Morgunblaðið - 15.03.2003, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
STÖRFUM alþingis er lokið á þessum vetri og við taka
annasamir pólitískir dagar fram að kosningunum 10. maí.
Stjórnmálamenn verða næstu vikur á ferð og flugi til að
sannfæra kjósendur um ágæti eigin starfa og stefnu –
auk þess að leita að snöggum bletti á andstæðingunum.
Í eldhúsdagsumræðunum á alþingi síðastliðið mið-
vikudagskvöld fengu menn nasasjón af því, sem verður,
þegar flokkarnir skerpa línur enn frekar sín á milli til að
kynna kjósendum sem skýrasta kosti. Ólíklegt er að vísu,
að málefni verði efst á dagskrá hjá stærsta stjórnarand-
stöðuflokknum, Samfylkingunni, því að hún ákvað í jan-
úar, að hanna eigin leikreglur og bjóða forsætisráð-
herraefni í stað stefnu.
Ekkert varðandi meginlínur stjórnmálanna og sam-
starf milli flokka kom á óvart í eldhúsdagsumræðunum.
Góðum árangri af samstarfi Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks var hampað af stjórnarsinnum. Andstæð-
ingar stjórnarinnar töldu brýnast að kjósendur höfnuðu
ríkisstjórninni í vor.
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins,
rakti helstu átakamálin undanfarið: Kárahnjúkavirkjun,
álver á Reyðarfirði, Norðlingaölduveitu, stækkun Norð-
uráls, Kyoto-bókunina, einkavæðingu banka og lækkun
tekjuskatts á fyrirtæki. Taldi hann einsýnt, að í öllum
þessum málum hefði ríkisstjórnin markað rétta stefnu og
í samræmi við skoðanir alls þorra Íslendinga, stjórn-
arandstaðan hefði hins vegar tekið rangan pól í hæðina.
Efnahagsstjórnin hefði gert kleift að auka kaupmátt um
meira en 30%, án þess að hér hefði orðið verðbólgubál. Af
málflutningi stjórnarandstæðinga mætti ætla, að ógæfu-
spor hefði verið stigið með því að bæta svo hag fyrirtækja
og almennings.
x x x
Fyrir borgarstjórnarkosningarnar á síðasta ári voru
skattamál eldri borgara nokkuð til umræðu. Kynntu
sjálfstæðismenn stefnu um stórlækkun fasteignaskatta á
eldri borgara og öryrkja. Þegar tillaga um þessa skatta-
lækkun var síðan lögð fram í borgarstjórn síðastliðið
haust, snerust vinstrisinnarnir í R-listanum eindregið
gegn henni. Þeir töldu, að ekki mætti mismuna skatt-
greiðendum á þennan hátt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
þáverandi borgarstjóri, kvað fastast að orði gegn skatta-
lækkuninni.
Lækkun fasteignaskatta á eldri borgara er b
staka úrræði stjórnvalda í skattamálum til að l
staklega undir með þeim. Um og yfir 90% fólks
eldra, býr í eigin húsnæði. Eldri borgurum kem
að ríkisstjórn og alþingi lækkuðu undir forystu
Oddssonar eignarskatta um ríflega helming. S
hafa á valdi sínu að lækka fasteignaskatta.
Þegar lækkun fasteignaskatta var til umræð
arstjórn Reykjavíkur síðastliðið haust, létu tal
eldri borgara, sem gjarnan taka til máls um sk
umbjóðenda sinna fyrir kosningar, ekki mikið
kveða. Nú hafa fulltrúar eldri borgara kvatt sé
fyrir þingkosningar vegna tekjuskattsins og en
málflutningur þeirra í eldhúsdagsumræðunum
fulltrúum flokkanna, Samfylkingar og vinstri/g
sem felldu lækkun fasteignaskattanna í borgar
Reykjavíkur.
