Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 68
HEIMILDARMYNDIN Ég er arabi eftir Sigurð Guðmundsson og Ara Al- exander Ergis Magnússon fjallar um andstöðu Íslendinga gegn stríðinu í Írak og tjá fjölmargir Íslendingar sig um „árásarstríð Bandaríkjastjórnar á Írak og yfirlýstan stuðning íslenskra stjórnvalda við það“, eins og segir í fréttatilkynningu frá Ergis kvik- myndaframleiðslu. „Við byrjuðum að vinna hana á fyrsta degi stríðsins,“ segir Ari Alex- ander. Hann segir að honum og Sig- urði hafi fundist þetta aðkallandi verkefni. „Fyrir það fyrsta trúðum við því ekki að Ísland væri þátttak- andi í þessu stríði,“ segir hann. „Ég þori að fullyrða það að þetta sé fyrsta óritskoðaða heimildarmynd, sem gerð hefur verið. Fólk fékk 30 sek- úndur til eina og hálfa mínútu til að segja hvaða skoðun það hefði á þessu máli. Við komum og tókum það upp og það er hvergi klippt í talað mál,“ segir Ari Alexander. „Þetta er þver- pólitískt. Við erum með fólk úr öllum áttum í samfélaginu. Ekki má gleyma að 82% þjóðarinnar hafa verið á móti þáttöku Íslands í þessu stríði,“ segir Ari Alexander. Rætt er við 37 Íslendinga í mynd- inni og varð sú tala fyrir valinu vegna þess að hún táknar jafnframt eðlilegt hitastig mannslíkamans. „Þetta eru allt andstæðingar stríðsins,“ útskýrir Ari Alexander. „Þeir sem tala með stríðinu eru hvort eð er í fjölmiðlum alla daga.“ Fólk úr ýmsum áttum tjá- ir afstöðu sína í myndinni: Karl Sig- urbjörnsson, Hallgrímur Helgason, Guðrún Gísladóttir, Erpur Eyvind- arson og Tinna Gunnlaugsdóttir, svo einhverjir séu nefndir. Ennfremur birtist í myndinni ým- islegt efni frá Írak, bæði ljósmyndir og mynbandsupptökur. „Það birtast þarna myndir sem hafa hvergi sést í fjölmiðlum, allavega ekki hér á Ís- landi. Þetta eru myndir sem eru á Netinu og fólk er hvatt til að nota,“ segir Ari Alexander en myndirnar eru eingöngu frá Írak. „Við höldum okkur við það umfjöllunarefni. Við er- um ekki að tala um aðra stefnu Bandaríkjanna eða neitt slíkt,“ segir hann en einnig er notast við efni úr innlendum og erlendum fjölmiðlum. „Við erum að leggja okkar lóð á vogarskálina til þess að allar hliðar á málinu séu sýndar,“ segir Ari Alex- ander. „Við stöndum fyrir utan allar pólitískar hreyfingar. Það má ekki misskilja það að myndin sé að koma núna af því að það eru kosningar,“ segir hann og bætir við að þeir séu ekki að reyna að koma höggi á ráða- menn landsins. „Það er bara að þetta stríð er rétt að byrja og Íslendingar eru þáttakendur í því,“ segir hann og vísar til hótana Bandaríkjastjórnar hvað varðar Sýrland. Mikil vinna hefur verið við að klára myndina á svo stuttum tíma. „Við er- um búnir að leggja dag við nótt. Þetta er búið að vera alls 41 dagur. Myndin er að rúlla úr hjóðvinnslu,“ segir Ari Alexander degi fyrir frumsýninguna og leggur áherslu á að allir séu vel- komnir í kvöld. Ég er arabi eftir Sigurð Guðmundsson og Ara Alexander frumsýnd í kvöld Reuters Fréttamynd Reuters frá Írak. Hinn 14 ára Ahmed Muthanna situr í bíl, sem varð fyrir skotárás bandarískra hermanna. Í myndinni Ég er arabi er bæði rætt við Íslendinga um afstöðu þeirra og sýndar fréttamyndir. Sigurður Guð- mundsson leikstjóri.                           !   " # $  %&    ' ( )# (  )    Ég er arabi er á dagskrá Shorts & Docs og verður frumsýnd í Há- skólabíói í kvöld klukkan 20. Myndin verður í sýningum næstu daga. Ari Alexander leikstjóri. Óritskoðað og þverpólitískt 68 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 3.45, 5.50, 8 OG 10.10. B.I. 16.   Kvikmyndir.is kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i.14. / kl. 5.50, 8 og 10.10. b.I. 14. / kl. 4 og 10. B.i. 14. / kl. 10. B.i. 14. Heims frumsýning Sagan heldur áfram. Enn stærri og magnaðri en fyrri myndin. Missið ekki af þessari! KEFLAVÍK Sýnd kl. 3.20, 5.30, 8 og 10.20. B.i. 12 ára. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 3 og 10. Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 5.50, 8, 10.10. B.i.14 ára. Heimilda- og Stuttmyndahátíð Stuttmyndasyrpa sýnd kl. 4 Europe in shorts sýnd kl. 4 Gamla Brýnið sýnd kl. 6 Ég er Arabi sýnd kl. 8 10 Dansmyndir sýnd kl. 8 Stevie sýnd kl. 10 Alt om min far sýnd kl. 10 SV MBL HK DV  SG Rás 2 Radio X  ÞÞ Frétta- blaðið Tvöfaldur Óskarsverðlaunahafi, Michael Caine í stórbrotinni kvikmynd sem byggð er á sígildri skáldsögu Graham Greene. Michael Caine var m.a. tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni. Frumsýning Sjálfstæðisflokkurinn Býður upp á íslenska bíóveislu IKINGUT sýnd kl 4. ÍSLENSKI DRAUMURINN sýnd kl. 6. ENGLAR ALHEIMSINS sýnd kl. 8 MAÐUR EINS OG ÉG sýnd kl. 10. Aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir SMÁRALIND • S. 555 7878 Ingmar Bergman í Stund úlfanna Max von Sydow og Liv Ullman leika aðalhlutverkin í Stund úlfanna. KVIKMYNDASAFN Íslands sýnir á næstunni nokkrar kvikmynda sænska leikstjórans Ingmars Berg- mans sem verður 85 ára í júlí næstkomandi og er enn að. Fyrsta myndin er Stund úlfanna (Vargtimmen) frá árinu 1968, sem verður sýnd í sýningarsal safnsins í Bæjarbíóí í Hafnarfirði kl. 16 í dag. Myndin segir frá Johan (Max von Sydow), málara sem á í miklu sálarstríði og dvelur í sínum eigin heimi milli svefns og vöku á nótt- unni, ásóttur af djöflum og púkum. Eiginkona hans, Alma (Liv Ull- man), reynir allt til að þóknast manni sínum og létta honum til- veruna. Stund úlfanna er sá tími sólar- hringsins, segir Bergman, þegar nóttin er liðin en nýr dagur ekki runninn upp. Hún er sú stund sem hvorki er dagur né nótt, þegar flest fólk deyr, þegar svefninn er dýpstur, þegar martraðir ásækja mest, að sögn leikstjórans. Stund úlfanna verður sýnd í sýning- arsal Kvikmyndasafnsins í Bæjarbíói við Strandgötu kl. 16 í dag. Miðaverð er 500 krónur. Kvikmyndasafni Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.