Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 32
ÚR VESTURHEIMI 32 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FARANDSÝNINGIN Full Circle: First Contact, Vikings and Skrael- ings in Newfoundland and Labra- dor er studd af Menningar- málastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og var fyrst opnuð í St. John’s á Nýfundnalandi í byrjun júní árið 2000, en hefur síðan verið í helstu söfnum Kanada og Seattle í Bandaríkjunum, meðal annars í Canadian Museum of Civilization í Ottawa/Hull, McCord Museum of Canadian History í Montreal, Van- couver Museum í Vancouver og í Nordic Heritage Museum í Seattle, þar sem hún verður til 25. maí. „Það er mjög mikill heiður að fá þessa sýningu til Gimli því um er að ræða mjög stóra, metnaðarfulla og merkilega sýningu sem helstu söfn hafa verið með,“ segir Tammy Ax- elsson, framkvæmdastjóri Safns ís- lenskrar menningararfleifðar í Nýja Íslandi, The New Iceland Her- itage Museum. Sterkur bakhjarl Safnið var stofnað í þeim tilgangi að halda til haga ýmsu sem tengdist íslenska samfélaginu í Manitoba og einkum og sér í lagi í Nýja-Íslandi með áherslu á Gimli og næsta ná- grenni. Stefan J. Stefanson var einn helsti hvatamaður að stofnun Ís- lenska safnsins við höfnina í Gimli fyrir rúmum 30 árum, en erfiðlega gekk að halda því gangandi. Árið 1995 var byggingin úr sér gengin og þá varð að loka safninu en skipuð var nefnd til að reyna að bjarga því og meðal annars kom bærinn að málinu en áður hafði safnið verið á höndum einstaklinga. Safnið fékk aðstöðu í gamla barnaskólanum í Gimli en þegar ákveðið var að byggja menningar- miðstöð í Gimli þótti tilvalið að hafa safnið þar á jarðhæðinni. Menning- armiðstöðin The Waterfront Centre var formlega opnuð 21. október 2000 og í safninu var þá opnuð far- andsýning Stefans og Ollu Stef- ansonar um landnám Íslendinga í Nýja-Íslandi. Stefan hefur því tengst safninu frá byrjun og minnir enn á sig, en í ársbyrjun gaf hann 15.000 dollara til styrktar Menning- armiðstöðinni. Samvinna við íslensk söfn Árið 1997 hófst samstarf á milli safnsins í Gimli, Glaumbæjarsafns- ins í Skagafirði og Vesturfarasafns- ins á Hofsósi. Tammy hefur heim- sótt söfnin í Skagafirði og starfsmenn þeirra hafa kynnt sér stöðumála á safninu í Gimli. „Við höfum miðlað af reynslu okkar og skipst á skoðunum með framgang safnanna í huga en það er mikill áhugi á því að efla þetta samstarf, skiptast á sýningum og svo fram- vegis,“ segir Tammy og bætir við að farandsýning Stefans og Ollu hafi fyrst verið sýnd á Hofsósi. „Í þessu samhengi er til dæmis mjög gaman að fylgjast með uppgreftrinum við Glaumbæ og það verður spennandi að sjá hvort bústaður Guðríðar Þor- bjarnardóttur sé fundinn, en eins og kunnugt er hefur því verið haldið fram að Snorri Þorfinnsson, sonur hennar og Þorfinns Karlsefnis, sé fyrsti maðurinn af evrópskum ætt- um sem hafi fæðst í Ameríku. Þau bjuggu í l’Anse aux Meadows í Ný- fundnalandi og þar með er komin tenging við sýninguna um vík- ingana og skrælingana sem við verðum með í sumar, en hún kemur hingað frá Seattle.