Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 24
MINNINGAR
24 MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Mig langar til að
minnast Guðbjargar,
tengdamóður minnar,
og þakka henni fyrir
allt sem hún hefur gert fyrir mig og
mína undanfarin 25 ár.
Það var oft hringt í Ásgarðinn í
upphafi búskapar okkar Stjána og
beðið um ráð hvort sem var um að
ræða matseld eða barnauppeldi og
alltaf gaf hún rétta ráðið. Já, þótt
lengi væri leitað þá fyndist hvergi
jafn barngóð kona, en hjá henni
nutu barnabörnin sín alltaf vel, eins
og öll börnin sem hún hafði í gegn-
um árin í daggæslu. Já, hún var
yndisleg og einstök kona.
Elsku Guðbjörg mín, nú trúi ég
því að þú sért komin á þann stað
þar sem við öll hittumst að lokum
og að nú líði þér vel.
Takk fyrir allt. Þú varst yndisleg
tengdamamma og ég geymi margar
minningar um þig í hjarta mínu. Ég
kveð þig með söknuði. Megir þú
hvíla í friði, Guð geymi þig og bið ég
hann um að hjálpa öllum sem voru
nánir þér og eiga um sárt að binda
og sendi ég þeim öllum innilegar
samúðarkveðjur.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Guðbjörg, ég gleymi þér
aldrei.
Þín tengdadóttir,
Ingunn.
Elsku amma.
Það er svo skrítið að hugsa um
GUÐBJÖRG
ÓLAFSDÓTTIR
✝ Guðbjörg Ólafs-dóttir fæddist í
Skjaldabjarnarvík í
Árneshreppi á
Ströndum 8. nóvem-
ber 1935. Hún lést á
Landspítala við
Hringbraut 12. mars
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Bústaðakirkju
21. mars.
það að þú sért dáin.
Það er mér svo óraun-
verulegt, þú varst svo
ung, of ung til að
kveðja þennan heim.
En allar minningarnar
um þig eru vel varð-
veittar í huga mínum,
ég mun minnast þín
oft.
Mér fannst svo gott
hve vel þú hugsaðir
um okkur, þegar við
komum í heimsókn
fengum við ekki að
fara fyrr en allir voru
saddir og búnir að fá
eitthvað gott úr nammidollunni.
Ég man að þegar ég var lítil
fannst mér svo gott að kúra í sóf-
anum þínum og lesa Emmu-bæk-
urnar þínar. Þú varst alltaf svo góð,
passaðir vel upp á að okkur leiddist
aldrei hjá þér, varst alltaf tilbúin að
leika við okkur og grínast, það var
alltaf svo gaman að vera hjá þér.
Svo þegar ég varð eldri og eign-
aðist börnin mín fannst þér svo
gaman að prjóna handa þeim.
Reyndar fannst þér svo gaman að
prjóna að allir í ættinni nutu góðs
af. Það var líka svo gott að tala við
þig og fá ráð því þú vissir allt. Ég
hringdi oft í þig til að fá uppskriftir
og þér fannst alltaf jafn gaman að
leiðbeina mér svo á meðan ég eld-
aði.
En elsku amma, nú kveð ég þig
og mun aldrei gleyma þér. Ég mun
vera dugleg að segja Kristjáni og
Ingunni frá þér svo þau muni alla
tíð hversu góð kona þú varst.
Ég sakna þín sárt og mun ávallt
elska þig.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Vertu sæl amma mín og Guð
blessi þig.
Þín sonardóttir,
Helga
Kristjánsdóttir.
Mig langar að minnast ömmu
minnar. Amma mín, þú sem alltaf
ert svo góð og gaman hjá þér og afa
í sveitinni. Þú ert nú örugglega
núna ekki lengur veik. Nú ert þú
örugglega að skemmta þér með
Stefaníu stóru frænku. Ég mun
sakna þín alla tíð.
Þín
Halldóra Dögg
Kristjánsdóttir.
