Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ STARFSMENN og stjórnendur Ís- lenskra aðalverktaka ( ÍAV) í gegn- um Eignarhaldsfélagið AV ehf. (EAV) hafa keypt 39,86% hlut ís- lenska ríkisins í ÍAV fyrir rúma tvo milljarða króna. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra og Geir H. Haarde fjármála- ráðherra undirrituðu í gær kaup- samning þessa efnis fyrir hönd ríkisins og Stefán Friðbjarnarson forstjóri ÍAV skrifaði undir fyrir hönd kaupenda. Hluturinn er að nafnvirði 558 milljónir króna og kaupgengi 3,69. Kaupsamningurinn er gerður á grundvelli skilmála sölunnar og til- boðs félagsins en þau fimm atriði, sem lögð voru til grundvallar vali á viðræðuaðila um kaup á hlutnum, voru lýsing og mat á áhrifum sölu til viðkomandi tilboðsgjafa á sam- keppni á íslenskum verktakamark- aði, fjárhagslegur styrkur og fjár- mögnun, framtíðarsýn um rekstur fyrirtækisins og starfsmannamál og stjórnunarleg reynsla og þekking á þeim markaði sem ÍAV starfar á. 200 starfsmenn áhugasamir Stefán Friðbjarnarson forstjóri ÍAV sagðist ánægður með að nið- urstaða væri fengin í málið. Spurð- ur hve almenn þátttaka starfs- manna væri, sagði Stefán það ekki alveg ljóst, en starfsmenn ÍAV eru um 500 talsins. Hann segir Lands- bankann fjármagna kaupin. „Hluta- féð hefur verið tryggt en nú stend- ur yfir söfnun á hluthöfum. Nú þegar hafa nær 200 manns skrifað sig sem áhugasama aðila og verður farið í það núna að loka þeim mál- um,“ sagði Stefán. Spurður að því hvort nýir eig- endur stefni að því að afskrá félagið úr Kauphöllinni sagði Stefán að þeir hefðu ekkert velt því fyrir sér. „Við fórum í þetta vegna þeirrar óvissu sem var um hverjir kæmu að félag- inu, sérstaklega þegar kom í ljós að Kaldbakur, sem var stór eigandi og hafði lýst áhuga á að kaupa, hætti við. Þá fórum við af stað og nið- urstaðan varð þetta tilboð sem nú hefur verið tekið. Það er of snemmt að segja til um hvað gerist næst.“ Um gagnrýni sem upp kom þar sem kvartað var yfir því að aðstand- endur EAV væru í hópi fruminn- herja í ÍAV og jafnræðis hafi ekki verið gætt þar sem trúnaðarstarfs- menn fyrirtækisins og stjórnarmað- ur, sem voru meðal bjóðenda, hafi búið yfir vitneskju og haft aðgang að upplýsingum langt umfram al- menna bjóðendur, sagði Stefán að að sjálfsögðu stæðu stjórnendur og starfsmenn ÍAV betur að vígi en aðrir tilboðsgjafar. „Að sjálfsögðu stöndum við betur að vígi þar sem við þekkjum fyrirtækið vonandi bet- ur en þeir sem koma utan frá. En hins vegar er þetta selt á grundvelli nýútkomins ársreiknings. Við, end- urskoðendur okkar og stjórn félags- ins teljum að í honum séu þær upp- lýsingar sem menn þurftu.“ Um framtíðarsýn nýrra eigenda sagði Stefán að markmiðið væri að reka fyrirtækið áfram eins og gert hefði verið hingað til og engar sér- stakar breytingar væru fyrirhugað- ar. „Það er bjart framundan í verk- takastarfsemi og framtíðarsýn okkar er að félagið hasli sér áfram völl í þeim framkvæmdum sem framundan eru.“ Höfum náð markmiði okkar Halldór Ásgrímsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að með söl- unni á ÍAV hafi ríkisstjórnin nú náð því markmiði sem hún ætlaði sér varðandi einkavæðingu á fyrirtækj- um í eigu ríkisins. „Að vísu var hug- myndin sú að selja eignarhlut rík- isins að einhverju leyti í Símanum en aðstæður buðu ekki upp á það. Það er ekki hlutverk ríkisins að vera í verktakastarfsemi og eftir að einkaleyfi hafa verið afnumin á Keflavíkurflugvelli þá er sjálfgefið að ganga frá þessari sölu núna. Ég er mjög ánægður með það að að kaupunum komi starfsmenn fyrir- tækisins og ég tel að með því sé tryggt að fyrirtækið verði í áfram- haldandi rekstri á svæðinu. Þetta er mikilvæg atvinnustarfsemi á Suð- urnesjum og það skiptir miklu máli fyrir fólkið þar að þetta fyrirtæki dafni,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Besta boðið þegar allt var metið Ólafur Davíðsson formaður Einkavæðingarnefndar sagði að- spurður að skamman tíma hefði tekið að ganga frá samningum þeg- ar niðurstaða var fengin varðandi mat á tilboðum. Hann sagðist vera ánægður með niðurstöðuna. „Við fengum Verðbréfastofuna til að meta tilboðin. Þeir skiluðu af sér í síðustu viku og þá var gengið til við- ræðna við starfsmennina sem leiddi til samninga.