Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 44
MESSUR Á MORGUN 44 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁSKIRKJA: Kirkjudagur Safnaðarfélags Ásprestakalls. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 14:00. Ingólfur Helgason syngur einsöng. Richard Gilles leikur á trompet. Kór Áskirkju syngur. Org- anisti Kári Þormar. Kaffisala Safn- aðarfélagsins eftir messu. Kirkjubíllinn ek- ur. Kór Áskirkju heldur tónleika mánudaginn 17. mars kl. 20. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11.00. Hljómsveit ungmenna undir stjórn Guð- mundar Sigurðssonar. Foreldrar hvött til þátttöku með börnum sínum. Guðsþjón- usta kl. 14:00. Félagar úr Kór Bústaða- kirkju leiða safnaðarsöng undir stjórn Guð- mundar Sigurðssonar, organista. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn Friðriksson. Guðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Jón A Bald- vinsson sendiráðsprestur í London prédik- ar. www.domkirkjan.is GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11:00. Messa kl. 11:00. Altarisganga. Kirkjukór Grensáskirkju leiðir söng. Organisti Árni Ar- inbjarnarson. Prestur sr. Ólafur Jóhanns- son. Kvöldmessa kl. 20:00. Einfalt form, gleði og hlýja. Sr. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðs- þjónusta kl. 14:00. Prestur sr. Tómas Guð- mundsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Einsöngur Bryndís Jónsdóttir. Félag fyrrver- andi sóknarpresta. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorgunn kl. 10:00. Trúarskáldið Hannes Pétursson: Þórður Helgason, dósent. Messa og barnastarf kl. 11:00. Sr. Sigurður Pálsson prédikar. Umsjón barnastarfs Magnea Sverrisdóttir. Hópur úr Mótettukór Hall- grímskirkju syngur undir stjórn Harðar Ás- kelssonar, organista. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðrún Helga Harðardóttir og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14:00. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Hringbraut: Guðsþjónusta kl. 10:30. Sr. Ingileif Malmberg. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Kór Kórskólans og Graduale futuri syngja. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Barnastarfið verður í kirkjunni. Hressing eftir stundina. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11:00. Kór Laugarneskirkju syngur við undirleik Bjarna Jónatanssonar. Sunnudagaskólinn er í umsjá Hildar Eirar, Heimis og Þorvaldar. Sr. Bjarni Karlsson þjónar ásamt Sigurbirni Þorkelssyni með- hjálpara. Í messukaffinu er Kvenfélagið með kökusölu til styrktar orgelsjóði kirkj- unnar. Við messuna syngur hinn nýstofn- aði barnakór Laugarness undir stjórn Sig- ríðar Ásu Sigurðardóttur. Aðalsafnaðarfundur kl. 12:30–14:00. Allt fólk hvatt til að mæta á vel skipulagðan og skilvirkan fund þar sem gefið er glöggt yf- irlit yfir allt starf Laugarneskirkju. (Sjá síðu 650 í Textavarpi) NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kór Nes- kirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Litli kórinn-kór aldraðra syngur undir stjórn Ingu J. Backman. Organisti Reynir Jónasson. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Sunnu- dagaskólinn og 8–9 ára starf á sama tíma. Eftir messu verður Alfa II kl. 12:30–13:30. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11:00, altarisganga. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, flytur hugvekju. Prestur Sigurður Grétar Helgason. Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngur, organleikari Viera Manasek. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Kirkju- kaffi í safnaðarheimili kirkjunnar í boði sóknarnefndar eftir messu. Verið öll hjart- anlega velkomin. