Morgunblaðið - 15.03.2003, Síða 56

Morgunblaðið - 15.03.2003, Síða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞÁ sem langar að sjá Adam Sandl- er í góðri grínmynd ættu að bíða ró- legir eftir næstu mynd hans. En þá sem langar að sjá hann í góðu drama ættu að sjá kvikmyndina Örvita af ást. Sumir hlæja reyndar við það eitt að berja manninn augum. Hvort sem þeir tengja ósjálfrátt við hann hlátur, eða langar bara svo mikið til að hlæja. Mér finnst myndin hins vegar mjög átakanleg og sorgleg innan um vissulega fyndin atriði. Sandler sýnir á sér nýja hlið. Þótt hann sé mjög lík- ur sinni gömlu góðu persónu – sem einnig er oftast örvita og ástarþurfi – þá hefur hún öðlast dýpt í sögu And- ersons, og Sandler á ekki í vandræð- um með að túlka hana. Aðalsöguhetjan heitir Barry Egan. Hann rekur litla heildsölu, er sérvitr- ingur og einfari, bróðir sjö systra sem bera enga virðingu fyrir honum. Sem gerir að hann hefur, án þess að gera sér grein fyrir því, lokað á allar tilfinningar, sem brjótast út í reiði- og grátköstum. Það reynist því erfitt að kljást við það þegar virkilega in- dæl stúlka, Lena (Emily Watson) sýnir honum bæði áhuga og virðingu. Þótt Lena sé aðalviðfangsefni Barrys er Emily Watson eiginlega í litlu hlutverki, sem er synd þótt hún standi auðvitað fyrir sínu. Örvita af ást beinir nefnilega sjónum að innri manni aðalsöguhetjunnar, er þroska- saga Barrys og hvernig honum tekst að losna úr eigin fangelsi. Þessi per- sónulega saga er á allan hátt miklu íburðarminni en fyrri myndir leik- stjóra og látlausari kvikmyndagerð. Myndrænt er hún hrárri og bein- skeyttari, um leið og Andersen notar kalt og gerilsneytt umhverfið og oft handhelda myndavélina til að túlka líðan Barrys. Sömuleiðis ráða litir og fiðlur ríkjum í rómantískustu atrið- unum! Tökur eru oft langar, tónlist og hljóð af súrrealískara taginu og stemningin yfir allt mjög sérstök. Anderson er enn að reyna nýja hluti og marga það ýkta að jaðrar við til- gerð. Yfirleitt fer tilgerð í mínar fín- ustu, en hér átti bara aðalkarakter- inn í mér hvert bein og hjartað líka þegar ég lifði mig inn í sögu hans og líðan. Myndin er líka algerlega ófyrirsjá- anleg – sem er alltaf meiriháttar kostur – með aðrar eins furðupersón- ur við stýrið. Það er ekki laust við að hún sé spennandi líka með undir- fléttu fullri af undarlegum glæpa- hópi, þar sem Philip Seymour Hoff- man fer fremst í broddi fylkingar á sinn einstaka hátt. En fyrst og fremst er Örvita af ást virkilega falleg ástarsaga með sönn- um gildum, þar sem Lena tekur Barry eins og hann er, á hans eigin forsendum. Eftir á spyr ég mig hvað hún sá við hann, en það skiptir eig- inlega ekki máli. Hún er bara gam- aldags góð og indæl stúlka, og það er það sem hann þurfti. Alvöru ást. Alvöru ást KVIKMYNDIR Smárabíó ÖRVITA AF ÁST/PUNCH DRUNK LOVE Leikstjórn og handrit: Paul Thomas And- erson. Kvikmyndataka: Robert Elswit. Að- alhlutverk: Adam Sandler, Emily Watson, Philip Seymour Hoffman og Luis Guzmán. 