Þegar ég sest niður og hugsa til
hennar Guggu hvarflar hugurinn til
þess tíma þegar maður var polli
heima í Ólafsvík, þegar fjölskyldan
var að fara í höfuðborgina. Við gist-
um alltaf hjá Guggu og Stebba, allt
var svo spennandi, þau áttu heima í
stærsta húsi sem ég hafði séð og í
risaborg. Alltaf var tekið jafnvel á
móti okkur þegar við komum.
Gugga var í mínum huga ótrúleg
kona, dugnaðurinn í að redda öllu
þegar átti að fara um borgina, hún
rataði allt og vissi allt í Reykjavík
og gat alltaf sagt pabba hvert átti
að fara. Þetta var furðulegt fyrir
lítinn polla utan af landi. Eftir því
sem árin hafa liðið hefur það ekkert
breyst – hún reddaði öllu. Eftir að
ég flutti til Reykjavíkur hef ég
stundum litið inn til þeirra hjóna til
að spjalla yfir kaffibolla og alltaf er
tekið jafnvel á móti mér og yfirleitt
fer ég heim með eitthvert heima-
gert góðgæti frá Guggu.
Síðustu misseri hefur Gugga bar-
ist hetjulega við veikindi sín og
staðið sem klettur en nú hefur hún
þurft að láta undan. Og eins og ég
segi við börnin: „Hún Gugga er orð-
in engill.“ Nú er hún hjá Stefaníu
dóttur sinni og ég er viss um að þær
halda verndarhendi yfir Stebba og
börnunum þeirra.
Elsku Stebbi og börn, við Svan-
hildur og börnin okkar biðjum Guð
að vera með ykkur.
Magnús A. Einarsson.
Árið 1933 fluttist
fjölskylda mín á Ás-
vallagötuna. Þá var
ég 10 ára. Ingvar og
fjölskylda hans
bjuggu þar líka. Þá var gatan,
ólíkt því sem nú er, aðalleikvangur
barna og unga fólksins. Þar iðaði
allt af lífi bæði um helgar og á
kvöldin eftir að skóla lauk. Þarna
áttum við Ingvar margar góðar
stundir saman, ásamt með öðrum
krökkum sem heima áttu við göt-
una og næsta nágrenni.
Já, gatan var okkar svæði. Við
fórum þarna í ýmsa leiki sem ekki
tíðkast lengur. Bílaumferð var svo
til engin sem hætta gat stafað af.
Þetta var friðsæll heimur og gjör-
ólíkur því sem við þekkjum í dag.
Knattspyrna var m.a. áhugamál
okkar Ingvars. Þar var hann í
fremstu röð og allir vildu hafa
hann í sínu liði. Þar kom að við
gengum til liðs við Knattspyrnu-
félagið Víking og lékum þar saman
í öllum yngri flokkum félagsins og
síðar í meistaraflokknum til ársins
1949, þá komnir á fertugsaldurinn.
Þess skal og getið að Ingvar var
um skeið formaður Víkings, og var
ég með honum í þeirri stjórn.
Oft var eftir því tekið hve mál-
snjall Ingvar var. Hann útskrif-
aðist úr Verslunarskóla Íslands ár-
ið 1942 og vann alla tíð við
verslunar- og skrifstofustörf.
Eins og ég hefi greint frá vorum
við Ingvar mjög nánir á unglings-
árunum. Tókum við t.d. upp á því
að ferðast saman. Aðeins tólf ára
gamlir fórum við á reiðhjólum með
tjald og einhvern útbúnað og
hugðumst dvelja utanbæjar í ein-
hverja daga.
Götur voru lítið sem ekkert mal-
bikaðar og því erfiðar yfirferðar.
Sérstaklega utan bæjarmarkanna.
Við komust þó langleiðina að
Rauðhólum. Þar var tjaldað. En
nú fór gamanið að grána. Við átt-
um ekkert úr, og vissum ekkert
hvað tímanum leið.
Svoleiðis dýrgripi fengu flest
börn ekki fyrr en þau fermdust í
þá daga. Þetta var í júnímánuði.
Það ringdi stöðugt og ekki sást til
sólar. Nætur og dagar runnu sam-
an. Fór því sitthvað öðruvísi en til
stóð og best að láta kyrrt liggja.
En þetta var mikil lífsreynsla fyrir
tvo litla labbakúta sem héldu að
þeir gætu sigrað heiminn.
