Morgunblaðið - 15.03.2003, Page 31

Morgunblaðið - 15.03.2003, Page 31
skemmtileg. Fólki kemur á óvart hversu auðvelt er að gera breyt- ingar á lífsháttum, það er ekki tímafrekt og sparar reyndar oft bæði tíma og peninga. Fundirnir verða heldur ekki það aukaálag og pressa sem margir eru smeykir við í upphafi, heldur skemmtir fólk sér konunglega og fær jafnframt stuðning, hvatningu og hugmyndir frá hinum þátttakendunum,“ segir Bryndís. Ísland er eitt 17 landa þar sem verkefnið hefur náð að festa rætur. 244 kíló í tunnuna Árangurinn lætur ekki á sér standa, hvort heldur er fyrir um- hverfið eða pyngjuna, segir Bryn- dís ennfremur. „Nú hafa um 320 heimili vítt og breitt um landið tekið þátt í vist- hópi, eða um 1.000 manns þegar allir fjölskyldumeðlimir eru taldir. Sem stendur eru 18 hópar með um 150 þátttakendum starfandi á land- inu enda hefur verkefnið vaxið ört í vetur.“ Bryndís segir að hver íbúi á höf- uðborgarsvæðinu hafi sett að með- altali 244 kg af úrgangi í tunnuna hjá sér á árinu 2001. „Með því að tileinka sér vistvæna lifnaðarhætti má minnka þetta magn verulega. Þátttakendur í Vistvernd í verki hafa náð mjög góðum árangri því hver þeirra losaði aðeins um 82 kg af úrgangi á árinu.“ Fjallað verður reglulega um Vistvernd í verki á neytendasíð- unni á næstunni. Meðal annars verða birtar upplýsingar fyrir heimili í dálki með góðum ráðum sem hlífa umhverfinu. Fyrsti dálk- urinn birtist hér á síðunni í dag og fjallar um sorp. Sjá einnig heimasíðu Landvernd- ar, www.landvernd.is/vistvernd. Ljósmynd/Margrét Ísaksdóttir Fulltrúar 5–8 heimila mynda visthóp og koma reglulega saman til fræðslu- funda yfir um það bil tveggja mánaða tímabil. NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 31 www.icelandair.is Alltaf ódýrast á Netinu LISTIR ALÞJÓÐADAGUR neytendaréttar er í dag, 15. mars. Segja Neytenda- samtökin lækkun verðs á vörum og þjónustu brýnasta hagsmunamálið hérlendis. „Átta lágmarkskröfur neytenda leggja grunninn að vinnu Neytenda- samtakanna, eins og annarra sam- taka neytenda um allan heim. Grunnkröfurnar eru: Réttur til fullnægjandi grunn- þarfa. Réttur til öryggis. Réttur til upplýsinga. Réttur til að velja. Réttur til áheyrnar. Réttur til bóta. Réttur til fræðslu. Réttur til heilbrigðs umhverfis.“ Í frétt frá Neytendasamtökunum segir enn fremur að helsta hags- munamál íslenskra neytenda um þessar mundir sé að verð á vörum og þjónustu lækki sem mest, til sam- ræmis við það sem tíðkast í öðrum löndum á Evrópska efnahagssvæð- inu. Samtökin telji að skortur á virkri samkeppni, meðal annars á fjár- mála-, trygginga- og matvörumark- aði, standi þessari þróun fyrir þrif- um. Skorað á stjórnmálaflokka „Neytendasamtökin skora á stjórnmálaflokkana sem bjóða sig fram vegna þingkosninganna í vor að gera almenningi skýra grein fyrir því í kosningabaráttunni hvort og þá hvernig þeir hyggist vinna að þessu mikilvæga hagsmunamáli neytenda. Í þessu sambandi minna Neytenda- samtökin á þrjár meginkröfur sem samþykktar voru á fjölmennu þingi samtakanna síðastliðið haust: Evrópskt verð á vörum og þjón- ustu. Fjármálaviðskipti á frjálsan markað. Virka samkeppni á matvörumark- aði.