Morgunblaðið - 15.03.2003, Síða 52

Morgunblaðið - 15.03.2003, Síða 52
ÍÞRÓTTIR 52 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ UNDANKEPPNI stang- arstökks kvenna á heims- meistaramótinu í frjáls- íþróttum innanhúss fer fram í Birmingham fyrir hádegi í dag. Þórey Edda Elísdóttir er meðal kepp- enda og verður eflaust að stökkva nærri 4,40 m til þess að komast í úrslitin sem háð verða um miðjan dag á morgun, þar sem bíður hörð keppni við Stacy Dragila, Bandaríkj- unum, Rússana þrjá, Svetlönu Feof- anova, Tatyanu Polnova og Jelenu Isinbaeva og Þjóðverjann Aniku Becker. Allar hafa þær stökkið yfir 4,65 m innanhúss síðustu viku. Líklegt má telja að keppnin um verðlaunin standi á milli fyrrgreindra fimm kvenna. Þórey á sjö- unda besta árangurinn í vetur af þeim sem spreyta sig í stangarstökkskeppn- inni, 4,50 m, en þeim ár- angri náði hún á móti í Grikklandi á dögunum. Fróðlegt verður að fylgj- ast með hvort Þóreyju takist að bæta tveggja ára gamalt Norðurlandamet sitt, 4,51, en það hlýtur að vera stefna hennar í og með á mótinu. Saumar Þórey að Norðurlandametinu? FÓLK  LÁRUS Orri Sigurðsson gæti fengið það hlutverk að hafa gætur á Eiði Smára Guðjohnsen á morgun. WBA tekur þá á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og líklegt er að Lárus Orri haldi stöðu sinni í byrjunarliði WBA. Spurning er hinsvegar hvort Eiður Smári kemur aftur inn í byrjunarlið Chelsea en hann kom inn á sem varamaður í síðasta leik, bikarslagn- um gegn Arsenal.  GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton, leiðir lið sitt í sannkölluðum fallslag í dag. Bolton sækir þá Sunderland, botnlið deildarinnar, heim í dag en segja má að leikurinn sé síðasta hálmstrá Sunderland sem er sjö stigum á eftir Bolton, fjórða neðsta liði deildarinnar. Mick McCarthy, sem tók við liði Sunderland í vik- unni, stýrir því í fyrsta skipti.  STOKE City hefur krækt sér í enn einn lánsmanninn fyrir lokaslaginn í ensku 1. deildinni. Íslendingafélagið fékk í gær miðjumanninn Mark Wil- son, 24 ára, lánaðan frá Middles- brough. Wilson kom til Middles- brough frá Manchester United fyrir tæpum tveimur árum en hefur að- eins 12 sinnum verið í byrjunarliði félagsins.  WILSON, sem lék þrjá deildaleiki með Manchester United og spilaði með enska 21-árs landsliðinu, fer beint inn í leikmannahóp Stoke sem mætir hinu öfluga liði Sheffield United á heimavelli í dag. Stoke þarf á stigum að halda í hinum harða fallslag við Grimsby, Brighton og Sheffield Wednesday, sem öll spila á heimavelli í umferðinni í dag.  RAY Lewington, knattspyrnu- stjóri Watford, hefur áhyggjur af því að sínir menn hafi hugann of mikið við bikarkeppnina en þar eru Heiðar Helguson og félagar komnir í undan- úrslit. Watford sækir Grimsby heim í dag og Lewington segir að nú verði leikmennirnir að gleyma bikarnum um sinn því liðið geti enn blandað sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppni 1. deildarinnar.  EL-HADJI Diouf, leikmaður Liv- erpool, hefur beðist afsökunar á framferði sínu í fyrrakvöld þegar hann hrækti á áhorfanda á leik Liv- erpool gegn Celtic í UEFA-bikarn- um í Glasgow. Gerhard Houllier, knattspyrnustjóri Liverpool, segir framkomu leikmannsins óviðunandi og að það sé synd að hún hafi skyggt á frábæra frammistöðu liðsins í leiknum.  