Morgunblaðið - 15.03.2003, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.03.2003, Qupperneq 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ AUKNAR líkur eru nú taldar á því að Bandaríkjamenn hætti við að bera upp til atkvæða í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna drög að ályktun er fæli í sér heimild til að ráðast á Írak afvopnist Saddam Hussein Íraksfor- seti ekki nú þegar. George W. Bush Bandaríkjaforseti hyggst reyndar eiga fund með leiðtogum Bretlands og Spánar, Tony Blair og Jose-Maria Aznar, um Íraksmálin á morgun, sunnudag, en svo virðist sem Banda- ríkjunum hafi mistekist að tryggja sér stuðning meirihluta ríkja sem sæti eiga í öryggisráðinu. Bush, Blair og Aznar hyggjast funda á Azor-eyjum og sagði Ari Fleischer, talsmaður Bush, í gær að tilgangur fundarins væri til marks um að allra leiða væri leitað til að finna diplómatíska lausn á deilunni, sem staðið hefur við Frakka og Þjóð- verja um afstöðu til Íraksmálanna. Bush sagði í síðustu viku að hann myndi láta bera ályktunardrögin upp til atkvæða jafnvel þó að við blasti að þau yrðu ekki samþykkt. Segir í fréttaskýringu á netmiðli BBC að með því að funda nú með Aznar og Blair – sem ásamt Banda- ríkjamönnum stóðu að ályktunar- drögunum – gefist Bush hugsanlega tækifæri til að draga í land með þær yfirlýsingar. Raunar hefur Colin Powell, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, þegar gefið í skyn að hugsanlega verði hætt við að bera drögin upp til atkvæða. Blair ræddi við Jacques Chirac Frakklandsforseta símleiðis í gær en þeim tókst ekki að ná samkomulagi um næstu skref í málinu. Chirac sagðist vilja vinna að því með Bret- um að afvopna Írak en hafnaði sem fyrr ályktun á vettvangi SÞ sem sjálfkrafa heimilaði hernaðaríhlutun ef Írakar afvopnast ekki. Blair lagði aftur á móti áherslu á að í ályktun 1441, sem samþykkt var í haust, hefðu Írakar þegar verið var- aðir við „alvarlegum afleiðingum“ ef þeir afvopnuðust ekki. Segja Bretar og Bandaríkjamenn að þetta veiti þeim í raun fulla heimild til árásar á Írak. Gera grein fyrir taugagasi Gert var ráð fyrir því í gær að Írakar afhentu Hans Blix, yfirmanni vopnaeftirlitsnefndar SÞ, skýrslu um afdrif VX-taugagasbirgða sem vitað er að þeir eitt sinn áttu. Von er á sambærilegri skýrslu frá Írökum á næstu dögum um afdrif miltis- brandsbirgða, sem þeir áttu. Írakar hafa sagt að öllum miltis- brandi og taugagasbirgðum hafi ver- ið eytt 1991 en hafa hins vegar fram að þessu ekki fært neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Ályktunardrög- in ekki borin upp til atkvæða? Bush fundar með Blair og Aznar Washington. AFP. STJÓRNVÖLD í Serbíu fóru í gær fram á stuðning erlendra ríkja og alþjóðastofnana en þau segja hættu á að öflum sem andsnúin eru um- bótum í landinu vaxi ásmegin í kjöl- far morðsins á Zoran Djindjic, for- sætisráðherra Serbíu, sl. miðviku- dag. Alls hafa rúmlega 180 manns verið handteknir í tengslum við rannsókn á morðinu en meintir höf- uðpaurar ganga þó enn lausir. Embættismenn í Belgrad heita því að áfram verði haldið á þeirri umbótabraut sem Djindjic markaði, m.a. með því að framselja Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgó- slavíu, til