“ Aðspurður sagði Ólafur verðið vera viðunandi. „Það voru náttúru- lega fleiri hlutir en verðið sem menn áttu að gera grein fyrir og voru hluti af tilboðinu, en þetta er niðurstaðan af því margþætta mati sem fram fór á tilboðunum. Þetta var besta boðið þegar allt var met- ið.“ Spurður að því hvort einhverjir hefðu boðist til að kaupa á hærra gengi sagðist Ólafur ekki vilja tjá sig um einstök atriði í öðrum til- boðum. Spurður um þá gagnrýni, sem fram hefur komið á val á við- ræðuaðila um kaupin, sagði Ólafur að öllum reglum hefði verið fylgt í málinu. „Það er ekki hægt að meina starfsmönnum að bjóða í hlut rík- isins. Þá hefðum við verið að brjóta á þeim og ekki verið að gæta jafn- ræðis gagnvart þeim. Það er líka þannig að hlutur ríkisins er ekki meirihluti og því er ekki hægt að gera alla hluthafa að innherjum. Þá væri verið að ganga á hlut annarra eigenda fyrirtækisins.“ Ólafur segir að bréfi Trésmiðju Snorra Hjaltasonar ehf. og JB Byggingafélags ehf. varðandi þetta verði svarað og segist hann ekki eiga von á að eftirmál verði af mál- inu. Greiðsla og afhending hlutanna fer fram 16. maí nk. og skuldbindur EAV sig samkvæmt samningnum til að eiga hlutabréfin í a.m.k. 12 mánuði frá undirritun. Lokagengi ÍAV í Kauphöllinni í gær var 3,55 og hækkaði um 2,9% í talsverðum viðskiptum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Stefán Friðbjarnarson og Halldór Ásgrímsson handsala kaupsamninginn. Íslenskir aðalverktakar eru nú að fullu í eigu einkaaðila Starfsmenn kaupa hlut ríkisins fyrir tvo milljarða HAGNAÐUR Landsbanka á fyrsta fjórðungi ársins nam 813 milljónum króna eftir skatta, sam- anborið við 735 milljónir á sama tíma árið 2002, en það er 10,7% aukning milli ára. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 20,2%, sam- anborið við 19% fyrsta ársfjórðung 2002. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, segist vera ágætlega sáttur við uppgjörið. „Af- koma kjarnastarfseminnar er áfram örugg og traust. Flestir þættir rekstrarins skila góðum ár- angri,“ segir hann. 13–15% arðsemi í ár Halldór segir að með hliðsjón af fyrsta ársfjórðungi haldi bankinn sig við þá afkomuspá sem hann hafi gefið út. „Það er að við ættum að ná þeirri áætlun bankans, að arðsemi hans sé 6–8% umfram áhættulausa ávöxtun, sem er nú um 7%. Við búumst við því að ná 13–15% arðsemi eftir skatt á árinu í heild,“ segir hann. Halldór segist skynja mikinn sóknarhug í bank- anum, eftir undangengnar breyt- ingar. Hagnaður bankans fyrir skatta á tímabilinu nam 921 milljón króna, en 940 milljónum árið 2002. Hagsauki bankans á tímabilinu var 13,2%, en hagsauki er ávöxtun eig- in fjár umfram meðalávöxtun áhættulausrar fjárfestingar á árs- fjórðungnum. Kostnaðarhlutfall var 57,8%, samanborið við 61,1% á árinu 2002. Hreinar vaxtatekjur jukust um 4,2% og námu 2.077 milljónum króna, miðað við 1.994 m.kr. á fyrsta fjórðungi ársins 2002. Vaxtamunur af meðalstöðu heild- arfjármagns nam 2,97% á tíma- bilinu, samanborið við 2,92% á fyrra ári. Aðrar rekstrartekjur jukust um 429 milljónir króna, eða 27,7%, og voru 1.977 milljónir króna á fjórðungnum. Hækkunin skýrist einkum af 461 milljóna króna söluhagnaði af eignarhlut í Vátryggingafélagi Íslands. Heildareignir 281 ma. kr. í lok ársfjórðungsins Framlag í afskriftarreikning út- lána jókst um 72 milljónir milli ára og nam 788 milljónum, samanborið við 716 milljónir fyrsta fjórðung ársins 2002. Heildareignir bankans námu 281 milljarði króna 31. mars og jukust um 1,1% frá áramótum. Innlán námu 114 milljörðum í lok mars og hækkuðu um 5,7 milljarða frá 31. desember 2002. Eigið fé Landsbankans var 17 milljarðar króna í lok fyrsta fjórðungs og hafði hækkað um 4,3% frá áramót- um. Eiginfjárhlutfall (CAD) bank- ans var 11%, en eiginfjárþáttur A 8,1%. Gengi hlutabréfa Landsbankans hækkaði um 12% á fyrsta ársfjórð- ungi 2003, eða úr 3,65 í 4,09. Landsbanki hagnast um 813 milljónir króna EIGENDUR Fréttar ehf., út- gáfufélags Fréttablaðsins, eru félög í eigu Árna Haukssonar, forstjóra Húsasmiðjunnar, Gunnars Smára Egilssonar, ritstjóra Fréttablaðsins, Ingi- bjargar S. Pálmadóttur innan- hússhönnuðar, Jóhannesar Jónssonar í Bónusi, Jóns Ás- geirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, Pálma Haraldssonar, forstjóra Fengs, og Ragnars Tómassonar lögmanns. