Morgunblaðið - 15.03.2003, Síða 57

Morgunblaðið - 15.03.2003, Síða 57
Frida Á heildina litið kraftmikil og litrík kvikmynd sem veitir ævintýrakennt yfirlit yfir ævi Fridu Kahlo.(H.J.)  Regnboginn. Didda og dauði kötturinn Didda er níu ára gömul Keflavíkurmær sem gengur á milli bols og höfuðs á glæpalýð í Bítlabænum. Góður leikur, hollt, gott og gamaldags barnagaman. (S.V.)  Háskólabíó, Sambíóin. Ofurhugi (Daredevil) Affleck er borginmannlegur í titilhlutverki ófrumlegs ofurmennis en brellur og útlit ur áfram í kvennaliði þegar hann er rekinn úr NBA. Mun skárra en það hljómar. (S.V.) Sambíóin. Kalli á þakinu Ágætis smábarnamynd gerð eftir sögu Astrid Lindgren, um skemmtilegan karl sem kann að fljúga. Handbragðið er ágætt en myndin er ekki jafngóð og bækurnar. (H.L.) Laugarásbíó, Smárabíó, Borgarbíó. Öldugangur (Blue Crush) Hér ríkir brimbrettarómantík með raunsæis- legum undirtóni þó.(H.J.) Sambíóin. vandað og skemmtanagildið vel yfir með- almennskunni. (S.V.)  Smárabíó, Regnboginn. Á gægjum (I Spy) Wilson og Murphy leika skemmtilegar and- hetjur í þessari grín-njósnamynd. Myndin sjálf hefði hins vegar mátt vera mun frumlegri og fyndnari þótt hún læði fram á manni ein- staka brosi. (H.L.) Smárabíó, Borgarbíó. Ingiríður Eygló (Juwanna Mann) Körfuboltakappi klæðist kvenfötum og held- Gullplánetan (Treasure Island) Skemmtilegar og frumlegar persónur í geggj- uðu umhverfi þeysast um himingeiminn í spennandi og dramtískri leit að gulli. Fyrir alla fjölskylduna. (H.L.)  Sambíóin, Reykjavík, Keflavík, Akureyri. Njósnakrakkarnir 2 (Spy Kids 2) Njósnakrakkarnir, foreldrar þeirra, afar og ömmur í miklum Bond-hasar og laufléttri fjöl- skylduskemmtun. (S.V.) ½ Laugarásbíó, Smárabíó, Borgarbíó. Tveggja turna tal (Lord of the Rings: The Twin Towers) Millikafli stórvirkis Tolkiens og Jacksons gnæfir yfir aðrar myndir síðasta ár, mikilfeng- leg sagnagáfa þeirra skapar eitt magnaðasta ævintýri kvikmyndasögunnar. (S.V.) Smárabíó. Aðlögun (Adaptation) Mjög óvenjuleg kvikmynd, fersk, frumleg og áhugaverð. Sannarlegt gleðiefni.(H.L.) Háskólabíó, Sambíóin. Chicago Kynngimögnuð og kynþokkafull söng- og dansamynd þar sem Zellweger, Zeta-Jones og síðast en ekki síst Richard Gere fara ham- förum í svellandi kvikmyndagerð leikhúss- verksins. (S.V.) ½ Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó Lilja að eílífu (Lilja 4-ever) Ein átakanlegasta og sorglegasta mynd sem fram hefur komið lengi, hvergi sést í ljós- glætu. Þart er hægt að hugsa til þess hversu margar konur og mörg börn lifa svona von- lausu, undankomulausu og frelsissviftu lífi. En ætli það sé ekki einmitt það sé Moodys- son vill að við gerum – hugsum smá? ½(H.L.) Háskólabíó Maður án fortíðar (Mies vailla menneisyyttä) Maður sem misst hefur minnið er kúnstug andhetja í vankaðri jaðarveröld utangarðs- manna og hjálpræðishersmanna. Sem er blákaldur raunveruleikinn í spéspegli meist- ara Akis. (S.V.)  ½ Háskólabíó Örvita af ást (Punch Drunk Love) Algjörlega ófyrirsjáanleg mynd en þó fyrst og fremst virkilega falleg ástarsaga með sönn- um gildum.