Morgunblaðið - 15.03.2003, Page 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 21
GERHARD Schröder, kanzlari
Þýzkalands, kynnti í gær nýja áætlun
um umbætur á efnahagskerfi lands-
ins, en margir höfðu beðið þess með
eftirvæntingu að sjá til hvaða ráða
ríkisstjórnin hygðist grípa til að
bregðast við kreppunni sem heltekið
hefur stærsta þjóðhagkerfi Evrópu.
Í þingræðu, sem sjónvarpað var
beint, hvatti kanzlarinn þjóðina til að
leggjast á eitt með stjórnvöldum um
að hrinda í framkvæmd nauðsynleg-
um kerfisumbótum, sem óhjákvæmi-
lega fælu í sér niðurskurð á vissum
þáttum velferðarkerfisins.
Boðaði Schröder m.a. takmörkun
atvinnuleysisstyrkja, að losað verði
um reglur um uppsagnir launafólks
hjá minni fyrirtækjum og ýjaði að því
að takmörk yrðu sett við valdi verka-
lýðssamtaka til að gera kjarasamn-
inga sem gildi um allt landið í viðkom-
andi starfsgrein. Allt eru þetta atriði
sem ekki njóta vinsælda hjá vinstri
armi Jafnaðarmannaflokks kanzlar-
ans né forkólfum hinna máttugu
verkalýðsfélaga landsins.
„Nú eru endurbætur og endurnýj-
un hins félagslega velferðarkerfis
orðin óhjákvæmileg,“ sagði Schröder.
„Land vort verður aftur að verða mið-
stöð trúnaðartrausts í Evrópu,“ lýsti
hann yfir. Í hinni 80 mínútna löngu
ræðu var þó lítið að heyra um frekari
útfærsluatriði umbótaáætlunarinnar,
sem titluð var „dagskrá 2010“.
Schröder eyddi hins vegar dágóðum
hluta ræðunnar í að rekja röksemdir
fyrir því að Þjóðverjar ættu að halda
fast í það velferðarkerfi sem þeir
hefðu byggt upp á síðustu áratugum
og varði hlutverk verkalýðsfélaga
þótt hann lýsti um leið þörfinni á um-
bótum í anda markaðshyggju.
Stjórnarandstæðingar sögðu um-
bótaáætlunina, eins og kanzlarinn
kynnti hana, bera vott um hugleysi;
þar væri ekki boðið upp á viðunandi
lausnir á brýnustu úrlausnarefnun-
um.
Hagvöxtur í Þýzkalandi var í fyrra
aðeins um 0,2%, og fjárlagahallinn fór
fram úr þriggja prósentustiga há-
markinu sem kveðið er á um í
stöðugleikasáttmála evrópska mynt-
bandalagsins. Um síðustu mánaða-
mót var fjöldi atvinnulausra í
Þýzkalandi kominn yfir 4,7 milljónir,
eða 11,3% vinnufærra manna, og
þýzki seðlabankinn, Bundesbank,
varaði við því í síðustu viku að búast
mætti við því að enn sigi á ógæfuhlið-
ina, bæði hvað atvinnuleysið og efna-
hagsástandið almennt áhrærir, ef
stjórnvöld gripu ekki til róttækra
kerfisumbóta hið snarasta.
Einstaklingarnir leggi
meira af mörkum
„Við erum knúnir til að skera niður
útlát ríkisins, ýta undir frumkvæði
fólks og krefja einstaklingana um að
leggja meira af mörkum sjálfir,“ sagði
Schröder.
Allt í allt er markmiðið með umbót-
unum að minnka kostnaðinn við að
halda úti störfum í Þýzkalandi, en
hann er einn sá hæsti í heiminum og
óumdeilt er að hann á þátt í aukningu
atvinnuleysis.
