Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 72. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Braggabörn hittast Krakkar úr Laugarnescampi koma saman á ný Höfuðborg 22 Þýsku evrópoppararnir í Scooter halda tónleika á Íslandi Fólk 60 Garcia í landsliðið Jaliesky Garcia fer á íslensku vega- bréfi til Berlínar Íþróttir 53 SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 39,5% atkvæða og 25 þing- menn kjörna, ef gengið yrði til kosninga nú, en Samfylking 34% fylgi og 22 þingmenn, samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur gert fyrir Morgunblaðið. Fylgi Framsóknar- flokksins mælist 11,7%, sem er tveimur prósentustigum minna en fylgi flokksins reyndist vera í síð- ustu könnun sem Félagsvísinda- stofnun gerði í febrúar og er óljóst hvort flokkurinn fengi kjördæma- kjörinn mann í Reykjavík. Miðað við könnunina fengi Framsóknar- flokkurinn sjö þingmenn. Vinstri- hreyfingin – grænt framboð fengi 9,4% fylgi og sex þingmenn. Frjáls- lyndi flokkurinn nýtur 5% fylgis og fengi þrjá þingmenn þar sem hann ætti rétt á uppbótarþingsæti. Fé- lagsvísindastofnun vekur athygli á að útreikningum á skiptingu þing- sæta beri að taka með fyrirvara. Í febrúarkönnuninni mældist Sjálfstæðisflokkur með 35,8% fylgi og hefur fylgið því aukist um 3,7 prósentustig. Fylgi Samfylkingar dalar aftur á móti um rúm 6 pró- sentustig, fer úr 40,1% í 34%. Vinstri-grænir og Frjálslyndir bæta við sig frá síðustu könnun, VG mælist nú með 9,4% en í febrúar var flokkurinn með rúm 7%, Frjáls- lyndir eru nú með 5% fylgi en höfðu 3% í febrúar. Óvíst að Framsókn fái mann kjörinn í Reykjavík Staða Sjálfstæðisflokksins er sterkust í Suðvesturkjördæmi þar sem 45,3% segjast ætla að kjósa flokkinn, fylgið er 40,5% í Reykja- víkurkjördæmunum tveimur og tæp 35% á landsbyggðinni. Samfylking hefur svipað fylgi í Reykjavík og í Suðvesturkjördæmi eða 37%, en 30% í landsbyggðarkjördæmunum. Framsókn hefur mest fylgi á lands- byggðinni eða 18,1%, samanborið við rúm 7% í Reykjavík, þar sem ekki er víst að flokkurinn fengi mann kjörinn. Fylgi Vinstri-grænna er rúmlega 10% bæði í Reykjavík og í landsbyggðarkjördæmum en fer niður í 7% í Suðvesturkjördæmi. Frjálslyndir mælast með tæp 6% á landsbyggðinni en 5,4% í Reykja- vík. Í Suðvesturkjördæmi mælist fylgi flokksins tæp 3%. Könnunin var unnin dagana 9.– 14. mars. Stuðst var við 1.200 manna slembiúrtak úr þjóðskrá sem náði til allra landsmanna á aldrinum 18 til 80 ára. Nettósvörun var 68%. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið Sjálfstæðisflokkur fær 39,5% – Samfylking 34%                  Frjálslyndir/6 „ÞAÐ var mjög góð stemning og konur fögnuðu því innilega að búið væri að stofna nýtt kvenréttindafélag. Það er greinilega mikil þörf fyrir svona félag um þess- ar mundir,“ sagði Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem sat stofnfund Femínistafélags Ís- lands í gærkvöldi. Á þriðja hundrað manns, þar af um 20 karlmenn, lagði leið sína á fundinn sem var haldinn í sal Miðbæjarskólans. Félaginu er ætlað að vera frjáls og óháður umræðuvettvangur og baráttutæki íslenskra femínista með það að markmiði að efla gagnrýna og femíníska umræðu á öllum sviðum þjóðfélagsins. Einn- ig ætlar félagið að berjast fyrir mannréttindum sem byggð eru á alþjóðlegum sáttmálum. Í gærkvöldi voru 310 skráðir á póstlista félagsins. Morgunblaðið/Árni Torfason Fögnuður á femínistafundi Bentu Palestínumenn á að Banda- ríkjaforseti hefði farið fram á frekari umræður um áætlunina, í stað þess að tilkynna að þegar yrði hafist handa við að framfylgja henni. Erlendir stjórnarerindrekar í Miðausturlöndum létu einnig í ljós undrun sína á að Bush teldi þörf á frekari umræðum um áætlunina, sem var samin af hinum svonefnda kvartett – Bandaríkjunum, Evrópu- sambandinu, Rússlandi og Samein- uðu þjóðunum – sem hlutast hefur til um friðarumleitanir í Miðaustur- löndum. Er áætlunin í þremur liðum og gerir ráð fyrir bráðabirgðaríki Palestínumanna fyrir árslok og fullu sjálfstæði þess fyrir 2005. Talsmaður ríkisstjórnar Ísraels sagði einungis að Ísraelar þyrftu meiri tíma til að fara yfir tilkynningu Bush. Þeir hafa einnig látið í ljós efa- semdir um áætlunina og segja að of óljóst sé hvaða tengsl eigi að vera á milli frammistöðu Palestínumanna og næsta skrefs áætlunarinnar. Í gærmorgun felldu ísraelskir her- menn fimm vopnaða Palestínumenn í flóttamannabúðunum við Jenín á Vesturbakkanum. Í gærkvöldi var svo 18 ára Palestínumaður skotinn til bana í þorpinu Azun á Vestur- bakkanum. Í fyrradag felldu Ísrael- ar fimm herskáa meðlimi Hamas- samtaka Palestínumanna. Bush boðar „leiðarvísi“ HÁTTSETTIR palestínskir embættismenn segja að tilkynning George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær, um að birtur yrði „leið- arvísir“ um stofnun sjálfstæðs palestínsks ríkis um leið og Yasser Arafat Palestínuleiðtogi staðfesti skipan nýs forsætisráðherra Pal- estínumanna, uppfylli ekki væntingar þeirra. Reuters Bush og Colin Powell utanríkis- ráðherra boða birtingu „leiðarvís- isins“ á fréttamannafundi í gær. Jerúsalem, Washington, Jenín. AP, AFP. MÖRG erindi hafa borist starfsfólki Íslendingabókar, ættfræðigrunnsins á Netinu, um leiðréttingar á upplýs- ingum sem þar birtast. Oft- ast er orðið við þessum beiðnum en stundum koma upp vandamál sem tengjast ættleiðingum, barneignum utan hjónabands eða hjóna- skilnuðum. Friðrik Skúlason, forvígis- maður Íslendingabókar, seg- ir starfsmenn hennar leggja sig fram við að finna við- unandi lausn. Stundum sé það þó torvelt þegar hlut- aðeigandi eru ósammála um hvernig upplýsingar eigi að vera skráðar. Í því sambandi koma stundum inn skrítin er- indi að sögn Friðriks. Frá- skilin hjón eru tengd í Ís- lendingabók. Kona ein sendir inn erindi og vill ekki hafa sinn fyrrverandi eiginmann tengdan við sig. Hins vegar vill eiginmaðurinn fyrrver- andi endilega tengjast kon- unni. „Hvað gerum við?“ spyr Friðrik. Að vera eða vera ekki tengd  Ljóstrað upp um/11 Snúnar skráningar í Íslendingabók Tæknótröll á tónleikum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.