Í umræðum um þessi mál nú er aðeins hálf s
ef þeirri staðreynd er ekki haldið á loft, hve bæ
hækkað mikið á undanförnum árum og þar me
mátturinn. Geir H. Haarde fjármálaráðherra h
dæmi um 117% hækkun bóta frá 1990 og 39% a
kaupmáttar. Fjármálaráðherra spyr í Morgun
síðastliðinn fimmtudag: „Hvort er nú mikilvæg
hafa meiri tekjur í vasanum eftir skatta en að b
hvern skatt?“
Í einföldustu mynd snýst málið um þá staðre
hækki laun manna yfir skattleysismörk, þurfa
greiða skatta. Er nú svo komið, að vegna hækk
tekna standi of mörg bök undir hinni samfélag
um með sköttum? Á að fækka bökunum eða læ
ana almennt?
Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, leiðt
stjórnarflokkanna, hafa báðir boðað lækkun te
á komandi árum. Nýta eigi tekjur af auknum u
þjóðfélaginu til að lækka hina almennu tekjusk
x x x
Ræður vinstri/grænna á eldhúsdegi þingsin
merki um áhyggjur þeirra af því að gleymast í
baráttunni. Þeir verði undir í umræðum vegna
forsendna Samfylkingarinnar um kjör á forsæ
herra.
Íslensk stjórnmálasaga geymir frásagnir af
VETTVANGUR
Eldhúsdagur – skattar –
Eftir Björn Bjarnason
EINN af ráðgjöfum forsætisráðherra, Hannes
Hólmsteinn Gissurarson, reyndi að gera Reykjavík-
urlistann tortryggilegan í Silfri Egils á sunnudaginn
og sagði að Jón Ólafsson hefði greitt kosn-
ingaskuldir listans við Stöð 2. Fyrir einu ári sagði
Jón Ólafsson orðrétt í DV: „Það er alltaf verið að
tala um að ég beri Reykjavíkurlistann uppi. Ég hef
ekki lagt krónu til hans. Aldrei krónu í hann.“
Umræða á villigötum
Svona er nú umræðan á villigötum, m.a. af því að
ekki hafa verið sett lög um fjárreiður stjórn-
málaflokka, sem skylda flokkana til að birta op-
inberlega fjárreiður sínar og framlög sem fara yfir
tiltekna fjárhæð.
Sérkennileg voru líka ummæli forsætisráðherra
fyrir tveimur árum, þegar hann spurði úr ræðustól á
Alþingi hvort mönnum þætti það siðlegt að standa
uppi í pontu dag eftir dag og ræða málefni Íslenskr-
ar erfðagreiningar, eins og Samfylkingin hefði gert,
eða eins og forsætisráðherra orðaði það „ráðast á
þetta fyrirtæki, reyna að koma því á kné og gera það
tortyrggilegt á allra handa máta og fara síðan þang-
að og biðja um eina milljón króna í stuðning“. Hvað-
an hefur forsætisráðherra það og hvað var hann að
segja? Að ekki megi gagnrýna fyrirtæki sem veitt
hefur stjórnmálaflokki fjárhagslegan stuðning?
Spyrja má: Væri umræðan á þessu plani ef fjár-
reiður stjórnmálaflokkanna væru gegnsæjar og
opnar og um þær giltu lög um opið bókhald?
Staðreyndin er sú að Ísland er orðið eina landið í
hinum vestræna heimi þar sem ekki eru lög um fjár-
reiður stjórnmálaflokka. Þannig sitja stjórn-
málaflokkarnir einir eftir, eins og nátttröll, í þeirri
þróun sem orðið hefur í löggjöf og siðareglum sem
miðast að því að hafa stjórnsýsluna opna og gegn-
sæja.
Athyglinni eingöngu
beint að mútum
Þetta var m.a. gagnrýnt í skýrslu sem kom út fyr-
ir um ári frá ríkjahópi Evrópuráðsins sem fjallaði
um spillingu. Þar kemur fram að það sé áhyggjuefni
að ekki skuli vera til neinar reglur um fjárreiður
stjórnmálaflokka á Íslandi.
Athyglisvert er einnig að fram kemur í skýrslunni
að íslensk stjórnvöld líti fremur þröngt á spillingu
þannig að athyglinni sé eingöngu beint að mútum.
