Morgunblaðið - 15.03.2003, Page 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
fengi hins vegar menn kjörna á
landsbyggðinni. Frjálslyndi flokk-
urinn fær 5% á landsvísu, ná-
kvæmlega það hlutfall atkvæða
sem þarf til að fá uppbótar-
þingsæti, og fengi flokkurinn því
þrjá menn kjörna, miðað við þess-
ar tölur.
Könnunin var unnin dagana 9.–
14. mars. Stuðst var við 1.200
manna slembiúrtak úr þjóðskrá,
sem náði til allra landsmanna á
aldrinum 18 til 80 ára. Nettósvör-
un, þegar dregnir hafa verið frá
þeir sem eru nýlega látnir, erlend-
ir borgarar eða búsettir erlendis,
er 68%. Tæp 19% neituðu að svara
og ekki náðist í 12% úrtaksins.
Í könnuninni eru skoðaðar nið-
urstöður í Reykjavík, Suðvestur-
kjördæmi og þeim þremur kjör-
dæmum sem eftir eru saman.
Sjálfstæðisflokkur fær mest
fylgi í Suðvesturkjördæmi
Mælist fylgi Sjálfstæðisflokks
mest í Suðvesturkjördæmi eða
45,3%, í Reykjavíkurkjördæmun-
um er fylgið 40,5% og tæp 35% á
landsbyggðinni. Fylgi Samfylking-
ar mælist hins vegar nokkurn veg-
inn jafn mikið í Reykjavík og Suð-
vesturkjördæmi, eða tæp 37% í
hvoru, samanborið við tæp 30% í
landsbyggðarkjördæmunum.
Framsóknarflokkurinn hefur mest
SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR fengi
39,5% fylgi yrði gengið til kosninga
nú og Samfylking 34%, samkvæmt
könnun sem Félagsvísindastofnun
Háskóla Íslands gerði fyrir Morg-
unblaðið 9.–14. mars. Framsókn-
arflokkur mælist með 11,7% fylgi,
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
9,4% og Frjálslyndi flokkurinn 5%.
Samkvæmt þessu fengi Sjálfstæð-
isflokkur 25 þingmenn kjörna,
Samfylking 22, Framsókn sjö, VG
sex og Frjálslyndir þrjá þingmenn.
Félagsvísindastofnun gerði einn-
ig könnun fyrir Morgunblaðið
snemma í febrúar. Hefur fylgi
Sjálfstæðisflokks nú aukist um 3,7
prósentustig frá febrúarkönnun-
inni en fylgi Samfylkingar aftur á
móti dalað um rúm sex prósentu-
stig. Fylgi Samfylkingar var 26,8%
í síðustu kosningum. Framsóknar-
flokkur tapar fylgi, var í febrúar
með 13,5% en mælist nú með
11,7%. Kjörfylgi flokksins árið
1999 var rúm 18%. Vinstri-grænir
og Frjálslyndir bæta við sig frá
síðustu könnun, fylgi VG fer úr
rúmlega 7% í 9,4% og gæti fylgi
Frjálslyndra, 5% nú í stað 2,9% í
febrúar, nægt þeim til að eiga rétt
á uppbótarþingsæti. Félagsvísinda-
stofnun tekur þó fram að útreikn-
ing á skiptingu þingmanna sam-
kvæmt könnuninni beri að taka
með miklum fyrirvara.
Þrjár spurningar voru lagðar
fyrir svarendur um hvað þeir
myndu kjósa ef alþingiskosningar
væru haldnar á morgun. Fyrsta
spurningin var: Ef alþingiskosn-
ingar yrðu haldnar á morgun,
hvaða flokk eða lista heldurðu að
þú myndir kjósa? Þeir sem sögðust
ekki vita það voru spurðir áfram:
En hvaða flokk eða lista finnst þér
líklegast að þú munir kjósa? Þeir
sem sögðust heldur ekki vita það
voru þá spurðir: Hvort heldurðu að
sé líklegra, að þú kjósir Sjálfstæð-
isflokkinn eða einhvern annan
flokk eða lista? Var þeim sem
sögðu eftir þriðju spurninguna lík-
legast að þeir kysu annan flokk en
Sjálfstæðisflokk raðað niður á hina
flokkana í sömu innbyrðis hlutföll-
um og fengust úr fyrri spurning-
unum tveimur. Hinum, sem sögðu
líklegast að þeir kysu Sjálfstæð-
isflokk, var bætt við fylgi flokksins
úr hinum spurningunum tveimur.
