Morgunblaðið - 15.03.2003, Síða 49

Morgunblaðið - 15.03.2003, Síða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 49 SÆLL aftur, nafni í „neðra“. Enn og aftur hefur þér tekist það. Að sýna hvers vegna þögn okkar hér á Austurlandi sem viljum verja land okkar gegn mestu náttúruspjöllum af manna völdum í sögu Íslands er svona áberandi, og nota bara til þess fá orð. Nánast eins og það standi svona einhvern veginn frek- ar á milli línanna. Eins og í þínu fyrra bréfi, það er rétt, þú sagðir aldrei „ég fyrirlít“ en bréf þitt hrópaði það samt hátt og skýrt. Annars ætlaði ég mér ekki að skrifa annað bréf en þar sem þú biður mig að sanna að Kárahnjúka- virkjun sé mestu náttúruspjöll af manna völdum í sögunni, þá á ég auðvitað við í sögu Íslands. Hvet ég þig til að kynna þér málið og engin leið er framhjá því að þetta sé hin napra niðurstaða. Ég vil líka leyfa mér að benda á þær þjáningar sem framkvæmdin mun valda Hér- aðsbúum m.a. með leirfoki yfir byggð, staðreynd sem ekki verður hrakin. Hálendi Austurlands er ekki einkaeign þess hluta þjóðarinnar sem býr á okkar svæði. Það að eyðileggja þessar gersemar er eng- inn sjálfsagður réttur Austfirðinga. Þótt Austfirðir yrðu mannlausir eins og þú getur þér til um, verði ekki af virkjun og álveri, ylli það nú ekki spjöllum á náttúrunni. Það er rétt að ömurlegt er að hafa ekki vinnu, en mér er spurn hvort þeir sem ætla sér að vinna í álverinu séu þeir sömu og ekki vilja störfin í fiskiðnaðinum. Þar þarf að manna stöðurnar að miklu leyti með erlendu vinnuafli eins og við vitum. Og Impreglio hefur lýst því yfir að þeir muni koma með sinn eigin mannskap, rúmenska verka- menn í miklum meirihluta. Ég sé ekki alveg hvað er í þessu fyrir okkur. Ef tekið væri aðeins brot af því fé sem Kárahnjúkavirkjun kostar mætti skapa ný störf sem hefðu ekki þennan geigvænlega fórnarkostnað í för. Væntingar þeirra sem halda að Kárahnjúkavirkjun hafi í för með sér betri tíð með blómlegu mannlífi á Austurlandi eru algerlega óraun- hæfar. Áhrif svona skyndiinnspýt- ingar af erlendu farandverkafólki í lítil samfélög eru afar slæm sam- kvæmt reynslu annarra Norður- landa. Sú hætta sem steðjar að hvað þetta varðar hefur enga umfjöllun fengið, en ekki skal þó farið út í það hér því það er efni í heila greinargerð út af fyrir sig. Svo þakka ég þér kaffiboðið á laugardag á Reyðarfirði, en ég kem ekki. Jarðarfarir gera mig dapra. En þig bið ég vel að lifa. GRÉTA ÓSK SIGURÐARDÓTTIR, Vaði, Skriðdal. Annað „letters“ bréf Frá Grétu Ósk Sigurðardóttur ÞRIÐJUDAGINN 4. mars kl. ca. 15:25 lenti Fi 205 á Keflavíkurflug- velli með mig innanborðs. Allt gekk sinn vanagang til að byrja með, en þegar ég var að fara í gegnum græna hliðið lenti ég í „random“ úrtaki hjá fíkniefnalög- reglunni. Þeir voru tveir og skoð- uðu allan minn farangur mjög gaumgæfilega og voru að því til kl. ca. 17:00. Ég vissi að vinur minn hafði tek- ið sér frí frá vinnu í Reykjavík til að sækja mig á flugvöllinn og ég vissi að hann beið fyrir utan græna hliðið. Ég bað fíkniefnalögreglumennina í tvígang að gefa mér leyfi til að láta vin minn vita af mér á einhvern hátt, en það var ekki við það kom- andi, ég átti bara að sitja á stólnum í