Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 22
ERLENT 22 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ STARFSMAÐUR sjúkrahúss í Peking tekur sýni úr sjúklingi sem talinn er hafa smitast af bráðri lungnabólgu, HABL. Kínverskir fjölmiðlar skýrðu frá því í gær að nær 14.000 manns væru í sóttkví í Peking vegna lungnabólgufaraldursins, um 854 fleiri en daginn áður. Alls hafa um 3.600 manns losnað úr sóttkví í borginni, þar af um 980 í gær. Talið er að a.m.k. 1.634 hafi smitast af sjúkdómnum í kín- versku höfuðborginni og 97 hafa dáið. Hermt er að 181 hafi dáið af völdum bráðrar lungnabólgu á meginlandi Kína og 417 í heiminum öllum. Telja að faraldurinn sé að ná hámarki Kínversk heilbrigðsyfirvöld sögðu í gær að búist væri við hátt í 200 nýjum sjúkdóm- stilfellum á dag næstu daga eins og verið hefur að undanförnu. Þau telja þó líklegt að farald- urinn sé að ná hámarki og smit- tíðnin taki að minnka innan tíu daga. „Ég tel að það taki okkur langan tíma að uppræta sjúk- dóminn,“ sagði Liang Wannian, aðstoðarframkvæmdastjóri heil- brigðiseftirlits kínversku höf- uðborgarinnar. Reuters Um 14.000 manns í sóttkví í Peking KOSNINGUM til heimastjórnar- þings Norður-Írlands hefur verið frestað fram á haust en þær áttu að fara fram 29. maí nk. Paul Murphy, ráðherra Norður-Írlandsmála í bresku stjórninni, greindi frá þessu í fyrradag. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hafði nýverið krafist þess að Írski lýðveldisherinn (IRA) lýsti skýlaust yfir að hann hygðist afvopnast og leggja af til frambúðar öll ofbeldisverk. Tilkynnti Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, stjórn- málaarms IRA, Blair að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af áformum IRA. Þær yfirlýsingar töldu bresk yf- irvöld hins vegar ekki nægilega skýrar. Sagði Blair kominn tíma til að lýðveldissinnar yrðu við kröfum um afvopnun, en fimm ár eru nú síðan Belfast-friðarsamkomulagið var gert og fól það m.a. í sér að all- ir öfgahópar á Norður-Írlandi ættu að afvopnast. Ahern ekki sammála Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, sagðist ekki vera sammála ákvörðun Breta en viðurkenndi að hann væri vonsvikinn yfir afstöðu IRA. Sagði Ahern að skýr og af- dráttarlaus yfirlýsing frá IRA hefði leyst vandann. Sambandssinnar á Norður-Ír- landi hafa aftekið með öllu að setj- ast í stjórn aftur með fulltrúum Sinn Féin fyrr en IRA hefur gert hreint fyrir sínum dyrum. Sagði Blair að ekkert gagn væri að því að efna til kosninga ef ekki væru nein- ar líkur á að hægt yrði að mynda eftir þær samsteypustjórn mótmæl- enda og kaþólikka. Kosningum frestað á N-Írlandi London. AFP. Enn er deilt um afvopnun IRA SHO Timothy Yano er aðeins 12 ára en hefur hlotið styrk til náms í læknisfræði við Háskól- ann í Chicago. Samkvæmt upp- lýsingum frá sambandi banda- rískra læknadeilda verður Sho einhver yngsti læknanemi sem sögur fara af. Í ljósi þess hve ungur Sho er hafa stjórnendur læknadeildar skólans skipulagt nám hans þannig, að hann mun ekki hitta sjúklinga eða taka vaktir fyrr en hann verður 18 ára. Talið er að þá muni félagsfærni hans hafa náð sama stigi og náms- hæfileikar hans eru á. Sho er af kóresku og jap- önsku foreldri og hóf háskóla- nám níu ára, en í Bandaríkjun- um hefst háskólanám jafnan við 18 ára aldur. Hann mun út- skrifast með láði frá Loyola-há- skóla í Chicago síðar í mánuðin- um. Aðalgrein hans var líffræði og efnafræði var aukafag. 12 ára í læknanám Chicago. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.