Morgunblaðið - 24.03.2003, Síða 17
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 17
Furugólf eru ekki bara furugólf
Gegnheil furugólfborð
úr fyrsta flokks
norskri furu
Lie Hövleri hefur framleitt
furugólfborð frá árinu 1863.
KroneGulv eru fullþurkuð og
tilbúin á gólfið. Ekkert vesen.
Leitið upplýsinga.
Njarðarnesi 1, Akureyri,
sími 462 2244
HINN 4. nóvember 2001 afhenti
ég samgönguráðherra Sturlu Böðv-
arssyni undirskriftalista frá á
fimmtánhundrað íbúum í Snæ-
fellsbæ, þar sem skorað er á þing-
menn Vesturlands, að beita sér
fyrir því að vegurinn yfir Fróð-
árheiði verði byggður upp með
bundnu slitlagi. Í síðasta lagi fyrir
haustið 2003. Í dag er 15. mars
2003, og kosningar í maí næstkom-
andi. Ekkert hefur verið gert, eða
heyrst um að í þessa framkvæmd
eigi að fara.
Nýverið ákvað ríkisstjórnin að
setja á fimmta milljarð króna í
flýtiframkvæmdir í vegamálum.
Það kemur ekki fram í fréttum að
setja eigi eina einustu krónu af
þessu í veginn yfir Fróðárheiði,
þrátt fyrir áskoranir til þingmanna
þar um. En flýtt skuli vegafram-
kvæmdum yfir Kolgrafarfjörð,
þrátt fyrir að sá vegur hafi verið
kominn á framkvæmdaáætlun.
Einnig eru settar 500 milljónir í
Suðurstrandarveg, sem allur liggur
um óbyggt svæði á milli Grindavík-
ur og Þorlákshafnar. En báðir
þessir staðir eru búnir að fá vegi
með bundnu slitlagi til sín fyrir
áratugum síðan.
Einnig furða ég mig á því að það
skuli verið að setja marga milljarða
í jarðgöng á milli Siglufjarðar og
Ólafsfjarðar, bara til þess að
tengja þessa tvo staði saman. Báðir
þessir staðir eru búnir að fá jarð-
göng og bundið slitlag til sín fyrir
áratugum síðan. Þetta er ótrúleg
framkvæmdaröðun, þegar staðir
eins og Vestfirðir og Austfirðir búa
við vegakerfi eins og flestum er
kunnugt um. Íbúar í Snæfellsbæ
eru reiðir yfir því að vera látnir
sitja á hakanum í vegaframkvæmd-
um, í aðeins 200 km fjarlægð frá
Reykjavík. Snæfellsbær er lang-
stærsta sveitarfélagið á Snæfells-
nesi, með um 1.700 íbúa, en á að
verða síðastur til að fá sómasam-
legan veg til sín. Það er kaldhæðn-
islegt að bæði samgönguráðherra
Sturla Böðvarsson og Magnús
Stefánsson, fyrsti og annar þing-
maður Vesturlands, eru báðir upp-
aldir í Ólafsvík, sem er stærsti
byggðakjarninn í Snæfellsbæ skuli
ekki bera betri taugar til okkar en
raun ber vitni.
Sturla Böðvarsson býr nú í
Stykkishólmi. Það vafðist ekki fyrir
honum að keyra í gegn eitt stk.
16,4 km nýjan fjallveg yfir Vatna-
heiði, í stað vegarins yfir Kerl-
ingaskarð, og var víst ekki farið al-
veg að settum reglum um um-
hverfismat, samkvæmt skrifum
landeigenda þar um, sem ég hef
ekki séð mótmælt. Vegurinn yfir
Vatnaheiði átti að kosta 700 millj-
ónir samkvæmt kostnaðaráætlun,
en vegurinn fékkst lagður fyrir 350
milljónir samkvæmt útboði, og var
lagður á einu ári. Samkvæmt ný-
legu útboði vegarins yfir Kolgraf-
arfjörð, fékkst tilboð sem er 109
milljónir undir kostnaðaráætlun.
Þessar tvær framkvæmdir eru því
459 milljónir króna undir kostn-
aðaráætlun.