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Þessa helgi er kór og prestur Fríkirkjunnar í heimsókn á Sauðárkróki. Kórinn heldur tónleika á Sauðarkróki kl.17:00 laugardag. Barna- messa klukkan 11:00. Flutt verður leikritið Palli var einn í heiminum. Allir velkomnir aðgangur ókeypis. Safnaðarstarf Fríkirkj- unnar í Reykjavík. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.11.00. Sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Kór Árbæjarkirkju leiðir sönginn undir stjórn Krisztínu Kalló Szklenár org- anista. Sunnudagaskóli í safnaðarheim- ilinu á sama tíma. Kaffi djús og kex í boði í Guðspjall dagsins: Kanverska konan. (Matt. 15). Morgunblaðið/Brynjar Gauti Kirkjan á Búðum á Snæfellsnesi. SUNNUDAGINN 16. mars kl. 14. mun sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, sendiráðsprestur í London, messa í Dómkirkjunni. Messan er að frum- kvæði heimfluttra sóknarbarna hans, og er hún hugsuð sem kær- komið tækifæri til endurfunda. Gamlir félagar úr Íslenska kórnum í London munu leiða sönginn. Org- anisti verður Dagný Björgvinsdóttir og aðrir hljóðfæraleikarar, Sig- urður Halldórsson og Sigurður Þor- bergsson. Tvísöng syngja Ólafur Kjartan Sigurðarson og Hulda Björk Garðarsdóttir. Að messu lokinni verður kirkju- kaffi í Apótekinu. Þar mun und- irbúningsnefndin viðra hugmyndir um árlegt samkomuhald þessa hóps. Allir velkomnir. Leikbrúðuland í Grafarvogskirkju LEIKBRÚÐULAND verður í fjöl- skylduguðsþjónustu Grafarvogs- kirkju sunnudaginn 16. mars kl. 11. Sýningin heitir: „Fjöðrin sem varð að fimm hænum“ og er unnið upp úr ævintýri eftir H.C. Andersen og „Ævintýrið um Stein Bollason“. Kirkjudagur Safnaðarfélags Ásprestakalls ÁRLEGUR kirkjudagur Safn- aðarfélags Ásprestakalls er á sunnudaginn kemur, 16. mars. Um morguninn verður barnaguðsþjón- usta í Áskirkju kl. 11 og síðan guðs- þjónusta kl. 14. Ingólfur Helgason syngur einsöng, Richard Gillis leik- ur á trompet, sóknarprestur prédik- ar og Kirkjukór Áskirkju syngur undir stjórn Kára Þormar org- anista. Eftir guðsþjónustuna og fram eft- ir degi verður kaffisala í Safn- aðarheimili Áskirkju. Allur ágóði af kaffisölu Kirkjudagsins, sem lengi hafur verið einn helsti fjáröfl- unardagur Safnaðarfélagsins, renn- ur til barna- og unglingastarfs Ás- kirkju. Kostnað við þann mikilvæga þátt safnaðarstarfsins hefur Safn- aðarfélagið lengi borið að mestu leyti auk þess að hlúa að starfi með- al aldraðra með ýmsum hætti. Enn- fremur hefur félagið lagt mikið af mörkum til kirkjubyggingarinnar og búnaðar hússins. Eins og jafnan á kirkjudaginn verða glæsilegar veitingar á boð- stólum í safnaðarheimilinu og vona ég að sem flest sóknarbörn og vel- unnarar Áskirkju leggi leið sína til hennar á sunnudaginn og njóti þar góðrar stundar og styðji jafnframt starf Safnaðarfélagsins. Bifreið mun flytja íbúa dval- arheimila og annarra stærstu bygg- inga í sókninni til og frá kirkju. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Framkvæmdastjóri Rauða krossins talar í Seltjarnarneskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 16. mars, flytur Sigrún Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri Rauða kross Íslands, hugvekju í messu í Seltjarnar- neskirkju, sem hefst kl. 11:00. Sig- rún mun m.a. fjalla um starf Rauða krossins á ófriðartímum. Þá ræðir hún um undirbúning vegna hugs- anlegra átaka í Írak, hvað Rauði krossinn mun leggja þar af mörkum og hvað hann hefur verið að gera þar undanfarin ár. Þá mun Sigrún einnig fjalla um starf RKÍ hér heima og