Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 59
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 59 REIÐIN sýður í mér eftir að hafa rekið augun í fyrirsögn greinar Hall- dórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra um Íraksdeiluna í Morgun- blaðinu hinn 26. mars sl. Þar segir: „Markmiðið er eyðing gereyðingar- vopna, uppbygging Íraks og frelsi þjóðarinnar.“ Þessi orð gætu ekki verið fjær sannleikanum. Í fyrsta lagi hafa engin gögn kom- ið fram sem sanna tilvist gereyðing- avopna í Írak þótt vopnaeftirlits- menn SÞ hafi leitað þeirra logandi ljósi síðustu mánuði. Á meðan eyða Bandaríkjamenn milljörðum dollara á ári í þróun og smíði slíkra vopna og hika ekki við að nota þau. Fórnar- lömb í Hiroshima og Nagasaki bera vott um það. Í öðru lagi tel ég að þær fáu krón- ur sem íslensk stjórnvöld láta hugs- anlega af hendi rakna til uppbygg- ingar í Írak væru aðeins dropi í það gereyðingarhaf sem nú blasir þar við. Auk þess má búast við að sú fjár- hagsaðstoð kæmi beint úr veglegum olíusjóði „bandamanna“ sem væri í raun réttri eign írösku þjóðarinnar. Í þriðja lagi nefnir Halldór frelsi írösku þjóðarinnar. Frelsi hverra? Frelsi þeirra sem eru réttum megin í trúmálum? Frelsi þeirra sem eiga ol- íu? Frelsi þeirra Íraka sem eru hlið- hollir Bandaríkjamönnum? Það er a.m.k. nokkuð ljóst að ekki er um að ræða frelsi írösku þjóðarinnar í heild sinni. Mætti ég þá heldur biðja um að íslenska þjóðin verði frelsuð und- an þeirri misbeitingu valds sem nú á sér stað í þjóðfélaginu þannig að við getum hætt að skammast okkar fyrir að vera Íslendingar. Eftir að fyrirsögninni sleppir heldur utanríkisráðherra áfram og segir hann Ísland styðja árásir á Írak. Ekki man ég til þess að ég né nokkur annar Íslendingur hafi verið spurður um afstöðu til árásanna, enda vitað að 70–80% landsmanna eru þeim mótfallin. Þeir Halldór Ás- grímsson og Davíð Oddsson ættu þó að vera í kunnuglegri stöðu því eins og Halldór bendir réttilega á er nú- verandi staða nokkuð sambærileg við það er herþotur NATO sprengdu upp íbúa Kosovo með góðfúslegu samþykki þeirra. Utanríkisráðherrann okkar minn- ist á að ekki verði liðið að Saddam Hussein né nokkur annar sniðgangi ákvarðanir öryggisráðs SÞ. George W. Bush virðist hins vegar vera und- anskilinn þessu enda brýtur stefna hans og annarra stríðsæsingaleið- toga augljóslega í bága við stefnu SÞ. Í lok greinar sinnar fer Halldór Ásgrímsson mikinn og er rétt að grípa niður í völdum köflum úr orð- um hans. Hann segir: „Íslensk þjóð er blessuð af því að búa í landi mik- illa náttúrugæða [sem nú er spillt með virkjanaframkvæmdum. Innsk. höf.] og auðlegðar [… alltaf má þó bæta við smáolíugróða] í heimshluta friðar og lýðræðis [já, því leiðtogarn- ir kjósa gjarnan að heyja stríð sín ut- an þessa heimshluta]. „Við viljum sjá þann dag, og það sem allra fyrst, að friður komist á …“ Nei, hættu nú al- veg! Þetta stríð snýst ekki um frið eða uppbyggingu heldur úthellingu blóðs fyrir olíu! Ég tek mér það bessaleyfi að tala á sömu nótum og Halldór gerir í nið- urlagi greinar sinnar og spyr: Hversu langan tíma á að gefa mönn- um af tagi Halldórs og Davíðs til að sjá að sér? Fimmtán ár? Tuttugu ár? Nei, nú er mælirinn fullur og bið ég þess að önnur réttsýnni öfl verði við stjórnvölinn eftir 10. maí. GUÐMUNDUR THORODDSEN, nemandi í Listaháskóla Íslands. Eyðing Íraks, uppbygging og frelsi hinna staðföstu Frá Guðmundi Thoroddsen: AÐ SÖGN breskra