Mér finnst að hluta af þessum
350 milljónum sem spöruðust
vegna lágs tilboðs vegna vegarins
yfir Vatnaheiði, hefði mátt setja í
að ljúka uppbyggingu vegarins yfir
Fróðárheiði, sem ekki eru nema 11
km, og helmingur vegarins kemur
til með að liggja þar sem vegurinn
liggur nú, sem sparar mikið fé, og
fara þá strax í að ljúka því verki.
Ég undra mig á að bæjarstjórn
Snæfellsbæjar skuli ekkert láta í
sér heyra um þetta brýna hags-
munamál íbúanna. En láta íbúana
sjálfa standa í undirskriftasöfnun
og blaðaskrifum til að knýja á um
þessa sjálfsögðu framkvæmd, sem
okkur var lofað fyrir sameiningu
sveitarfélaganna í Snæfellsbæ, en
allt hefur verið svikið.
Bæjarstjórn og samgönguráð-
herra virðast leggja ofurkapp á
uppbyggingu Útnesvegar fyrir jök-
ul með bundnu slitlagi, en sá vegur
er tvöfalt lengri en vegurinn yfir
Fróðárheiði. Útnesvegur liggur að
miklum hluta í óbyggð, eða frá
Hellnum að Hellissandi, og er því
eingöngu ferðamannavegur. Á Út-
nesveg og vegina niður á Arnar-
stapa og Hellnum er búið að leggja
bundið slitlag á meira en tvöfalda
leiðina yfir Fróðárheiði, sem allir
íbúarnir þurfa að fara um. Í Ólafs-
vík er heilsugæslustöð sem þjónar
öllum íbúum Snæfellsbæjar. Það er
því gífurlegt öryggismál íbúanna
að fá góðan uppbyggðan veg um
Fróðarheiði. Þegar mestar fram-
kvæmdir voru við uppbyggingu Út-
nesvegar, var aðeins lagður ca
tveggja km kafli upp í Fróðárheiði
að sunnanverðu, og svo knappt var
skammtað, að hann var látinn enda
í beygju og með halla út úr beygj-
unni, þó ekki væru nema 100 m
upp á langan beinan kafla sem nýr
vegur kemur til með að liggja um.
Þarna eru búnir að fara útaf og
velta 6 bílar á einu ári, með miklu
tjóni að mér er sagt. Bæjarstjórn
og samgönguráðherra virðast hafa
mestan áhuga á að byggja upp Út-
nesveg, sem liggur í gegnum þjóð-
garðinn Snæfellsjökul. Og sam-
kvæmt skrifum þeirra á þessi
þjóðgarður öllu að bjarga hér í bæ.
Skítt með trillukarla sem aldrei
hafa fengið stuðning bæjarstjórn-
ar, í baráttu fyrir lífi sínu við mis-
vitur stjórnvöld, þótt flest önnur
sveitarfélög á landinu hafi gert
það.
Ég bið íbúa Snæfellsbæjar að
hlusta nú vel á þingmenn okkar,
sem verða nú í framboði í hinu
nýja Norðvesturkjördæmi okkar
fyrir alþingiskosningarnar í maí
næstkomandi, og knýja þá um skýr
svör, og ekki láta þá komast upp
með útúrsnúninga eins og þeim er
tamt. Því nú viljum við efndir, en
ekki svikin loforð.
Um vegamál í
Snæfellsbæ og víðar
Eftir Martein G.
Karlsson
„Ég undra
mig á að
bæjarstjórn
Snæfells-
bæjar skuli
ekkert láta í sér heyra
um þetta brýna hags-
munamál íbúanna.“
Höfundur er trillukarl í Ólafsvík.
ER ég las grein eftir Sigríði
Þorgeirsdóttur og Rósu Erlings-
dóttur í Morgunblaðinu 13. mars
síðastliðinn langaði mig að upplýsa
þær um nokkur atriði er snúa að
mörgum karlmönnum.
Þær tala um að 11.000 einstæðar
mæður séu á Íslandi en einungis
800 feður. Á þessum tölum er
ósköp einföld skýring, í 92% tilvika
fær móðirin forsjá barns eða lög-
heimili þess við skilnað foreldra.
Þeir karlmenn sem vilja forræði
barna sinna og fara með mál það
fyrir dómstóla eiga svo til enga
möguleika á því að fá forræði
barns á móti móður.
Það er gríðarlega kostnaðar-
samt að fara í forsjármál og hef ég
slíka reynslu sjálfur.
