Morgunblaðið - 15.03.2003, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 15.03.2003, Qupperneq 43
þegar báturinn sem hann var á, var kominn fram fjörðinn varð hann full- frískur en gat þó ekki látið sjá sig ut- andyra. Þessi bátur týndist með allri áhöfn. Það er kannski ekkert skrítið að svona menn verða langlífir. Hannes afi var rólynda maður og mjög barngóður, börn hændust að honum og hann þurfti ekkert að elta þau til að klappa þeim eða knúsa, þau komu til hans. Það er skrýtið að hugsa um afa ein- an og sér, því alltaf kemur upp í hug- ann Silla amma og Hannes afi. Þetta órjúfanlega par sem eru sameinuð aftur eftir 8 ára aðskilnað, ég er viss um að amma og Inga frænka eru bún- ar að halda veislu þarna uppi og hafa tekið vel á móti afa. Það hafa verið fagnarðarfundir og afi farinn að kíkja í kringum sig og athuga hvernig kerf- ið virkar þarna í himnaríki. Það er hlýtt til þess að vita að afi þurfi ekki að kveljast lengur, nú er hann kominn upp til Guðs og ég er viss um að Lykla-Pétur hefur haft Gullna hliðið galopið fyrir afa því hann á svo sann- arlega skilið sæluvist í Himnaríki. Þegar ég kom til afa eftir að amma dó, inn á Hrafnistu, var oft gaman að tala við afa um gamla tímann, það mundi hann alltaf svo vel, þó það hafi ekki verið besti tíminn í hans lífi. T.d. sagði hann mér oft frá frostavetrin- um mikla 1918. Þá var stundum ekki farið framúr vegna kulda nema þá helst til að gefa skepnunum vatn. Þá þurfti að brjóta klakann af læknum og bera vatnið inní hús og ef að vatn skvettist á skálmarnar á buxunum þá kom það fyrir að þær brotnuðu af því svo mikið var frostið. Ísafjarðardjúpið var allt ísilagt og ekkert hægt að róa. Svona er hægt að halda áfram endalaust, því afi var uppspretta fróð- leiks, eða eins og karlinn sagði, „það er sitthvað leikur eða fróðleikur“. Afi minn, góði hirðirinn, afi minn, sjómaðurinn, afi minn, smiðurinn, afi minn, fræðarinn, og afi minn, vinur minn. Ég og fjölskylda mín, Hanna, Arnbjörg Elsa, Jóhann Ingimar og Róbert Andri langalangafastrákur þökkum afa fyrir allt og að lokum minnumst við þess, sem afi kenndi okkur, að horfa á ljósu punktana í til- verunni og sjá það góða í öllu. Hannes Lárus Jóhannsson. Elsku afi Hannes. Ég veit að þér líður miklu betur núna þegar þú ert kominn til ömmu Sillu. Ég veit að þú varst orðinn þreyttur og ferðin yfir móðuna miklu var langþráður draum- ur hjá þér enda varstu orðinn 97 ára gamall. En samt varstu alltaf jafn kátur og hress. Ég kom til þín daginn áður en þú dóst og ég man að Siggi sonur þinn spurði þig hvernig þér liði og þú sagð- ir að þú værir góður. Svona varstu alltaf kátur, skemmtilegur og góður. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Ég elska þig. Þín Sædís Bára Hallgrímsdóttir. Sárt við söknum þín. Þú varst alveg einstakur, með þitt rólega fas og skiptir ekki skapi. Alltaf var gott að koma til ykkar ömmu, vel tekið á móti okkur og allir velkomnir. Ég vil þakka þér, elsku afi minn, fyrir allt sem þú gafst mér, alla þá hlýju, hjálpsemi og manngæsku sem í þér bjó. Ég mun varðveita það í hjarta mínu allt mitt líf. Guð blessi minningu þína. Sigrún.  Fleiri minningargreinar um Hannes Lárus Guðjónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 43 Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖNNU S. BJARNADÓTTUR, Hlíf 1, Ísafirði. Óskar Kárason, Ásdís M. Hansdóttir, Erla Þorbjörnsdóttir, Sævar Gestsson, Ragna Arnaldsdóttir og barnabörn. Ástkær faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR SVEINSSON, Njarðvíkurbraut 16, Innri Njarðvík, lést á dvalarheimilinu Hlévangi fimmtudaginn 6. mars sl. Útförin fer fram frá Innri Njarðvíkurkirkju mánudaginn 17. mars nk. kl. 14.00. Vigfús Heiðar Guðmundsson, Svanhildur Stella Júnírós Guðmundsd., Óskar Ásgeirsson, Dagný Austan Vernharðsdóttir, Herbert Kristjánsson, Karl Vernharðsson, Vígsteinn Vernharðsson, Jóna Þórunn Vernharðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, UNNAR ÞÓRARINSDÓTTUR frá Miðbæ í Haukadal, Dýrafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Tjarnar. Katrín J. Gunnarsdóttir, Guðrún Ó. Gunnarsdóttir, Una H. Gunnarsdóttir, Ingibjörg Ó. Gunnarsdóttir, G. Kristján Gunnarsson, Erla Ebba Gunnarsdóttir, Jónína S. Gunnarsdóttir, Einar G. Gunnarsson, Guðbjörg Ó. Gunnarsdóttir, Sigurður Þ. Gunnarsson, Höskuldur B. Gunnarsson, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR BENEDIKTSDÓTTUR, Norðurbrún 1, Reykjavík. Haukur Brynjólfsson, Jóhanna Bertelsdóttir, Benedikt Brynjólfsson, Sigurður Andrésson, Unnar Andrésson, ömmubörn og langömmubörn. Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eigin- konu, móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, MARGRÉTAR ELÍNAR ÓLAFSDÓTTUR, Túngötu 51, Eyrarbakka. Serstakar þakkir sendum við starfsfólki gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut. Ragnar Böðvarsson og fjölskylda. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför KRISTÍNAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunar- heimilinu Eir, 3. hæð S. Málfríður K. Björnsdóttir, Guðmundur A. Þórðarson, Margrét Björnsdóttir og fjölskyldur. Þökkum innilega öllum vinum og ættingjum stuðning og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda- föður, tengdasonar og afa, INGIMUNDAR ERLENDSSONAR, Suðurhólum 6, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Ester Þorsteinsdóttir og fjölskylda. Elskulegur eiginmaður minn, ÓLAFUR MARS ÁMUNDASON, Melavegi 14, Hvammstanga, verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju þriðjudaginn 18. mars kl. 13.30. Guðrún Benediktsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát ástkærrar eiginkonu minnar, móður, ömmu og langömmu, REBEKKU SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR hjúkrunarkonu. Jóhannes Kr. Magnússon, Hjördís Guðbjörnsdóttir, Rebekka Sigurðardóttir, Stefán Jónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Brynhildur Guðjónsdóttir og barnabarnabörn. Okkar ástkæra, MARGRÉT ÞORBJÖRG THORS, Eiðistorgi 15, Seltjarnarnesi, sem andaðist á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 5. mars, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 18. mars kl. 13.30. Páll Þormóðsson, Anna F. Jónsson, Paul Masselter, Margrét Þ. Þorsteinsdóttir, Aðalgeir Arason, Ólafur Tr. Þorsteinsson, Auður Sigr. Kristinsdóttir, Ingibjörg Thors, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir minn, HELGI MÁR KRISTJÁNSSON, Bræðraborgarstíg 32, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 1. mars. Bálför hefur farið fram að ósk hins látna. Guðbrandur Kristjánsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.