Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 53
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 53
Reykholti. Sem fylgisveinn nemenda
Reykjaskóla í Reykholt átti ég þess
kost að kynnast allnáið því trausta
starfsliði sem þar starfaði og kom þá
strax í ljós afburða hæfileikar
hjónanna Snorra og Sigríðar til að
starfa í því umhverfi sem héraðsskól-
arnir buðu upp á. Samheldni þeirra,
hvort sem var í leik eða starfi, var alla
tíð þannig að kunnugir töluðu um þau
sem eitt og sögðu ætíð „Snorri og Sig-
ríður“ þegar annað hvort þeirra bar á
góma.
Síðan missti ég aðeins sjónar af
þeim í nokkur ár er ég flutti mig um
set en atvikin höguðu því síðan þannig
að ég var beðinn um að taka við skóla-
stjórn í Reykholti með mjög svo
skömmum fyrirvara. Eitt er víst að ég
hefði aldrei samþykkt þá beiðni nema
því aðeins að ég þekkti vel til heima-
manna og þá ekki síst Snorra sem
hafði þá þegar leyst fyrrum skóla-
stjórnanda af hólmi er hann fór í leyfi.
Það er skemmst frá því að segja að í
þau fimm ár sem ég starfaði þarna,
áður en ég hélt utan til framhalds-
náms, stóð yfirkennarinn Snorri sem
klettur mér við hlið og traustari mann
er vart hægt að hugsa sér í slíkri
stöðu.
Það var alltaf líf í kringum Snorra
og stutt í stráksskapinn. Margir sem
minna þekktu til hefðu getað ályktað
að slíkur maður næði ekki vel til nem-
enda á héraðsskólaaldri, en það var
nú öðru nær. Snorri var kennari af
guðsnáð og töluðu nemendur um
hann sem frábæran kennara. Enda
náði hann fádæma árangri í sinni ís-
lenskukennslu, sem oft reynist erfitt
að vekja áhuga nemenda á, svo og
enskukennslu þar sem tungumála-
hæfileikar Snorra fengu notið sín til
fulls. Hann var víðlesinn og hafsjóður
fróðleiks á flestum sviðum, kom víða
við í félagsstörfum og var meðhjálpari
til margra ára í Reykholtskirkju.
Snorri var alltaf tilbúinn, hvort sem
var á nóttu sem degi, til að bregðast
við ýmsum þeim uppákomum sem
óhjákvæmilega koma upp á heimili
þar sem allt að 150 nemendur voru á
heimavist veturlangt og alltaf tók
hann á öllum vandamálum með jafn-
aðargeði og þeirri skapfestu sem ein-
kenndu hann í öllum hans gerðum.
Snorri var einkar laghentur maður
og hafði gaman af því að grúska í
skúrnum sem hann hafði til margra
ára á staðnum. Gerði meðal annars
upp gamlan Willis herjeppa og málaði
í viðeigandi litum, en auk þess að eiga
jafnan góða heimilisbifreið á þessum
árum var hann alltaf með annan slík-
an jeppa til fjalla- og veiðiferða á
sumrin. Þar naut náttúrubarnið í hon-
um sér vel með synina tvo á gúmmí-
tuðru eða báti á vötnum Arnarvatns-
heiðar að afla björg í bú.
Þrátt fyrir að nú séu hátt í tveir
áratugir síðan við störfuðum náið
saman í Reykholti höfum við hjónin
átt því láni að fagna að hitta Snorra og
Sigríði af og til í gegnum tíðina og
alltaf finnst manni að maður hafi síð-
ast hist í gær þótt jafnvel heilu árin
hafi liðið á milli samskipta.
Vegna mikillar samheldni þeirra
hjóna vitum við að snöggur missir
Sigríðar er þungbær og biðjum við
hjónin góðan Guð um styrka hand-
leiðslu henni, börnum og barnabörn-
um til handa á erfiðri stundu.
Eysteinn og Jódís.