DIOUF og Houllier hafa báðir gef- ið lögregluyfirvöldum í Glasgow skýrslu um atvikið. Diouf á yfir höfði sér bann í Evrópukeppninni og má búast við því að missa af síðari leikn- um við Celtic, og leikjum Liverpool í undanúrslitum keppninnar, komist enska liðið þangað. Liverpool hefur þegar sektað hann um sem nemur tveggja vikna launum. Fyrsti lands- leikurinn innanhúss GRAHAM Taylor, knatt- spyrnustjóri Aston Villa, hef- ur gefið til kynna að „synda- selirnir“ úr síðasta leik, Dion Dublin og Jóhannes Karl Guðjónsson, fái tækifæri til að sýna sig og sanna þegar lið hans tekur á móti Man- chester United í úrvalsdeild- inni í dag. Dublin og Jóhannes voru báðir reknir af velli í sögu- legum nágrannaslag gegn Birmingham í síðustu viku og eiga báðir leikbann yfir höfði sér, Dublin öllu lengra. Taylor hefur rætt málin rækilega við þá báða og gaf Jóhannesi skýr skilaboð um að hann vilji ekki sjá frekari tæklingar á borð við þá sem kostaði hann rauða spjaldið. Óvíst er að Nicky Butt verði með Manchester Unit- ed í dag en hann meiddist í leik liðsins við Basel í meist- aradeildinni í vikunni. Tveir aðrir miðjumenn, Roy Keane og Juan Sebastian Veron, eru þegar úr leik vegna meiðsla. Manchester United þarf nauðsynlega á sigri að halda í slagnum við Arsenal um enska meistaratitilinn. Arsenal á reyndar einnig fyrir höndum erfiðan útileik í dag, gegn Blackburn, og sama er að segja um New- castle, sem sækir Charlton heim. Jóhannes og Dublin fá tæki- færi Góð vörn skilaði FH gríðarlegamikilvægum sigri á toppliði Vals á Hlíðarenda í gærkvöldi, 23:26. Hafnfirðingarnir komust með sigrin- um upp fyrir Gróttu/ KR í áttunda sætið en hafa leikið einum leik meira. Baráttan um deildar- meistaratitilinn opnaðist hins vegar upp á gátt því eftir sigur ÍR í Vest- mannaeyjum eru þeir jafnir Val að stigum, Haukar eru hins vegar tveimur stigum þar á eftir en eiga leik til góða. Fyrri hálfleikur var allan tímann í járnum, liðin skiptust á um að skora og jafnt var á flestum tölum. Vals- menn urðu þó ávallt fyrri til að skora en gestirnir frá Hafnarfirði voru ekki lengi að svara fyrir sig. Markús Máni Mikaelsson lék fyrri hálfleik af miklum krafti og skoraði 6 af 11 mörkum Vals í hálfleiknum og Roland Eradze átti stórleik í mark- inu, en hann varði 11 skot í hálfleikn- um. Markaskorunin var jafnari hjá FH, Arnar Pétursson skoraði nokk- ur mikilvæg mörk í hálfleiknum. Magnús Sigmundsson, markmaður FH, byrjaði leikinn einnig vel. Hann varð þó minna áberandi er líða tók á hálfleikinn. Meiri hraði var í leiknum í upphafi seinni hálfleiks en hafði verið í þeim fyrri. Valsmenn höfðu frumkvæðið, en þegar þeir höfðu náð tveggja marka forystu, 15:13, skelltu FH- ingar vörn sinni í lás. Valur skoraði aðeins eitt mark á 12 mínútna kafla á meðan FH átti ekki í miklum vand- ræðum í sókninni. Arnar Péturson fór á kostum í hálfleiknum og skoraði grimmt og Magnús í markinu varði eins og berserkur. Þegar hálfleikur- inn var