En þá komum við að stóra jafn-
réttismálinu, þegar forsjárlausir
feður vilja taka þátt í lífi barna
sinna er þeim meinaður aðgangur
fyrir utan þann tíma sem ég kalla
fangelsistímann. Það er önnur
hver helgi og þar fram eftir göt-
unum eins og allir kannast við.
Ef feður sætta sig ekki við slíkt
kemur til kasta sifjadeildar sýslu-
manna sem úrskurða um umgeng-
isrétt barna við forsjárlausa for-
eldrið.
Hjá sýslumanninum í Reykjavík
eru einungis kynsystur ykkar sem
starfa við það að ákveða hvað mik-
inn tíma barnið fær með föður sín-
um.
Þessar systur eru ekki uppeldis-
menntaðar að neinu leyti, þær eru
löglærðar sem er heldur undarlegt
í ljósi þess að ekki er til í lögum
hvað mikinn lágmarkstíma barn
skal umgangast forsjárlausa for-
eldrið.
Úrskurðir skulu byggjast á
bestu hagsmunum barnsins og
efast ég hreinlega um að lögfræð-
ingar séu best til þess fallnir að
ákveða slíkt, með fullri virðingu.
Miðað við skoðaða úrskurði frá
embættinu sýnist mér á öllu að
þeir byggist á dagsformi viðkom-
andi úrskurðaraðila en ekki á
neinu sem heitir „bestu hagsmunir
barnsins“.
Skoðun mín er þessi, á meðan
konur einoka þessi störf og um-
gengisrétti okkar feðra er haldið í
lágmarki kemst aldrei á launa- eða
kynjajafnrétti í landinu.
Þegar karlpeningurinn fær ekki
að taka þátt í uppeldi barna sinna
höfum við ekkert annað að gera en
að vinna og erum þar af leiðandi
taldir betra vinnuafl með minni
skyldur gagnvart heimili og börn-
um.
Vil ég nota þetta tækifæri og
þakka þingmönnum fyrir feðraor-
lofið, það er sennilega stærsta
skref sem stigið hefur verið í
launajafnrétti kynjanna.
Haldið áfram baráttunni, stelp-
ur, því það er fáránlegt að konur
og karlar fái ekki sömu laun fyrir
sömu vinnu.
Of seint fyrir kynja-
jafnrétti? Aldrei
Eftir Ottó Sverrisson „Þegar karl-
peningurinn
fær ekki að
taka þátt í
uppeldi
barna sinna er ekkert
annað að gera en að
vinna.“
Höfundur er hópstjóri.
ÉG VIL byrja á því að þakka Ás-
geiri Long fyrir fróðlega grein um
sýningu nokkurra íslenskra uppfinn-
ingamanna, sem haldin var í Hönn-
unarsafninu í Garðabæ 8.–23. febr-
úar síðastliðinn. Ásgeir átti þar
góðan hluta af sýningunni. Eins og
hann sjálfsagt varð áskynja, þá
komst ekki mikið meira efni fyrir í
þessum sal enda var þessari sýningu
aðeins ætlað að sýna brot af þeim
uppfinningum, sem gerðar hafa ver-
ið á Íslandi.
Landssamband hugvitsmanna
hefur starfað sem áhugamannafélag
síðan í febrúar 1996. Undirrituð hef-
ur starfað í stjórn félagsins frá upp-
hafi, fyrst sem ritari og sem formað-
ur frá 1998. Við höfum barist fyrir
því að fá að taka þátt í stefnumótun
nýsköpunarmála á Íslandi og að
þjónusta uppfinningamenn og frum-
kvöðla, en því miður við fálátar und-
irtektir ráðamanna. Undirrituð hef-
ur margoft bent á þörfina fyrir því að
koma á fót Uppfinningasafni Ís-
lands, til þess að gera lýðum ljóst að
Ísland á uppfinningamenn á heims-
mælikvarða. Það sem hefur staðið í
vegi fyrir framgangi íslenskra upp-
finninga er skortur á fjármagni,
virðingarleysi við uppfinningamann-
inn og kunnáttuleysi í markaðsmál-
um.