Fallinn er frá Snorri Þór Jóhann-
esson, góður vinur og samstarfsmað-
ur um árabil, langt um aldur fram.
Leiðir okkar lágu saman í fyrsta sinn
haustið 1981 er við hjón komum í
Reykholt en þangað höfðum við ráðið
okkur til kennslu og starfa. Snorri var
fyrsti maðurinn sem við hittum er við
renndum í hlað og fór vel á því, önnur
eins hjálparhella og hann og kona
hans Sigríður Bjarnadóttir áttu eftir
að reynast okkur, ungum og óreynd-
um. Svo liðu árin í Reykholti við leik
og störf, blítt og strítt og þegar ég lít
til baka þá finnst mér að bak við alla
atburði og minningar frá þessum ár-
um sjái ég andlit þeirra Snorra og
Sigríðar. Þannig maður var Snorri.
Hann lét sér fátt óviðkomandi er
varðaði heill og framgang Héraðs-
skólans í Reykholti. Á tæplega 30 ára
kennslu- og stjórnunarferli við skól-
ann var aldrei um neina uppgjöf eða
úrtölur, hvað þá skólaleiða, að ræða
og það brást ekki að eftir kvöldheim-
sókn til þeirra hjóna leystust erfið-
leikar og ný sýn fékkst á úrlausnar-
efnin sem biðu. Það er ekki ofsögum
sagt að Snorri og Sigríður hafi verið
stærsti og þýðingarmesti hlutinn af
skólastarfinu í Reykholti, alla sína tíð.
Kennarar og starfsfólk kom og fór og
skólastjórar stoppuðu mislengi en
alltaf voru þau til staðar að leiðbeina
og fræða, taka á móti nemendum og
starfsfólki og ekki síst að taka að sér
ný störf hvort sem þau vörðuðu skóla-
stjórn, kennslu, bókhald eða umhirðu
Snorragarðsins að sumri.
Kennsluferill Snorra væri efni í
heila bók og ef til vill verður hún ein-
hvern tíma skrifuð. Ég hygg að það sé
vandfundinn sá maður eða kona, eins
lifandi í starfi og Snorri var. Snorri
kenndi fyrst og fremst íslensku og
ensku og mér er það minnisstætt
hversu fágætlega vel og frumlega
hann undirbjó kennslu sína. Hann
kenndi fornsögurnar af íþrótt og eld-
legum áhuga og sem dæmi um það
má nefna að hann eyddi talsverðum
tíma og fyrirhöfn í það að taka ljós-
myndir af sögusviði Gísla sögu Súrs-
sonar sem hann síðan notaði til þess
að gæða kennsluna lífi. Þá var sá
ágæti söngvari Roger Whittaker oft
notaður við enskukennsluna ef breyta
þurfti útaf, því eins og Snorri sagði,
þá hafði maðurinn ágætan framburð
og söng fallega. Það ber að taka það
fram að þetta var löngu áður en svo-
kölluð „nýsitækni“ var almennt notuð
í skólastofunni. Það skal hér með við-
urkennt, þótt seint sé, að ófáum hug-
myndum og verkefnum hnuplaði ég
af Snorra og hef nýtt mér í kennslu æ
síðan. Reyndar þurfti engan stuld til
því Snorri var manna ósínkastur á
hugverk sín og hugmyndir. Í heima-
vistarskóla þarf félagslíf að vera sér-
lega gott og þar var Snorri á heima-
velli. Oft skipulagði hann heilu
kvöldvökurnar með upplestri,
myndasýningum og töfrabrögðum.
Svo rammt kvað að hæfileikum hans á
hinu yfirnáttúrulega sviði að viður-
nefnið „galdró“ fylgdi honum um
tíma.
Eflaust hefðu þau þau Snorri og
Sigga kosið að ljúka sínum kennslu-
ferli í Reykholti en það átti ekki að
verða því sá fornfrægi og ágæti skóli
var lagður niður. Það hlýtur að hafa
verið talsvert átak að taka sig upp og
hefja kennslu í Rimaskóla í Grafar-
vogi. Ef einhverjum hefur dottið í hug
að kennsla á nýjum stað yrði Snorra
erfið, þá var ekki svo. Þótt samveru-
stundum hafi fækkað nú síðustu ár
hef ég heyrt það úr mörgum áttum að
Snorri var jafn lifandi og skemmti-
legur í kennslu til síðasta dags.
