Morgunblaðið - 15.03.2003, Page 8

Morgunblaðið - 15.03.2003, Page 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þetta er allt Agnesi að kenna, hún byrjaði. Málþing um Veru Hertzsch Sannfærður kommúnisti ÍUMFJÖLLUN um af-stöðu Halldórs Kilj-ans Laxness til kommúnismans í gegnum tíðina hefur iðulega borið á góma kvenmannsnafnið Vera Hertzsch. Miðstöð einsögurannsókna efnir nú til málþings um Veru. Í forsvari er dr. Sigurður Gylfi Magnússon og svar- aði hann nokkrum spurn- ingum Morgunblaðsins. – Á hvers vegum er mál- þingið, hvenær er það haldið og hvar? „Málþingið er á vegum hinnar nýstofnuðu Mið- stöðvar einsögurannsókn- ar í samvinnu við Reykja- víkurAkademíuna og Landsbókasafn Íslands og verður haldið í Þjóðarbók- hlöðunni í dag klukkan 14. Mál- þingið er fyrsta verkefni Mið- stöðvar einsögurannsókna og í raun kjörið tækifæri til að beina athyglinni að þessari sagnfræði- legu rannsóknaraðferð einsög- unnar. Hreinsanirnar í Sovétríkj- unum á fjórða áratugnum eru þekktar en lífsferill Veru Hertzsch og milljóna annarra sem biðu dauðans í fangabúðum Ráð- stjórnarinnar eiga sér ólíka sögu sem minna hefur verið fjallað um. Einsöguaðferðin í sagnfræði gef- ur slíkum röddum kost á að hljóma á afdrifaríkan hátt. Hlut- verk Miðstöðvar einsögurann- sókna verður einmitt að halda ut- an um þessar rannsóknir hér á landi og hvetja áhugasama fræði- menn til að ráðast í rannsóknar- verkefni sem falla undir einsögu- hefðina.“ – Hvers vegna að taka fyrir Veru Herzsch? „Um þessar mundir eru 60 ár liðin frá því að Vera Herzsch lést í fangabúðunum í Karaganda í Kazakhstan. Vera og Benjamín H.J. Eiríksson hagfræðingur kynntust í Moskvu árið 1936. Benjamín snéri frá Moskvu síðla sama ár og í marsmánuði 1937 fæddi Vera barn þeirra, Erlu Sól- veigu, í Moskvu. Ljóst er að fljót- lega eftir fæðingu dóttur þeirra var Vera í talsverðri hættu vegna handtöku fyrrverandi manns hennar og ofsókna á hendur er- lendra kommúnista, en Vera var af þýsku bergi brotin. Vera var undir eftirliti Öryggislögreglunn- ar í heilt ár og var dæmd í átta ára fangelsi fyrir að vera eiginkona föðurlandssvikara. Skilnaður þeirra nokkru áður skipti þar engu máli. Halldór Kiljan Laxness varð vitni að handtöku Veru í Moskvu og skýrði Benjamín frá henni strax þar á eftir. Hann skrifaði löngu síðar um þennan atburð í Skáldatíma sem kom út 1963. Nokkrir Íslendingar voru Veru einnig innan handar eftir að Benjamín hélt til Stokkhólms 1936 og frá þeim fékk hann fréttir af líðan hennar og Erlu Sólveigar. Frá árinu 1992 hafa Benjamín og afkom- endur hans haldið uppi spurnum um afdrif mæðgnanna og leitað og leitað eftir gögnum um örlög þeirra. Nú er hugmynd- in að skýra frá því sem tekist hef- ur að grafa upp, en mörgu er enn ósvarað.“ – Hverjir taka til máls á mál- þinginu og hver verða umræðu- efni fyrirlesara? „Fyrirlesarar verða þrír heim- spekingar: Arnór Hannibalsson mun fjalla um fangabúðakerfi Sovétríkjanna, Gunnar Harðar- son tekur fyrir tímaröð atburða í máli Veru Hertzsch og Jón Ólafs- son mun segja frá tilraunum sín- um til að afla upplýsinga um örlög mæðgnanna eftir að Vera var send í fangabúðir og meta horfur á því að málið verði upplýst. Fundarstjóri verður Lára Magn- úsardóttir sagnfræðingur.“ – Hvaða spurningum verður helst leitast við að svara? „Það verður bæði reynt að bregða ljósi á tímabilið sem er til umræðu og ævi Veru Hertzsch sjálfrar. Spurt verður m.a. eftir- talinna spurninga: Hvert var um- fang hreinsananna miklu og fangabúðakerfisins sem komið var á fót í Sovétríkjunum? Hve- nær og hvers vegna var Vera Hertzsch handtekin? Hvað varð um Veru og hvaða sögu segja eft- irlifandi starfsmenn í einum fangabúðanna þar sem vitað er að hún dvaldi? Hvaða lærdóm má draga af lífshlaupi Veru Herzsch í pólitísku ljósi alþjóðastjórnmála?