Enn þann dag í dag er ekki til þol-
inmótt fjármagn til að setja í nýjar
hugmyndir og virðingarleysið er enn
til staðar. Það sem uppfinninga-
mönnum er boðið upp á í dag eru
námskeið í að gera viðskiptaáætlanir
varðandi sínar hugmyndir svo stuðn-
ingskerfið geti skilið þær betur.
Þetta er ekki það sem uppfinn-
ingamenn vilja, þeir óska ekki eftir
slíkri skriffinnsku enda miðast hún
bara við að skapa þeim atvinnu sem
hafa með stuðningskerfið að gera,
þ.e. peningarnir fara úr hægri vasa í
þann vinstri en lenda ekki hjá upp-
finningamanninum. Það miðast allt
við það að gera uppfinningamenn að
viðskiptafræðingum sem þeir hafa
margbent á að þeir eru ekki og hafa
takmarkaðan áhuga á að verða. Þeir
vilja einungis sjá hugmyndina sína
verða að veruleika.
Landssamband hugvitsmanna
hefur margoft bent á, að það er byrj-
að á öfugum enda. Það þarf að byrja
á því að kanna nýnæmi nýrra hug-
mynda og gera frumgerð. Nýnæm-
isathugun er nú hægt að framkvæma
á Netinu að hluta til en fullkomna
leit verður að gera með aðstoð er-
lendra einkaleyfastofa. Frumgerð er
ekki hægt að fá aðstoð við að gera
hjá Impru (Iðntæknistofnun) eins og
Ásgeir bendir á þrátt fyrir að til-
heyrandi tæki séu þar til staðar.
Landssambandið gagnrýndi þetta
strax þegar Frumkvöðlasetur Impru
var sett á laggirnar árið 1999. Hverj-
um á þetta frumkvöðlasetur að
þjóna? Leiga á skrifstofuaðstöðu er
ekki fremst á forgangslista uppfinn-
ingamanna.
Undirrituð barðist fyrir því á sín-
um tíma að Landssambandið fengi
að taka þátt í samstarfi um Nýsköp-
unarkeppni grunnskólanna, sem
gekk eftir og höfum við verið þátt-
takendur í því verkefni síðastliðin
þrjú ár. Paul Jóhannsson, sem Ás-
geir nefnir í grein sinni, er starfandi í
stjórn félagsins og hefur fullan
stuðning þess við undirbúning frum-
gerðasmíðaverkstæðisins.
Landssamband hugvitsmanna er
stolt af þeim verkum sem því hefur
tekist að koma á laggirnar undanfar-
in ár eins og t.d. uppsetningu á sýn-
ingu nokkurra íslenskra uppfinn-
inga. Við erum áhugamannafélag og
öll í fullri vinnu við að koma eigin
hugmyndum á framfæri. Á meðan
stjórnvöld sjá sér ekki fært að styðja
betur við bakið á uppfinningamönn-
um né félagi þeirra þá gerum við
bara eins og við getum, annað er
ekki hægt að ætlast til af okkur.
Uppfinningamenn á Íslandi eiga
heiður skilið fyrir að hafa barist á
móti straumnum í öll þessi ár við að
koma með nýjungar á markað, og
berjast enn. Það minnsta sem stjórn-
völd geta gert er að koma upp safni
um þessar merkilegu minjar sem er
hluti af Íslandssögunni, og alltaf
bætist við. Safnið þarf að vera lifandi
og aðgengilegt fyrir unga fólkið, með
uppgötvunarmiðstöð og aðstöðu fyr-
ir tilraunir. Það sem gert hefur verið
þarf að vera sýnilegt. Ungur nemur,
gamall temur.
Að lokum þakkar Landssamband
hugvitsmanna Ásgeiri Long fyrir
þátttöku í sýningunni og óskar eftir
ábendingum um fleiri íslenska upp-
finningamenn. Einnig vill félagið
þakka Aðalsteini Ingólfssyni fyrir
lánið á Hönnunarsafni Íslands undir
sýninguna.
Sýning Landssam-
bands hugvitsmanna
Eftir Elínóru Ingu
Sigurðardóttur
Höfundur er formaður Lands-
sambands hugvitsmanna.
„Uppfinn-
ingamenn á
Íslandi eiga
heiður skilið
fyrir að hafa
barist á móti straumn-
um í öll þessi ár við að
koma með nýjungar á
markað, og berjast
enn.“