herberginu. Ég tek það skýrt fram að menn- irnir voru mjög almennilegir við mig að öðru leyti og ekkert út á þá að setja. Ég frétti síðar um kvöldið að vin- ur minn beið fyrir utan til kl. 16:30, þá fór hann í upplýsingabásinn og þar var honum sagt að allir væru komnir í gegn úr þessu flugi Fi-205 svo hann keyrði aftur til Reykjavík- ur. Þegar fíkniefnalögreglumennirnir höfðu lokið sér af með mig og auð- vitað ekkert fundið, því ég hata fíkniefni, þá spurði ég annan þeirra hvenær næsta flugrúta færi til Reykjavíkur. Hann sagði að það væri langt í það. Klukkan var 17:00 og ég fór í upplýsingabásinn og þar var mér sagt að næsta flugrúta færi ca. kl. 22:00. Leigubíll til Reykjavíkur kostar 9.000 krónur og ég átti ekki um annað að velja. Ég ætla líka að borga vini mínum 2.000 krónur upp í bensínkostnað og vinnutap þó að hann hafi farið fýluferð. Ég er láglaunamaður og hver þúsundkall skiptir mig máli. Mér hefði þótt sæmandi fyrir yfirstjórn fíkniefnalögreglunnar að koma mér frítt til Reykjavíkur. Af hverju gat starfsmaðurinn í upplýsingum ekki gengið nokkra metra til að athuga hvort einhver væri í athugun þegar vinur minn spurði hvort allir væru komnir í gegn? Af hverju var ekki hægt að koma skilaboðum til vinar míns sem ég vissi að beið fyrir utan? Af hverju þarf að vera að búa til vandamál í stað þess að leysa þau? Ég vil fá svör við þessum spurn- ingum frá þeim, sem setja þessar reglur, á þessum sama vettvangi. Mér þótti betra að gera þetta op- inbert heldur en að hafa samband beint, því ég er viss um að ég er ekki sá eini sem hefur lent í svona veseni. Og þetta er hlutur sem þið þurfið að taka til athugunar. Ef þið sem stjórnið þessu hafið einhverja sómatilfinningu þá vænti ég þess að þið endurgreiðið mér þennan kostn- að sem ég varð fyrir. GÍSLI ÓSKARSSON, Hæðargarði 19a, Reykjavík. Opið bréf til fíkniefnalögreglunnar Frá Gísla Óskarssyni Í Séreignalífeyrissjóðnum eru fjölbreyttar fjárfestingarleiðir: 1. Séreignabók ber hæstu verðtryggðu vexti bankans hverju sinni, nú 6%. Séreignabókin tryggir þér örugga ávöxtun og þú losnar við sveiflur verðbréfamarkaðarins. 2. Ávöxtunarleiðir 1, 2 og 3, aldurstengd verðbréfasöfn þar sem hægt er að velja um áhættu og vænta ávöxtun sem hentar mismunandi aldri. Kostir þess að greiða 10% lágmarksiðgjald í Séreignalífeyrissjóðinn: • Góð ávöxtun miðað við sambærilega sjóði samkeppnisaðila. • Sameinar kosti samtryggingar- og séreignarsjóða. • Hæsta hlutfall séreignar af öllum lífeyrissjóðum. Öll séreign erfist. • Sveigjanlegir útborgunarmöguleikar. • Ávallt hægt að sjá hreyfingar og stöðu í Heimilisbanka Búnaðarbankans á Netinu. Þeir sem eiga séreignasparnað hjá öðrum vörsluaðila geta fært hann til Búnaðar- bankans og greiðir bankinn allan kostnað við flutninginn sem viðkomandi þyrfti annars að greiða. Nánari upplýsingar í síma 525-6060 og í útibúum Búnaðarbankans um land allt. Séreignalífeyrissjóður Búnaðarbankans er öflugur lífeyrissjóður sem hentar þeim sem hafa frjálst val um aðild að lífeyrissjóði. Sjóðurinn hentar einnig þeim sem vilja leggja fyrir í viðbótar- lífeyrissparnað. www.bi.is/lifeyrissjodur F í t o n / S Í A

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.