Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Á FUNDI Framsóknarflokksins í
gær með fasteignasölum og forráða-
mönnum Íbúðalánasjóðs voru kynnt-
ar hugmyndir um það að gera fólki
kleift að taka 90% húsnæðislán.
Talsmenn flokksins sögðu að fjöl-
skyldurnar í landinu væru með sam-
tals 60 milljarða í yfirdrátt í bönkum
landsins og væru að borga himinháa
vexti af honum. Segja talsmenn
flokksins að með nýja húsnæðislána-
kerfinu, sem verður komið í gagnið
að fullu árið 2007, hafi fjölskyldurnar
meira á milli handanna og þurfi síður
að nýta sér yfirdráttarheimildir
bankanna.
Árni Magnússon, sem situr í 2.
sæti Reykjavíkurkjördæmis norður,
kynnti áætlun um breytingar á nýju
húsnæðislánakerfi. Hann sagði að
áætlað væri að lánin hækkuðu í
áföngum. Hann sagði að til stæði að
hinn 1. desember á næsta ári væri
lánshlutfall komið upp í 70% af
brunabótamati íbúðar auk þess sem
hámarkslán yrðu hækkuð í t.d. 10
milljónir. 1. maí 2004 færi lánshlut-
fall upp í allt að 75%, 1. maí 2005 upp
í 80%, 1. maí 2006 upp í 85% og 1. maí
árið 2007 upp í 90% lán, þar sem há-
markslán væri t.d. orðið 21 milljón
króna. Árni sagði mjög mikilvægt að
kerfið væri sett á í áföngum til þess
að halda aftur af þenslu, vaxtahækk-
unum, skyndilegri hækkun húsnæðis
og auknum afföllum húsbréfa.
Halldór Ásgrímsson sagði að nú
væri möguleiki á að hækka lánapró-
sentuna þar sem nokkur stöðugleiki
hafi náðst í þjóðfélaginu. Árni tók
undir og sagði að sala á íslenskum
húsbréfum væri að aukast. Nú seld-
ust íslensk húsbréf fyrir 4-5 millj-
arða á mánuði og enn væri aukning
þar á.
„Við viljum halda áfram að end-
urskipuleggja fjármálamarkaðinn á
Íslandi og viljum taka frekari skref í
húsnæðismálum,“ sagði Halldór.
Fasteignasalarnir sem sátu fund-
inn lýstu áhyggjum sínum yfir að
lánin væru bundin brunabótamati
sem þeir vildu meina að væri að jafn-
aði 20% lægra en eiginlegt fasteigna-
verð. Sögðust þeir halda að íbúðar-
verð hækkaði en brunabótamat ekki
og því sæti fólk með svipaða
greiðslubyrði og nú þrátt fyrir að
lánið væri hærra í prósentum talið.
Þeir sögðu núverandi 90% undan-
þágulán virka vel þar sem þau væru í
hlutfalli við raunverulegt fasteigna-
verð íbúðanna. Halldór sagði að
kerfið væri enn í þróun og að enn
væri hægt að bæta það. Hann sagði
að vel mætti endurskoða tengingu
lánanna við brunabótamat og finna
betri lausnir. Forráðamenn Íbúða-
lánasjóðs vöruðu þó við slíku og
sögðu að ef húsnæðislán tengdust
fasteignaverði væri hætta á stór-
hækkun á íbúðarverði.
Árni sagði að flokkurinn hafi lagt
grunnhugmynd sína að breytingunni
fyrir Íbúðalánasjóð og að áætlunin
hafi verið unnin í takt við það. Hann
sagði að tæknilega ætti ekki að vera
mikið mál að koma nýja kerfinu í
gagnið.
Halldór var þá spurður af fast-
eignasölunum hvort hann teldi erfitt
að koma málinu í gegnum Alþingi og
hann svaraði því þannig, að það færi
allt eftir því hvort flokkurinn yrði í
meirihluta eða ekki.
„Við teljum að þetta gæti haft já-
kvæð áhrif á efnahagslífið í landinu á
margvíslegan hátt,“ sagði Halldór.
Hann sagði einnig að ef kerfið
kæmist í gagnið væri fólk með lægri
greiðslubyrði á mánuði þar sem það
þyrfti þá ekki að taka bankalán eða
lífeyrissjóðslán til að ná upp í út-
borgun. „Við viljum vera varkárir í
þessu. Betra er að fara varlega og
bæta heldur við,“ sagði Halldór.
Framsóknarmenn kynntu fasteignasölum tillögur sínar í húsnæðismálum
Morgunblaðið/Árni Torfason
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, kynnti áætlun um
90% húsnæðislán á kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins í gær.