½(H.L.) Smárabíó. Nói albínói Frumleg og vel gerð mynd í alla staði sem gerist í einangruðu sjávarþorpi þar sem óvenjulegur uppreisnarmaður á í stríði við menn og máttarvöld. Magnað byrjendaverk. (S.V.) ½ Háskólabíó. Gengi New York-borgar (Gangs of New York) Metnaðurinn og hæfileikarnir hefðu tvímæla- laust notið sín betur hefði Scorsese farið styrkari höndum um hina áhugaverðari þræði sögunnar, en á heildina litið er þetta mögnuð kvikmynd. (H.J.)  Laugarásbíó, Smárabíó. Varðandi Schmidt (About Schmidt) Harla óvenjuleg og athyglisverð umfjöllun um lífsviðhorf manns sem er að hefja eftirlauna- árin og verður að horfast í augu við erfið vandamál tengd þeim aldri. Vitræn, drama- tísk, kaldhæðin, vel skrifuð og leikin. (S.V.) Laugarásbíó. Sambíóin, Háskólabíó. Tveggja vikna uppsagnarfrestur (Two Weeks Notice) Samleikur þeirra Hugh Grants og Söndru Bullock er frábær í þessu ferska innleggi í annars þreytta kvikmyndagrein. (H.J.)  Hringurinn (The Ring) Þéttur, óvenjulegur hrollur, blessunarlega laus við blóðslabb og ódýrar brellur en virkjar ímyndunarafl áhorfenda. (S.V.)  Gríptu mig ef þú getur (Catch Me If You Can) Þeir eru allir í toppformi; Di Caprio sem barn- ungur svikahrappur; Hanks sem FBI-maður- inn á hælum hans og Walken sem lánleys- inginn faðir pilts. Frábær endursköpun sjöunda áratugarins og myndin sú fyndnasta frá Spielberg. (S.V.)  Háskólabíó, Sambíóin. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 57 Jarðarför stórlaxins (Big Shot’s Funeral) Gamanmynd Kína/Hong Kong 2001. Skífan VHS. Öll- um leyfð. (95 mín.) Leikstjórn og handrit Xiaogang Feng. Aðalhlutverk Donald Sutherland, You Gen, Rosamund Kwan. HUGMYNDIN á bak við þessa undarlegu mynd er alls ekkert galin; að varpa ljósi á vesturvæðinguna í Kína og bauna á hversu Kínverjar eru ginnkeyptir fyrir öllu því sem vest- rænt er, með tilheyrandi merkja- snobbi og viðlíka prjálskotinni yfir- borðsmennsku. Fínt satíruefni – og það algjörlega óháð viðhorfi áhorf- andans til þess hversu velkominn kapítalisminn er í þessu lífseiga kommúnistaríki. Verst hvað úrvinnsl- an er lömuð og laus í reipunum. Sutherland leikur vestrænan stór- lax, sérvitran Hollywood leikstjóra sem er að endurgera mynd Bertol- uccis um Síðasta keisarann – vegna þess að honum þykir Bertolucci hafa reynt of mikið að höfða til vestrænna áhorf- enda. Þegar leik- stjórinn geispar næstum golunni fær hann innfæddan tökumann sinn til að græja fyrir sig jarð- arförina. Hugmyndaríkur tökumað- urinn breytir henni þá á svipstund í æsilegri auglýsingavettvang en Sup- er Bowl og NBA úrslitin samanlagt, þar sem ráðgert er að hver flík á lík- inu og allt þar í kring verði kirfilega merkt hæstbjóðandi vörumerki – enda á allt að vera í beinni. Eins og fyrr segir skemmtilega skringileg hugdetta en hreint merki- lega ófyndin og langdregin. Myndbönd Kína í klóm kapítalismans Skarphéðinn Guðmundsson bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.