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Tap varð á rekstri Fréttar í fyrra, sem nam 10,6 milljónum króna, en félagið hefur verið rekið með 12 milljóna króna hagnaði fyrstu þrjá mánuði árs- ins. Eigið fé var 52 milljónir króna um áramót; eiginfjár- hlutfall 31% og veltufjárhlutfall 1,3. Nettóskuldir voru engar. Hagnaður hjá Frétt á fyrsta fjórðungi ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra gefur út reglugerð um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum árið 2003, en samkvæmt reglugerðinni verður leyfilegur heildarafli ís- lenskra skipa 110.334 tonn í ár. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1996 sem ís- lensk stjórnvöld hafa þurft að ákveða einhliða stjórnunaraðgerðir fyrir ís- lensk skip úr þessum stofni. Heild- arkvóti íslensku skipanna á síðasta ári var 132 þúsund tonn. Veiðarnar nú má hefja frá og með 5. maí nk. Sjávarútvegsráðherra sagði það miður að ekki hafi náðst samkomu- lag við Norðmenn um veiðarnar úr stofninum. Norðmenn höfðu farið fram á að hlutdeild þeirra yrði aukin á kostnað Íslendinga og það hefði ekki komið til greina. Ákvörðun sjávarútvegsráðherra um leyfilegan heildarafla íslenskra skipa byggist á ráðgjöf Alþjóðahaf- rannsóknarráðsins, ICES, um 710 þúsund tonna heildarafla á þessu ári og að hlutdeild Íslands í honum hald- ist sú sama og ef samningurinn hefði verið framlengdur við Norðmenn. Ekki heimildir innan lögsögu Noregs Vegna ákvörðunar Noregs munu íslensk skip hvorki hafa heimildir til veiða innan lögsögu Jan Mayen né Noregs, en að öðru leyti mun að- gangur íslenskra skipa til veiða úr stofninum verða óbreyttur, þ.m.t. að- gangur að lögsögu Svalbarða. Forsaga málsins er sú að Noregur neitaði að framlengja samning milli Íslands, Færeyja, Rússlands, Evr- ópusambandsins og Noregs um heildstæða stjórnun á stofninum. Rússland, Færeyjar og Evrópusam- bandið hafa undirritað tvíhliða samn- inga við Noreg um veiðarnar árið 2003 sem felur í sér verulega yfir- færslu veiðiheimilda frá Færeyjum og Evrópusambandinu til Noregs. Íslensk stjórnvöld voru ekki reiðubúin til að skrifa undir slíkt samkomulag enda hafa forsendur samningsins í engu breyst frá því hann var undirritaður árið 1996. Árna M. Mathiesen sagði að heild- arkvóti Alþjóðahafrannsóknaráðsins hafi verið minnkaður úr 850 þúsund tonnum frá í fyrra í 710 þúsund tonn nú. Þetta gerði það að verkum að heildarafli íslensku skipanna dregst saman á milli ára um 22 þúsund tonn. Íslensku skipin náðu að veiða út- gefinn síldarkvóta í fyrra og fékkst þriðjungur aflans þá innan lögsögu Jan Mayen, þriðjungur á alþjóðlegu hafsvæði, 5.900 tonn innan lögsögu Noregs og afgangurinn við Sval- barða. Árni sagðist trúa því að ís- lensku skipin myndu ná kvótanum þó svo að þau fengju ekki fara inn í lögsögu Jan Mayen og Noregs. Loðnusamningi sagt upp Vegna þessara deilna við Norð- menn um síldina, sögðu íslenzk stjórnvöld upp gildandi samningi milli Íslands, Noregs og Grænlands um loðnuveiðar. Samkvæmt honum kom 81% loðnukvótans í okkar hlut, 11% í hlut Grænlendinga og 8% til Norðmanna. Ákvæði í samningum heimilaði Norðmönnum að stunda veiðarnar innan lögsögu okkar á ákveðnu tímabili. Nú er hins vegar enginn samningur í gildi og semja þarf upp á nýtt verði vilji til þess hjá stjórnvöldum landanna þriggja. Árni Mathiesen sagðist vonast til þess að samkomulag um þessi mál náist, en það yrði ekki gert á for- sendum Norðmanna einum. Gefum út einhliða síldarkvóta upp á 110.000 t Kvótinn gefinn út í blóra við Norðmenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.