“ Ýmsar sýningar sem tengjast Ís- landi hafa verið settar upp í safninu í Gimli á nýliðnum árum og má þar t.d. nefna kynningarsýningu um ævi og ritstörf Halldórs Laxness fyrr í vetur og farandsýninguna Heim- skautslöndin unaðslegu: Arfleifð Vilhjálms Stefánssonar, sem safnið tók til sýningar síðsumars 2001. Safnið í Gimli er ekki mjög stórt í samanburði við helstu söfn og með það í huga segir Tammy að það sé sem stærsti happdrættisvinningur að fá farandsýninguna. „Þetta er langstærsta sýning sem við höfum fengið og við eigum ekki eftir að fá margar sýningar af þessari stærð en það segir sig sjálft að við getum ekki sett hana upp í heild sinni. Hins vegar hafa skipuleggjendur hennar lagt mikla áherslu á að við tækjum við henni vegna sterku tengingar okkar við Ísland og íslenska menn- ingu í Vesturheimi og hafa aðstoðað okkur eftir megni við að breyta henni svo hún komist hér fyrir,“ segir Tammy og bætir við að nokk- ur gróska sé í íslenska safnastarfinu í Manitoba. „Verið er að koma upp söfnum í Árborg og Riverton og Gull Harbour-hótelið á Heclueyju hefur óskað eftir samstarfi við okk- ur með sýningar þar í huga.“ Um 20.000 gestir á ári En allt saman kostar þetta pen- inga og segir Tammy að hafa þurfi úti allar klær til að fá fyrir kostnaði, þó að safnið sé styrkt af Gimlibæ og Manitoba-fylki. Sérstakur styrkt- arkvöldverður, þar sem ýmsir hlutir hafa verið boðnir upp til styrktar safninu, heppnaðist vel haustið 2001 og var ákveðið að gera kvöldið að árlegum viðburði. Síðan safnið opnaði í Menningar- miðstöðinni hafa komið rúmlega 20.000 gestir að meðaltali á ári og fer þeim fjölgandi. Tammy segir að aukninguna megi rekja til æ fleiri ferðamanna en auk þess komi nem- endur úr skólunum í Gimli í reglu- legar heimsóknir. „Þetta er hluti af námi þeirra á ýmsum stigum, til dæmis í 2., 6., 11. og 12. bekk, en vondandi verður víkingasýningin til þess að við fáum fleiri skólakrakka frá nágrannabyggðunum og Winni- peg til okkar í júní. Þá notum við tækifærið og segjum ekki aðeins frá landnáminu í Nýja-Íslandi og lífinu hér síðan heldur frá Íslandi. Krakk- arnir geta ekki lært um Nýja-Ísland án þess að læra eitthvað um Ísland í leiðinni.“ Víkingasýning sett upp í Safni íslenskrar menningararfleifðar í Nýja Íslandi Stærsta verkefni safnsins í Gimli Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Tammy Axelsson, framkvæmdastjóri safnsins, með skólakrökkum frá Gimli í fundarsalnum. Verið er að undirbúa uppsetningu vík- ingasýningar í Safni íslenskrar menningar- arfleifðar í Nýja Ís- landi og er þetta stærsta verkefnið í sögu safnsins í Gimli. Steinþór Guðbjarts- son ræddi við Tammy Axelsson, fram- kvæmdastjóra þess. steg@mbl.is ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ í Utah gaf fyrir skömmu Fjölskyldusögu- safninu í Spanish Fork innramm- aða mynd af nokkrum innflytjend- um frá Íslandi, en einstaklings- myndirnar hafa verið á sýningunni um ferðir Íslendinga til Utah, sem hefur verið í Vesturfarasetrinu á Hofsósi síðan árið 2000. Richard Johnson, forseti Íslend- ingafélagsins, færði Tom Richard- son, framkvæmdastjóra Fjöl- skyldusögusafnsins, myndina, sem samanstendur af mörgum andlits- myndum af íslenskum innflytjend- um. Sýningin The Road to Zion eða Fyrirheitna landið hefur verið á Hofsósi í tæplega þrjú ár og verður þar áfram í sumar. Sýningin grein- ir frá sögu Íslendinga sem gengu í Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints, og settust að á