sérfræðinga hafa nýlegar rannsóknir leitt í ljós að ungmennum sem reykt hafa hass einu sinni í viku að staðaldri sé tölu- verð hætta búin á að verða virkir fíklar fíkniefna, áður en þeir ná 21 árs aldri. Að svo geti farið hjá hverju einu ungmenni á móti þremur. Einn- ig segja sérfræðingarnir um þau sem notuðu efnið sjaldnar en einu sinni í viku en byrjuðu á táningsaldri, að meðal þeirra væri einum af hverjum fimm veruleg hætta búin á að verða varanlegir fíklar. Þessi nýja upp- götvun sérfræðinganna veldur áhyggjum því hún staðfestir að notk- un kannabisefna getur orðið ávísun á neyslu sterkari efna, geðrænna sjúk- dóma og andþjóðfélagslegra til- burða. Á Bretlandseyjum eru hass- reykingar stöðugt algengari meðal ungmenna og því samfara hækkandi hlutfall þeirra sem verða háðir efn- inu. Samkvæmt nýjustu könnunum breska heilbrigðisráðuneytisins kom í ljós að þriðji hver unglingur undir 15 ára aldri hafði reynt efnið. Breska þingið Eins og kunnugt er hafa nokkrar nágrannaþjóðir okkar verið að slaka á í baráttunni gegn hinum svoköll- uðu veikari efnum. Hjá Bretum stendur fyrir dyrum að færa kanna- bisefnin úr flokki B yfir í flokk C, sem er m.a. flokkur róandi lyfja eins og Temezepams og Valíums. „Með því að lækka efnið í áhættu- staðlinum þá eru ráðherrarnir á þinginu að gefa röng skilaboð að sögn sérfræðinganna, þeir eru þar með að gefa tóninn á að kannabis- neysla sé ekki eins hættuleg og önn- ur bönnuð fíkniefni.“ Samkvæmt nýju lögunum verður lögreglunni gert að horfa framhjá þeim sem neyta efnisins og eða hafa það í vörslu sinni til eigin nota, sé um minna magn að ræða. Komi hins veg- ar til haldlagningar yfirvalda á efn- inu, ætluðu til dreifingar og sölu, í meira magni, þá getur það leitt til dóms og fangelsisvistar til allt að nokkurra ára. Ástæða ofangreindrar tilslökunar Breta er fyrst og fremst sú að gríð- arlegur tími lögreglunnar fer í að elt- ast við kannbisefnin. Samanber að á sl. ári handtók hún u.þ.b. 80.000 manns, vegna þessa málaflokks. Fengu langflestir þeirra lágmarks- sektir eða jafnvel sluppu þeir með áminningar. Tíma lögreglunnar er því betur varið í að eltast við sterkari efnin að sögn fylgismanna breyting- anna. Ísland í dag Fáum hafa dulist þau öfl í íslensku þjóðfélagi sem vilja lögleiða kanna- bisefnin á svipaðan hátt og Bretar hyggjast gera. Það þarf vissar laga- breytingar til, en ég tel að til þeirra megi alls ekki koma. SÁÁ telur að hérlendis séu um 500 ungmenni í „hassvímu“ á hverri einustu klukku- stund, að jafnaði (www.saa.is). Bar- áttan við kannabisefnin kann að vera Bretum erfið vegna fjölmennis þeirra og erfiðrar stöðu við að hefta innflutninginn. Lega lands okkar og fámenni þjóðar býður hins vegar upp á árangursríkari útkomu í barátt- unni við ólöglegum innflutningi á fíkniefnum. Það er því andstætt öllu að slaka á í baráttunni eða að gefast upp. Hlúum að æskunni, byggjum henni bjarta framtíð! ELÍAS KRISTJÁNSSON, foreldri og áhugamaður um fíkniefnaforvarnir, Reykjanesbæ. Fíkniefni, þú og barnið þitt! Frá Elíasi Kristjánssyni: Morgunblaðið/RAX STJÖRNUSPÁ mbl.is OPIÐ HÚS SÆBÓLSBRAUT 28, KÓPAVOGI Rúmgóð 95 fm íbúð á efstu hæð í níu íbúða húsi. Þrjú rúmgóð svefnherb. Tengt fyrir þvottavél á baði. Flísar og parket á gólfum. Ekkert áhvílandi. Jóhannes og Ólöf munu sýna íbúðina frá kl. 14-16, þriðja hæð til vinstri (efsta bjalla). Verið velkomin. Verð 13,5 m. 3817
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.