Morgunblaðið - 15.03.2003, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.03.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ fengi hins vegar menn kjörna á landsbyggðinni. Frjálslyndi flokk- urinn fær 5% á landsvísu, ná- kvæmlega það hlutfall atkvæða sem þarf til að fá uppbótar- þingsæti, og fengi flokkurinn því þrjá menn kjörna, miðað við þess- ar tölur. Könnunin var unnin dagana 9.– 14. mars. Stuðst var við 1.200 manna slembiúrtak úr þjóðskrá, sem náði til allra landsmanna á aldrinum 18 til 80 ára. Nettósvör- un, þegar dregnir hafa verið frá þeir sem eru nýlega látnir, erlend- ir borgarar eða búsettir erlendis, er 68%. Tæp 19% neituðu að svara og ekki náðist í 12% úrtaksins. Í könnuninni eru skoðaðar nið- urstöður í Reykjavík, Suðvestur- kjördæmi og þeim þremur kjör- dæmum sem eftir eru saman. Sjálfstæðisflokkur fær mest fylgi í Suðvesturkjördæmi Mælist fylgi Sjálfstæðisflokks mest í Suðvesturkjördæmi eða 45,3%, í Reykjavíkurkjördæmun- um er fylgið 40,5% og tæp 35% á landsbyggðinni. Fylgi Samfylking- ar mælist hins vegar nokkurn veg- inn jafn mikið í Reykjavík og Suð- vesturkjördæmi, eða tæp 37% í hvoru, samanborið við tæp 30% í landsbyggðarkjördæmunum. Framsóknarflokkurinn hefur mest SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR fengi 39,5% fylgi yrði gengið til kosninga nú og Samfylking 34%, samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morg- unblaðið 9.–14. mars. Framsókn- arflokkur mælist með 11,7% fylgi, Vinstrihreyfingin – grænt framboð 9,4% og Frjálslyndi flokkurinn 5%. Samkvæmt þessu fengi Sjálfstæð- isflokkur 25 þingmenn kjörna, Samfylking 22, Framsókn sjö, VG sex og Frjálslyndir þrjá þingmenn. Félagsvísindastofnun gerði einn- ig könnun fyrir Morgunblaðið snemma í febrúar. Hefur fylgi Sjálfstæðisflokks nú aukist um 3,7 prósentustig frá febrúarkönnun- inni en fylgi Samfylkingar aftur á móti dalað um rúm sex prósentu- stig. Fylgi Samfylkingar var 26,8% í síðustu kosningum. Framsóknar- flokkur tapar fylgi, var í febrúar með 13,5% en mælist nú með 11,7%. Kjörfylgi flokksins árið 1999 var rúm 18%. Vinstri-grænir og Frjálslyndir bæta við sig frá síðustu könnun, fylgi VG fer úr rúmlega 7% í 9,4% og gæti fylgi Frjálslyndra, 5% nú í stað 2,9% í febrúar, nægt þeim til að eiga rétt á uppbótarþingsæti. Félagsvísinda- stofnun tekur þó fram að útreikn- ing á skiptingu þingmanna sam- kvæmt könnuninni beri að taka með miklum fyrirvara. Þrjár spurningar voru lagðar fyrir svarendur um hvað þeir myndu kjósa ef alþingiskosningar væru haldnar á morgun. Fyrsta spurningin var: Ef alþingiskosn- ingar yrðu haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista heldurðu að þú myndir kjósa? Þeir sem sögðust ekki vita það voru spurðir áfram: En hvaða flokk eða lista finnst þér líklegast að þú munir kjósa? Þeir sem sögðust heldur ekki vita það voru þá spurðir: Hvort heldurðu að sé líklegra, að þú kjósir Sjálfstæð- isflokkinn eða einhvern annan flokk eða lista? Var þeim sem sögðu eftir þriðju spurninguna lík- legast að þeir kysu annan flokk en Sjálfstæðisflokk raðað niður á hina flokkana í sömu innbyrðis hlutföll- um og fengust úr fyrri spurning- unum tveimur. Hinum, sem sögðu líklegast að þeir kysu Sjálfstæð- isflokk, var bætt við fylgi flokksins úr hinum spurningunum tveimur. Eftir fyrstu spurninguna sögð- ust 24,3% vera óviss, eftir fyrstu tvær voru 14,4% enn óviss, en eftir að þriðju var bætt við féll hlutfall óráðinna í 5,8%. Alls segjast 2,3% ætla að skila auðu og 1,7% segjast ekki ætla að kjósa. fylgi á landsbyggðinni, eða 18,1%, samanborið við rúm 7% í Reykjavík og rúm 8% í Suð- vesturkjördæmi. Fylgi Vinstri- grænna er rúmlega 10% bæði í Reykjavík og í landsbyggðarkjör- dæmum, en fer niður í 7% í Suð- vesturkjördæmi. Frjálslyndir mæl- ast með tæp 6% á landsbyggðinni, en í Reykjavík 5,4%. Í Suðvest- urkjördæmi er fylgið minna eða tæp 3%. Miðað við þessar tölur fengju Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri-grænir kjördæmakjörinn þingmann í Reykjavík. Ekki er ljóst hvort Framsókn næði inn manni í Reykjavík, en flokkurinn Frjálslyndir gætu fengið þrjá menn Óvíst hvort Framsókn fær mann kjörinn í Reykjavík                              !  "  #$ %  #   "&#                  #' ()* ()*# ()*#' ()* ()*                        ! "  #$  % & '  % & ( $         !! "              + ,% "  - % . % "   %/ & +-  /!