Morgunblaðið - 15.03.2003, Qupperneq 28
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
28 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
www.icelandair.is
Alltaf ódýrast á Netinu
„ÉG var með eitt koffort með mér sem ég
smíðaði á Laugarvatni veturinn áður en ég
flutti hingað á Selfoss og í því var aleigan,“
segir Sigurður Guðmundsson, húsasmíða-
meistari á Selfossi, sem hefur hægt á í amstri
dagsins. En hann hefur samt mikið að gera,
svo mikið að kona hans, Ágústa Sigurð-
ardóttir, segir að hann hafi vart tíma til að
koma heim í mat og kaffi. Sigurður, sem
þekktur er undir nafninu Siggi Gúmm, flutti
á Selfoss 13. október 1947, ókvæntur ungur
maður og fór að læra húsasmíði hjá Kristni
Vigfússyni húsasmíðameistara.
„Ég tók próf í húsasmíði fjórum árum síðar
og vann hjá Kristni í átta ár en byrjaði síðan
að vinna sjálfstætt,“ segir Sigurður, sem hef-
ur alla tíð síðan verið með eigin fyrirtæki í
húsasmíðinni. Fyrsta verk hans var að reisa
sláturhús og frystihús Hafnar á Selfossi. Síð-
an tóku við mörg verkefni og með vaxandi
byggð gerðust þau umfangsmeiri. Hann var
aðaleigandi SG-Einingahúsa og það fyr-
irtæki, SG-hús, er enn í rekstri en eigendur
aðrir. Sigurður er kominn út úr fyrirtækja-
rekstri en er ekki hættur að smíða.
Að hlaupa í kringum
börnin og barnabörnin
„Ég vinn mikið fyrir börnin og barnabörn-
in og það er mikið að gera. Ég hef alla tíð ver-
ið mjög vinnufús og mér finnst vinnan gefa
mér mikið. Það er aðallega að mér finnst gott
að hafa þessi verkefni sem ég er með fyrir
stafni. Ég vil vakna til vinnunnar og sinna
henni. Það er svo aftur mjög góð tilfinning að
vinna fyrir börnin og barnabörnin. Ég hefði
ekki trúað því hvað það var í raun auðvelt að
hætta reglulegri vinnu í fyrirtækinu og fara í
þetta að hlaupa í kringum börnin og barna-
börnin. Það er nú svo aftur þannig að þakk-
lætið er mikils virði og því fylgir svo mikil
innri ánægja að fá þakklæti fyrir það sem
maður er að gera að það trúir því enginn
nema reyna það. Þetta er mjög mikil lífsfyll-
ing að fást við þetta,“ segir Sigurður.
Oft var glatt á hjalla
í Selfossbíói
Á fyrstu árum Sigurðar á Selfossi tvöfald-
aðist íbúatalan sum árin. „Þá var heljarmikið
líf og fjör á Selfossi og oft glatt á hjalla í Sel-
fossbíói sem var aðalsamkomustaðurinn á
Suðurlandi. Þar fóru allar samkomur fram,
dansleikir og fleira og það var mikið slegist á
böllunum á þessum árum, með hnúum og
hnefum en sjálfur hef ég aldrei slegið nokk-
urn mann. Það gekk oft mikið á og menn
komu hér oft langt að, alla leið frá Suð-
urnesjum, auðsjáanlega bara til að fljúgast á
enda oft mikil hraustmenni á ferð sem þurftu
að fá útrás og andinn var bara svona á
þessum árum. Það var reyndar furðulegt að
horfa á þetta stundum,“ segir Sigurður.
„Nú er hér aftur mikill vöxtur en menn eru
hættir að slást. Það er mjög ánægjulegt að
fylgjast með þessum mikla vexti og það er
ekki annað að sjá en hann haldi áfram því
fólki finnst greinilega enn gott að búa hérna.
Ég held að það muni byggjast upp hér mikil
og góð þjónusta á öllum sviðum fyrir atvinnu-
lífið, fólkið og menninguna í samfélaginu,“
segir Sigurður Guðmundsson sem reyndar
sat í hreppsnefnd undir forsæti Sigurðar Óla
Ólafssonar sem þá var oddviti Selfosshrepps.
Og hann horfir greinilega enn á samfélagið
með auga og sýn hreppsnefndarmannsins og
leggur mat á hvern þátt í ljósi framtíð-
arþróunar.
Sigurður Guðmundsson kom á Selfoss 1947 með aleiguna í kofforti og hóf nám í húsasmíði
Ég vil vakna til vinn-
unnar á hverjum degi
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Sigurður Guðmundsson, húsasmíðameistari á Selfossi, tekur stöðugt til hendinni við húsbygg-
ingar fyrir börnin og barnabörnin á Selfossi og segir það veita sér mikla lífsfyllingu.