Eftir fyrstu spurninguna sögð-
ust 24,3% vera óviss, eftir fyrstu
tvær voru 14,4% enn óviss, en eftir
að þriðju var bætt við féll hlutfall
óráðinna í 5,8%. Alls segjast 2,3%
ætla að skila auðu og 1,7% segjast
ekki ætla að kjósa.
fylgi á landsbyggðinni, eða 18,1%,
samanborið við rúm 7% í
Reykjavík og rúm 8% í Suð-
vesturkjördæmi. Fylgi Vinstri-
grænna er rúmlega 10% bæði í
Reykjavík og í landsbyggðarkjör-
dæmum, en fer niður í 7% í Suð-
vesturkjördæmi. Frjálslyndir mæl-
ast með tæp 6% á landsbyggðinni,
en í Reykjavík 5,4%. Í Suðvest-
urkjördæmi er fylgið minna eða
tæp 3%.
Miðað við þessar tölur fengju
Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og
Vinstri-grænir kjördæmakjörinn
þingmann í Reykjavík. Ekki er
ljóst hvort Framsókn næði inn
manni í Reykjavík, en flokkurinn
Frjálslyndir
gætu fengið
þrjá menn
Óvíst hvort Framsókn fær
mann kjörinn í Reykjavík
! " #$ %
# "&#
#' ()* ()*# ()*#'
()* ()*
!
" #$ % &
'
% & (
$
!!
"
+
,% "
- % . % "
%/ &
+- /!% "
0 $/%)&. %
1
1 2 +- !
4!
5/-
'
# ' #
'
- !.
'#
#
6&
6&
4!
/&&
#
'
'
'
#
#
0
()*'
()*#'
()*# ()* ()*
2' 2
3
2 2 2
LJÓST er að fyrirhugað álver Al-
coa í Reyðarfirði mun hafa gríð-
arleg áhrif á allt mannlíf í Fjarða-
byggð og á rekstur sveitar-
félagsins. Undirbúningsfram-
kvæmdir eru í raun þegar hafnar
og á fréttamannafundi í gær
greindu forráðamenn sveitarfé-
lagsins frá því að alls hefðu 350
byggingarlóðir verið skipulagðar í
Fjarðabyggð. Er það samkvæmt
fyrsta aðalskipulagi Fjarðabyggðar
sem samþykkja á í haust. Á þessum
350 lóðum eiga að rísa hús með alls
375 íbúðum. Þá standa yfir hita-
veituframkvæmdir í Eskifirði og
tilraunahola þar hefur gefið góða
raun.
Flestar lóðirnar verða á Reyð-
arfirði, eða 230, 75 lóðir verða á
Eskifirði og 40 í Neskaupstað. Þeg-
ar hafa heimamenn fest sér 24 lóð-
ir. Bæjarráð hefur sömuleiðis
ákveðið að úthluta Íslenskum að-
alverktökum (ÍAV) öllum 130 lóð-
unum í nýju hverfi á Reyðarfirði,
Bakkagerði 1. Þar munu rísa 185
íbúðir. Þá á Trésmíðaverkstæði
Sveins Heiðars á Akureyri í við-
ræðum við bæjaryfirvöld í Fjarða-
byggð um 55 lóðir í nýju hverfi,
Melum 1, á Reyðarfirði þar sem
gert er ráð fyrir að rísi raðhús og
parhús, alls 80 íbúðir.
