Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 29 Myndlistarmennirnir þrír,sem sýnt hafa í Kúlunni íÁsmundarsafni við Sig-tún í vor, eru Tumi Magnússon, Finnbogi Pétursson og Eygló Harðardóttir, en sýningar- stjórar eru Hanna Styrmisdóttir og Pétur H. Ármannsson. Yfirlýst markmið sýningaraðar- innar er að kanna möguleika hins sérstæða sýningarrýmis sem Kúlan er og hvetja til endurskoðunar á hlutverki Ásmundarsafns í sam- félaginu. Glas sem tæmist smátt og smátt Sýning Tuma Magnússonar var sú fyrsta í sýningaröðinni, en hún stóð yfir dagana 16. janúar til 16. febrúar. „Mér finnst Kúlan mjög fallegt rými og sérstakt, en um leið gerir það nokkrar kröfur til manns að búa til verk inn í hana. Hljómburðurinn og lögunin er það sem einkum gerir það sérstakt. Mér fannst mjög gaman að takast á við það, og einmitt vegna þess hvernig það er, fór ég þá leið að gera myndband,“ segir Tumi, en þetta var í fyrsta sinn sem hann sýn- ir opinberlega myndbandsverk, þó hann hafi fengist við gerð þeirra um nokkurt skeið. „Mér fannst mynd- band henta þessu rými mjög vel, meðal annars vegna hljóðsins í Kúl- unni sem er svo stór hluti af upplifun rýmisins. Með þeim hætti var hægt að virkja alla aðalþætti hennar.“ Hann segir verkið vera í framhaldi af því sem hann hefur fengist við í list- sköpun sinni undanfarin ár, þó að um frumraun á vettvangi myndbands- sýninga hafi verið að ræða. „Ég hef meðal annars verið að vinna með liti efna og myndir af hlutum sem eru felldar inn í rými.“ Myndband Tuma er tekið upp í gegn um glas sem inniheldur mis- munandi tegundir vökva, sem hann tæmir smátt og smátt. „Þetta er tek- ið upp utandyra, og um leið og glasið tæmist, sést meir og meir í himininn. Á vissan hátt virkar glasið því eins og gluggi líka. Þegar maður fær sér sopa af drykk, myndast óhjákvæmi- lega hljóð um leið, svo það heyrist söturhljóð líka í Kúlunni miðri. Ef maður býr til hljóð í henni miðri heyrist það úr öllum áttum og er alls staðar jafn sterkt.“ Tumi segist ekki hafa hafa haft Ásmund Sveinsson og verk hans sérstaklega til hliðsjónar við gerð innsetningarinnar. „En Kúl- an er nánast eins og skúlptúr eftir hann og þar sem ég er að vinna með rýmið þar, hlýtur hann að vera þarna einhvers staðar á sveimi.“ Hljóðstækkunargler Finnbogi Pétursson sýndi í Kúl- unni frá 27. febrúar til 30. mars. Hann segir innsetningu sína vera í framhaldi af verki sem hann sýndi í Nýlistasafninu árið 1991 – í báðum tilfellum er um myndgervingu hljóðs að ræða. „Ég ákvað að nota fyrst og fremst hljóðið í Kúlunni, því það er búið að sitja í mér frá því að ég kom þangað fyrst. Maður lendir ekki í því á hverjum degi að standa inni í para- bólu eða hálfhring! Í raun virkar Kúlan eins og hljóðstækkunargler, allt hljóð safnast fyrir í miðju henn- ar, þannig að ég mældi eigin tíðni hennar, sem reyndist vera í kring um 55 rið. Ég notaðist svo við tíu tóna, frá 50 til 60 riðum úr fjórum lágtíðnihátölurum, til að koma hreyf- ingu á yfirborð vatns sem lýst erí gegn um með ljósi. Þannig varpast yfirborð vatnsins upp í loftið og breytir um form eftir því hvaða tíðni berst út úr hátölurunum,“ segir Finnbogi. Hann segir verkið samsett úr þeim elementum sem hann hefur unnið með í listsköpun sinni undan- farin ár. „Í hljóði notast ég við kassa-, hring- og sinus-bylgjur, í formi nota ég kassa, þríhyrning og hring og í ljósi nota ég RGB – rauð- an, grænan og bláan. Litirnir verða að hvítum sé þeim blandað saman í ljósi, ef formunum er blandað saman kemur út óreglulegt form og úr hljóðunum samanblönduðum kemur „noise“ – allar tíðnir líkt og heyrist milli útvarpsstöðva. Þetta verk í Kúl- unni er því algerlega unnið útfrá mínum formúlum.“ Finnbogi segir Ásmund Sveinsson í raun ekki tengjast verki sínu að öðru leyti en því að hann byggði Kúl- una. „En ég er að leika mér að sömu formum og hann var að gera og nýti mér sköpunarverk hans. Ég hef það á tilfinningunni að þessi kúla hafi verið honum mikið hjartans mál – þetta er fantasía sem hann lætur vaða á, hálft í hvoru praktísk og hálft í hvoru leikur. Björn Th. Björnsson sagði alltaf í listasögunni að Ás- mundur hafi byggt Kúluna með það að markmiði að vinna litlar högg- myndir í henni, en það hafi ekki gengið eftir – strax við fyrsta höggið hafi hann áttað sig á því að eitt lítið högg kæmi tífalt tilbaka. Ásmundur hefur því orðið fyrir áhrifum, líkt og ég, af endurkastinu þarna inni.