Morgunblaðið - 11.03.2003, Blaðsíða 19
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2003 19
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
6
4
4
2
SJÖ tilboð bárust í innréttingu og
frágang á nýju húsnæði fyrir Tón-
listarskólann á Akureyri að Hvanna-
völlum 14. Kostnaðaráætlun verk-
kaupa hljóðaði upp á 70 milljónir
króna og voru fjögur tilboðanna und-
ir kostnaðaráætlun. Timbursmiðjan
og Grétar Jóhannesson áttu lægsta
tilboð í verkið en það hljóðaði upp á
um 59 milljónir króna, eða um 84% af
kostnaðaráætlun.
SS Byggir bauðst til að vinna
verkið fyrir 65 milljónir króna, eða
um 93% af kostnaðaráætlun, Tré-
verk bauð 66 milljónir króna og
Völvusteinn 69 milljónir króna.
Hæstu tilboðin þrjú voru upp á um
75, 76, og 77 milljónir króna.
Verkið felst í innréttingu og frá-
gangi á allri annarri hæð hússins,
sem og hluta af 1. og 3. hæð, samtals
um 1.200 fermetra að grunnfleti.
Eftir er að fara yfir tilboðin en verk-
inu skal lokið 30. júní í sumar.
Frágangur á húsnæði
Tónlistarskólans
Sjö tilboð
bárust í
verkið
KAUPFÉLAG Eyfirðinga styrkir
Íslandsmótið í snjókrossi 2003, en
fyrsta keppnin var í Mývatnssveit
um liðna helgi.
KEA telur snjókrossið vera góðan
vettvang til að vekja athygli á starf-
semi sinni að því er fram kemur í
frétt frá félaginu, en það vill virkja
sem flesta til samstarfs um áhuga-
verð fjárfestinga- og þróunarverk-
efni til að efla búsetu á svæðinu.
Hluti af samningi KEA við snjó-
krossið felst í fjárhagslegum stuðn-
ingi við gerð tíu vikulegra sjónvarps-
þátta um mótið en þeir verða sýndir í
Ríkissjónvarpinu næstu vikur.
Félagar í Kaupfélagi Eyfirðinga
eru um 8.000 talsins og er það vilji
stjórnar að virkja ungt fólk á fé-
lagssvæðinu til þátttöku. Fólki býðst
nú að ganga endurgjaldslaust í félag-
ið.
KEA styrkir
snjókross
SKÍÐAÁHUGAFÓLK tók gleði sína
á ný og fjölmennti í Hlíðarfjall um
helgina en þar var ágætis skíðafæri
eftir töluverða snjókomu fyrir
helgi. Heldur fleiri gestir voru á
skíðum á laugardag en sunnudag
enda veðrið mun betra þann dag-
inn. Lítill snjór hefur verið í fjallinu
það sem af er vetri en framundan
eru tveir stærstu mánuðirnir, auk
þess sem tvö ag stærstu skíðamót-
unum fara fram í Hlíðarfjalli í
næsta mánuði, Skíðamót Íslands og
Andrésar Andar leikarnir. Þá er
jafnan mikill fjöldi fólks, víðs vegar
af landinu, á skíðum norðan heiða
um páskana.
Skíðafólk
tók gleði
sína á ný
Morgunblaðið/Kristján
HEIMAMENN á Akureyri ætla að
taka slaginn og bjóða í byggingu
rannsókna- og nýsköpunarhúss við
Háskólann á Akureyri en hér um
risavaxið verkefni að ræða. SS
Byggir, Arkitekta- og verkfræði-
stofa Hauks og Fasteignir Akureyr-
arbæjar ætla að standa saman að til-
boði, að sögn Sigurðar Sigurðssonar
framkvæmdastjóra SS Byggis.
Einnig munu þeir aðilar, sem buðu í
verkið á síðasta ári, þ.e. Ístak og
Nýsir annars vegar og Íslenskir að-
alverktakar, ISS á Íslandi og Lands-
afl hins vegar, að bjóða aftur í verkið.
Verkið var boðið út að nýju í síð-
asta mánuði, eftir að menntamála-
ráðherra hafnaði þeim tveimur til-
boðum sem bárust í framkvæmdina
á síðasta ári. Um er að ræða einka-
framkvæmd en Ríkiskaup sér um
framkvæmd útboðsins. Markmið
verkefnisins er að stuðla að upp-
byggingu þekkingar- og tæknigarðs
í tengslum við HA á Sólborg, með að-
stöðu fyrir rannsóknarstofnanir rík-
isins og jafnframt að boðið verði upp
á aðstöðu fyrir fyrirtæki í þróunar-
vinnu sem geta nýtt sér nálægð við
háskólaumhverfið, eins og fram
kemur í auglýsingu um útboðið.
Ennfremur kemur þar fram að upp-
bygging rannsókna- og nýsköpunar-
hússins muni styrkja uppbyggingu
Háskólans á Akureyri og er gert ráð
fyrir að skólinn verði stór notandi að
húsinu. Tilboð í verkið verða opnuð
15. apríl nk.
Fulltrúar væntanlegra bjóðenda,
fulltrúar í nefnd um verkefnið,
fulltrúar HA og fulltrúi frá tækni- og
umhverfissviði bæjarins funduðu í
Háskólanum á Akureyri í gær og
skoðuðu aðstæður á lóð væntanlegs
rannsókna- og nýsköpunarhúss.
Stefnt er að því að hefja fram-
kvæmdir í vor og að verkinu verði að
fullu lokið haustið 2004.
Bygging rannsókna- og nýsköpunarhúss við HA boðin út að nýju
Heimamenn
ætla að bjóða
í verkið
Morgunblaðið/Kristján
Fulltrúar væntanlegra bjóðenda í byggingu rannsókna- og nýsköpunar-
húss við Háskólann á Akureyri, fulltrúar í nefnd um verkefnið, fulltrúar
HA og fulltrúi frá tækni- og umhverfissviði bæjarins hittust á fundi í HA í
gær og skoðuðu lóðina undir væntanlega byggingu.
♦ ♦ ♦