Með áætlun sinni er Schröder að
brjóta þá hefð, að stjórnvöld og aðilar
vinnumarkaðarins komi sér sam-
hljóða saman um meginramma efna-
hagsstefnunnar, en efnahagsleg vel-
gengni (Vestur-)Þýzkalands er ekki
sízt rakin til þessarar hefðar. Þegar
tilraunir Schröders til að endurlífga
hringborðsviðræður með fulltrúum
aðila vinnumarkaðarins fóru út um
þúfur í byrjun þessa mánaðar, lýsti
hann því yfir að stjórnin myndi grípa
til eigin ráða.
Angela Merkel, leiðtogi kristilegra
demókrata, gagnrýndi áætlun
Schröders harkalega. Sagði hún hana
uppfulla af hugmyndum sem allar
hefðu verið reyndar áður. „Þarna var
að mestu bara varlega ýjað að því
hvað gera skuli,“ sagði hún. „Ég veit
ekki hvort þú gerir þér alveg grein
fyrir því hve alvarleg kreppa það er
sem við eigum við að etja,“ sagði
Merkel í andsvari við ræðu Schröders.
AP
Gerhard Schröder, í ræðustól í þinginu í Berlín í gær, speglast í rúðu.
Schröder hvetur
til þjóðarátaks
gegn kreppu
Þýzki kanzlarinn boðar niðurskurð
velferðarstyrkja og að losað verði
um regluverk atvinnulífsins
Berlín. AP, AFP.
BREYTINGAR á veðurfari áttu
mestan þátt í því, að menning
Maya í Mið-Ameríku leið undir
lok fyrir meira en 1.000 árum. Er
það niðurstaða fornleifafræðinga
og annarra vísindamanna eftir
miklar rannsóknir.
Áætlað er, að Mayar hafi verið
um 13 milljónir um miðja áttundu
öld en 200 árum síðar höfðu
borgir þeirra verið yfirgefnar.
Hefur menn lengi grunað, að
þurrkar hafi átt mikinn þátt í
hruni ríkisins og undir það er
tekið í grein, sem birtist í vís-
indatímaritinu Science. Kom
þetta fram á fréttavef BBC í gær.
Við rannsóknirnar voru könnuð
setlög úti fyrir ströndum Venes-
úela og títanmagnið í þeim mælt
en það berst til sjávar með fram-
burði ánna. Lítið títanmagn bend-
ir til lítils vatnsmagns í ánum og
þar með til lítillar úrkomu.
Niðurstaðan var sú, að mjög
þurrviðrasamt var á 9. og 10. öld
og þá voru þrisvar sinnum mjög
alvarleg þurrviðraskeið.
Gerald Haug, þýskur vís-
indamaður, sem þátt tók í rann-
sóknunum, segir, að þetta sýni
vel hvaða áhrif loftslagsbreyt-
ingar nú á dögum geti haft:
„Þriggja til níu ára langur
þurrkatími, sem getur verið af-
leiðing af einhverri truflun á
staðvindakerfinu í Afríku eða
Indlandi, gæti haft skelfilegar af-
leiðingar þar og raunar víðar.“
Þurrkar
steyptu
menningu
Maya
SKOÐANAKANNANIR hafa sett
mikinn svip á umræðuna um hugs-
anleg átök í Írak og telja sérfræð-
ingar að almenningsálitið gæti nú
haft meiri áhrif á stefnumótun vegna
Íraks en gerst hafi í manna minnum
á umbrotatímum í alþjóðamálum.
Koma þar saman fullkomin tækni við
gerð skoðanakannana og áberandi
hlutverk Sameinuðu þjóðanna og
hefur því verið haldið fram að þessir
þættir báðir tryggi áhrif almenn-
ingsálitsins á umræðuna um hugs-
anlegt stríð. Bandarískur dálkahöf-
undur orðaði það svo að aðeins væru
tvö stórveldi eftir í heiminum,
Bandaríkin og almenningsálitið.