“ – Verður eitthvað dregið fram sem áður var hulið? „Það er ekki stefnt að endan- legu uppgjöri í sambandi við þetta mál. Við sem komum að mál- þinginu viljum frekar fjalla um mjög flókið og margbrotið mál út frá nokkrum ólíkum hliðum til að skýra frá því sem þegar hefur komið í ljós. Eins og áður sagði þá er margt enn á huldu í sambandi við framgang málsins og til dæmis er ekki vitað hvað varð um Erlu Sólveigu eftir að þær mæðgur voru handteknar í marsmánuði 1937. Á það skal bent að tekist hefur að afla talsverðra nýrra upp- lýsinga og verða þær raktar á málþinginu.“ – Hvers konar kona var Vera Herzsch? „Hún var sannfærður kommún- isti sem varð á endanum fórnar- lamb hans. Fyrst og fremst var hún þó venjuleg manneskja og saga hennar endurspeglar bar- áttu einstaklingsins með og síðar við kerfi, ógnarstjórn sem engu eirði. Slík saga á erindi við alla sem láta sig mannleg örlög ein- hverju varða.“ Sigurður Gylfi Magnússon  Sigurður Gylfi Magnússon er fæddur í Reykjavík 1957. Stúd- ent frá VÍ 1980. BA-próf í sagn- fræði og heimspeki 1984. MA- próf frá Carnegie Mellon- háskólanum í Pittsburgh 1987 og doktorspróf 1993. Háskólakenn- ari í Bandaríkjunum og á Íslandi frá 1990 og gefið út sjö bækur um alþýðumenningu, persónu- legar heimildir og einsögu. Einn ritstjóra Sýnisbókar íslenskrar alþýðumenningar og í forsvari fyrir Miðstöð einsögurannsókna. …var hún þó venjuleg manneskja N O N N I O G M A N N I I Y D D A • n m 0 8 7 5 7 / sia .is SAMKVÆMT nýjum samningum verður íslensk tónlist leikin og kynnt fyrir farþegum um borð í flugvélum Flugleiða um allan heim. Einnig hefur verið samið um að ís- lensk tónlist verði leikin í flugvélum annarra flugfélaga. Í fréttatilkynningu frá Íslensku tónlistarverðlaununum kemur fram að undirritaður hafi verið samning- ur milli Samtóns og írska fyrirtæk- isins Inflight Audios um spilun á verðlaunaefni frá Íslensku tónlist- arverðlaununum á sérstakri tónlist- arrás um borð í vélum Flugleiða. Hugmyndin er sögð hafa kviknað þegar unnið var með Flugleiðum að undirbúningi verðlaunanna í febr- úar. Einnig kemur fram að fyrir- tækið Inflight Audios hefur umsjón með tónlist fyrir 70 stærstu flug- félög heims og hefur Samtónn sam- ið við fyrirtækið um að íslensk tón- list verði notuð í flugvélum fleiri flugfélaga. Að Samtóni standa STEF, Sam- band tónskálda og eigenda flutn- ingsréttar og SFH, Samband flytj- enda og hljómplötuframleiðenda. Íslensk tón- list leikin í flugvélum DILBERT mbl.is ♦ ♦ ♦ HÆSTIRÉTTUR felldi í gær úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Hér- aðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni sem lögreglan á Akureyri grunar um þátttöku í nokkrum inn- brotum á Akureyri. Lögreglan byggði kröfu sína á því að ætla mætti að hann myndi tor- velda rannsókn málsins gangi hann laus, enda væri rannsóknin á frum- stigi og ekki búið að ná til eða hand- taka alla þá sem grunaðir eru um þátttöku í framangreindum brotum. Í dómi Hæstaréttar segir á hinn bóg- inn að ekkert liggi fyrir um hverjir aðrir eru grunaðir eða að hverju öðru rannsókn eigi að beinast. Manninum, sem hafði verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald til 17. mars, var því sleppt. Gæsluvarð- hald fellt úr gildi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.