Ekki man ég til þess að Snorri væri
nokkurn tíma frá kennslu vegna veik-
inda þau 11 ár sem við unnum saman.
Það er þess vegna í anda karlmenn-
isins að síðasti kennsludagur í Rima-
skóla var 4. apríl, síðast liðinn. Það
þarf ekki að fjölyrða um það að hann
hefur oft verið sárkvalinn undanfarn-
ar vikur og mánuði eins langt og hinn
illvígi sjúkdómur var genginn þegar
hann uppgötvaðist. Dauðastríðið var
því blessunarlega stutt.
Margs er að minnast frá samver-
unni í Reykholti. Ein bjartasta minn-
ingin er þó frá síðustu ferð okkar
Snorra á Arnarvatnsheiði, nánar til-
tekið að Gunnarsonavatni, þar sem
við ætluðum að prófa nýtt veiðitæki
sem Snorra hafði áskotnast. Engum
sögum fer hér af veiði en fagurblátt
vatnið er mér í fersku minni er við
sátum á bakkanum og Snorri dyttaði
að kenjóttum utanborðsmótor.
Elsku Sigríður, Jóhannes, Sigrún,
Bjarni, Bente, Telma, Aron, Elmar og
Brynjar. Guð geymi minninguna um
góðan dreng.
Jónas og Sara.
Síðasti vetrardagur rann upp
bjartur og fagur. Á slíkum stundum
þurrkast út allar áhyggjur og ekkert
virðist geta breytt þessum yndislega
vorfögnuði. Sannarlega grunaði mig
ekki að á þessari stundu væri æsku-
félagi minn og vinur, Snorri Þór Jó-
hannesson, að kveðja. Hann sem kom
hingað á Sæluna í sumar ásamt Siggu
konunni sinni. Já, svo innilega glaður
og ánægður yfir að vera aftur búinn
að ná tengslum við fjörðinn sinn og
fólkið, sem auðvitað tók honum með
fögnuði og hafði engu gleymt. Og hún
Sigga hafði á orði að hún hefði ekki
séð hann Snorra svona barnslega kát-
an lengi, eins og hann hefði yngst um
mörg ár. Já Snorri minn, það var
sannarlega sæluvor er þú fluttir hing-
að í fjörðinn vorið ’42 ásamt föður þín-
um og móður, þeim séra Jóhannesi
Pálmasyni og Aðalheiði Snorradótt-
ur. Það var alveg einstök gæfa okkar
Súgfirðinga að fá að njóta styrks
þeirra og hlýju í samfellt 30 ár. En
mest var auðvitað gæfan hjá okkur á
Stað að vera samvista ykkur hvern
dag, sem aldrei bar skugga á, í öll
þessi ár, þótt oft væri margt um
manninn í gamla húsinu á Stað. Oft
sátum við saman í stiganum og hlust-
uðum á þegar pabbi þinn var að æfa
karlana fyrir sjómannadag eða góu-
blót. Að ógleymdu þegar við hlýddum
á hana Betu okkar sem þú skrifaðir
svo hlýlega um í síðasta riti Vest-
firska forlagsins. Já og mikið þótti
mér vænt um að fá mynd af okkur
léttklæddum með kálfinn á næstu
síðu. Ég man það eins og það hefði
gerst í gær þegar þessar myndir voru
teknar. Já í minningunni má segja að
okkar bernsku- og æskuár hafi verið
eitt samfellt sæluvor við ótal leiki og
störf. Tel ég það vera mikla gæfu að
hafa fengið að alast upp þar sem aldr-
ei var kynjamunur í leik og nota ég
það óspart sem dæmi þegar ég vil fá
alla til að leika sér saman. Það var
ekki bara að það væri engin kynja-
skipting, heldur var einnig engin ald-
ursskipting í Dalnum okkar er við
vorum að alast upp. Og á ég þá sér-
staklega við jóla- og gamlárskvöldin
er við hittumst öll á bæjunum og átt-
um saman ógleymanlegar stundir. Já,
þar sem allir léku sér sem börn og
lögðu á sig ómælda vinnu sem svo
sannarlega var veitt af gjafmildi þess
sem kann að gleðja og gleðjast.