95 mín. USA. Columbia Tristar 2002. Ástfangin uppfyrir haus. Hildur Loftsdóttir lau 15/3 kl. 21, UPPSELT, fim 20/3 kl. 21, AUKAS. Nokkur sæti föst 21/3 kl. 21, UPPSELT, lau 22/3 kl, 21, Örfá sæti fim 27/3 kl. 21, AUKAS. Örfá sæti föst 28/3 kl, 21, UPPSELT lau 29/3 kl, 21,UPPSELT föst 4/4 kl, 21, Nokkur sæti lau 5/4 kl, 21, Laus sæti fim 17/4, SJALLINN AKUREYRI lau 19/4, SJALLINN AKUREYRI ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR FJÓRUM DÖGUM FYRIR SYNINGU Stóra svið PUNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Frumsýning fi 20/3 kl 20 UPPSELT 2. sýn fi 27/3 kl 20 gul kort 3. sýn su 30/3 kl 20 rauð kort 4. sýn fi 3/4 kl 20 græn kort 5. sýn su 6/4 kl 20 blá kort fi 10/4 kl 20 LÁT HJARTAÐ RÁÐA FÖR ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN - Þrjú ný verk eftir Katrínu Hall, Itzik Galili og Ed Wubbe 5. sýn sun 16/3 kl 20 blá kort Su 23/3 kl 20, Lau 29/3 kl 20 Fö 4/4 kl 20 ATH: Síðustu sýningar SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Í kvöld kl 20, Fö 21/3 kl 20, Lau 22/3 kl 20, Fö 28/3 kl 20, Lau 5/4 kl 20 Lau 12/4 kl 20 HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 16/3 kl 14, Su 23/3 kl 14 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Í kvöld kl 20, Fö 21/3 kl 20, Mi 26/3 kl 20, MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Í kvöld kl 20, Su 16/3 kl 20, Fö 21/3 kl 20, Fö 28/3 kl 20 RED RUM TÓNLEIKAR Írsk-frönsk-kanadísk-finnsk danskvæði og söngvar Matti Kallio o.fl. Su 16/3 kl 16:00 PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Lau 22/3 kl 20, Lau 29/3 kl 20 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Í dag kl 14, Lau 22/3 KL. 14, UPPSELT Lau 29/3 kl 14 KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Su 23/3 kl 20, Lau 29/3 kl 20 Takmarkaður sýningarfjöldi 15:15 TÓNLEIKAR CAPUT OG BENDA Í dag kl 15.15 Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýningardaga. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700. beyglur@simnet.is „Engum er hollt að hlæja samfellt í lengri tíma“ S. H Mbl Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Fim 20/3 kl 21 Fös 21/3 kl 21 Fös 28/3 kl 21 Fim 3/4 kl 21Síðustu sýningar sýnir Herra Maður leikari: Gísli Örn Garðarsson Leikstjóri: Egill H. A. Pálsson næstu sýningar: sun. 16. mars kl. 20 mán. 17. mars kl. 20 Ath. aðeins þessar einu sýningar. Smurbrauðsverður innifalinn Miðasala Iðnó í síma 562 9700 Hin smyrjandi jómfrú sýnt í Iðnó Lau. 15. mars kl. 20. örfá sæti Sun. 16. mars. kl. 20. örfá sæti Sun. 23. mars. kl. 20. örfá sæti Sun. 30. mars. kl. 20. TÓNLEIKUR eftir Stefán Örn Arnarson og Pétur Eggerz 2. sýn. sun. 16. mars kl. 16 3. sýn. sun. 23. mars kl. 16 4. sýn. sun. 30. mars kl. 16 SNUÐRA OG TUÐRA eftir Iðunni Steinsdóttur sun. 23. mars kl. 14 laus sæti SKUGGALEIKUR eftir Guðrúnu Helgadóttur sun. 16. mars kl. 14 laus sæti HEIÐARSNÆLDA eftir leikhópinn fös. 21. mars kl. 10 uppselt sun. 30. mars kl. 14 Netfang: ml@islandia.is www.islandia.is/ml Miðasala 5523000 - www.madeinusa.is SÝNT Í LOFTKASTALNUM Næstu sýningartímar þri 18.3 kl. 20 Aukas. Nokkur sæti fös 21.3 kl. 20 Lokas. Örfá sæti Síðustu sýningar SÖNGLE IKUR EFTIR JÓN GNARR Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.