Fjölskyldurnar með um 60
milljarða í yfirdráttarlán
„VIÐ TELJUM mikilvægt að það
verði skoðað rækilega hvort skatt-
peningarnir eru notaðir á hagkvæm-
an hátt í heilbrigðismálum fyrir
skattgreiðendur og sjúklinga. Við
viljum reyna að breyta forgangsröð-
un þar. Sjúklingar ættu að hafa for-
gang, það ætti að skilgreina rétt sjúk-
linga og vinna út frá því.“ Þetta sagði
Margrét Sverrisdóttir, sem skipar
efsta sæti á lista Frjálslynda flokks-
ins í Reykjavík suður, á vinnustaða-
fundi á Landspítalanum í Fossvogi í
gær. Sagði hún flokkinn andsnúinn
þeirri hugmynd ungra sjálfstæðis-
manna að sjúklingar ættu að greiða
fyrir fæði og húsnæði á sjúkrahúsum.
Margrét sagði Frjálslynda flokk-
inn hafa mótmælt því harðlega á Al-
þingi að ríkisstjórnin veitti Decode
ríkisábyrgð. „Það samræmist engan
veginn hugsjónum um frjálsa sam-
keppni að hygla einkafyrirtæki á
þann hátt.“
Margrét minntist einnig á skatta-
mál á fundinum og sagði að Frjáls-
lyndi flokkurinn vildi hækka per-
sónuafsláttinn um 10 þúsund krónur
því það myndi hafa meira að segja en
flöt skattalækkun sem stjórnarflokk-
arnir boðuðu.
Margrét greindi frá hugmyndum
frjálslyndra um fiskveiðistjórnun.
„Við mótmælum kvótakerfinu vegna
áhrifa þess á byggðir landsins. Við
höfum komið með skýrar og raun-
hæfar tillögur um breytingar á því.“
Sagði Margrét að hugmyndirnar
gengju ekki út á að svipta skip veiði-
rétti heldur að breyta kerfinu á þann
hátt að kvótabrask heyrði sögunni til
og brottkast sömuleiðis.
Vinnustaðafundur Frjálslynda flokksins á Landspítalanum í Fossvogi
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Margrét Sverrisdóttir, sem skipar 1. sæti á lista Frjálslynda flokksins í
Reykjavík suður, ræddi við starfsfólk Landspítala í Fossvogi í gær.
Skilgreina þarf
rétt sjúklinga
SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra hefur ákveðið að veita tvær
milljónir króna á tveimur árum til að
greiða fyrir sérhæfða lögfræðiaðstoð
við þolendur heimilisofbeldis sem
leita til Slysa- og bráðadeildar. Er
þetta gert að tillögu nefndar sem
dómsmálaráðherra skipaði árið 1997
og koma átti með tillögur um hvern-
ig sporna mætti við heimilisofbeldi.
Um 140 einstaklingar leita til
slysadeildar ár hvert vegna heimilis-
ofbeldis og munu þeir nú hafa að-
gang að löglærðum talsmanni sér að
kostnaðarlausu en kostnaður hefur í
mörgum tilfellum hindrað það að
þolendur leiti sér lögfræðiráðgjafar.
Sólveig segir afar brýnt að bæta
þjónustu við hóp þolenda heimilisof-
beldis. „Móttakan mun standa öllum
þolendum heimilisofbeldis opin og
þjónustan er óháð því hvort þeir sem
til hennar leita hafi í huga að kæra
brotið til lögreglu. Við þurfum að
stuðla að viðhorfsbreytingu í þjóð-
félaginu gagnvart málum sem þess-
um og ég held að við séum að stíga
spor í rétta átt með því að stofna til
þessarar móttöku,“ segir Sólveig.
Hún segir að þolendur heimilisof-
beldis séu oftast konur en einnig
komi fyrir að aðstoða þurfi börn og í
slíkum tilfellum sé sérstaklega mik-
ilvægt að móttakan eigi náið sam-
starf við lögreglu og félagsmálayf-
irvöld. Að sögn Sólveigar verður
móttakan byggð upp með svipuðum
hætti og neyðarmóttaka vegna
nauðgana sem starfrækt hefur verið
um árabil. „ Neyðarmóttakan hefur
sýnt fram á gildi og þýðingu slíkrar
aðstoðar en við höfum styrkt þá
neyðarmóttöku í því að veita lög-
fræðiaðstoð og hefur starfsfólk þar
staðið sig afar vel,“ segir Sólveig.
Þurfa styrk og stuðning
Guðbjörg Pálsdóttir deildarstjóri
Slysa- og bráðadeildar segir að þessi
aðstoð muni breyta miklu þar sem
þolendur heimilisofbeldis þurfi
gjarnan á miklum stuðningi að halda
til þess að geta tekið á sínum málum.