Við fórum heldur ekki varhluta af
sorginni og þá var samstaðan ekki
minni. Aldrei er góðra vina þörf eins
og þá. Það veit enginn nema sá sem
reynt hefur hvað það er að missa
systkini, en það reyndum við bæði
með nokkurra ára millibili. Tvær ynd-
islegar leiksystur, slíkt gleymist aldr-
ei.
En mótlætið þroskar líka og kennir
betur að njóta allra gjafa skaparans
og kannski höfum við haft meiri lífs-
reynslu en margur er við hleyptum
heimdraganum. En við höfðum líka
notið óvenjulega góðs undirbúnings
fyrir hina stuttu barnaskólagöngu.
Þær eru ógleymanlegar vetrarstund-
irnar við borðstofuborðið heima er við
nutum hinnar einstöku fræðslu föður
þíns. Já, ég veit um mig, og sem trú-
lega á við um þig og Óla bróður líka að
þar var lagður grunnur að okkar ævi-
starfi, því öll urðum við kennarar.
Þótti mér sérstaklega vænt um þegar
sagt var frá því í Sjónvarpinu að á
degi íslenskrar tungu hefðir þú látið
börnin kveðast á. Það minnti mig á
bernskuárin.
Nú eru þið báðir horfnir mannleg-
um sjónum og einnig nýlega vinur
ykkar Palli. En ég sit hljóð og læt
hugann reika. Allir komuð þið til að
kveðja fjörðinn ykkar. Tilviljun? Ég
veit að hugur ykkar var og er þar. Og
hugur minn fyllist þökk, já, hjartans
þakklæti fyrir allt.
Elsku Aðalheiður mín, Sigga, Sig-
rún, Pálmi, Sigurður og fjölskyldur,
góður Guð styrki ykkur og blessi. Það
er gott að eiga góðar minningar.
Þóra frá Stað og systkini.
✝ Valtýr Júlíussonfæddist í Hítar-
nesi 15. mars 1923.
Hann lést á Sjúkra-
húsinu á Akranesi
26. apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Júlíus Jónsson, f. 23.
júlí 1885, d. 16. ágúst
1975, og Kristín Stef-
ánsdóttir, f. 29. maí
1891, d. 31.desember
1958. Systkini Valtýs
eru Þorvarður, f. 30.
júlí 1913, d. 20. nóv-
ember 1991, Lovísa,
f. 12. september
1914, Stefán Halldór, f. 26. sept-
ember 1915, d. 9. desember 1980,
Jón Valberg, f. 18. ágúst 1918,
Halldóra, f. 29. maí 1920, Laufey,
f. 8. maí 1925, Unnur, f. 25. apríl
1928, Aðalsteinn, f. 2. september
1931, d. 8. febrúar 1959, og Páll, f.
20. desember 1934, d. 9. desember
1987.
Kona Valtýs var Sigurbjörg
Kolbrún Guðmundsdóttir, f. í
Vestmannaeyjum 30. nóvember
1924, d. 12. apríl 1975. Börn
þeirra eru: 1) Reynir, f. 14. febr-
úar 1946, kvæntur
Berglindi Gestsdótt-
ur, f. 14.4. 1951,
börn þeirra eru
Gestur Már, Gunn-
laugur Ragnar, Ingi
Björgvin og Vala
Kolbrún. 2) Bjarni
Valur, f. 29. júní
1963, kvæntur Mar-
gréti Þorsteinsdótt-
ur, f. 11.7. 1968,
börn þeirra eru
Andri Valtýr og
Signý Rún. Fyrir átti
Kolbrún Ingibjörgu
Nancy Morgan, f. 12.
júlí 1943, gift Kenneth Morgan, f.
