (food safety) er átt við það að matvælin séu örugg fyrir neytendur með tilliti til skaðlegra örvera og aðskotaefna. Í íslensku umhverfi er tiltölulega lít- ið af mengandi efnum borið saman við önnur nálæg lönd. Því ættu að vera góð skilyrði til að framleiða matvæli á Íslandi með algjöru lág- marki aðskotaefna. Matvælaframleiðsla á Íslandi býr við aðstæður sem að mörgu leyti eru sérstakar. Svalt loftslag leiðir til þess að lítið er af skað- völdum og því komumst við af með minna af varnarefnum en flestar aðrar þjóðir. Strjálbýli, víðlend beitilönd og tiltölulega lítill iðn- aður stuðlar að lítilli mengun mið- að við stærð landsins. Hreint loft og gnægð hreins vatns skiptir einnig miklu máli. Búfjárræktin býr við stranga lyfjalöggjöf og lagt er bann við notkun vaxtarhvetj- andi hormóna og íblöndun sýkla- lyfja í fóður. Þá erum við laus við ýmsa búfjársjúkdóma og þurfum því ekki að nota lyf gegn þeim. Lítið af ólífrænum snefilefnum Yfirleitt er styrkur ólífrænna snefilefna (oft nefnd þungmálmar, þ.e. kadmín, blý, kvikasilfur o.fl.), þrávirkra lífrænna efna (DDT, PCB, díoxín o.fl.) og geislavirkra efna í íslenskum landbúnaðaraf- urðum með því lægsta sem mælist í nálægum löndum. Lítið greinist af ólífrænum snefilefnum í íslensk- um búfjárafurðum þrátt fyrir að þessi efni losni úr læðingi við eld- gos. Þetta á einkum við um kvika- silfur en ekki er sjáanlegt að það eigi greiða leið inn í fæðukeðjuna hér á landi. Ólífræn snefilefni úr jarðvegi greinast í íslenskum mos- um en ekkert bendir til að þessi efni berist í verulegum mæli í bú- fjárafurðir. Styrkur kadmíns í jarðvegi á landbúnaðarsvæðum hefur víða um heim farið vaxandi vegna þess að kadmín berst með tilbúnum áburði. Kadmín í tilbún- um áburði er mjög mismikið eftir uppruna hráefnanna en hér á landi hefur verið brugðist við með því að setja stöng hámarksgildi fyrir kadmín í áburði. Það vekur athygli að þrávirk efni skuli yfirleitt greinast í ís- lensku vistkerfi þar sem lítið hefur verið notað af flestum þessum efn- um hér á landi. Skýringin er sú að þrávirk lífræn efni berast með loft- straumum milli landa og þéttast á köldum svæðum. Þrávirk efni greinast í selum og ísbjörnum ná- lægt norðurheimskautinu. Al- mennt er styrkur geislavirks ses- íns (Cs-137) í íslenskum matvælum mjög lágur. Íslensk náttúra er þó viðkvæm fyrir geislavirku úrfelli en Íslendingar voru svo heppnir að sleppa við afleiðingar Tsjernobyl slyssins. Almennt mælist mjög lítið af aðskotaefnum í íslenskum land- búnaðarafurðum og oft er um minna magn að ræða en í sambæri- legum erlendum afurðum. Lítið af aðskotaefnum í íslenskum landbúnaði Aðskotaefni í matvælum eru mörgum hugleikin. Hér á eftir fer stutt samantekt um að- skotaefni í íslenskum matvælum frá Ólafi Reykdal matvælafræð- ingi hjá Matvælarann- sóknum í Keldnaholti. Morgunblaðið/RAX Lítið er um aðskotaefni í íslenskum landbúnaðarvörum en augu manna beinast æ meir að öryggi matvæla. FRAMLEIÐSLA á lífrænni jógúrt er á döfinni hjá Biobúi ehf. sem er í eigu Kristjáns