Selfoss
FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND Ís-
lands hefur í vetur boðið grunn-
skólum landsins kynningu á frjáls-
um íþróttum undir heitinu fjör í
frjálsum. Kjartan Kárason íþrótta-
kennari hefur farið í þá skóla sem
þegið hafa þetta rausnarlega boð
og leyft krökkum að prófa sig í
ýmsum íþróttum, s.s. stökkum,
hlaupum, köstum og fleiru.
Kjartan segir að þetta sé fyrsti
veturinn sem skólum sé boðið upp á
þessa heimsókn, en faðir Kjartans,
Kári Jónsson hefur verið að kynna
þetta síðustu ár og farið m.a. á
Landsmót unglinga og kynnt þetta
þar.
Fyrir áramót var haldin keppni á
milli skóla þar sem nemendum úr 6.
og 7. bekk var boðið að taka þátt.
Nú á vordögum verður keppni
krakka úr 8. og 9. bekk, und-
ankeppni er hafin og verður loka-
keppnin haldin 3. maí. Að sögn
Kjartans er planið að bæta við
næsta haust og bjóða þá nemendum
úr 4. og 5. bekk að taka þátt í
keppni.
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Guðrún Ósk Friðriksdóttir reynir
að halda jafnvægi á slá.
Fjör í
frjálsum
Hveragerði
VERÐLAUNAAFHENDING í
stærðfræðikeppni grunnskóla á Suð-
urlandi var haldin í sal Grunnskólans
í Þorlákshöfn sl. fimmtudag. Kristín
Hreinsdóttir, forstöðumaður Skóla-
skrifstofu Suðurlands, sem stjórnaði
samkomunni sagði að aldrei hefðu
fleiri keppendur tekið þátt eða 52
nemendur úr 8., 9., og 10. bekk frá 7
grunnskólum á Suðurlandi.
Kristín, fyrir hönd Skólaskrif-
stofu, og Björg Pétursdóttir, sviðs-
stjóri Fjölbrautaskóla Suðurlands,
voru umsjónarmenn keppninnar,
sem fór fram í Fjölbrautaskóla Suð-
urlands 26. febrúar. Kennarar fjöl-
brautaskólans sjá um framkvæmd
keppninnar og fara yfir úrlausnirn-
ar. Þetta er í sjötta skipti sem slík
keppni er haldin á Suðurlandi, upp-
haflega var hún eingöngu fyrir nem-
endur í 9. bekk en keppnin var fljót-
lega færð út í þrjá elstu bekki
grunnskólans. Verkefnin voru fengin
frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði
eins og undanfarin fimm ár og fór
keppnin fram samtímis í sjö fram-
haldsskólum á höfuðborgarsvæðinu
og á Suðurlandi. Eins og undanfarin
ár veittu Límtré, Kjörís og Samverk
sigurvegurum veglega farandbikara.
Auk þess fengu þrír efstu í hverjum
bekk peningaverðlaun frá Lands-
bankanum og gjafir frá Árvirkjan-
um.
Úrslit keppninnar:
8. bekkur: 1. sæti, Arnar Páll
Gunnlaugsson, Barnaskólanum á
Eyrarbakka og Stokkseyri, 2. sæti,
Jón Guðni Gylfason, Grunnskólanum
í Þorlákshöfn, 3.–4. sæti, Bergþóra
Kristín Ingvarsdóttir, Vallaskóla,
Selfossi, og Valdís Hermannsdóttir,
Hvolskóla.
9. bekkur: 1. sæti, Helgi Héðins-
son, Vallaskóla, Selfossi, 2. sæti,
Laufey Ósk Magnúsdóttir, Valla-
skóla, Selfossi, 3. sæti, Inga Berg
Gísladóttir, Laugalandsskóla.
10. bekkur: 1. sæti, Stefanía Ósk
Garðarsdóttir, Vallaskóla, Selfossi,
2. sæti, Guðrún Andrea Friðriks-
dóttir, Vallaskóla, Selfossi, 3. sæti,
Guðrún Nína Óskarsdóttir, Valla-
skóla, Selfossi.
Stærðfræðikeppni grunnskóla á Suðurlandi
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Sigurvegarar í stærðfræðikeppni grunnskóla á Suðurlandi ásamt stjórnendum keppninnar, Kristínu Hreins-
dóttur, forstöðumanni Skólaskrifstofu Suðurlands, og Björgu Pétursdóttur, Fjölbrautaskóla Suðurlands. Fremst á
myndinni eru keppendurnir sem lentu í fyrsta sæti í keppninni í áttunda, níunda og tíunda bekk.
Aldrei hafa fleiri
keppendur tekið þátt
Þorlákshöfn