5.8. 1932, dætur þeirra eru Guð-
björg Peggy, f. 28.7. 1960, Lisa
Ann, f. 13.5. 1962, og Kathy Lynn,
f. 21.11. 1964. Langafabörnin eru
ellefu.
Valtýr var bóndi í Hítarneskoti
en vann auk þess í nokkur ár í
Fiskverkun Kristjáns Guðmunds-
sonar á Rifi. Valtýr var héraðslög-
regluþjónn á Snæfellsnesi í 20 ár.
Útför Valtýs verður gerð frá
Kolbeinsstaðakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Mig langar að kveðja yndislegan
tengdaföður minn Valtý Júlíusson í
hinsta sinn en hann lést á Sjúkrahús-
inu á Akranesi 26. apríl síðastliðinn.
Elsku tengdapabbi, í dag kveð ég
þig sem er mér mjög erfitt, þar sem
þú ert búinn að vera tengdapabbi
minn í 17 ár, en svona er þetta, það er
víst ekki hægt að hafa þig alltaf og
hvers getur maður óskað sér frekar
en að hafa fengið að hafa þig hjá sér
jafn hraustan og þú varst í öll þessi ár.
Mig langar að þakka þér fyrir allar
samverustundir okkar, og hversu
heppin ég hef verið að hafa fengið að
kynnast þér.
Þegar við Valur og börnin komum
til þín á föstudaginn langa til að njóta
hátíðarinnar með þér fór það ekki
eins og við hefðum ætlað, því á laug-
ardeginum varðst þú að fara á
Sjúkrahúsið á Akranesi þar sem þú
misstir jafnvægið eins og fyrir ári síð-
an þegar þú veiktist, við héldum að
við gætum sótt þig daginn eftir og far-
ið aftur í sveitina með þig en svo var
nú ekki.
Ég er mjög þakklát fyrir að hafa
fengið að vera með þér þessa síðustu
daga þína í sveitinni.
Ég á eftir að sakna þín þegar ég
kem í sveitina en ég veit að þú verður
þar hjá mér.
Þín tengdadóttir
Margrét.
Elsku afi Valtýr.
Við systkinin, Andri og Signý, höf-
um verið svo heppin að geta heimsótt
þig í sveitina og verið með þér og öll-
um dýrunum þínum alveg síðan við
fæddumst. Alltaf tókst þú vel á móti
okkur og við vorum fljót að átta okkur
á hvar þú geymdir nammið þitt en
samt munum við best hvað þú varst
góður við okkur og kátur þegar við
komum. Þegar við komum um
páskana datt okkur ekki í hug að við
myndum missa þig svona fljótt. Við
erum viss um að þér líður vel hjá Kol-
brúnu ömmu og öðrum sem farnir
voru á undan þér.
Elsku afi okkar, hafðu það ætíð
sem best og takk fyrir allt sem þú
gerðir fyrir okkur.
Andri Valtýr og Signý Rún.
Með fátæklegum orðum langar
mig til að minnast Valtýs föðurbróður
míns.
Hans sem var alltaf til staðar fyrir
þá sem leituðu til hans, hvort sem það
voru ættingjar eða nágrannar, og var
greiðvikni hans svo sjálfsögð. Þessa
manns sem var svo ríkur af kjarki og
dugnaði.
Valtýr var mikill geðprýðismaður
sem sagði ekki margt þegar á móti
blés. Hann átti gott með að umgang-
ast fólk og sóttust margir eftir nær-
veru hans, hann var svo mannbæt-
andi, og var vinahópur hans orðinn
stór á langri ævi. Um áratuga skeið
starfaði Valtýr sem héraðslögreglu-
maður á Snæfellsnesi og var hann
sérstaklega farsæll í því starfi.