Því eru hafnar viðræður um
byggingu alls 265 íbúða á Reyð-
arfirði á næstu tveimur til þremur
árum. Til marks um umfangið hef-
ur frá árinu 1990 verið úthlutað
lóðum í Fjarðabyggð allri fyrir 48
íbúðir og 28 iðnaðar- og þjónustu-
fyrirtæki. Nú eru til ráðstöfunar 50
nýjar iðnaðarlóðir í sveitarfé-
laginu, þar af helmingurinn á
Reyðarfirði. Nokkur fyrirtæki hafa
þegar fest sér lóð, m.a. Byko og
Bónus.
Guðmundur Bjarnason, bæj-
arstjóri Fjarðabyggðar, sagði á
fundi með fréttamönnum í gær að
mikil bjartsýni væri ríkjandi í sveit-
arfélaginu vegna þeirrar uppbygg-
ingar sem væri framundan. Sagði
hann Fjarðabyggð vera vel í stakk
búna til að taka á móti þeirri fólks-
fjölgun sem búist væri við vegna ál-
versins. Ákveðið hefði verið nú
þegar að ráðast í ýmsar flýtifram-
kvæmdir, m.a. vegna skóla, og að
auka framboð á byggingarlóðum.
Guðmundur sagði að búist væri
við tvö þúsund manna fjölgun á
Austurlandi og væru 65% fjölg-
unarinnar í Fjarðabyggð.
Þáttaskil í dag
Smári Geirsson, formaður bæj-
arráðs og Sambands sveitarfélaga
á Austurlandi, sagði við sama tæki-
færi að fleira væri að gerast í sveit-
arfélaginu en álversframkvæmdir.
Benti hann þar á stórfellda laxa-
slátrun dótturfyrirtækja Síld-
arvinnslunnar og Samherja á Aust-
urlandi. Laxeldið væri í raun önnur
stóriðja sem hefði gríðarleg áhrif á
svæðinu. Þannig mætti reikna með
að árið 2007 yrði um 14 þúsund
tonnum af eldislaxi slátrað á ári og
starfsmenn við greinina í Fjarða-
byggð yrðu um 120.
Smári sagði ennfremur að með
undirskriftinni í dag yrðu þáttaskil
og tímabil uppbyggingar og fram-
fara hæfist. Sameiningin í Fjarða-
byggð fyrir fimm árum hefði einnig
haft mikið að segja. Smári sagðist
telja að menn hefðu vanmetið þau
aukastörf sem sköpuðust vegna ál-
versins. Reiknað væri með 450
störfum í álverinu og 300 til við-
bótar í Fjarðabyggð í svonefndum
afleiddum störfum. Seinni talan
ætti án efa eftir að hækka. Var á
það bent á fréttamannafundinum af
Magna Kristjánssyni bæjarfulltrúa
að eingöngu vegna skólamála
mætti búast við 100 fleiri kenn-
arastörfum í sveitarfélaginu.
Fyrirhugaðar álversframkvæmdir munu hafa margvísleg áhrif í Fjarðabyggð
350 byggingarlóðir eru þegar
skipulagðar í sveitarfélaginu
Morgunblaðið/RAX
Forsvarsmenn Fjarðabyggðar kynntu fyrirhugaðar framkvæmdir sveitar-
félagsins. Frá vinstri: Smári Geirsson, formaður bæjarráðs, Þorbergur
Hauksson, forseti bæjarstjórnar, Helgi Seljan bæjarfulltrúi, Guðmundur
Bjarnason bæjarstjóri og Magni Kristjánsson bæjarfulltrúi.
FRÉTTAVEFUR Morgun-
blaðsins, www.mbl.is, er orðinn
stærri en vefur danska dag-
blaðsins Berlingske Tidende.
Samkvæmt samræmdri vef-
mælingu fyrir 10. viku ársins
heimsóttu 528 fleiri mbl.is en
fóru á vefinn berlingske.dk.
Alls heimsóttu 129.252 gestir
mbl.is þessa vikuna, innlit voru
794.368 talsins og flettingar
2.584.036. Er þetta aukning um
4% frá vikunni þar áður. Vef
Berlingske heimsóttu 128.734
gestir í 10. viku ársins.
Fleiri skoða
mbl.is en vef
Berlingske
Tidende