Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ eru þrír merkisviðburðir fram- undan. Unglingar úr 10. bekk eru að ljúka grunnskóla og á leið út í vorið og sumarið. Því fylgir að sjálfsögðu gleði hjá nemendum að klára þann merka áfanga. En það hefur oft vak- ið áhyggjur hjá foreldrum og skóla- yfirvöldum. Verður þessi uppskeru- hátíð til þess að unglingarnir fara að fikta við áfengi eða aðra vímugjafa? Það er algeralega á ábyrgð okkar sem erum orðin fullorðin. Gefum við skýr skilaboð um ást okkar og um- hyggju? Setjum við þeim reglur sem við erum tilbúin að standa við og fylgja eftir? Við getum verið blinduð af því að börnin okkar hlusti ekki á okkur, en það er misskilningur, því við erum þeirra spegill og fyrir- mynd. Skólar og foreldrafélög standa fyrir spennandi ferðalögum og viðburðum eftir prófin sem við eigum að hvetja þau til að taka þátt í þeim til gleði og uppörvunar. Þétt net stofnana og hreyfinga eru til taks þessi tímamót til að styðja foreldra í því að velja það besta fyrir ung- lingana. Við sem störfum í Miðborgarstarfi KFUM/KFUK og kirkjunnar urðum vitni að því síðastliðið sumar að alltof ungir einstaklingar voru á ráfi og sumir í neyslu í miðborg Reykjavík- ur 17. júní og á Menningarnótt. Í þeim hópi voru börn allt niður í 13 ára. Það var eins og hinir fullorðnu áttuðu sig ekki á því að á þessum tveimur kvöldum giltu sömu útivist- arreglur og öll önnur kvöld. Á Menn- ingarnótt var verulega stór hópur í mikilli hættu vegna óláta og ofbeldis. Það er auðvelt að skella skuldinni á aðra þegar svona gerist, en sannleik- urinn er sá að ábyrgðin er alltaf í höndum okkar foreldranna. Með þessu greinarkorni vil ég hvetja okkur öll til að halda vöku okkar á komandi vori og sumri í þeim tilgangi að vernda vaxandi kyn- slóð, setja henni klár mörk og láta hana reka sig á ást okkar og um- hyggju með skýrum skilaboðum. JÓNA HRÖNN BOLLADÓTTIR, miðborgarprestur. Samræmdu prófin, 17. júní og Menningarnótt Frá Jónu Hrönn Bolladóttur: Morgunblaðið/Árni Sæberg Verður þessi uppskeruhátíð til þess að unglingarnir fara að fikta við áfengi eða aðra vímugjafa? ÍSLENDINGAR eru rík þjóð og við eigum einhver gjöfulustu fiskimið í heimi. Á fiskinum úr hafinu byggist stærstur hluti af lífsgæðum okkar. Það er held ég óumdeilt. Við gerum hins vegar lítið til að vernda þessa auðlind okkar og þar á ég við það að svo er nú komið að verndarar Land- helginnar, Landhelgisgæslan, eru nánast látnir, eða komnir í dauðann. Þá á ég við að svo naumt er skammt- að fé til Landhelgisgæslunnar að næsta skref verður að selja TF-LÍF úr landi og leggja varðskipunum. Ráðherra dómsmála, Sólveig Péturs- dóttir, hefur þann sama hátt á og í sambandi við lögregluna að neita að hlusta á beiðnir starfsmanna og al- mennings um að sinna þessum mál- um og leggja fé fram. Hún heldur áfram að berja höfðinu í steininn og segja að allt sé í lagi, hún er óhikað sagt einhver lélegasti og skaðlegasti dómsmálaráðherra sem setið hefur í háa herrans tíð. Það er nú svo komið að eitt varðskip gætir landhelginnar og það eru bara Týr og Ægir sem eft- ir eru, báðir orðnir alltof gamlir og slitnir. Alltof litlir og vanmáttugir gagnvart þeim verkefnum sem þeim er ætlað að sinna. Skip sem eru 34 ára og 27 ára, rétt um 1000 tonn og hafa ekki togkraft til að taka stór flutningaskip í tog nema í rjómalogni. Ekki þarf mikið út af að bera til að hættuástand skapist ef ekkert varð- skip er við landið sem getur dregið t.d 10-15 000 tonna flutningaskip sem hingað sigla. Varðskipin eru líka orð- in svo lítil að það er hæpið að þau ráði við að taka erlenda togara sem hér fiska, því að þeir eru orðnir svo marg- falt stærri. Hverjir eru það sem bregðast við þegar við sendum neyð- arkall á landi eða sjó? Það eru ágætir starfsmenn Landhelgisgæslu Ís- lands, þeir gera sitt besta þó að illa gefnir ráðamenn þessarar þjóðar skammti þeim grjón úr hnefa þegar kemur að fjármagni. Það er hins veg- ar okkar að svara þegar starfsmenn Landhelgisgæslunnar senda frá sér neyðarkall vegna skilningsleysis og vanhæfni ráðamanna. Því neyðarkalli eigum við að svara í næstu kosning- um og losa Landhelgisgæsluna und- an þeirri vá sem að henni steðjar í formi lélegs ráðherra. Hvar er nýja varðskipið, Sólveig Pétursdóttir? Hvernig væri að fara að huga að ör- yggi okkar borgaranna og sjómanna okkar í stað þess að hafa Harald Jo- hannessen ríkislögreglustjóra til sýn- is í sólskini með gullborða upp á axlir ásamt einhverjum pappalögreglu- mönnum. Bregðumst við og skiptum út dómsmálaráðherra sem ekki sinn- ir öryggi borgaranna, í komandi kosningum. Sitji hún fjögur ár enn mun okkar einn morguninn birtast andlátsfregn Landhelgisgæslunnar. Og sennilega mun fylgja með að út- förin hafi farið fram í kyrrþey. DANÍEL SIGURBJÖRNSSON, Kársnesbraut 135, 200 Kópavogi. Landhelgisgæslan, in memoriam Frá Daníel Sigurbjörnssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.