Kaup á völdum og fjársvik séu þar ekki nægjanlega
höfð í huga. Nauðsynlegt er að líta á þetta í sam-
hengi við þá skoðun ríkjahópsins að spilling á Íslandi
sé með því minnsta sem þekkist í Evrópu. Ríkjahóp-
urinn bendir jafnframt á að smæð samfélagsins geti
valdið því að hagsmunaárekstrar komi upp.
Því er beint til stjórnvalda að mótuð verði stefna
gegn spillingu og þær stofnanir efldar sem taka á
slíku. Einnig vill hópurinn að tryggt verði í lögum að
upplýsingar um spillingarmál sem opinberir starfs-
menn fái í starfi rati til stjórnvalda.
Hertar reglur erlendis
Í þeim löndum sem við berum okkur saman við er
sífellt verið að herða reglur um fjárstuðning við
stjórnmálamenn og m.a. banna þeim að þiggja stór
framlög í kosningasjóði frá einstaklingi eða fyr-
irtæki. Þannig var það megintilgangur full-
trúadeildar Bandaríkjaþings á síðasta ári að draga
úr áhrifum peningamanna á kosningar en fram kom
í fréttum að ýmsir telja að fjárframlög til flokka hafi
margvísleg áhrif á stefnu og ákvarðanir.
Erlendis er víða í gildi ákvæði í lögum um að upp-
lýsa skuli um nöfn gefenda ef framlög eru yfir tiltek-
inni fjárhæð. Í Bretlandi var á sl. ári boðað að stór-
auka ætti framlög ríkisins til stjórnmálaflokka.
Rökstuðningurinn fyrir því var sá að þá yrðu flokk-
arnir óháðari frjálsum framlögum einstaklinga og
fyrirtækja.
Nýlega kom fram að forsætisráðherra Kanada
hefði lagt til að stjórnmálaflokkar mættu ekki leng-
ur taka við fjárframlögum frá fyrirtækjum og tak-
marka yrði fjárframlög frá einstaklingum. Forsætis-
ráðherrann sagðist með þessu vera að eyða þeirri
hugmynd að fyrirtæki gæti keypt sér stuðning
stjórnvalda.
Fá 240 milljónir af almannafé
Stjórnmálaflokkarnir fá á þessu ári 240 milljónir
af almannafé. Auk þess veitir ríkissjóður fyr-
irtækjum sem styrkja stórnmálaflokkana frádrátt
frá skatti, sem leiðir til minni tekna hjá ríkissjóði.
Stuðningur almennings við stjórnmálaflokkana er
því enn meiri en 240 milljónir á ári. Samt þurfa
flokkarnir ekki að standa almenningi skil á því
hvernig þeir ráðstafa þessu fjármagni eða birta árs-
reikninga sína opinberlega.
Stjórnmálaflokkarnir komust að samkomulagi á
Alþingi fyrir tíu árum. Heimilt skyldi að draga fram-
lög fyrirtækja til stjórnmálaflokka frá tekjum upp
að tilteknu marki. Á móti átti að skipa nefnd til að
Stjórnmálaflokkarnir eins
Eftir Jóhönnu
Sigurðardóttur
„Ríkjahópur Evrópur
fjallar um spillingu te
áhyggjuefni að ekki
neinar reglur um fjár
málaflokka á Íslandi
GENGI OG MARKAÐUR
Forystumenn í íslensku atvinnulífihafa að undanförnu gagnrýntSeðlabankann harðlega fyrir þá
stefnu er hann fylgir í peningamálum og
hefur það markmið að halda verðbólgu
innan ákveðinna marka.