“ Alþjóðadagur neytendaréttar SÝNING á verkum Hlífar Ásgríms- dóttur og Ólafar Oddgeirsdóttur verður opnuð í Hafnarborg kl. 15 í dag. Á sýningunni, sem þær nefna Með lífsmarki eru að hluta til verk sem listakonurnar hafa unnið í sameiningu þar sem þær gera til- raun í verki til að sameina hug- myndir sínar. Hlíf hefur undanfarin ár unnið innsetningar sem taka mið af að- stæðum og sýnir hún teikningar á pappír, ljósmyndir og hversdags- lega hluti í rými. Verkin fjalla um breytingu algengra hluta sem skildir hafa verið eftir á víðavangi. Nánasta umhverfi þar sem harð- gerður gróður fóstrar yfirgefna hluti með því að umvefja þá og setja á þá lífsmark. Helstu viðfangsefnin í verkum Ólafar til þessa eru íslensk menn- ing og náttúra. Málverk unnin út frá gömlum vefnaðar- og útsaums- mynstrum, teikningar með bandi á plexigler, þrívíð verk úr grasi og innsetningar. Hér sýnir Ólöf teikn- ingar á pappír. Verkin túlka vitund um líf þar sem eitt er öðru háð. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11–17 og lýkur 14. apríl. Tilraun í verki Verk eftir Ólöfu Oddgeirsdóttur. SÝNINGIN Hraun-Ís-Skógur verður opnuð í Norræna húsinu kl. 14 í dag, laugardag. Sýning- arrýmið verður opið í dag frá kl. 10–18 þar sem listamaður- inn John Court mun sýna gjörning sinn Between Spaces í tilefni af opnuninni. Verk hans fjallar um að finna rýmið á milli hins innra (persónulega) rýmis og þess ytra. Á sýningunni Hraun-Ís- Skógur má sjá verk barna og unglinga sem tóku þátt í list- menntunarverkefni á Íslandi, Grænlandi og Lapplandi og eru verkin unnin í samvinnu við listamenn og myndmennta- kennara frá hverjum stað. Unnið var með þessi þrjú þemu; íslenskt hraun, finnska skóga og grænlenskan ís. Settir voru upp vinnuhópar og við- fangsefnin voru fjölbreytileg – málverk, höggmyndir, nútíma- dans, ljósmyndun og gjörning- ar. Markmið listmenntunar- verkefnisins, sem stóð yfir í þrjú ár, var að efla vitund nor- rænna barna og unglinga um sérkenni norðurslóða, styrkja menningarvitund þeirra og kynna þeim og efla áhuga þeirra á Norðurlöndum og nor- rænni samvinnu. Jafnframt var hugsunin sú að nýta menning- ararf þessara norrænu land- svæða til að virkja sköpunar- þörf barna og unglinga, starfandi listamanna og mynd- menntakennara á þessum slóð- um. Sýningin stendur til 4. maí. Þrjú lönd – þrjú þemu DIDDA Leaman og Inga Þórey Jó- hannsdóttir opna sýningu í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39 í dag, laug- ardag, kl. 16. Í verkum sínum fjalla þær um samband hugtakanna yfirborð og umhverfi. Rúmdýnur/týpógrafía og borgarskipulag eru hluti innsetn- ingar listamannanna sem vísar til hins líkamlega og andlega; hugrenn- ingatengsla sem kvikna við sjón- ræna upplifun og samspil texta og mynda. Rými gallerísins verður jafn- framt vettvangur huglægs ferðalags þar sem farið er um mismunandi stig vitundar frá svefni til vöku. Eftirfarandi texti listamannanna gefur vísbendingu um slíkt hugar- ástand: „Neðanjarðarlestir hljóma samtímis á ferð sitt í hvora áttina milli Kings Cross og Knights Bridge.“ „Fast in smooth out“ er lýsing á áhrifum sefandi lyfs frá upphafi til enda og myndlíking sem tengja má við alla skynjun þ.e. sjónræna, hug- læga og líkamlega.“ Sýningin stendur til 30. mars. Gallerí Skuggi er opið alla daga nema mánudaga kl. 13-17. Aðgang- ur er ókeypis. Huglægt ferðalag Eitt verka á sýningunni í Skugga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.