En við létum ekki deigan síga.
Við ákváðum að fara í hringferð
um landið. Þá vorum við 16 ára að
INGVAR N.
PÁLSSON
✝ Ingvar N. Páls-son fæddist á
Lambastöðum í Mið-
neshreppi 17. nóv-
ember 1922. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 1. janúar
síðastliðinn og var
útför hans gerð í
kyrrþey að hans ósk.
mig minnir. Tókum
strandferðaskip til
Vestmannaeyja og
þaðan áfram til Reyð-
arfjarðar. Fórum með
rútubíl til Egilsstaða
og áfram uppí Hall-
ormsstaðaskóg þar
sem við dvöldum í
tjaldi í nokkra daga.
Síðan var haldi áfram
með rútubíl norður,
stoppað í Lindar-
brekku, þar sem fal-
ast var eftir hestum
og leiðsögumanni.
Nú skyldi haldið í
langferð á hestum alla leið að
Dettifossi. Þetta gekk eftir.
Ferðin tók tvo daga. Leiðsögu-
maður okkar hét Jón Pálsson
bóndi í Þórunnarseli í Kelduhverfi.
Fór hann með okkur aðra leið og
fallegri en venja var, meðal annars
um Hljóðakletta og Svínadal en
þar hafði Jón fæðst og alist upp.
Nú var þetta eyðibýli, torfbær
kominn að falli. Það var sérkenni-
leg tilfinning fyrir okkur „borg-
arbörnin“ að leggjast þarna til
hvílu. Við skynjuðum þá miklu ein-
angrun og hörðu lífsbaráttu sem
þarna hlaut að hafa átt sér stað.
Við vorum örþreyttir og sváfum
alsælir svefni hinna réttlátu.
Morguninn eftir var haldið heim á
leið. Það var mikið sungið í þessari
ferð. Jón bóndi var í karlakór
sinnar sveitar og Ingvar hafði,
eins og allir vita sem hann þekktu,
einstaklega gaman af að syngja.
Var því oft farið af baki og lagið
tekið, sem okkur fannst hljóma
svo undurfallega í allri þessarri
kyrrð og fagra umhverfi. Já, þetta
var fyrir okkur alveg ógleymanleg
ferð sem er nú eins og perla í
minningunni. Heim komum við svo
nokkrum dögum síðar, með stuttri
viðkomu á helstu viðkomustöðum
rútubílstjóra norðanlands og vest-
an á leiðinni til Reykjavíkur.
Allar götur síðan höfum við
Ingvar og fjölskyldur okkar haldið
saman, notið samvistanna í afmæl-
um, giftingum og fermingum
barna okkar.
Konur okkar hafa verið saman í
saumaklúbbi en við Ingvar, ásamt
góðum félögum okkar til margra
ára, spilað badminton og bridge
svo lengi sem heilsa og færni hef-
ur leyft.
Ingvar var mikill gæfumaður í
sínu lífi.Hann kvæntist ungur ynd-
islegri konu Steinunni H. Bernd-
sen (Dídí) sem var mikill gleðigjafi
og góð manneskja sem öllum þótti
vænt um sem henni kynntust. Þau
áttu saman fjögur börn, tvær
stúlkur og tvo drengi sem öll eiga
sínar fjölskyldur sem farnast hef-
ur vel í lífinu með sínu góða við-
móti og elskusemi.
Það hefur af ýmsum ástæðum
dregist að festa þessi kveðjuorð á
blað. Bið ég forláts á því. Nú
sakna ég vinar í stað. Það er sem
strengur hafi slitnað.
Ég þakka Ingvari af heilum hug
samfylgdina sl. sjötíu ár og bið
honum Guðs blessunar.
Gunnlaugur Lárusson.
✝ Dagmar Einars-dóttir fæddist á
Kappeyri á Fá-
skrúðsfirði 17. júní
1914. Hún var dóttir
hjónanna Einars
Stefánssonar og
Kristjönu B. Eiríks-
dóttur. Systkini Dag-
marar voru Kristín,
Eiríkur, Björgvin
Erlendur, Einar
Guðni og Valgeir,
þau eru nú öll látin.
