Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÚSFYLLIR var í Reykjahlíð- arkirkju að kvöldi föstudagsins langa þar sem 8 listamenn fluttu tónlist sem hæfði vel deginum. Flytjendur voru Sig- rún Hjálmtýsdóttir sópran, Laufey Sigurðardóttir fiðla, Þórunn Ósk Marinósdóttir lág- fiðla, Bryndís Björgvinsdóttir selló, Hávarður Tryggvason kontrabassi, Kjartan Ósk- arsson klarinett, Brjánn Inga- son fagott og Þorkell Jóelsson horn. Sú hljóðfæraskipan með söng, sem þarna var boðið upp á gaf afar mikla hljómfyllingu í kirkjuna, sem bar einna hæst við flutning á Ave Maria eftir Caccini sem ekki mun áður hafa heyrst í Mývatnssveit. Út- setningar voru flestar gerðar af Kjartani Óskarssyni. Þetta ágæta listafólk var með tvenna tónleika í sveitinni um páskana, seinni tónleikarnir voru í Skjólbrekku á laug- ardaginn. Morgunblaðið/BFH Listafólkið stillti sér upp að loknum tónleikunum í Reykjahlíðarkirkju. Músík í Mývatnssveit Mývatnssveit ar. Efnið er tekið ofan af norðvest- urhluta Búðamels en uppi á melnum er verið að undirbúa byggingarlóðir fyrir 50–70 íbúðir. Verktaki er Jón Hlíðdal, Egilsstöðum. Við ytri hafnargarðinn var leigu- skipið Haukur á vegum B.M. Vallá og verið að skipa upp steypubílum, vinnuvélum, vinnuskúr, sements- sekkjum og gangstéttarhellum. B.M. Vallá hefur samið um sölu á sementi vegna Fáskrúðsfjarðaganga. Sem- entsverksmiðjan hf. og Norcem A.S. hafa fengið úthlutað lóðinni Ægis- götu 5 og þar á að byggja 1 steypu- síló 500 m3 og 3 steypusíló 1700 m3 hvert. Sementsverksmiðjan hf. hefur átt í samningaviðræðum við ítalska fyrirtækið Impregilo um sölu á sem- enti vegna byggingar Kárahnjúka- virkjunar. Áætlað er að yfir 100 þús. tonn af sementi þurfi í þær fram- kvæmdir. LÍFLEGT var við höfnina á Reyð- arfirði um síðustu helgi. Við innri hafnargarðinn lá leiguskipið Afród- íta á vegum verktakafyrirtækisins Ístaks og upp úr því var skipað vinnubúðum, vinnuvélum og tækjum sem nota á vegna borunar Fáskrúðs- fjarðaganga. Nú er verið að koma vinnubúðum fyrir bæði í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði en borað verður beggja megin frá. Um 30 manns munu vinna á hvorum stað. Ef myndin prentast vel má sjá á móts við afturhluta skipsins vinnu- búðir Ístaks á Hrúteyrinni og opið sem búið er að gera þar sem farið verður inn í fjallið. Til hægri á mynd- inni sést þar sem verið er að fylla upp svæði við höfnina og verður það athafnasvæði ítalska fyrirtækisins Impregilo vegna Kárhnjúkavirkjun- Morgunblaðið/Hallfríður Tæki til ganga- gerðar á land Reyðarfjörður Í UPPHAFI þessa árs var áhuga- mannafélagið Blöðruskalli stofnað í Grundarfirði. Markmið þessa félags var að koma á fót sjálfseignarstofn- un um sögumiðstöð í Grundarfirði. Er þar um að ræða fyrri áfanga í við- skiptaáætlun sem Ingi Hans Jóns- son vann að fyrir Grundarfjarðarbæ og nefnist Eyrbyggja – sögumiðstöð og sögugarður. Í síðari áfanga er gert ráð fyrir að gera skil merkri sögu Grundarfjarðarkaupstaðar á Grundarkampi. En sá áfangi mun bíða betri tíma. Ingi Hans Jónsson hefur tekið að sér að kynna megin- hugmyndina um stofnun sögumið- stöðvar og hvað getur falist í slíkri starfsemi. Verður leitað til fyrir- tækja, félagasamtaka og einstak- linga í Grundarfirði um þátttöku. Á vegum Blöðruskalla var nýverið samið um kaup á húsnæði því, sem áður hýsti verslunina Grund, undir starfsemi Sögumiðstöðvar. Verkefni þetta hefur þegar hlotið nokkra styrki, m.a. 2.000.000 kr. frá sam- gönguráðuneyti og 400.000 kr. frá Menningarborgarsjóði. Sjálfseignarstofnun um sögumiðstöð Grundarfjörður LANDIÐ HASARBLAÐIÐ Blek kemur nú í sumar út í áttunda sinn á jafn mörgum árum. Þetta