Morgunblaðið - 24.03.2003, Síða 7

Morgunblaðið - 24.03.2003, Síða 7
ÞORBJÖRN Guðmundsson, formað- ur velferðarnefndar ASÍ, segir að sjúkradagpeningar Tryggingastofn- unar sem hlutfall af lægstu launum sé núna 26% en þetta hlutfall hafi árið 1988 verið 33,6%. Hann segir að vegna aukins hreyfanleika á vinnu- markaði sé stór hópur launafólks með mjög lítinn veikindarétt og staða hans sé í mörgum tilvikum bágborin. Stefán Ólafsson, prófessor við Há- skóla Íslands, kom inn á stöðu þessa hóps á velferðarráðstefnu ASÍ sl. miðvikudag. Hann sagði að þessir lágu sjúkradagpeningar væru svartur blettur á velferðarkerfinu. Hann benti á að á hinum Norðurlöndunum væru sjúkradagpeningar 70–100% af launum. Samkvæmt kjarasamningum gilda þær almennu reglur að fólk vinnur sér rétt til tveggja veikindadaga í hverjum mánuði eftir að hafa starfað hjá sama vinnuveitanda í einn mánuð. Eftir eitt ár á launafólk því eins mán- aðar veikindarétt. Eftir þriggja ára starf hjá sama vinnuveitanda öðlast fólk síðan einn mánuð í viðbót í veik- indarétt. Og eftir fimm ára starf öðl- ast fólk einn mánuð til viðbótar. Þá á fólk því rétt á dagvinnulaunum í þrjá mánuði ef það veikist. Ef fólk breytir um vinnustað missir það þennan rétt og byrjar að telja aftur frá núlli. Þetta er þó aðeins mismunandi milli stétt- arfélaga og vinnustaða. Hreyfing á vinnumarkaði rýrir veikindaréttindin Þorbjörn sagði að hreyfing á vinnu- markaði hefði aukist á seinni árum og því væri stór hópur fólks með mjög lítinn veikindarétt. Í þessu sambandi væri nauðsynlegt að hafa í huga að ef fólk yrði alvarlega veikt þannig að það reyndi á þennan rétt kæmu allir dag- ar þar sem fólk væri frá vinnu vegna minniháttar veikinda til frádráttar. Fólk á rétt á sjúkradagpeningum frá Tryggingastofnun 21 degi eftir að veikindi hefjast. Ef viðkomandi á ekki veikindarétt samkvæmt kjarasamingi geta greiðslur sjúkradagpeninga þó hafist 15 dögum eftir að veikindi hefj- ast. Í dag nema sjúkradagpeningar 821 krónu á dag að viðbættum 224 krónum fyrir hvert barn. Til viðbótar eiga þeir sem aðild eiga að stéttarfélagi rétt á að sækja um greiðslur úr sjúkrasjóðum félaganna. Meginreglan er að sjóðirnir greiði 3.000–4.000 krónur hvern virkan dag eða 65–86 þúsund krónur á mánuði í fjóra til sex mánuði. „Almenna reglan er að það er ekki fyrr en eftir sex mánuði sem fólk á möguleika á að komast inn á tíma- bundna örorku hjá lífeyrissjóðunum. Reyndar fá menn þá oft greitt aftur í tímann. En það getur samt myndast mjög langt tímabil sem fólk hefur nánast engan rétt nema þessa sjúkra- dagpenginga, sem eru lágir og hafa setið eftir líkt og gerst hefur með grunnlífeyri ellilauna,“ sagði Þor- björn. Á velferðarráðstefnunni gagnrýndi Stefán Ólafsson sjúkrasjóðakerfi verkalýðshreyfingarinnar og sagði að það væri 19. aldar fyrirbrigði. Hann hvatti til þess að sjóðirnir yrðu lagðir niður og sameinaðir kerfi Trygginga- stofnunar. Þorbjörn sagði að verkalýðshreyf- ingin þyrfti að vera vakandi yfir því sem hún væri með í sínum höndum, en sú hugmynd að leggja sjúkrasjóð- ina inn í Tryggingastofnun hefði ekki verið rædd innan hreyfingarinnar. Launþegahreyfingin yrði hins vegar að vera opin fyrir breytingum og það væri nauðsynlegt fyrir hreyfinguna að fara í gegn um umræðu um hlut- verk sjúkrasjóðanna. „Ef við ætlum að hafa sjúkrasjóðina áfram þurfum við líka að marka þeim mjög skýran bás í þessum tryggingamálum. Ef við gerum það ekki er líka nauðsynlegt að spyrja, til hvers erum við að reka þessa sjóði? Ég er sammála honum um að það er nauðsynlegt að fara í gegn um þessa umræðu og það er skylda okkar að sjá til þess að fjár- munirnir séu notaðir til þess að bæta réttarstöðu fólks.“ Margir launþegar hafa lítinn veikindarétt Sjúkradagpeningar eru 26% af lægstu launum                              FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 7 w w w .ic el an da ir .is ANDSTÆÐINGAR stefnu Banda- ríkjamanna og Breta í Íraksmálinu mótmæltu stríði við stjórnarráðið á laugardag. Rétt um 200 manns mót- mæltu hernaðinum í Írak. Lögregl- an var með mikinn viðbúnað og girti m.a. stjórnarráðið af. Yfirlög- regluþjónarnir Geir Jón Þórisson og Hörður Jóhannesson stóðu vakt- ina ásamt fleiri lögreglumönnum. Morgunblaðið/Júlíus Mótmæla stríði í Írak

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.