Á aðalfundi Eimskipafélags Íslands á
fimmtudag sagði Benedikt Sveinsson,
fráfarandi stjórnarformaður, m.a.: „Fyr-
irtæki voru að kljást við verðbólgu á átt-
unda og níunda áratugnum og áttu erfitt
með að gera áætlanir og skipuleggja
rekstur sinn. Nú hafa sveiflur í gengi tek-
ið við sem mikill óvissuþáttur í rekstr-
inum. Það er spurning hvort efnahags-
málin og markmið Seðlabanka Íslands
geti eingöngu haft það sem höfuðvið-
fangsefni að halda niðri verðbólgunni
hvað sem það kostar. Það er mjög alvar-
legt til lengri tíma litið ef grafið er undan
rekstrargrundvelli útflutningsgreina. Ef
samkeppnisstaðan veikist varanlega get-
ur verið erfitt að ná aftur fyrri stöðu. Það
þarf því að tryggja það að hátt gengi ís-
lensku krónunnar valdi ekki varanlegum
skaða á útflutningsfyrirtækjum og ferða-
þjónustufyrirtækjum okkar.“
Á fundi Samtaka atvinnulífsins í síð-
asta mánuði vék Hannes G. Sigurðsson,
aðstoðarframkvæmdastjóri SA, að sama
máli. Hann sagði atvinnulífið kalla eftir
því að Seðlabankinn „endurskoði jákvæða
afstöðu sína til hins of háa gengis krón-
unnar sem myndast hefur á markaðnum“.
Fleiri fulltrúar íslensks atvinnulífs
hafa látið svipuð sjónarmið í ljós í opin-
berri umræðu að undanförnu. Það blasir
við að hið háa raungengi krónunnar veld-
ur íslenskum útflutningsgreinum búsifj-
um. Þá eru miklar sveiflur á gengi mikill
óvissuþáttur í rekstri fyrirtækja líkt og
fráfarandi stjórnarformaður Eimskipa-
félagsins bendir réttilega á.
Hins vegar er vafamál hvort rétt sé að
beina spjótum að Seðlabanka Íslands í
þessu sambandi. Í kjölfar þess að ný lög
voru sett um Seðlabankann árið 2001
setti bankinn sér ákveðin verðbólgu-
markmið og tekin var ákvörðun um að
gengi krónunnar myndi fljóta. Það ræðst
nú á frjálsum markaði en er ekki stýrt
með handafli. Varla vilja fulltrúar at-
vinnulífsins hverfa aftur til þess tíma
þegar gengi krónunnar var handstýrt af
stjórnmálamönnum? Reynslan af þeirri
stýringu var ekki góð. Þá er það vænt-
anlega ekki skoðun forystumanna í at-
vinnulífinu að slá eigi slöku við í barátt-
unni við verðbólguna? Að pólítík eigi að
ráða ferðinni við stjórn efnahagsmála en
ekki markaðsaðstæður? Að höft verði sett
á gjaldeyriskaup á nýjan leik í stað þess
frelsis sem nú ríkir?
Menn mega ekki gleyma að þegar
reynt er að halda gengi innan ákveðins
ramma getur það haft þveröfug áhrif.
Þegar gengi íslensku krónunnar lækkaði
hvað mest vorið 2001 var það ekki síst
vegna þess að margir töldu sig eygja
tækifæri á að hagnast á vaxtamuninum
milli Íslands og Evrópu og njóta jafn-
framt þeirrar gengistryggingar sem fólst
í vikmörkum gengis krónunnar
Gengi krónunnar ræðst nú á frjálsum
markaði. Hækkun og lækkun gengis
ræðst af ákvörðunum sem teknar eru á
markaði. Þar hafa ákvarðanir Seðlabanka
í vaxtamálum takmörkuð áhrif samanbor-
ið við þær ákvarðanir sem teknar eru af
atvinnulífi, einstaklingum og ríkisstjórn.
Sú hækkun sem orðið hefur á gengi krón-
unnar er fyrst og fremst vegna væntinga
um innstreymi erlends fjármagns vegna
þeirra gífurlegu framkvæmda sem nú eru
að hefjast í virkjunar- og stóriðjumálum.