stríðsglæpadómstólsins í Haag í Hollandi. Þeir leggja þó áherslu á að alþjóðasamfélagið verði að leggja hönd á plóg, einkum efna- hagslega. Segja þeir mikilvægi þessarar aðstoðar hafa aukist til muna við morðið á miðvikudag. „Þeir sem lögðu á ráðin um þetta morð hafa ekki aðeins ógnað öryggi landsmanna heldur hraða umbóta og framþróunar,“ sagði Goran Svil- anovic, utanríkisráðherra Serbíu, í gær. Sagði hann að morðið á Djindj- ic, sem stjórnvöld segja að leiðtogar skipulagðra glæpasamtaka hafa staðið fyrir, væri „alvarlegt áfall fyrir efnahag landsins“. „Enginn mun flýta sér að fjár- festa í landi þar sem nýbúið er að skjóta forsætisráðherrann til bana,“ sagði Svilanovic. Fjármálaráðherrann, Bozidar Djelic, sagðist hafa varað Javier Solana, utanríkismálastjóra Evr- ópusambandsins, við því á fimmtu- dag, en þá heimsótti Solana Bel- grad, að á þessum umrótatímum væri stuðningur alþjóðasamfélags- ins mikilvægur. „Ég held að hann hafi meðtekið skilaboðin fullkom- lega. Ég er hóflega bjartsýnn á að ráðamenn í Brussel taki þeim vel,“ sagði Djelic. Solana lét hins vegar þau orð falla, þar sem hann var staddur í Slóveníu, að ESB myndi aðstoða Serbíu „með öllum mætti“. Yfirvöld í Serbíu hafa fram að þessu fullyrt að morðingjar Djindj- ics hefðu verið leiðtogar glæpasam- taka í landinu, þ.á m. fyrrverandi sérsveitarlögreglumaðurinn Milor- ad Lukovic. Í gær sagði Nebojsa Covic, starfandi forsætisráðherra, hins vegar hugsanlegt að harðlínu þjóðernissinnar hefðu staðið fyrir morðinu, en þeir voru Djindjic reið- ir fyrir að hafa framselt Milosevic til Haag. Sagði Covic reyndar að þessi öfl, öfgaþjóðernissinnar og leiðtogar mafíunnar, tengdust inn- byrðis. Del Ponte ekki velkomin Útför Djindjic fer fram í Belgrad í dag og er gert ráð fyrir að fjöldi manna verði viðstaddur hana. Carla del Ponte, saksóknari við stríðs- glæpadómstólinn í Haag, sagðist í gærmorgun ætla að verða viðstödd útförina en Svilanovic sagðist síðar um daginn hafa rætt við del Ponte símleiðis og beðið hana um að koma ekki. Serbar fara fram á stuðn- ing alþjóðastofnana Serbneskir ráðamenn segja morðið á Zoran Djindjic hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag landsins Belgrad. AFP. Reuters RUZICA Djindjic, eiginkona Zor- ans Djindjic, sem myrtur var á mið- vikudag, stendur við mynd af manni sínum en minningarathöfn var haldin um Djindjic í Belgrad í gær. Útför Djindjic, sem hafði verið forsætisráðherra Serbíu frá því í janúar 2001, fer fram í dag. Syrgir mann sinn BÚIZT er við að mjög mjótt verði á mununum í þingkosningum sem fram fara í Finnlandi á morgun, sunnudag. Eftir áratuga stöðugleika í stjórn- málum landsins og átta ár með breiða fjögurra flokka samsteypu- stjórn við stjórnvölinn, standa finnskir kjósendur nú frammi fyrir því að velja hvort þeir vilja – stjórn sem Jafnaðarmannaflokkur Paavo Lipponens, núverandi forsætisráð- herra, fer fyrir, eða Miðflokkurinn, sem nú er í stjórnarandstöðu. Samkvæmt niðurstöðum skoðana- könnunar, sem birtar voru á fimmtu- dag, er Miðflokkurinn – undir for- ystu „grasrótarstjórnmálamanns- ins“ Anneli Jäätteenmäki – með smáforskot á aðalkeppinautinn og nýtur fylgis 23,6% kjósenda á meðan