Morgunblaðið - 15.03.2003, Side 60

Morgunblaðið - 15.03.2003, Side 60
60 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ LISTAHÁTÍÐ ungs fólk verður haldin í Höllinni í Vestmannaeyjum í dag. Að sögn Selmu Ragnars- dóttur, framkvæmdastjóra há- tíðarinnar, er þetta í annað sinn, sem hátíðin er haldin en vel þótti takast til í fyrra. Listahátíðin er hugs- uð sem forvarnar- verkefni og hvatn- ing til þeirra krakka, sem hafa áhuga á list og sköpun. Þátttakendur eru allir á aldr- inum 12 til 16 ára og eru uppákomurn- ar margvíslegar. Þema hátíðarinn- ar er náttúran og hefst gamanið kl. 14.15 og lýkur fyrri hluta skemmtunar- innar kl. 17. Boðið verður upp á nokkur dans- og tónlistaratriði og enn fremur verður fatahönnunarkeppni 8., 9. og 10. bekkjar. Hljóm- sveitin Brutal kemur einn- ig fram. Um kvöldið er síðan haldin skemmtun fyrir 8.–10. bekk í tengslum við listahátíðina með leik, söng og dansi auk fatahönn- unarsýningar. Verður húsið opnað kl. 19.45. Hin vinsæla hljóm- sveit Írafár lýkur síðan hátíðinni með balli, sem stend- ur til miðnættis. Listahátíð ungs fólks í Vestmannaeyjum Ungt fólk hvatt áfram í listinni Hljómsveitin Írafár spilar á balli fyrir 8.–10. bekk í Vestmannaeyjum í kvöld í tengslum við lista- hátíðina.Morgunblaðið/Árni Torfason Á NÝLIÐINNI Vetrarhátíð í Reykjavík var í fyrsta sinn hægt að hringja í styttur borgarinnar og komast að því hvaða raddir bærast í höfðum þeirra. Samtals voru 557 hringingar í stytturnar meðan á há- tíðinni stóð og af þeim voru 154 í Jón Sigurðsson sjálfan. Fram kemur í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu að þessi „sómi Ís- lands, sverð og skjöldur“ hafi verið „langvinsælastur“. Næst á eftir hon- um kom annar forystusauður, Ing- ólfur Arnarson, með 95 hringingar. Þeir sem notuðu tækifærið og slógu á þráðinn til fyrirmennanna Jóns og Ingólfs og félaga þeirra í styttum bæjarins; Pilts og stúlku, Skúla fógeta, Hannesar Hafsteins, Bertels Thorvaldsen, Jónasar Hall- grímssonar, Ólafs Thors, Kristjáns níunda, Adonis, Pallas Aþenu eða Friðriks Friðrikssonar komust til dæmis að því að Piltur og stúlka eru ennþá ástfangin, Ólaf Thors langaði aldrei að verða ráðherra, Ingólf Arn- arson dreymdi framtíðardrauma og talaði upp úr svefni og Pallas Aþenu leiðist hræðilega. Höfundur styttuhugsananna er Jón Hallur Stefánsson en leikarar eru þau Björn Thors, Bryndís Ás- mundsdóttir, Davíð Guðbrandsson, Esther Talía Casey, Ilmur Krist- jánsdóttir, María Heba Þorkelsdótt- ir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þorleifur Örn Arnarson úr útskrift- arhópi leiklistardeildar Listaháskóla Íslands.Verkefnið var styrkt af Ís- landssíma, Ríkisútvarpinu og Lista- safni Reykjavíkur. Næst verður hægt að ná sambandi við styttur bæjarins á Menningar- nótt, sem haldin verður 16. ágúst. Morgunblaðið/Kristinn Hér vefja andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar styttuna í álpappír. Jón Sigurðsson vinsælastur Stytturnar tala aftur á Menningarnótt ÁKVEÐIÐ hefur verið að bæta við sýningum á sænsku kvikmyndinni Lilja að eilífu eftir Lukas Moodys- son. Myndin var sýnd á nokkrum sýningum á Norrænum bíódögum um síðustu helgi, nær alltaf fyrir fullu húsi, að sögn Christofs Wehmeiers hjá Sambíóun, eins að- standenda Filmundar og Norrænu bíódaganna. Upphaflega stóð til að myndin yrði einvörðungu sýnd á Norrænu bíódögunum en vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að bæta við sýningum á þessari um- töluðu kvikmynd. Þó aðeins yfir helgina. „Norrænu Bíódagarnir gengu mjög vel. Í raun hefðum við átt að hafa þetta í viku en svona er þetta. Hinsvegar höfum við ákveðið að sýna Lilju að eilífu áfram fram yfir helgi til að svara eftir- spurninni. Síminn hefur hreinlega ekki stoppað hjá okkur,“ segir Christ- of í samtali við Morgun- blaðið. „Það er ekki á hverj- um degi sem kvikmynd er tekin til umfjöllunar á Alþingi, eins og gerðist í vikunni, sem er náttúrlega til marks um þá gríðarlegu athygli sem myndin hefur vakið.“ Aukasýningar á Lilja að eilífu verða í Háskólabíói í dag og á morg- un. Myndin er með enskum texta. Lilja sýnd lengur Frá höfundum og leikstjóra „Being John Malkovich“. ÓHT Rás 2 1/2 H.L. Mbl.  H.K. DV  RadíóX 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is Aukasýningar vegna fjö lda áskoranna, um helg ina 1/2 H.L. Mbl. 1/2 H.K. DV 1/2 SK Radíó X  Kvikmyndir.com SV MBL HK DV SG Rás 2 Radio X  ÞÞ Frétta- blaðið Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 14. 2Tilnefningar til Óskarsverðlaunabesti leikari í aukahlutverki: Christopher WalkenBesta Tónlist - John Williams Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 14. 7 Bestamyndársins BestileikstjóriRoman Planski Besti leikari íaðalhlutverki:Adrian Brody TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA / .L. l. / . . / í vi y ir. Lækkað verð! Miðaverð kr. 750. LILYA 4-EVER Sýnd kl. 2 og 4. Sýnd kl. 2 og 4. Sýnd kl. 4. Sýnd kl. 2.Sýnd kl. 2 og 4. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 6 og 10.30. B. i. 16 ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK Sýnd kl. 2 og 3.40 ísl.tal / Sýnd kl.2 og 4 ísl. tal. / Sýnd kl. 2 ísl. tal. / Sýnd kl. 2, 4 og 6 ísl. tal. 1/2 H.L. Mbl. 1/2 Sýnd kl. 2, 4 og 6. / Sýnd kl. 2, 4 og 6. / Sýnd kl. 2, 4 og 6. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Lækkað verð! Miðaverð kr. 750.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.