„Það er nánast eins og standi yfir
þjóðaratkvæðagreiðsla um allan
heim um það hvað Bandaríkin og
restin af heiminum eigi að gera
vegna Íraks,“ sagði Andrew Kohut,
stjórnandi Pew-stofnunarinnar, sem
hefur kannað skoðanir fólks um all-
an heim.
Víðtæk andstaða við stríðið víða
um heim mun ef til vill ekki koma í
veg fyrir að Bandaríkjamenn fari á
endanum fyrir bandalagi ríkja um að
ráðast inn í Írak. Hins vegar hefur
mótstaða almennings reynst George
Bush Bandaríkjaforseta erfiðari
hindrun í tilraunum hans til að afla
árás stuðnings en búist var við.
„Hér blasir við ný staða,“ sagði
Tom Bentley, stjórnandi stofnunar-
innar Demos í London. „Vilji borg-
aranna og almenningsálitið almennt
séð eru þættir, sem hafa áhrif á
ákvarðanir í alþjóðasamskiptum
með hætti sem aldrei hefur gerst áð-
ur.“
Sérfræðingar eru margir þeirrar
hyggju að almenningsálitið sé svona
fyrirferðarmikið í deilunni um Írak
vegna þess að árás sé spurning um
val, en hafi ekki verið hleypt af stað
með ögrun á borð við innrás Íraka í
Kúveit árið 1990.
Endurspeglar kvíða vegna
valdastöðu Bandaríkjanna
Aðrir telja að almenningsálit víða
um heim komi fram með slíkum
krafti vegna þess að ágreiningurinn
um Írak endurspegli almennari
kvíða vegna þess hvernig Banda-
ríkjamenn beiti valdi sínu í hlutverki
eina stórveldisins, sem eftir er.
„Ég held að það sé alveg ljóst hvað
hér er á ferðinni og það er að al-
menningur víða um heim er uggandi
vegna valdastöðu Bandaríkja-
manna,“ sagði Stephen Kull, sem er
við Háskólann í Maryland. „Fólk um
allan heim lítur til stjórnvalda heima
fyrir og spyr hvort þau geti staðið á
sínu gagnvart Bandaríkjunum.“
Áhrif almenningsálitsins og skoð-
anakannana hafa komið fram með
greinilegum hætti. Bush ákvað í
september á liðnu ári að láta Sam-
einuðu þjóðirnar fjalla um það hvort
afvopna ætti Íraka eftir að skoðana-
kannanir höfðu sýnt að stríð myndi
njóta meiri stuðnings bæði í Evrópu
og Bandaríkjunum ef samþykki
fengist hjá SÞ. Þá hefur Bush neyðst
til að fresta árás og leita þess að
knýja fram aðra ályktun í öryggis-
ráði Sameinuðu þjóðanna vegna þess
að Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands og helsti bandamaður
hans, þarf á því að halda til að slá á
óánægju heima fyrir.
Einnig má segja að andstaða al-
mennings við stríð í Frakklandi og
Þýskalandi hafi eflt stjórnir land-
anna í andstöðu sinni við Banda-
ríkjamenn og Breta.
„Það er orðið erfiðara fyrir rík-
isstjórnir að styðja Bandaríkin
vegna þess að almennan stuðning
vantar,“ sagði James B. Steinberg,
sem var aðstoðarþjóðaröryggisráð-
gjafi Bills Clintons, fyrrverandi
Bandaríkjaforseta.
Andrew Kohut sagði að Banda-
ríkjamenn mættu vænta þess að al-
menningur um allan heim fylgdist
grannt með framferði þeirra vegna
þess hlutverks, sem þeir gegndu
orðið í heiminum. „Fólk um allan
heim getur lagt sitt lóð á vogarskál-
arnar í umræðum um stríð og frið
með sama hætti og verið hefur í
bandarískum stjórnmálum undan-
farin 20 ár,“ sagði hann. „Gamla
hugtakið heimsþorpið hefur öðlast
sannleiksgildi.“
Almenningsálitið talið
hafa áhrif á Íraksdeilu
Washington. Los Angeles Times.