hvað kirkjan og Rauði krossinn eiga sameig- inlegt. Sigrún, sem er Eskfirðingur að ætt og uppruna, hefur verið fram- kvæmdastjóri RKÍ í nokkur ár og hefur getið sér gott orð fyrir starf sitt á vettvangi mannúðarmála og hjálparstarfs, jafnt erlendis sem og hér á landi. Kirkjukaffi. Prestur verður séra Sigurður Grétar Helgason, Kammerkór Sel- tjarnarneskirkju syngur og org- anleikari er Viera Manásek. Ásdís Halla les Passíusálma í Fella- og Hólakirkju SUNNUDAGINN 16. mars nk. er guðsþjónusta í Fella- og Hólakirkju kl. 11:00. Sr. Svavar Stefánsson og Lilja G. Hallgrímsdóttir, djákni þjóna. Fé- lagar úr Gideon kynna starf félags- ins og lesa ritningarlestrana. Lenka Mátéová organisti kirkjunnar leikur á orgelið og stjórnar kór Fella- og Hólakirkju. Á sama tíma er sunnu- dagaskóli í safnaðarheimilinu í um- sjón Elfu Sifjar Jónsdóttur. Eftir guðsþjónustu og sunnudagaskóla gefst kirkjugestum kostur á að hlýða á upplestur Passíusálma á föstunni. Að þessu sinni er það Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, sem les Passíusálm að eig- in vali. Eftir lesturinn gefst viðstöddum kostur á að snæða saman léttan há- degisverð og eiga gott samfélag. Þeir sem vilja greiða fyrir súpuna geta lagt frjáls framlög í bauk og verður ágóðanum varið til Hjálp- arstarfs kirkjunnar – innanlands- aðstoðar. Sóknarnefndir Fella- og Hólabrekkusókna. Réttlátt stríð? UM fátt hefur verið meira fjallað að undanförnu í fjölmiðlum en þá styrj- öld sem nú virðist yfirvofandi í Írak. Þjóðir heims skiftast í fylkingar varðandi spurninguna um réttmæti stríðsins og allar kirkjudeildir hafa lýst sig andvígar styrjaldarátök- unum sem í vændum eru. Í guðs- þjónustunni næstkomandi sunnudag í Hafnarfjarðarkirkju verður leitað svara við því hvað felst í hugtakinu „réttlátu stríði“ og hvort það stríð sem að öllum líkindum verður senn háð Írak getur kallast réttlátt. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson en Antonia Hevesi leikur á orgelið og leiðir söng ásamt kór kirkjunnar. Kvöldmessa í Grensáskirkju ANNAÐ kvöld, sunnud. 16. mars, verður kvöldmessa í Grensáskirkju og hefst hún kl. 20:00. Við þessa kvöldmessu aðstoða einstaklingar sem tekið hafa þátt í Alfa-námskeiði í Grensáskirkju nú í vetur. Að vanda er kvöldmessan með einföldu sniði með áherslu á hlýlegt yfirbragð og aðlaðandi andrúmsloft. Kirkjukórinn leiðir léttan söng við píanóundirleik organistans, Árna Arinbjarnarsonar. Bænastundin er á sínum stað og hægt að ganga til altaris. Messan tekur tæpan klukkutíma og að henni lokinni er kaffi og djús á boðstólum í safnaðarheimilinu.“ Sunnudagur í Seljakirkju SUNNUDAGURINN 16. mars er 2 sunnudagur í föstu. Daginn hefjum við á barnaguðsþjónustu kl. 11, þar fer fram líflegur söngur, fræðandi sögur og hressar brúður koma í heimsókn. Almenn guðsþjónusta hefst kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Gerður Bolladóttir syngur einsöng og kór Seljakirkju leiðir söng undir stjórn Gróu Hreinsdóttur. Kvöldguðsþjónusta verður kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Þorvaldur Halldórsson leiðir söng- inn. Við kvöldguðsþjónustu gefst fólki kostur að koma til altaris og þiggja þar gjöf Guðs í heilögu sakra- menti.Verið velkomin í Seljakirkju. Kvennakirkjan í Laugarneskirkju KVENNAKIRKJAN heldur guð- þjónustu í Laugarneskirkju sunnu- daginn 16. mars kl. 20.30. Yfirskrift- in er: Þær sem kunna að vera glaðværar eru alltaf í veislu. Svan- hildur Blöndal guðfræðingur pré- dikar. Sönghópurinn Fjórar klass- ískar syngja nokkur lög. Kór Kvennakirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Aðalheiðar