Til margs konar aðgerða er hægt að grípa
til að stemma stigu við hækkun krónunn-
ar. Með því að nýta hið hátt skráða gengi
til að greiða niður skuldir í erlendum
gjaldmiðlum má til dæmis hafa áhrif á
þróun gengis. Ef hið háa gengi leiðir til
aukins innflutnings einstaklinga, fyrir-
tækja og hins opinbera á innfluttum varn-
ingi leiðir það sömuleiðis til útstreymis
gjaldeyris og þar með gengislækkunar.
Þannig mun að lokum nást jafnvægi sem
er í samræmi við veruleikann í efnahags-
lífinu.
BÁG KJÖR BÆNDA
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-herra og Sigríður Jóhannesdóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar, tókust á
í utandagskrárumræðum á þingi á
fimmtudag. Tilefni umræðnanna voru
útreikningar sem birtust í Vísbendingu
um bág kjör bænda. Þar kemur fram að
árið 2001 var meðalhagnaður af rekstri
sauðfjárbúa fyrir laun eigenda 825.000
krónur, sem jafngildir því að launin séu
að jafnaði 68.250 kr. á mánuði. Einnig að
samsvarandi laun fyrir rekstur meðal-
kúabús jafngildi 165.750 kr. á mánuði og
sé litið til blandaðra búa sé meðalafkom-
an 96.617 krónur.
Þetta eru ískyggilegar tölur. Enda
hefur legið ljóst fyrir um langt skeið að
stækkun búa er nauðsynleg, þá fyrst og
fremst í sauðfjárrækt, þar sem meðalbú
með rúmlega 300 kindur getur ekki
staðið undir mannsæmandi tekjum.
Mikið offramboð er á kjöti á markaðnum
og allt kjöt selt undir kostnaðarverði.
Það gefur augaleið að slíkt getur aldrei
gengið til lengdar. Markaðurinn hlýtur
að leita jafnvægis. En það á eftir að taka
tíma og verður eflaust sársaukafullt.
Undanfarin ár hefur búum fækkað
mikið í mjólkurframleiðslu. Það hefur
skilað hagræðingu og má búast við að
þróunin verði áfram í sömu átt. Það
sama á ekki við um sauðfjárrækt, því
þar hefur fækkun búa ekki skilað nauð-
synlegri hagræðingu. Það sem heldur
aftur af því er fyrst og fremst að mark-
aðurinn fyrir lambakjöt er að dragast
saman og því er minni og minni eftir-
spurn eftir afurðunum. Eins og almennt
tíðkast í samdrætti halda sauðfjárbænd-
ur að sér höndum og ráðast fáir í stækk-
un.
Það sem gerir það að verkum að erf-
iðara er að bregðast við samdrætti í
sauðfjárrækt en í mörgum öðrum grein-
um er langur framleiðsluferill. Því ber-
ast skilaboðin frá markaðnum seint til
framleiðenda, erfitt er fyrir bændur að
mæta þeim og getur það leitt til þess að
þeir þráist of lengi við.
En það dregur ekki upp rétta mynd af
ástandinu að mála hana aðeins svörtum
litum. Þannig er mikill meirihluti sauð-
fjárbúa einnig með tekjur af öðru, oftast
hefur annað hjóna aðra atvinnu. Bættar
samgöngur gera það að verkum að sí-
fellt auðveldara verður fyrir fólk í sveit-
um að sækja vinnu í þéttbýli. Þá er
ferðaþjónusta snar þáttur í tekjum
bænda og einnig ýmsar aðrar aukabú-
greinar, s.s. skógrækt, hestamennska
og þjónusta við sumarbústaðaeigendur.
Vert er að nefna að sveitakonur hafa
tekið höndum saman með stofnun sam-
takanna Lifandi landbúnaður og stefna
að því að taka upp persónulegri tengsl
við neytendur og efla ferðaþjónustuna.
Brýnasta verkefnið sem liggur fyrir í
landbúnaðinum er þó frekari stækkun
búa og ekki verður skorast undan því.
Með því er ekki hægt að ganga út frá því
sem vísu að fækkunin verði mikil í sveit-
um, því að það færist í vöxt að fólk kjósi
að búa í sveitum, þótt það sæki vinnu í
þéttbýli.