Oddssonar, mjólkur- bónda á Neðra-Hálsi í Kjós, og konu hans, Dóru Ruf. Kristján segir vöruþróun standa fyrir dyrum næstu 4–6 vikur. Gangi hún vel megi búast við jógúrtinni á markað um mánaðamótin apríl/maí. Í boði verða þrjár tegundir, það er hrein jógúrt, með jarðarberjum og með múslí. Engum aukasykri verður bætt við, auk þess sem ávaxtamassinn og múslíið sem notað verður við fram- leiðsluna er lífrænt. Kristján á Neðra-Hálsi framleiðir lífræna mjólk sem Mjólkursamsalan hefur séð um dreifingu og vinnslu á og segir hann umframfram- leiðslu verða nýtta til jógúrtgerðar. Tveir bændur til viðbótar framleiða vottaða líf- ræna mjólk og selur annar þeirra sína afurð til að mynda til Mjólkurbús Flóamanna, sem fram- leiðir lífræna Ab-mjólk. „Verði eftirspurn meiri en fram- boðið fáum við fleiri bændur til þess að framleiða lífræna mjólk. Tvö ár tekur að fá lífræna vottun og því færi slík framleiðsla aldrei af stað fyrr en að þeim tíma liðnum,“ segir hann. Offramboð er á lífrænni mjólk og segir Kristján það óneitanlega dálít- ið skrýtið. „Framleiðendur verða því að taka málin í sínar hendur, því aðrir virð- ast ekki tilbúnir til að vinna þessari vöru fylgi meðal neytenda. Mjólk- uriðnaður á Íslandi er í raun stóriðn- aður og framleiðsla af þessu tagi, sem virðist þjóna eingöngu litlum hluta markaðarins, er því dæmd til þess að teljast sérvara og hentar þar af leiðandi illa inn í það kerfi sem við búum við. Hvort þessi framleiðsla á eftir að vaxa er því undir neytendum komið,“ segir hann. Lífræn jógúrt vænt- anleg með vorinu KOMIÐ er á markað pasta sem gert er úr hinni fornu korn- tegund Farro, frá ítalska pasta- framleiðandanum Rustichella d’Abruzzo. Meðal þeirra verslana sem bjóða upp á Farro-pasta frá Rustichella eru Fjarðarkaup, Fylgi- fiskur, Hagkaup, Nóatún og Osta- búðin, segir í tilkynningu frá fram- leiðanda. „Rustichella-pastað er handgert og þar af leiðandi mjög frábrugðið verksmiðjuframleiddu pasta. Bragð og áferð eru ólík, auk þess sem mun minna þarf til þes að metta með handgerðu pasta en verksmiðju- framleiddu. Farro er ein elsta korn- tegund sem þekkt er á jörðinni; al- gerlega óerfðabætt form af korni sem ber með sér hnetubragð. Farro- kornið hefur verið ræktað í Evrópu í margar aldir,“ segir loks í tilkynn- ingu frá Meistaravörum. NÝTT Handgert Farro-pasta HEILDSALAN Eggert Krist- jánsson kynnir strimla með köldu vaxi sem fjarlægja líkams- hár. Varan nefn- ist Cold Wax Strips og er væntanleg í versl- anir í maí. Í tilkynningu frá innflytj- anda segir meðal annars, að leggirn- ir séu hárlausir í allt að fjórar vikur eftir notkun. „Gel-vax Veet er meðal annars gert úr sykri og inniheldur þannig náttúruafurð. Hvorki þarf að hita strimlana í örbylgjuofni né potti því þeir eru tilbúnir til notkunar með því að núa þeim milli handanna.“ Einnig segir að þar sem virka efn- ið í strimlunum sé vatnsleysanlegt þurfi ekki að fjarlægja vaxafganga af húðinni. Nóg sé að þvo húðina með volgu vatni. Vaxstrimlar með sykri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.