Morgunblaðið - 15.03.2003, Page 20
ERLENT
20 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
AUKNAR líkur eru nú taldar á því
að Bandaríkjamenn hætti við að bera
upp til atkvæða í öryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna drög að ályktun er
fæli í sér heimild til að ráðast á Írak
afvopnist Saddam Hussein Íraksfor-
seti ekki nú þegar. George W. Bush
Bandaríkjaforseti hyggst reyndar
eiga fund með leiðtogum Bretlands
og Spánar, Tony Blair og Jose-Maria
Aznar, um Íraksmálin á morgun,
sunnudag, en svo virðist sem Banda-
ríkjunum hafi mistekist að tryggja
sér stuðning meirihluta ríkja sem
sæti eiga í öryggisráðinu.
Bush, Blair og Aznar hyggjast
funda á Azor-eyjum og sagði Ari
Fleischer, talsmaður Bush, í gær að
tilgangur fundarins væri til marks
um að allra leiða væri leitað til að
finna diplómatíska lausn á deilunni,
sem staðið hefur við Frakka og Þjóð-
verja um afstöðu til Íraksmálanna.
Bush sagði í síðustu viku að hann
myndi láta bera ályktunardrögin
upp til atkvæða jafnvel þó að við
blasti að þau yrðu ekki samþykkt.
Segir í fréttaskýringu á netmiðli
BBC að með því að funda nú með
Aznar og Blair – sem ásamt Banda-
ríkjamönnum stóðu að ályktunar-
drögunum – gefist Bush hugsanlega
tækifæri til að draga í land með þær
yfirlýsingar.
Raunar hefur Colin Powell, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, þegar
gefið í skyn að hugsanlega verði hætt
við að bera drögin upp til atkvæða.
Blair ræddi við Jacques Chirac
Frakklandsforseta símleiðis í gær en
þeim tókst ekki að ná samkomulagi
um næstu skref í málinu. Chirac
sagðist vilja vinna að því með Bret-
um að afvopna Írak en hafnaði sem
fyrr ályktun á vettvangi SÞ sem
sjálfkrafa heimilaði hernaðaríhlutun
ef Írakar afvopnast ekki.
Blair lagði aftur á móti áherslu á
að í ályktun 1441, sem samþykkt var
í haust, hefðu Írakar þegar verið var-
aðir við „alvarlegum afleiðingum“ ef
þeir afvopnuðust ekki. Segja Bretar
og Bandaríkjamenn að þetta veiti
þeim í raun fulla heimild til árásar á
Írak.
Gera grein fyrir taugagasi
Gert var ráð fyrir því í gær að
Írakar afhentu Hans Blix, yfirmanni
vopnaeftirlitsnefndar SÞ, skýrslu
um afdrif VX-taugagasbirgða sem
vitað er að þeir eitt sinn áttu. Von er
á sambærilegri skýrslu frá Írökum á
næstu dögum um afdrif miltis-
brandsbirgða, sem þeir áttu.
Írakar hafa sagt að öllum miltis-
brandi og taugagasbirgðum hafi ver-
ið eytt 1991 en hafa hins vegar fram
að þessu ekki fært neinar sannanir
máli sínu til stuðnings.
Ályktunardrög-
in ekki borin
upp til atkvæða?
Bush fundar með Blair og Aznar
Washington. AFP.
STJÓRNVÖLD í Serbíu fóru í gær
fram á stuðning erlendra ríkja og
alþjóðastofnana en þau segja hættu
á að öflum sem andsnúin eru um-
bótum í landinu vaxi ásmegin í kjöl-
far morðsins á Zoran Djindjic, for-
sætisráðherra Serbíu, sl. miðviku-
dag. Alls hafa rúmlega 180 manns
verið handteknir í tengslum við
rannsókn á morðinu en meintir höf-
uðpaurar ganga þó enn lausir.
Embættismenn í Belgrad heita
því að áfram verði haldið á þeirri
umbótabraut sem Djindjic markaði,
m.a. með því að framselja Slobodan
Milosevic, fyrrverandi forseta Júgó-
slavíu, til stríðsglæpadómstólsins í
Haag í Hollandi. Þeir leggja þó
áherslu á að alþjóðasamfélagið verði
að leggja hönd á plóg, einkum efna-
hagslega. Segja þeir mikilvægi
þessarar aðstoðar hafa aukist til
muna við morðið á miðvikudag.
