Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 1
Bandaríkjaforseti segir „vel miða“ í herförinni Bandaríkjamenn staðfestu að „inn- an við tíu“ hermenn hefðu fallið í orr- ustunni við Nasiriyah, og fleiri særst. Tólf væri saknað, og talið að þeir væru í höndum Íraka. Liðsafla þess- um hefði verið gerð fyrirsát. „Þetta er erfiður dagur fyrir bandamenn,“ sagði undirhershöfðinginn Vince Brooks. Írakar fullyrtu að 25 bandarískir og breskir hermenn hefðu fallið í átökunum um borgina, margir hefðu særst og nokkrir verið teknir til fanga. Þeir kváðust hafa grandað fimm herþotum og tveimur þyrlum. Engar staðfestar fregnir bárust af mannfalli í liði Íraka en sagt var að 30-40 menn hefðu fallið við bæinn Najaf í suðurhlutanum. Fréttaskýrendur sögðust telja að íröskum úrvalssveitum væri beitt. George W. Bush Bandaríkjaforseti krafðist þess í gær að bandarískir hermenn sem eru í haldi Íraka hlytu mannúðlega meðferð. „Saddam Hussein er að missa stjórnina í landi sínu,“ sagði Bush, „Sums staðar er veitt hörð mótspyrna, en okkur miðar vel áfram,“ sagði hann. Forsetinn leitaðist við að búa bandarískan almenning undir lang- vinnt stríð sem væri á́ upphafsstigi. Harðasta loftárás sem gerð hefur verið á Bagdad síðan átökin hófust byrjaði laust eftir 19 að íslenskum tíma í gærkvöldi. Gífurlegar spreng- ingar skóku borgina er lágfleygar árásarvélar bandamanna vörpuðu sprengjum á hallir Saddams á bökk- um árinnar Tígris. Bandarískt her- fylki var í gær sagt í um 160 km fjar- lægð suður af borginni, eða innan við dagleið. Samið við Tyrki Tyrknesk og bandarísk yfirvöld hafa komist að samkomulagi um að Tyrkir sendi her inn í Norður-Írak, að því er forsætisráðherra Tyrklands greindi frá. Markmiðið væri að koma í veg fyrir að flóðbylgja flóttafólks skylli á Tyrklandi. Bandaríkjastjórn hefur varað Tyrki við því að skerast í leikinn í norðurhluta Íraks. Vilja Bandaríkjamenn koma í veg fyrir að til átaka komi milli Tyrkja og Kúrda. Þá var frá því skýrt í gær að Tyrkir hefðu leyft Bandaríkjamönnum að fljúga í gegnum tyrkneska lofthelgi. Um hana fóru seint í gær stýriflaugar sem Bandaríkjamenn skutu frá skip- um á austanverðu Miðjarðarhafi.  Allt að tíu felldir í herliði bandamanna á „erfiðum degi“  Bandarískt herfylki á innan við dagleið ófarna til Bagdad  Stýriflaugum skotið frá herskipum á Miðjarðarhafi Herir bandamanna mæta harðnandi mótspyrnu í Írak AP BANDARÍSKIR landgönguliðar sigruðu íraska hermenn skammt frá borginni Nasiriyah í Suður-Írak í gær í hörðustu orrustu sem orðið hefur í Írak frá því herförin þangað hófst, að því er yfirstjórn bandaríska heraflans greindi frá. Herir bandamanna mættu einnig harðnandi mótspyrnu Íraka við borgina Basra og hafnarbæinn Umm Qasr við strönd Persaflóans. Loftárásir hófust á ný í gærkvöldi. Stríð í Írak: Öflug mótspyrna Íraka í Umm Qasr  Saddam sagður hafa særst 12/15 STOFNAÐ 1913 81. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is ÍRAKAR hafa fimm bandaríska her- menn í sinni vörslu. Sýndar voru myndir af hermönnunum á arabísku sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera í gær og þá sáust einnig lík hermanna, sem féllu í bardögum við Nasiriyah. Bandaríkjamenn fordæmdu birtingu þessara mynda og fulltrúar Alþjóða Rauða krossins sögðu það brot á Genfar-sáttmálanum um meðferð stríðsfanga að taka slíkar myndir og birta opinberlega. Margar banda- rískar fréttastöðvar sögðust ekki ætla að sýna myndirnar. Hermennirnir fimm virtust óstyrkir á taugum. Tveir þeirra voru greinilega særðir. Greindu her- mennirnir frá nafni sínu og frá hvaða ríki Bandaríkjanna þeir væru. Ein kona er í hópnum og kvaðst hún heita Shauna og vera frá Texas. Var rödd hennar mjög óstyrk. Fangarar hermannanna spurðu hvort þau hefðu komið til að skjóta Íraka til bana en þau sögðust aðeins skjóta ef á þau væri skotið, og að þau hlýddu einungis skipunum. Reuters Írakar hafa fimm í haldi Bagdad, Washington, Genf. AFP, AP. STRÍÐINU í Írak var mótmælt víða um heim í gær, og voru m.a. fyrirhuguð mótmæli við Óskarsverðlaunaafhendinguna í Hollywood, sem fram fór í nótt. Í Róm söfnuðust nokkur þús- und manns saman við tvær her- stöðvar Bandaríkjamanna í mótmælaskyni, og í Madríd létu aðdáendur knattspyrnuliðsins Barcelona andúð sína á herför- inni í ljós þar sem lið þeirra lék við Racing Santander. Fyrrverandi bandarískir hermenn, margir með orður sem þeir hlutu fyrir bardaga í Þýskalandi, Kóreu og Víetnam, fóru friðargöngu í Washington, en skammt frá göngu þeirra héldu stuðningsmenn stríðsins útifund. Í Egyptalandi handtók lög- regla um 800 af þeim þúsundum er mótmæltu um helgina. Víðtæk mótmæli Reuters Fyrrverandi hermenn mót- mæla í Washington í gær. BANDARÍSKIR landgönguliðar úr 15. hraðliði komnir í skotstöðu í gær þar sem þeir stóðu vörð við flotastöð íraska hersins í Az Zubayar í eyðimörkinni í Suður-Írak. Hersveitir bandamanna mæta nú harðn- andi mótspyrnu Íraka, einkum við borgir í suðurhluta landsins. Landgönguliðar í skotstöðu As-Saliyah í Katar, Bagdad, Washington, Suður-Írak, Ankara. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.