% "  0 $/%)&. %  1 1 2 +- ! 4!      5/-  ' # ' #  '   - !.  '# #     6&    6&     4! /&&   #  ' '  ' # #       0  ()*' ()*#' ()*# ()* ()*  2' 2 3 2 2 2   LJÓST er að fyrirhugað álver Al- coa í Reyðarfirði mun hafa gríð- arleg áhrif á allt mannlíf í Fjarða- byggð og á rekstur sveitar- félagsins. Undirbúningsfram- kvæmdir eru í raun þegar hafnar og á fréttamannafundi í gær greindu forráðamenn sveitarfé- lagsins frá því að alls hefðu 350 byggingarlóðir verið skipulagðar í Fjarðabyggð. Er það samkvæmt fyrsta aðalskipulagi Fjarðabyggðar sem samþykkja á í haust. Á þessum 350 lóðum eiga að rísa hús með alls 375 íbúðum. Þá standa yfir hita- veituframkvæmdir í Eskifirði og tilraunahola þar hefur gefið góða raun. Flestar lóðirnar verða á Reyð- arfirði, eða 230, 75 lóðir verða á Eskifirði og 40 í Neskaupstað. Þeg- ar hafa heimamenn fest sér 24 lóð- ir. Bæjarráð hefur sömuleiðis ákveðið að úthluta Íslenskum að- alverktökum (ÍAV) öllum 130 lóð- unum í nýju hverfi á Reyðarfirði, Bakkagerði 1. Þar munu rísa 185 íbúðir. Þá á Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars á Akureyri í við- ræðum við bæjaryfirvöld í Fjarða- byggð um 55 lóðir í nýju hverfi, Melum 1, á Reyðarfirði þar sem gert er ráð fyrir að rísi raðhús og parhús, alls 80 íbúðir. Því eru hafnar viðræður um byggingu alls 265 íbúða á Reyð- arfirði á næstu tveimur til þremur árum. Til marks um umfangið hef- ur frá árinu 1990 verið úthlutað lóðum í Fjarðabyggð allri fyrir 48 íbúðir og 28 iðnaðar- og þjónustu- fyrirtæki. Nú eru til ráðstöfunar 50 nýjar iðnaðarlóðir í sveitarfé- laginu, þar af helmingurinn á Reyðarfirði. Nokkur fyrirtæki hafa þegar fest sér lóð, m.a. Byko og Bónus. Guðmundur Bjarnason, bæj- arstjóri Fjarðabyggðar, sagði á fundi með fréttamönnum í gær að mikil bjartsýni væri ríkjandi í sveit- arfélaginu vegna þeirrar uppbygg- ingar sem væri framundan. Sagði hann Fjarðabyggð vera vel í stakk búna til að taka á móti þeirri fólks- fjölgun sem búist væri við vegna ál- versins. Ákveðið hefði verið nú þegar að ráðast í ýmsar flýtifram- kvæmdir, m.a. vegna skóla, og að auka framboð á byggingarlóðum. Guðmundur sagði að búist væri við tvö þúsund manna fjölgun á Austurlandi og væru 65% fjölg- unarinnar í Fjarðabyggð. Þáttaskil í dag Smári Geirsson, formaður bæj- arráðs og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, sagði við sama tæki- færi að fleira væri að gerast í sveit- arfélaginu en álversframkvæmdir. Benti hann þar á stórfellda laxa- slátrun dótturfyrirtækja Síld- arvinnslunnar og Samherja á Aust- urlandi. Laxeldið væri í raun önnur stóriðja sem hefði gríðarleg áhrif á svæðinu. Þannig mætti reikna með að árið 2007 yrði um 14 þúsund tonnum af eldislaxi slátrað á ári og starfsmenn við greinina í Fjarða- byggð yrðu um 120. Smári sagði ennfremur að með undirskriftinni í dag yrðu þáttaskil og tímabil uppbyggingar og fram- fara hæfist. Sameiningin í Fjarða- byggð fyrir fimm árum hefði einnig haft mikið að segja. Smári sagðist telja að menn hefðu vanmetið þau aukastörf sem sköpuðust vegna ál- versins. Reiknað væri með 450 störfum í álverinu og 300 til við- bótar í Fjarðabyggð í svonefndum afleiddum störfum. Seinni talan ætti án efa eftir að hækka. Var á það bent á fréttamannafundinum af Magna Kristjánssyni bæjarfulltrúa að eingöngu vegna skólamála mætti búast við 100 fleiri kenn- arastörfum í sveitarfélaginu. Fyrirhugaðar álversframkvæmdir munu hafa margvísleg áhrif í Fjarðabyggð 350 byggingarlóðir eru þegar skipulagðar í sveitarfélaginu Morgunblaðið/RAX Forsvarsmenn Fjarðabyggðar kynntu fyrirhugaðar framkvæmdir sveitar- félagsins. Frá vinstri: Smári Geirsson, formaður bæjarráðs, Þorbergur Hauksson, forseti bæjarstjórnar, Helgi Seljan bæjarfulltrúi, Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri og Magni Kristjánsson bæjarfulltrúi. FRÉTTAVEFUR Morgun- blaðsins, www.mbl.is, er orðinn stærri en vefur danska dag- blaðsins Berlingske Tidende. Samkvæmt samræmdri vef- mælingu fyrir 10. viku ársins heimsóttu 528 fleiri mbl.is en fóru á vefinn berlingske.dk. Alls heimsóttu 129.252 gestir mbl.is þessa vikuna, innlit voru 794.368 talsins og flettingar 2.584.036. Er þetta aukning um 4% frá vikunni þar áður. Vef Berlingske heimsóttu 128.734 gestir í 10. viku ársins. Fleiri skoða mbl.is en vef Berlingske Tidende
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.