meðal mormóna í Ut- ah, en meira en 400 Íslendingar fluttu til Utah á árunum 1854 til 1914. Margir munir frá Utah eru á sýningunni en 60 félagar í Íslend- ingafélaginu voru viðstaddir þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti opnaði hana formlega í Frænd- garði 3. júlí árið 2000. Myndir á Fjöl- skyldusögusafnið Richard Johnson, forseti Íslendingafélagsins, til hægri, færir Tom Rich- ardson, framkvæmdastjóra Fjölskyldusögusafnsins, myndina. TINNA Grétars- dóttir er að vinna að dokt- orsverkefni um núverandi sam- skipti Íslendinga við fólk af ís- lenskum ættum í Kanada. Tinna er á þriðja ári í dokt- orsnámi í mannfræði við Temple- háskólann í Philadelphia í Penn- sylvaniaríki í Bandaríkjunum. Hún hefur sérstaklega mikinn áhuga á fólki sem er af íslenskum ættum í Norður-Ameríku í tengslum við hnattvæðingu og þverþjóðleg tengsl. „Ég hef fyrst og fremst áhuga á nútímanum þó að aldrei sé hægt að líta framhjá sögunni,“ seg- ir hún. „Áhugi minn beinist einkum að sambandi Íslands og Kanadabúa af íslenskum ættum, að fólki sem tengist á einn eða annan hátt tveimur menningarheimum, það er íslenskum og kanadískum. Það er einkum áhugavert að samskiptin milli þjóðanna hafa frekar aukist heldur en dvínað og þá sérstaklega á nýliðnum árum.“ Í byrjun janúar á þessu ári heim- sóttu Tinna og Sigurjón Baldur Hafsteinsson, sambýlismaður hennar sem stundar einnig dokt- orsnám í mannfræði, fólk af ís- lenskum ættum í Norður-Dakota í Bandaríkjunum og Manitoba í Kanada. „Þetta var fyrsta heim- sóknin og hún heppnaðist sérstak- lega vel. Viðtökurnar voru mjög góðar og ég er mjög spennt fyrir framhaldinu. Gangi allt eftir geri ég ráð fyrir að ég flytji til Kanada í byrjun næsta árs. Þangað til mun ég skreppa í heimsóknir til Kanada og staða eins og Norður-Dakóta þegar tækifæri gefst.“ Doktors- verkefni um sam- skiptin við Vesturheim HÁLFDÁN Helgason, áhugamaður um ættfræði, hefur haldið úti vef- síðu á ensku um vesturfara í nokkur ár og fyrir skömmu bætti hann við fréttabréfi á ensku um vesturfara, en hann segir að þessar síður séu fyrst og fremst hugsaðar fyrir af- komendur íslensku landnemanna vestra. „Þetta er áhugamál hjá mér og unnið í frístundum,“ segir Hálfdán, en slóð vesturfarasíðunnar er www.simnet.is/halfdanh/vestur.htm. „Síðan varð til 1996 vegna þess að ég fékk sérstakan áhuga á þessari sögu, þessu fólki sem fór vestur, af hverju það fór vestur og hvað varð um það, en þetta tengdist áhuga mínum á ættfræði. Þegar hún kom á netið fór ég að fá alls konar fyr- irspurnir um það hvort ég gæti að- stoðað fólk við að finna ættir og svo framvegis og þetta vatt upp á sig.“ Hálfdán segir að hann fái mikil viðbrögð frá fólki af íslenskum ætt- um í Norður-Ameríku og Kanada. „Þetta er fólkið sem er í sambandi við mig og bréfin skipta þúsundum,“ segir hann og bætir við að frétta- bréfið hafi orðið til í kjölfarið. „Hug- myndin með því er að sinna betur ákveðnum hópi, þeim sem vilja vera í reglulegu sambandi,“ segir hann. Stefnt er að því að fréttabréfið komi út sem næst vikulega, á laug- ardögum, en Hálfdán segir að það sé ekki aðalatriðið. „Mestu skiptir að vera í sambandi við niðja vesturfar- anna,“ segir hann. Frétta- bréf um vesturfara ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.