Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 56
FRÉTTIR 56 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÝNING á handavinnu í fé- lagsmiðstöðinni í Hraunbæ 105 verður opnuð á morgun, sunnudag. Á sýningunni eru fjölbreyttir munir sem aldraðir íbúar hverfisins hafa unnið að í tómstundastarfinu í vet- ur og þar verður einnig sölubás. Myndin var tekin af hluta hand- verksfólksins með sýnishorn verk- anna þegar unnið var að uppsetn- ingu sýningarinnar. Þar má meðal annars sjá forláta útskorna klukku og útsaumsverk. Handavinnusýningin verður opin á morgun og mánudag, báða dag- ana frá klukkan 13 til 17. Kaffiveit- ingar eru á staðnum. Sýna handa- vinnu vetrarins Ungir frjálslyndir með skemmti- kvöld. Ungir frjálslyndir verða með skemmtikvöld á Hótel Borg laugar- dagskvöldið 3. maí nk. frá 21:00–2:00. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens mun spila fyrir gesti í Gyllta salnum. Ungt stuðningsfólk Frjálslynda flokksins er velkomið. Boðið verður upp á léttar veitingar. Snyrtilegur klæðnaður skilyrði og 18 ára aldurs- takmark. VG með skemmtun og fræðslu um fornminjar. Grillað verður við kosn- ingamiðstöðina Ingólfsstræti 5 í dag, laugardag, milli kl. 15.30 og 17.30. Einnig verður boðið upp á tónlist úr ýmsum áttum, ljóðalestur og leiki. Ögmundur og Kolbrún, Atli og Álf- heiður, Jóhanna og Þórey Edda mæta. Á sunnudag klukkan 15 verður fræðst um fornleifar í miðbænum. Bjarni F. Einarsson fornleifafræð- ingur leiðir göngu og fræðir um menjar sem þar finnast. Safnast saman við fornleifauppgröftinn í Að- alstræti. Á eftir verður drukkið kaffi í kosningamiðstöð VG í Ingólfsstræti 5 en þangað mætir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Allir eru velkomnir. STJÓRNMÁL Átak gegn stríði með mótmæla- stöðum. Frá því í janúar hafa friðarsinnar andmælt hernaði Bandaríkjamanna og Breta í Mið-Austurlöndum, sem og stuðningi íslenskra stjórnvalda við hann. Í fyrstu voru mótmæla- stöður þessar við sendiráð Banda- ríkjanna, en síðustu vikur hafa þær verið við Stjórnarráðið. Nú hefur verið ákveðið að mótmælastöðurnar haldi áfram til kosninga. Hefjast mótmælaaðgerðirnar kl. 14 í dag fyrir framan Stjórnarráðið í Lækjargötu. Sveinn Rúnar Hauksson læknir flyt- ur ávarp og boðið verður upp á tón- listaratriði. Kaffi og kakó á boð- stólum að venju. Í DAG Vorsýning Kvöldskóla Kópavogs verður haldin á morgun, sunnudag- inn 4. maí kl. 14–18, í Snælands- skóla. Á sýningunni veður aðallega sýndur afrakstur af vinnu nemenda í verklegum námskeiðum frá liðnum vetri, s.s. bókband, bútasaum, fata- saum, frístundamálun, glerlist, leir- mótum, silfursmíði, þjóðbúninga- gerð o.fl. Klipping, grisjun og úðun Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur verður með leiðsögn í klippingu og grisjun á trjá- og skógarlundum, á morgun, sunnudaginn 4. maí. Fagmenn verða við grillsvæðið í Vífilsstaðahlíð og veita verklega leiðsögn kl. 10–14. Allir eru velkomnir og ekkert þátt- tökugjald. Nánari upplýsingar er að finna á vef Skógræktarfélags Reykjavíkur, www.skograekt.is Göngugarpar ÍT ganga á Úlfarsfell á morgun sunnudaginn 4. maí. Hist verður kl. 10.30 við Skalla/ Skeljung við Vesturlandsveg. 11. maí verður farið á Geitafell í Þrengslum, 18. maí á Hengilinn og 25. maí á Esjuna. All- ir velkomnir. Nánari upplýsingar á heimasíðu ÍT ferða www.itferdir.is Alþjóðlegur hlátursdagur Fyrsti sunnudagur í maí er orðinn hefð- bundinn hlátursdagur um allan heim. Hlátursjógaæfingar indverska læknisins Madan Kataria hafa á fáum árum breiðst út og er markmið hans að kenna fólki að hlæja meira og vekja athygli á því hve heilsusam- legt það er að við hlæjum hvert með öðru. Í Reykjavík verður haldið upp á daginn með því að safnast saman við Umferðarmiðstöðina kl. 13, á morgun, sunnudaginn 4. maí og ganga að Norræna húsinu. Á leiðinni verður staldrað við og teknar nokkr- ar hlátursæfingar. Á áfangastað verður hlegið saman í 10 mínútur, ávarp Kataria vegna hlátursdagsins verður lesið í heild. Að lokum verður tekið saman höndum í hljóðri bæn um innri og alheims-frið. Allir vel- komnir ungir sem aldnir, segir í fréttatilkynningu. Reiðkennslusýning í Víðidal Hólaskóli, Hestamannafélagið Fák- ur og Ástund halda reiðkennslusýn- inguna, Fagmennska til framtíðar, í reiðhöllinni í Víðidal í dag, sunnu- daginn 4. maí kl. 14. Reiðkennarar og nemendur Hólaskóla sýna upp- byggingu og þjálfun íslenska gæð- ingsins. Allir velkomnir. Opinn dagur í Háskólanum í Reykjavík. Sunnudaginn 4. maí 2003 munu Háskólinn í Reykjavík og Viska, félag stúdenta við Háskólann í Reykjavík, standa fyrir opnum degi milli kl. 13:00–15:00 í húsakynnum skólans. Allir þeir er stefna á há- skólanám eru hvattir til að mæta og kynna sér námsframboð skólans auk starfsemi Visku. Nánari upplýsingar má nálgast á www.ru.is http:// www.ru.is/ og www.viska.is http:// www.viska.is/. Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.