Morgunblaðið - 15.03.2003, Side 59

Morgunblaðið - 15.03.2003, Side 59
HINN þekkti plötusnúður Josh Wink hristi upp í hlut- unum á dansgólfi Astró í gærkvöldi þar sem hann spil- aði ásamt Grétari og nokkr- um félögum frá Breakbeat.is. Wink er aðeins 32 ára þrátt fyrir langan aldur í bransanum. Hann er ung- legur á að líta og geislar af heilbrigði, nokkuð sem mað- ur býst yfirleitt ekki við hjá manni í hans starfi. Ástæðan er væntanlega sú að Wink er þekktur fyrir að lifa heilsu- samlegu lífi; hann neytir hvorki kjöts né mjólkurafurða og er á móti eiturlyfjanotkun. Enda er hætt við að maður sem lifði lífinu til hins ýtrasta entist ekki lengi í búrinu. Wink er sérlega viðkunnanlegur og svarar öll- um spurningum af einlægni. Hann virðist hafa raunsæjar hugmyndir um heiminn og vera óspilltur af velgengni og enda- lausum ferðalögum. Vinnur með Gus Gus Hann hefur áður komið til Íslands og næst á dagskrá hjá honum er að vinna með ís- lenskri hljómsveit. „Ég var rétt að byrja á endur- hljóðblöndun fyrir Gus Gus. Þau báðu mig að endur- hljóðblanda „Desire“ en mig langaði frekar að gera „Call of the Wild“. Það er uppáhalds- lagið mitt af plötunni,“ segir Wink, sem er meðfram þessu að vinna að nýrri plötu með eigin tónlist. „Ég ólst upp með iðnaðar- tónlistinni og tónlist áttunda áratugarins,“ segir Wink aðspurður hvort endur- vakning tónlistar frá þessu tímabili hafi haft áhrif á hann. „Mér er sama um þessa tísku núna,“ seg- ir hann. Wink er þó ekki með öllu ósáttur við þessa bylgju, sem kallast „electroclash“, en hann endurhljóðblandaði nýlega lag fyrir Ladytron. „Mér finnst þetta bara hafa gerst of hratt og vera of tengt einhverri tískubylgju.“ Meiri dansmenning í Evrópu Hann segir það ólíkt að spila fyrir Evrópubúa og Bandaríkjamenn. „Það er meiri menning í kringum þessa tónlist í Evrópu. Sem dæmi styð- ur útvarp í Bandaríkjunum ekki við raftónlist.“ Wink kýs frekar að spila fyrir minni hópa en stærri. Hann tekur sem dæmi staðinn Fluid í heimaborginni Fíladelfíu, þar sem hann spilar reglulega, en staðurinn tekur aðeins tæplega 200 manns. „Ég hef spilað þar lengi.“ Wink bendir á að England sé mjög áhrifamikið land í danstónlist, bæði hvað varðar útgáfu tímarita og tónlistar. Hon- um finnst þó einum of langt gengið í sumum tímaritunum. „Hverjum er ekki sama þótt Judge Jules hafi keypt sér nýjan bol?“ segir hann og talið berst að svo- kölluðum súperstjörnum í plötusnúðaheiminum, sem líkj- ast einna helst rokkstjörnum og spila á súperklúbbum. „Súperklúbbarnir hafa aldrei verið stór hluti af mínu lífi og ég hef aldrei litið á mig sem súperstjörnuplötu- snúð. Ég kaus ekki þessa leið. Ég hefði getað lát- ið öll lögin mín hljóma eins og stærstu smellina og orðið stór stjarna. Ég vil gera það sem mig langar til en ekki það sem fólkið vill að ég geri. Reyndar fer ég milliveginn, því maður verður víst að lifa af þessu.“ Hugsa sér ef hans þekktasta lag, „Higher State of Consciousness“, hljómaði til eilífðarnóns á öldum ljósvakans. Væri það himna- ríki eða helvíti? TÖKUM á myndbandi við Evró- visjónlag Íslendinga er lokið og verður það frumsýnt í þættinum Laugardagskvöld með Gísla Mar- teini eftir viku. Lagið verður flutt á ensku í keppninni og er mynd- bandið því sungið á ensku. Heitir „Segðu mér allt“ nú „Open Your Heart“. Höfundar enska textans eru söngkonan Birgitta Haukdal og Sveinbjörn I. Baldvinsson en hann gerði einnig textann við „All out of Luck“ sem Selma Björnsdóttir gerði frægt í Evróvisjón um árið. Ragnar Bragason leikstýrði myndbandinu, sem var tekið upp síðastliðinn fimmtudag. „Það er enginn söguþráður í því sem slíkur þar sem