Þorsteins- dóttur. Á eftir verður kaffi í safn- aðarheimilinu. Mánudaginn 17. mars kl. 17.30 hefst námskeið í Kvennagarði, Laugavegi 59, 4. hæð. Það nefnist Segjum, syngjum og dönsum. Við- fangsefnið er að kenna konum að taka til máls og standa óhræddar fyrir máli sínu. Einnig verða dans- aðir hópdansar, talað saman, slakað á, beðið saman og sungið. Stjórnendur verða Guðný Guð- mundsdóttir, Margrét Há- konardóttir, Þóra Björnsdóttir og Auður Eir Vilhjálmsdóttir með öll- um sem taka þátt. Leiksýning í Fríkirkjunni í Reykjavík LEIKSÝNINGIN Palli var einn í heiminum næstkomandi sunnudag klukkan 11. Einn liður í safnaðarstarfi Frí- kirkjunnar í Reykjavík eru barna- messur sem haldnar eru annan hvern sunnudag klukkan 11:00 í kirkjunni okkar við tjörnina. Næstkomandi sunnudag 16. mars klukkan 11:00 mun hópurinn vera hjá okkur í Fríkirkjunni í Reykjavík. Barnaleikritið sem nú verður flutt er leikrit sem heitir: „Palli var einn í heiminum.“ Munið leiksýningu í Fríkirkjunni klukkan 11:00 næstkomandi sunnu- dag 16. mars. Aðgangur er ókeypis. Sjáumst hress. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík, sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, Hreiðar Örn Zoega Stefánsson. Trúarskáldið Hannes Pétursson Á FRÆÐSLUMORGNI í Hall- grímskirkju næstkomandi sunnudag kl. 10.00 mun Þórður Helgason dósent flytja erindi um trúarskáldið Hannes Pétursson. Hann mun rekja þróun trúarskálds- ins eins og hún kemur honum fyrir sjónir, frá efa til vissu og tengja trú- arupplifunina myndum þeim og táknum sem skáldið beitir til að koma á framfæri því sem því liggur á hjarta. Tækifæri gefst til fyr- irspurna og umræðna áður en geng- ið er til guðsþjónustu sem hefst kl. 11.00 og er í umsjá séra Sigurðar Pálssonar. Vísitasía prófasts í Hjallakirkju SUNNUDAGINN 16. mars nk. mun prófastur Reykjavíkurprófasts- dæmis eystra, sr. Gísli Jónasson, heimsækja Hjallasöfnuð. Prófastur prédikar í guðsþjónustunni kl. 11 og þjónar fyrir altari ásamt prestum safnaðarins. Að guðsþjónustu lok- inni mun prófastur hitta starfsfólk kirkjunnar og söfnuðinn í safn- aðarsal kirkjunnar þar sem hin ýmsu málefni safnaðarins verða tek- in til umræðu. Boðið verður upp á kaffiveit- ingar. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Taizé – í Lágafellskirkju TAIZÉ – guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju nk. sunnudag kl. 20.30 Þetta er síðari kvöldguðsþjón- ustan á þessu vori en mjög góð þátt- taka hefur verið í þessum guðsþjón- ustum í vetur. Á sunnudaginn mun hinn vinsæli söngvari Páll Rósinkrans syngja einsöng. Prestur verður sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir héraðsprestur. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir sönginn og organisti safnaðarins Jónas Þórir og Gunnar Hrafnsson sjá um hljóðfæraleik. Hjónastarfið í Digraneskirkju VIÐ í hjónastarfi Digraneskirkju er- um alltaf að bæta tilhugalífið og er nú komið að næsta fyrirlestri sem verður sunnudagskvöldið 16. mars kl. 20:30. Gestur okkar að þessu sinni verð- ur Berglind Magnúsdóttir sálfræð- ingur. Efni kvöldsins er: Hlutverkin sem við gleymdum að gera ráð fyrir. Þar mun hún fjalla um hin margvíslegu hlutverk okkar á lífsleiðinni. Hér er á ferð áhugavert efni sem ætti að höfða til margra. Fyrirlesturinn verður í nýju kap- ellunni á neðri hæð Digraneskirkju. Eins og vanalega verður boðið upp á stutta kyrrðarstund uppi í kirkjunni á eftir fyrirlestri fyrir þá sem vilja og geta. Dagskránni lýkur milli kl. 22– 22:30. Lundúnamessa í Dómkirkjunni Kirkjustarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.