„Þeir sem lögðu á ráðin um þetta
morð hafa ekki aðeins ógnað öryggi
landsmanna heldur hraða umbóta
og framþróunar,“ sagði Goran Svil-
anovic, utanríkisráðherra Serbíu, í
gær. Sagði hann að morðið á Djindj-
ic, sem stjórnvöld segja að leiðtogar
skipulagðra glæpasamtaka hafa
staðið fyrir, væri „alvarlegt áfall
fyrir efnahag landsins“.
„Enginn mun flýta sér að fjár-
festa í landi þar sem nýbúið er að
skjóta forsætisráðherrann til bana,“
sagði Svilanovic.
Fjármálaráðherrann, Bozidar
Djelic, sagðist hafa varað Javier
Solana, utanríkismálastjóra Evr-
ópusambandsins, við því á fimmtu-
dag, en þá heimsótti Solana Bel-
grad, að á þessum umrótatímum
væri stuðningur alþjóðasamfélags-
ins mikilvægur. „Ég held að hann
hafi meðtekið skilaboðin fullkom-
lega. Ég er hóflega bjartsýnn á að
ráðamenn í Brussel taki þeim vel,“
sagði Djelic.
Solana lét hins vegar þau orð
falla, þar sem hann var staddur í
Slóveníu, að ESB myndi aðstoða
Serbíu „með öllum mætti“.
Yfirvöld í Serbíu hafa fram að
þessu fullyrt að morðingjar Djindj-
ics hefðu verið leiðtogar glæpasam-
taka í landinu, þ.á m. fyrrverandi
sérsveitarlögreglumaðurinn Milor-
ad Lukovic. Í gær sagði Nebojsa
Covic, starfandi forsætisráðherra,
hins vegar hugsanlegt að harðlínu
þjóðernissinnar hefðu staðið fyrir
morðinu, en þeir voru Djindjic reið-
ir fyrir að hafa framselt Milosevic
til Haag. Sagði Covic reyndar að
þessi öfl, öfgaþjóðernissinnar og
leiðtogar mafíunnar, tengdust inn-
byrðis.
Del Ponte ekki velkomin
Útför Djindjic fer fram í Belgrad
í dag og er gert ráð fyrir að fjöldi
manna verði viðstaddur hana. Carla
del Ponte, saksóknari við stríðs-
glæpadómstólinn í Haag, sagðist í
gærmorgun ætla að verða viðstödd
útförina en Svilanovic sagðist síðar
um daginn hafa rætt við del Ponte
símleiðis og beðið hana um að koma
ekki.
Serbar fara fram á stuðn-
ing alþjóðastofnana
Serbneskir ráðamenn segja morðið
á Zoran Djindjic hafa alvarlegar
afleiðingar fyrir efnahag landsins
Belgrad. AFP.
Reuters
RUZICA Djindjic, eiginkona Zor-
ans Djindjic, sem myrtur var á mið-
vikudag, stendur við mynd af
manni sínum en minningarathöfn
var haldin um Djindjic í Belgrad í
gær. Útför Djindjic, sem hafði verið
forsætisráðherra Serbíu frá því í
janúar 2001, fer fram í dag.
Syrgir mann sinn
BÚIZT er við að mjög mjótt verði á
mununum í þingkosningum sem
fram fara í Finnlandi á morgun,
sunnudag.
Eftir áratuga stöðugleika í stjórn-
málum landsins og átta ár með
breiða fjögurra flokka samsteypu-
stjórn við stjórnvölinn, standa
finnskir kjósendur nú frammi fyrir
því að velja hvort þeir vilja – stjórn
sem Jafnaðarmannaflokkur Paavo
Lipponens, núverandi forsætisráð-
herra, fer fyrir, eða Miðflokkurinn,
sem nú er í stjórnarandstöðu.
Samkvæmt niðurstöðum skoðana-
könnunar, sem birtar voru á fimmtu-
dag, er Miðflokkurinn – undir for-
ystu „grasrótarstjórnmálamanns-
ins“ Anneli Jäätteenmäki – með
smáforskot á aðalkeppinautinn og
nýtur fylgis 23,6% kjósenda á meðan
Jafnaðarmannaflokkurinn mælist
með 23,3%.