„Við erum óskaplega ánægð með
þetta samkomulag og alsæl fyrir
hönd okkar skjólstæðinga.
Þessir einstaklingar hafa oft búið
við andlegt og líkamlegt ofbeldi í
mjög langan tíma, jafnvel til margra
ára, og þá getur verið erfitt að virkja
þá til þess að taka af skarið og gera
eitthvað í sínum málum í staðinn fyr-
ir að fara heim aftur og búa við svip-
aðan hlut áfram. Allur stuðningur og
styrkur sem við getum veitt þessum
konum er mjög mikilvægur. Allt sem
hjálpar þeim að taka fyrstu skrefin
er lykilatriði í því að það gerist eitt-
hvað í þeirra málum,“ segir Guð-
björg.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Margrét Tómasdóttir, sviðsstjóri á slysa- og bráðasviði, og Sólveig Péturs-
dóttir dómsmálaráðherra undirrituðu í gær samkomulag um bætta þjón-
ustu við þolendur heimilisofbeldis að viðstöddu starfsfólki á deildinni.
Dómsmálaráðherra gerir samkomulag við LSH
Þolendur heimilisofbeldis
fái fría lögfræðiaðstoð
SAMKVÆMT skoðanakönnun
Fréttablaðsins, sem birt var í gær,
nýtur Sjálfstæðisflokkurinn mests
fylgis. Fylgi flokksins er skv. könn-
uninni 34,7%, fylgi Samfylkingarinn-
ar er 28,9%, fylgi Framsóknarflokks-
ins 15,6%, fylgi Frjálslynda flokksins
10,6%, fylgi Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs 8,7% og fylgi Nýs
afls 1,4%.
Væru niðurstöðurnar úrslit alþing-
iskosninganna fengi Sjálfstæðisflokk-
urinn 22 þingmenn, Framsóknar-
flokkurinn tíu, Samfylkingin nítján,
Frjálslyndi flokkurinn sjö og Vinstri
grænir fimm.
Skv. upplýsingum Fréttablaðsins
var könnunin gerð í fyrradag. Úrtakið
var 1.200 manns og tóku 84,1% af-
stöðu í könnuninni. Ekki kemur fram
í Fréttablaðinu hve margir sögðust
óákveðnir eða ætluðu að skila auðu.
Þá kemur aldursdreifingin heldur
ekki fram.
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur einnig
mests fylgis skv. könnun sem Við-
skiptaráðgjöf IBM gerði fyrir Stöð 2
dagana 29. til 30. apríl. Skv. henni er
Sjálfstæðisflokkurinn með 38,5%
fylgi, Samfylkingin með 26,5% fylgi,
Framsóknarflokkurinn með 12,9%
fylgi, Frjálslyndi flokkurinn með
11,5% fylgi, Vinstrihreyfingin –
grænt framboð með 9,4% fylgi, Nýtt
afl með 0,9% fylgi og aðrir með 0,3%
fylgi.
Spurt var: Hvaða flokk ætlar þú að
kjósa í komandi kosningum? Ef ekki
fékkst afstaða var spurt: Hvaða flokk
telur þú líklegast að þú myndir kjósa?
Væru þetta úrslit kosninganna
fengi Sjálfstæðisflokkurinn 25 þing-
menn, Samfylkingin sautján, Fram-
sóknarflokkurinn átta, Frjálslyndi
flokkurinn sjö og Vinstri grænir sex.
Skv. upplýsingum frá Viðskipta-
ráðgjöf IBM voru 1.000 einstaklingar
á aldrinum 18 til 89 ára spurðir í
könnuninni. Um 25% sögðust óákveð-
in, neituðu að svara eða sögðust ætla
að skila auðu.
Mest fylgi meðal eldri borgara
Viðskiptaráðgjöf IBM kannaði
einnig afstöðu fólks á aldrinum 68 til
89 ára til stjórnmálaflokkanna. Í þeim
aldurshópi nýtur Sjálfstæðisflokkur-
inn mests fylgis eða 32,1% fylgis.
Samfylkingin nýtur 31,9% fylgis,
Framsóknarflokkurinn 15,3% fylgis,
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
11,4% fylgis, Frjálslyndi flokkurinn
8,6% fylgis og aðrir 0,7% fylgis. Um
10% voru óákveðin eða neituðu að
svara.
Skv. upplýsingum frá Viðskipta-
ráðgjöf IBM voru 600 einstaklingar
spurðir í þessum aldurshópi á tíma-
bilinu frá 23. til 30. apríl.
Könnun Fréttablaðsins
Sjálfstæð-
isflokkur-
inn með
mest fylgi