Eiginmaður Dag-
marar var Þorkell
Þorsteinsson, f. 15.10. 1909, d.
24.6. 1982. Sonur
hennar var Sævar
Sigurðsson, f. 20.9.
1944, d. 19.4. 1992,
maki Sóley Sigur-
sveinsdóttir, f.
12.12. 1948. Börn
þeirra eru Dagmar
Þóra, f. 15.4. 1967,
Jón Ellert, f. 4.7.
1970, og Freyr
Gauti, f. 25.5. 1985.
Útför Dagmarar
verður gerð frá Fá-
skrúðsfjarðarkirkju
í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Ástkær tengdamóðir mín, Dag-
mar Einarsdóttir, er látin 88 ára að
aldri eftir erfið veikindi. Hugur
minn leitar til baka þegar ég kynnt-
ist henni fyrst sumarið 1964.
Þá kom ég til Fáskrúðsfjarðar
með syni hennar, Sævari Sigurðs-
syni, sem varð lífsförunautur minn í
29 ár en hann lést af slysförum 19.
apríl árið 1992.
Ég sé húsið þeirra Þorkels og
Döggu fyrir mér, allt svo snyrtilegt
og fallegt og fjörðurinn fagri þar
sem ég átti eftir að eiga heima frá
árinu 1965 til dagsins í dag.
Þegar inn var komið sá ég stofu
sem var eins og ævintýri, blóm hvert
sem litið var og veggir, stólar og
borð, allt skreytt með hannyrðum
Döggu en hún var annáluð fyrir
handverk sitt og hún var einstak-
lega vandvirk við allt sem hún vann
við.
Hún hafði mjög gaman af blóma-
rækt og þau döfnuðu vel í hennar
stóru höndum eins og allt annað.
Dagga og Þorkell voru með kindur
og hænur sér til búdrýginda í mörg
ár en slíkt var nokkuð algengt þá.
Ég minnist þess hvað það var gam-
an að vinna með Döggu við heyskap-
inn, þá var betra að vera ekki að
hangsa við að snúa í heyinu ef mað-
ur ætlaði að hafa við henni. Seinna
tókum við Sævar við þessum litla
bústofni og áttum við og börn okkar
eftir að hafa mikla ánægju af því.
Dagga var stór kona jafnt hið ytra
sem innra og hamhleypa til allra
verka enda var hún eftirsótt til
vinnu og mér er óhætt að segja að
hún var duglegasta manneskja sem
ég hef kynnst. Dagga var ekki alltaf
allra, en þeim sem hún tók var hún
gulli betri, hún lá ekki á skoðunum
sínum og gat þá oft verið ansi bein-
skeytt ef henni fannst ástæða til.
Dagga var oft mjög skemmtileg
enda með afbrigðum orðheppin og
hún á mörg gullkorn sem ekki munu
gleymast. Eftir að Þorkell maður
hennar lést árið 1982 hélt hún heim-
ili með Björgvini bróður sínum á
meðan hann lifði. Síðustu æviárin
bjó Dagga á dvalarheimilinu Upp-
sölum hér á Fáskrúðsfirði, þar leið
henni vel og vil ég þakka starfsfólk-
inu þar fyrir einstaka umönnun og
góðvild, ekki síst núna undir lokin
þegar hún var orðin svo veik, kærar
þakkir til ykkar allra.
Dagga eignaðist aðeins einn son,
Sævar, fæddan 20. september árið
1944, það var henni mikið áfall þeg-
ar hún missti hann af slysförum árið
1992.
Sævar lét eftir sig þrjú börn; þau
eru Dagmar Þóra, Jón Ellert og
Freyr Gauti, barnabörnin voru
henni óendanlega mikils virði enda
leituðu þau alltaf mikið til hennar og
þar áttu þau gott skjól.
Nú þegar komið er að leiðarlokum
vil ég þakka tengdamóður minni,
Dagmar Einarsdóttur, fyrir allt sem
hún gerði fyrir mig, fáum eða eng-
um á ég eins margt að þakka eins og
henni.
Elsku Dagga, blessuð sé minning
þín.
Sóley Sigursveinsdóttir.
DAGMAR
EINARSDÓTTIR