Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 21 MannverndEinkalíf Sjálfræði LýðræðiÞátttökufrelsi Rannsóknafrelsi Athafnafrelsi Mannvernd, samtök um persónuvernd og rannsóknafrelsi Ágæti kjósandi/frambjóðandi, hvort viltu veita allt að 20 milljarða króna ríkisábyrgð í sértæka aðgerð fyrir deCode? setja 2 milljarða króna á ári næstu 10 ár til að efla almenna samkeppni á sviði vísinda og tækni, skapa ný störf og tryggja framfarir í læknisfræði? GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti lýsti niðurstöðu hernaðarátak- anna í Írak í fyrrakvöld sem „áfangasigri“ í baráttunni við al- þjóðleg hryðjuverk, baráttu sem enn væri ekki lokið. Hét Bush því hins vegar að Bandaríkin myndu ljúka verkinu. Forsetinn lýsti því ekki formlega yfir, í ræðu sem hann hélt á flugmóðurskipinu Abraham Lincoln undan vestur- strönd Bandaríkjanna, að stríðinu í Írak væri lokið en hefði hann gert það væru Bandaríkin skv. Genfar- sáttmálanum skuldbundin til að láta lausa þá um það bil sex þúsund íraska stríðsfanga, sem nú eru í haldi Bandaríkjahers. „Meiriháttar hernaðaraðgerðum í Írak er nú lokið. Í baráttunni um Írak hafa Bandaríkin og banda- menn okkar haft sigur,“ sagði Bush í ræðu sem hann hélt á flugmóð- urskipinu fyrir framan um fimm þúsund sjóliða sem voru á heimleið frá Persaflóanum. Var ræðunni sjónvarpað beint um öll Bandarík- in. Bush varaði menn við því að vera of lengi í sigurvímu yfir niðurstöðu hernaðarátakanna í Írak og hann sagði að „erfið verkefni“ væru framundan. Sendi Bush þeim ríkj- um tóninn sem Bandaríkjastjórn telur að styðji baráttu alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka. Hann nefndi ekki Sýrland, Íran eða Norður- Kóreu sérstaklega – en í ræðu sem hann hélt í janúar 2002 flokkaði hann síðasttöldu ríkin tvö, auk Íraks, sem öxulveldi hins illa – en ljóst mátti þó vera að hann var m.a. að tala til leiðtoga landanna þriggja. „Hinum siðmenntaða heimi staf- ar hætta af hverju því útlagaríki sem tengsl hefur við hryðjuverka- samtök og sem reynt hefur að koma sér upp gereyðingarvopnum, eða býr þegar yfir þeim. Slík ríki verða ekki látin óáreitt,“ sagði Bush. „Hver sú manneskja, samtök eða ríkisstjórn sem styður, verndar eða skýtur skjólshúsi yfir hryðjuverka- menn, er meðsek í morðum sak- lausra borgara og jafnábyrg fyrir hryðjuverkaárásum,“ bætti forset- inn við. Heimsókn forsetans til flugmóð- urskipsins Abraham Lincoln var mikið sjónarspil og bandarískar sjónvarpsstöðvar sýndu ítrekað frá því er fararskjóti hans, herþota af gerðinni S-3B Viking, lenti á þilfari skipsins. Bush var klæddur í bún- ing flugmanns í flughernum er hann lenti á Abraham Lincoln og þótti því gangast upp í hlutverki sínu sem æðsti yfirmaður banda- ríska heraflans. Þá þótti ekki síst táknrænt að forsetinn skildi dvelja nóttina um borð í skipinu sem var að koma frá átakasvæðinu, sem fyrr segir. Enn stafar hætta af al-Qaeda Bush viðurkenndi í ræðunni að enn hefðu engin gereyðingarvopn fundist í Írak, en Bandaríkin rétt- lættu árás sína á landið fyrst og fremst á þeirri forsendu að Sadd- am Hussein Íraksforseti byggi yfir slíkum vopnum og að veruleg ógn stafaði þar af leiðandi af honum. Sagði Bush að leit að Saddam og helstu ráðgjöfum hans stæði enn yfir og að það yrði ekki létt verk að byggja upp lýðræðisríki í Írak. „Umskiptin frá einræðisstjórn yfir í lýðræði munu taka tíma, en þau eru ómaksins verð. Bandalag [vilj- ugra þjóða] mun fylgja verkinu eft- ir til enda. Þá munum við ferðbúast – og við munum skilja eftir okkur frjálst Írak,“ sagði hann. Bush sagði ennfremur að „hættulegum verkefnum“ væri enn ólokið í Afganistan, þrátt fyrir að sigur hafi unnist á hersveitum tal- ibana og al-Qaeda-hryðjuverkasam- takanna, en þau síðastnefndu stóðu fyrir árásunum á Bandaríkin 11. september 2001. „Al-Qaeda- [hryðjuverkahreyfingin] hefur ver- ið særð en hún hefur ekki verið upprætt,“ sagði forsetinn. „Stríðinu gegn hryðjuverkum er ekki lokið en það mun þó ekki vara að eilífu. Við vitum ekki hvenær fullur sigur telst hafa verið unninn, en við sjáum þó að við erum komin yfir erfiðasta hjallann.“ Segir niðurstöð- una áfangasigur Bandaríkjaher mun þurfa að sleppa öllum stríðsföngum þegar Bush lýsir formlega yfir lokum stríðsins í Írak Reuters George W. Bush Bandaríkjaforseti meðal sjóliða um borð í bandaríska flugmóðurskipinu USS Abraham Lincoln undan vesturströnd Bandaríkj- anna í fyrradag. Dvöl hans í flugmóðurskipinu þótti heilmikið sjónarspil. Um borð í USS Abraham Lincoln. AFP. George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsir því yfir að „meiriháttar hernaðaraðgerðum“ í Írak sé lokið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.