áherslan er lögð á að kynna þessa söngkonu og sýna út- lendingum hvað hún sé sæt og klár,“ segir leikstjórinn en nú er einungis eftirvinnslan á myndband- inu eftir. Myndbandið var tekið upp í gamla Sjónvarpshúsinu við Lauga- veg 176. „Við vorum að rifja upp gömlu stemmninguna,“ segir Ragn- ar. „Þetta verður spilað í öllum þeim löndum, sem taka þátt,“ segir hann og ítrekar að það hafi verið gaman að gera myndbandið. „Þetta var mikið fjör. Maður fyllist gífurlegu þjóðarstolti að fá að taka þátt í Evróvisjón,“ segir Ragnar og finnst þetta mikill heiður. „Fólk erlendis heyr- ir lagið fyrst í þessu myndbandi þannig að það skiptir máli að það virki,“ segir Ragnar stoltur. „Það verða allir að fá að taka þátt í þessu einhvern tím- ann.“ Hann segir að stemmningin í lag- inu sé nánast óbreytt eftir að það fæddist á ensku. „Það er róið á sömu miðin þar.“ Jónatan Garðarsson, formaður dómnefndar Söngvakeppni Sjónvarpsins, for- keppni Evróvisjón 2003, fer út með myndbandið í næstu viku. „Fulltrú- ar allra sjónvarpsstöðvanna koma saman og afhenda sín gögn. Öll lög- in eru síðan send í einni samsend- ingu til allra sjónvarpsstöðvanna. Eftir það er ákveðið hvernig staðið verður að kynningu í hverju landi fyrir sig,“ útskýrir hann. Eins og flestir vita hefur kynn- ingu hérlendis verið háttað þannig að 3–4 lög hafi verið sýnd saman á kvöldi vikuna fyrir lokakeppnina. Jónatan segir að svo verði einnig nú. „Margir hafa sama háttinn á og við en aðrir búa til heilu þættina um Evróvisjón. Það er mismunandi hvað menn ganga langt í þessu,“ segir Jónatan og bætir við að í þættinum At verði sýnt frá vinnslu myndbandsins „Open Your Heart“ og skyggnst aðeins á bak við tjöldin. Búið að taka upp myndband við Evróvisjónlag Íslendinga Segðu mér allt á ensku Ragnar Bragason leikstýrir mynd- bandinu við Evróvisjónlag Íslands í ár, sem kallast ekki lengur „Segðu mér allt“ heldur „Open Your Heart“. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 59 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 SV. MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 13 Tilnefningar til Óskars- verðlauna þ. á. m. besta mynd Tilnefningar til Óskarsverðlauna6 www.regnboginn.is Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.20. B.i 12. Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ. á. m. besta mynd og aðalhlutverk kvenna Nicole Kidman9 Margverðlaunuð stórmynd frá leikstjóra Billy Elliot. Missið ekki af þessu einstæða meistaraverki. Ein rómaðasta mynd seinni ára „Ein besta mynd ársins“ Fréttablaðið Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i 12 HJ MBL HK DV Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.20. B.i. 16.  kvikmyndir.com www.laugarasbio.is Sýnd kl. 2 og 4 með ísl. tali. – Tilboð kr. 400 Sýnd kl. 3, 6, 8 og 10.10. Skemmtilegasta rómantíska gamanmyndin síðan Pretty Woman! Rómantík, grín og góð tónlist í frábærri mynd! Tilnefningar til Óskarsverðlauna, þ.á.m. besta mynd og besti leikstjóri10 Frábær mynd frá leikstjóranum Martin Scorsese  HJ MBL Sýnd kl. 5 og 8. B.i. 16 ára.  RADIO X SV MBL  KVIKMYNDIR.COM SG DV  ÓHT RÁS 2 Tilnefningar til Óskarsverðlauna: Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson. Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.2 Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Plötusnúðurinn Josh Wink heimsækir landið Morgunblaðið/Árni Sæberg Engin súperstjarna ingarun@mbl.is Josh Wink er unglegur á að líta og geislar af heilbrigði, eitthvað sem maður býst yfirleitt ekki við hjá manni í hans starfi. www.icelandair.is Alltaf ódýrast á Netinu Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.