Stjórnmálaskýrendur eiga flestir
von á því að á næsta kjörtímabili
verði landinu áfram stjórnað af
breiðri margra flokka samsteypu-
stjórn, sem spannar sviðið frá vinstri
til hægri, eins og verið hefur und-
anfarin tvö kjörtímabil. En þeir
vekja athygli á því, að hvorugur
stóru flokkanna hefur lagt fram til-
lögur að lausn á brýnustu úrlausn-
arefnum finnskra stjórnmála: hinu
háa atvinnuleysi og kreppu velferð-
arkerfisins.
Óskýrir valkostir
„Hvaða valkosti hef ég? Ég hef
ekki kosið árum saman, vegna þess
að ég sé enga valkosti,“ segir Mika
Luoma-aho, brezk-menntaður
stjórnmálafræðingur við Lapp-
landsháskóla.
Reyndar var lítil þátttaka í utan-
kjörstaðakosningu, sem lauk á
þriðjudag, og þykir það benda til
þess að kjörsókn í kosningunum
sjálfum verði með minna móti. Í
kosningunum 1999 fór heildarkjör-
sókn niður í 68%.
„Núna höfum við búið við breiðar
samsteypustjórnir í 21 ár, hvernig
svo sem við kusum varð engin breyt-
ing á stjórnarmynstrinu, sömu flokk-
arnir héldu bara áfram,“ segir Risto
Uimonen, þekktur stjórnmálaskýr-
andi í Helsinki. „Ef litið er á stefnu-
skrár Miðflokksins, Þjóðareiningar-
flokksins [sem er borgaralegur
flokkur í ríkisstjórnarsamsteypunni]
og Jafnaðarmannaflokksins kemur í
ljós að þær eru allar eins, það er eng-
inn munur á þeim,“ segir Uimonen.
Mjótt á munum í kosn-
ingum í Finnlandi
Helsinki. AFP.
AP
Riitta Uosukainen, forseti finnska þingsins (til vinstri), hlustar er Tarja
Halonen, forseti Finnlands, slítur þinginu síðastliðinn þriðjudag.
STRÍÐ í Írak og uppbyggingarstarf
í landinu í kjölfarið gæti kostað
Bandaríkjamenn 1,9 þúsundir millj-
arða dollara á einum áratug. Þetta er
mat ýmissa virtra hagfræðinga. Þeir
segja að jafnvel þó að skjótur sigur
vinnist í stríðinu sé hætta á að kostn-
aðurinn verði kominn í 500 milljarða
dollara fyrir árið 2010.
Tvö teymi sérfræðinga – annað
skipað bandarískum hagfræðingum
og hitt áströlskum – hafa komist að
þeirri niðurstöðu að kostnaðurinn
verði mun meiri en bandarískir emb-
ættismenn almennt gera ráð fyrir.
Byggjast kenningarnar á því hversu
óvíst er hvernig hlutir þróast. „Það
sem ég myndi leggja áherslu á er
hversu óviss útkoman er,“ segir Will-
am Nordhaus, prófessor við Yale.
Nordhaus gerir ráð fyrir að annað
hvort verði stríðið langt, eða að það
verði stutt. Myndi kostnaður ráðast
af hvort verður ofan á, og verða á
bilinu 100 milljarðar dollara til 1,9
þúsund milljarða dollara.
Stríð gæti dregist á langinn
Áætlanir Nordhaus eru hófsamar
ef miðað er við greiningu Warwicks
McKibbins, sem situr í bankastjórn
ástralska seðlabankans, og Andrews
Stoeckels, framkvæmdastjóra
Centre for International Economics.
Þeir gera ráð fyrir kostnaði upp á
491 milljarða bandaríkjadala fyrir
árið 2010, ef stríðið stendur skammt.
Ef stríðið dregst hins vegar á lang-
inn og ef hernám Bandaríkjanna
stendur síðan í fimm ár, með tilheyr-
andi kostnaði vegna uppbyggingar-
starfs, spá þeir því að það myndi
kosta Bandaríkjamenn 1,47 þúsund-
ir milljarða dollara og efnahag
heimsins samanlagt 3,57 þúsundir
milljarða dollara.
Átök í Írak
munu kosta
Bandaríkin
stórfé
Washington. AFP.