hálfnaður voru gestirnir komnir með þriggja marka forystu, 16:19, og ákváðu Valsmenn að taka leikhlé. Það dugði skammt því þeir réðu ekkert við varnarleik FH-inga, sem juku forystuna jafnt og þétt. Mest náðu gestirnir 5 marka forystu þegar um 8 mínútur voru eftir af leiknum og það bil var of stórt fyrir Val að brúa. Niðurstaðan var því óvæntur en sanngjarn sigur FH, 23:26. Það var varnarleikurinn umfram annað sem skilaði FH þessum góða sigri. Arnar átti stórleik fyrir FH- inga í gærkvöldi og skoraði 8 mörk og Magnús átti góðan dag fyrir aftan góða vörn og varði 15 skot. Roland Eradze varði einnig 15 skot í leiknum en af þeim voru aðeins 4 í seinni hálf- leik. Markús Máni var atkvæðamest- ur Valsmanna með 7 mörk, flest af þeim í fyrri hálfleik, en aðrir fundu sig ekki eins vel og oft áður í vetur. Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari FH, var að vonum sáttur við frammi- stöðu sinna manna í leiknum: „Vilji, góður varnarleikur og góð mark- varsla í kjölfar hans var lykillinn að þessum sigri. Þó að Roland hafi varið vel í fyrri hálfleik náðum við að hrista það af okkur og bæta nýtingu okkar í sókninni,“ sagði Þorbergur eftir leik- inn. Þrjú rauð í Víkinni Í gær mættust í Víkinni Víkingur ogÞór Akureyri og höfðu gestirnir betur, 39:36. Víkingar byrjuðu leikinn en Þórsarar mættu miklu bar- áttuglaðari og voru fljótir að taka for- skotið. Þeir héldu því svo út allan leikinn. Munurinn hélst í 3–4 mörk- um í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik juku Þórsarar muninn í 6 mörk og við það sat þar til á 15. mínútu síðari hálfleiks, þá náðu Víkingar að klóra í bakkann og komust í 28–30. Þórsarar hertu þá á vörninni og juku forskotið aftur upp í 6 mörk. Víkingarnir náðu ekki að halda í baráttuglatt lið Þórs- ara og svo fór að norðanmenn fóru með sigur af hólmi, 36:39. Þrír fengu að líta rauða spjaldið hjá Hlyni Leifssyni dómara en ann- ars var ekki mikið um brottrekstra. Markahæsti maður leiksins var Goran Gustic úr liði Þórs með 15 mörk og þar af þrjú víti. Markahæsti leikmaður Víkinga var Davíð Guðna- son með 10 mörk. Morgunblaðið/Árni Torfason Magnús Sigurðsson skoraði fjögur mörk þegar FH lagði Val á Hlíðarenda í gærkvöldi. Frækinn sig- ur FH-inga FH lagði Val að velli, 26:23, á Hlíðarenda og eygja Hafnfirðingar enn sæti í úrslitakeppninni. Valsmenn fengu hins vegar ÍR að hlið sér í efsta sætið og þar gætu Haukar bæst í hópinn í dag leggi þeir Fram. Benedikt Rafn Rafnsson skrifar Eva Ösp Bergþórsdóttir skrifar FYRSTI knattspyrnulands- leikurinn sem háður er innan- húss hér á landi verður háður í Egilshöll í dag kl. 13. Þá mæt- ast landslið Íslands og Svíþjóð- ar í kvennaflokki, skipuð leik- mönnum 21 árs og yngri, og hefst leikurinn klukkan 13. Þetta er 11. viðureign þjóð- anna í þessum aldursflokki og hefur Ísland ekki mætt neinni þjóð oftar, en aðeins tekist að sigra einu sinni í 10 leikjum til þessa. Það var á Norðurlanda- mótinu í Finnlandi árið 1995. Ásgerður H. Ingibergsdóttir, Hjördís Símonardóttir og Olga Færseth tryggðu þá Íslandi sigur, 3:2. Þórey Edda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.