“ Finnbogi lætur vel af verkefninu og segir það vera skemmtilegt inn- legg í íslenska myndlistarflóru. „Það getur verið erfitt að vinna inn í svona sérstakt rými eins og Kúlan er, en mér fannst það skemmtileg áskorun. Að mörgu leyti hentar hún list minni mjög vel og ég sá marga möguleika fyrir mér þar.“ Hann segist hafa margar hugmyndir um tengd verk- efni. „Til dæmis mætti athuga að nota aðra hluta safnsins í svipað verkefni, eða að fá listamenn til að vinna út frá ákveðnu verki eftir Ás- mund.“ Hús sem táknmynd drauma Innsetning Eyglóar Harðardótt- ur, sem opnuð var almenningi 10. apríl og hægt er að skoða í safninu þar til um næstu helgi, fjallar um tenginguna milli sjónrænnar skynj- unar og myndleifa annars vegar og hugans og minninganna og mögu- leikanna sem myndast þar á milli hins vegar. „Innihald verksins teng- ist formi Kúlunnar, því það er sterk heildartilfinning sem fylgir því að vera þarna inni. Þetta er afmarkaður heimur, sem er mjög laus frá jörð- inni. Þú ert uppi á annarri hæð í safninu og á herberginu eru 24 litlir gluggar, sem vísa út og upp á við, ekki niður á við, og fyrir vikið áttu erfitt með að sjá hvað er að gerast niðri á jörðinni fyrir utan bygg- inguna. Þannig kom upp sú hug- mynd að nota meðal annars táknmál drauma – þessi sýn sem maður hefur út úr Kúlunni býður uppá huglægt viðfangsefni á borð við þetta,“ segir Eygló, sem notar algenga táknmynd úr draumum í innsetningunni – hús – ásamt ljósmyndum sem hún hefur tekið sjálf og fréttamyndum úr dag- blöðum. „Það sem vakti áhuga minn á að velja hús sem táknmynd, er að hún endurspeglar oft vökuástand manneskjunnar – þig dreymir ein- hverja byggingu sem getur verið mjög táknræn og skýr, og síðan er eitthvað að gerast hjá þér í veru- leikanum. Þú reynir að tengja saman þetta tvennt, en það er alltaf einhver óútskýranleg gjá þarna á milli og þú nærð ekki alltaf að brúa þetta. Á sama hátt nota ég dagblöð og ljós- myndir og tengi myndmálið þannig saman að við samanburð þeirra skapast möguleikar: Uppbygging verksins er einskonar kortlagning athyglinnar og hugans. Þú horfir á mynd og minningabrot koma upp í hugann, samanburðurinn getur ver- ið óljós eða öðlast dýpri merkingu, athyglin getur brúað gjána sem þarna skapast.“ Eygló segir verkið vera í anda þess sem hún hefur verið að vinna að undanförnu. „Ég hef verið að skoða myndmálið og þessa sjónrænu skynjun – hvernig hugur og skynjun vinnur saman og hvers konar teng- ingar skapast hjá manneskjunni við að horfa á myndir eða liti. Innihald og form þessa verks er þó algjörlega tengt rýminu sem það er unnið í. Út- færslan hefði til dæmis orðið allt öðru vísi ef Kúlan væri ekki uppi á annari hæð, þá hefði ég ef til vill ekki notað drauma, heldur eitthvað ann- að. Það er líka sérstakt að vinna bæði með þetta tiltekna rými og lista- manninn Ásmund Sveinsson sem óhjákvæmilega fylgir með í kaupun- um, og var fyrir vikið bæði krefjandi og áhugavert, en um leið mjög spennandi – það er ekki hægt að setja hvað sem er þarna inn.“ Möguleikar Kúlunnar kannaðir Frá því í janúar hafa myndlistarsýningar þriggja núlifandi listamanna staðið yfir í Ásmundarsafni. Sýningaröðin ber yfir- skriftina Kúlan og vísar heitið til þess að listamennirnir hafa unnið verk sín inn í samnefnt rými í safninu, sem er elsti hluti hússins sem hannað var af Ásmundi Sveins- syni myndhöggvara. Inga María Leifsdóttir hitti listamennina að máli. Ljósmynd/Kristján Pétur Guðnason Eygló Harðardóttir notar algenga táknmynd úr draumum í innsetningu sinni í Kúlunni – hús – ásamt ljósmyndum sem hún hefur tekið sjálf og fréttamyndir úr dagblöðum. „Þig dreymir einhverja byggingu sem getur verið mjög táknræn og skýr, og síðan er eitthvað að gerast hjá þér í veruleikanum. Þú reynir að tengja saman þetta tvennt, en það er alltaf einhver óútskýranleg gjá þarna á milli.“ „Mér finnst Kúlan mjög fallegt rými og sérstakt, en um leið gerir það nokkrar kröfur til manns að búa til verk inn í hana,“ segir Tumi Magnússon. ingamaria@mbl.is „Ég ákvað að nota fyrst og fremst hljóðið í Kúlunni, því það er búið að sitja í mér frá því að ég kom þangað fyrst,“ segir Finnbogi Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.