Já margs er að minnast, það verður
tómlegt að koma í Hítarneskot þar
sem honum leið best með sínum bú-
stofni en hestar voru hans mesta yndi.
Valtýr var mjög gestrisinn og stóð
heimili hans alltaf opið fyrir vinum og
hans stóra frændgarði og eldhúsborð-
ið svignaði undan kræsingum sem
hann sjálfur framreiddi. Valtýr naut
trausts og virðingar hvar sem hann
fór. Það var gott að fá að alast upp í
nálægð við hann og hans fjölskyldu.
Núna þegar fuglarnir eru að undir-
búa varpið og hólminn í tjörninni við
bæinn þinn er svo fullur af lífi þá
stöndum við andspænis hinstu
kveðjustund þinni.
Kæri frændi, þakka þér allar þess-
ar góðu minningar sem ég á um þig og
Guð geymi þig.
Reyni, Val og fjölskyldum sendum
við fjölskyldan samúðarkveðjur.
Kristín Stefánsdóttir.
Kær vinur og nágranni, Valtýr Júl-
íusson bóndi í Hítarneskoti, er fallinn
frá. Við bjuggumst ekki við því að svo
fljótt yrði um hann, því þrátt fyrir há-
an aldur bjó hann yfir ótrúlegu starfs-
þreki. Hann var fastur punktur í okk-
ar tilveru og á seinni árum var oft gáð
úr eldhúsglugganum hvað Valtýr
væri að gera. Hann var fæddur og
uppalinn á nágrannabænum Hítar-
nesi en bjó ásamt konu sinni Kol-
brúnu og sonum þeirra tveimur,
Reyni og Val í Hítarneskoti. Þau hjón
fluttu á Rif árið 1969 og þar átti Val-
týr heimili um 20 ára skeið og stund-
aði þar fiskvinnslu. Kolbrún lést árið
1975 og var það Valtý þungbær miss-
ir. Hítarneskot var ætíð í eigu hans og
þar dvaldi hann oft í fríum sínum en
búskaparáhugi Valtýs var mikill og
allan þann tíma sem hann bjó á Rifi
átti hann bæði kindur og hross í Hít-
arneskoti. Fyrir um 15 árum flutti
hann aftur þangað og bjó þar eftir
það. Af skepnum voru það einkum
hrossin sem áttu hug hans allan því
Valtýr var hestamaður, hafði auga
fyrir góðum hrossum og stundaði
bæði ræktun og tamningar lengst af.
Valtýr var einstaklega hjartahlýr
og hjálpsamur maður. Hann taldi
ekki eftir sér að gera fólki greiða ef
hann gat og ætlaðist ekki til neins í
staðinn.
Ófáar fisksendingar komu frá hon-
um þegar hann bjó á Rifi og alltaf var
hann tilbúinn að aðstoða nágrannana
við smalamennsku, byggingar, slátr-
un, fjárböðun eða bara hvað sem var.
Þessi stóri og sterki maður dró ekki af
sér, við hvað eina sem hann lagði hönd
á og hlífði sér aldrei. Hann var afar
þakklátur ef það kom fyrir að við gát-
um endurgoldið hjálpsemina með ein-
hverjum hætti.
Og aldrei mátti neinn fara frá garði
án þess að fá einhverja hressingu,
gestrisni hans var viðbrugðið. Sama
má segja um viðmót hans gagnvart
börnum, þau voru jafnmerkilegir ein-
staklingar i hans augum og fullorðnir
og þau löðuðust að honum stór og
smá.
Hollur granni er gulli betri segir
máltækið og í sveitum sem annars
staðar hefur það ætíð skipt miklu að
eiga góð samskipti við sína nágranna.
Með þessum kveðjuorðum viljum við
þakka Valtý fyrir vináttu hans og
tryggð, hjálpsemi og einstakt ná-
grenni sem aldrei bara skugga á. Við
söknum hans mikið.
Reyni, Val, Ingibjörgu og fjöl-
skyldum sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur.
Fjölskyldan Krossholti.
VALTÝR
JÚLÍUSSON