Jafnaðarmannaflokkurinn mælist með 23,3%. Stjórnmálaskýrendur eiga flestir von á því að á næsta kjörtímabili verði landinu áfram stjórnað af breiðri margra flokka samsteypu- stjórn, sem spannar sviðið frá vinstri til hægri, eins og verið hefur und- anfarin tvö kjörtímabil. En þeir vekja athygli á því, að hvorugur stóru flokkanna hefur lagt fram til- lögur að lausn á brýnustu úrlausn- arefnum finnskra stjórnmála: hinu háa atvinnuleysi og kreppu velferð- arkerfisins. Óskýrir valkostir „Hvaða valkosti hef ég? Ég hef ekki kosið árum saman, vegna þess að ég sé enga valkosti,“ segir Mika Luoma-aho, brezk-menntaður stjórnmálafræðingur við Lapp- landsháskóla. Reyndar var lítil þátttaka í utan- kjörstaðakosningu, sem lauk á þriðjudag, og þykir það benda til þess að kjörsókn í kosningunum sjálfum verði með minna móti. Í kosningunum 1999 fór heildarkjör- sókn niður í 68%. „Núna höfum við búið við breiðar samsteypustjórnir í 21 ár, hvernig svo sem við kusum varð engin breyt- ing á stjórnarmynstrinu, sömu flokk- arnir héldu bara áfram,“ segir Risto Uimonen, þekktur stjórnmálaskýr- andi í Helsinki. „Ef litið er á stefnu- skrár Miðflokksins, Þjóðareiningar- flokksins [sem er borgaralegur flokkur í ríkisstjórnarsamsteypunni] og Jafnaðarmannaflokksins kemur í ljós að þær eru allar eins, það er eng- inn munur á þeim,“ segir Uimonen. Mjótt á munum í kosn- ingum í Finnlandi Helsinki. AFP. AP Riitta Uosukainen, forseti finnska þingsins (til vinstri), hlustar er Tarja Halonen, forseti Finnlands, slítur þinginu síðastliðinn þriðjudag. STRÍÐ í Írak og uppbyggingarstarf í landinu í kjölfarið gæti kostað Bandaríkjamenn 1,9 þúsundir millj- arða dollara á einum áratug. Þetta er mat ýmissa virtra hagfræðinga. Þeir segja að jafnvel þó að skjótur sigur vinnist í stríðinu sé hætta á að kostn- aðurinn verði kominn í 500 milljarða dollara fyrir árið 2010. Tvö teymi sérfræðinga – annað skipað bandarískum hagfræðingum og hitt áströlskum – hafa komist að þeirri niðurstöðu að kostnaðurinn verði mun meiri en bandarískir emb- ættismenn almennt gera ráð fyrir. Byggjast kenningarnar á því hversu óvíst er hvernig hlutir þróast. „Það sem ég myndi leggja áherslu á er hversu óviss útkoman er,“ segir Will- am Nordhaus, prófessor við Yale. Nordhaus gerir ráð fyrir að annað hvort verði stríðið langt, eða að það verði stutt. Myndi kostnaður ráðast af hvort verður ofan á, og verða á bilinu 100 milljarðar dollara til 1,9 þúsund milljarða dollara. Stríð gæti dregist á langinn Áætlanir Nordhaus eru hófsamar ef miðað er við greiningu Warwicks McKibbins, sem situr í bankastjórn ástralska seðlabankans, og Andrews Stoeckels, framkvæmdastjóra Centre for International Economics. Þeir gera ráð fyrir kostnaði upp á 491 milljarða bandaríkjadala fyrir árið 2010, ef stríðið stendur skammt. Ef stríðið dregst hins vegar á lang- inn og ef hernám Bandaríkjanna stendur síðan í fimm ár, með tilheyr- andi kostnaði vegna uppbyggingar- starfs, spá þeir því að það myndi kosta Bandaríkjamenn 1,47 þúsund- ir milljarða dollara og efnahag heimsins samanlagt 3,57 þúsundir milljarða dollara. Átök í Írak munu kosta Bandaríkin stórfé Washington. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.