Morgunblaðið - 15.03.2003, Page 27

Morgunblaðið - 15.03.2003, Page 27
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 27 tekur þátt í afmælissýningunni og bankann prýðir nú margvíslegt handverk. Alls fimm konur eiga verk á sýningunni, þær Jóhanna Elín Óskarsdóttir, Inga Stefáns- dóttir, Íris Þrastardóttir, Guðrún Antonsdóttir og Björk Aradóttir. Á sýningunni er að finna málverk, leirverk og ýmiskonar handavinnu sem konurnar grípa í í frístundum sínum. „Afköstin eru mismikil, fara eftir því hversu mikið annað maður er að gera. Ein okkar er í námi með vinnunni og heimilin eru misstór og allt hefur þetta að segja um þann tíma sem maður hefur í frístundir,“ sögðu Jóhanna, Inga og Björk í samtali við blaða- mann. Sýningin stendur til 21. mars. Landsbanki Íslands heldur þjónustukeppni Keflavíkurútibúið fyrst upp á topp Everest Morgunblaðið/Svanildur Eiríksdóttir Keflavíkurútibú Landsbanka Íslands prýðir nú verk nokkurra starfs- kvenna bankans. Þær Jóhanna Elín Óskarsdóttir, Inga Stefánsdóttir og Björk Aradóttir lögðu til verk á handverkssýningu félags starfsmanna bankans í tilefni 75 ára afmælis félagsins. Keflavík KEFLAVÍKURÚTIBÚ Lands- banka Íslands varð sigurvegari í þjónustukeppni útibúa bankans og tók starfsfólk útibúsins við verð- laununum sl. fimmtudag. Þjón- ustukeppnin var háð án vitundar starfsfólks í þeim 54 útibúum og afgreiðslum sem Landsbankinn starfrækir um landið. „Hingað kom huldufólk og tók út þjón- ustuna. Við vissum aldrei um þetta fólk, en það vann eftir ákveðnum gátlistum og punktaði niður hjá sér hvað væri gott við þjónustuna hér og hvað mætti betur fara,“ sagði Jóhanna Elín Óskarsdóttir, útibússtjóri í Keflavík í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Hafsteins G. Einars- son,ar deildarstjóra viðskipta- og þjónustudeildar Landsbankans var markmið keppninnar að kanna ástand þjónustumála í útibúum bankans, slík keppni væri leið til að auka þjónustu við viðskiptavini og um leið hvatning fyrir starfs- fólkið til að veita áfram góða þjón- ustu. „Við hönnuðum þessa keppni eins og göngu upp á topp Everest- fjallsins. Gerðar voru fjórar þjón- ustumælingar og sneri hver og ein að ákveðnum þjónustuþætti bank- ans. Öll útibúin byrjuðu í grunn- búðunum rétt eins og ganga upp á Everest og með því að standast allar fjórar mælingarnar komst útibúið upp á toppinn. Í Keflavík- urútibúi eru góðir göngugarpar en þrjú útibúi fylgdu fast á hæla sig- urvegarans,“ sagði Hafsteinn í samtali við blaðamann. Starfsfólk í brennidepli Félag starfsmanna Landsbanka Íslands varð 75 ára 7. mars sl. og í tilefni þess var sett upp sýning á handverki starfsmanna í öllum útibúum bankans. Tilgangurinn með sýningunni er að varpa kast- ljósinu á starfsmenn bankans og sýna hvað í þeim býr. Starfsfólk Keflavíkurútibúsins FIMM ungmenni frá Reykjanesbæ taka þátt í málþingi um lýðræði barna og unglinga sem haldið verður á Þingvöllum laugardaginn 29. mars nk. Þátttakendur eru valdir frá átta sveitarfélögum á landinu og var ósk- að eftir tilnefningum frá Reykja- nesbæ. Þeir sem taka þátt í mál- þinginu fyrir hönd Reykjanesbæjar eru: Bryndís Hjálmarsdóttir, 16 ára, formaður nemendaráðs Holtaskóla, Kristín Helga Magnúsdóttir, 15 ára, formaður nemendaráðs Myllubakka- skóla, Lilja Karen Steinþórsdóttir, 15 ára, formaður nemendaráðs Heið- arskóla, Ingibjörg Ósk Erlendsdótt- ir, 16 ára, formaður nemendaráðs Njarðvíkurskóla, og Runólfur Þór Sanders, 18 ára, formaður nemenda- félags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Einnig taka þátt frá Reykjanesbæ fulltrúi skólastjórnenda og bæjar- fulltrúarnir Kjartan Már Kjartans- son og Sveindís Valdimarsdóttir. Vigdís Finnbogadóttir mun setja málþingið en ráðstefnustjóri er Eva María Jónsdóttir. Flutt verða sjö kynningarerindi varðandi 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og framkvæmd ákvæðisins hér á landi. Að loknum erindum fer fram umræða í vinnuhópum unglinganna og að lokinni gönguferð um þjóð- garðinn verða niðurstöður þeirra kynntar. Ungmenni þinga á Þingvöllum Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.