er blað sem rekið er af áhugafólki um mynda- sögugerð og inniheldur stóran hluta af þeirri víðáttumiklu flóru mynda- sagna sem unnin er á Íslandi í dag. 3. – 4. maí kemur út viðhafnarút- gáfa á öllum fyrri blöðunum sjö en búið er að binda þau saman inn í eina þykka stóra bók. Höfundar eru fjölmargir, þar á meðal nokkrir þjóðþekktir einstaklingar. Í blöðun- um er bæði að finna sögur eftir karla og konur, byrjendur jafnt sem lengra komna. Viðhafnar- útgáfa á Bleki breytni í styrkveitingum Kvik- myndasjóðs muni efla til muna fram- leiðslu á leiknu íslensku efni fyrir sjónvarp. Í reglugerð um Kvikmyndasjóð nr. 229/2003 er í 2. gr. m.a. kveðið á um að veita skuli fé til leikinna kvik- mynda í fullri lengd til sýninga í kvikmyndahúsum, til heimilda- og stuttmynda og til leikins sjónvarps- efnis og er hið síðast nefnda nýmæli í starfsemi sjóðsins. Kvikmyndamiðstöð Íslands starf- ar eftir kvikmyndalögum nr. 137/ 2001, sem tóku gildi um síðustu ára- mót. Reglugerð um Kvikmyndasjóði tók gildi 31. mars s.l. og nú í ár verð- ur því í fyrsta skipti úthlutað sam- kvæmt þeim nýju reglum sem þar eru settar. Kvikmyndamiðstöð Ís- lands hefur nú auglýst eftir umsókn- um um styrki úr Kvikmyndasjóði og mun hraða afgreiðslu umsókna eftir því sem kostur er. RÍKISSTJÓRNIN hefur að tillögu menntamálaráðherra ákveðið að veita 15 millj. kr. til leikins sjón- varpsefnis og er gert ráð fyrir að fjárveitingar til þessa málaflokks fari stighækkandi á komandi árum. Þessi fjárveiting kemur til viðbótar þeim 318,8 millj.kr., sem eru veittar á fjárlögum 2003 til Kvikmynda- sjóðs, en af þeim eru 75 millj.kr. vegna heimilda- og stuttmynda. Er það von ráðuneytisins að þessi ný- 15 milljónir til leikins sjónvarpsefnis ANNAÐ kvöld, sunnudagskvöld kl. 20:00 mun Guðmundur Sigurðsson, organisti, halda tónleika í Laugar- neskirkju. Þetta verða fyrstu ein- leikstónleikar, sem haldnir eru á hið nýja orgel kirkjunnar sem smíðað var af Björgvini Tómassyni. Orgelið var vígt í desember 2002. Á efnisskránni verður tónlist eftir Bach, Buxtehude, de Grigny, Duke Ellington og George Shearing. Leiknar verða m.a. útsetningar á sálmum fjögurra þjóða í mjög ólíkum stíl. Orgelið, sem er 28 raddir, er það stærsta sem Björgvin Tómasson hef- ur smíðað til þessa. Fyrstu tón- leikar á nýtt orgel Laug- arneskirkju SÖNGFJELAGIÐ, kór FEB í Reykjavík, lýkur vetrarstarfi sínu með tónleikum í Bústaðakirkju á morgun, sunnudag kl. 17.00. Félagið hefur í vetur unnið að und- irbúningi sinnar þriðju söngferðar til útlanda. Að þessu sinni urðu fyrir valinu Finnland, Rússland og Eist- land. Söngfjelagið heldur tónleika NÝSTÁRLEG dagskrá verður flutt á kirkjulistahátíð Setjarnarnes- kirkju í dag kl. 13.30. Dagskráin er helguð 23. Davíðssálmi og ber yf- irskriftina „Sálmur 23 í máli, myndum og tónum“. Munu fjórir fræðimenn flytja stutt erindi um sálminn, sem verða innrömmuð af listrænu efni tengdu sálminum í flutningi skálda og listamanna. Biblíutexti í fræðum og listum „Þessi sálmur hefur verið mikið rannsakaður í biblíufræðum, bæði upprunaleg merking hans og hvernig ber að líta á hann í sam- hengi hinna fornu mið-austurlanda. En það sem kalla má framhaldslíf hans er ekki síður merkilegt – hvernig hann hefur lifað fjörlegu lífi í menningu og listum, ef svo má segja, bæði hér og landi og erlend- is“ segir Gunnlaugur A. Jónsson, forseti guðfræðideildar Háskóla Ís- lands og formaður listahátíð- arnefndar Seltjarnarneskirkju. „Áhrifasaga biblíutextanna er mjög áhugaverð og hér erum við að reyna að setja hana í fram- kvæmd með því að tefla saman fræðilegum erindum og ólíkum list- greinum sem leggja út af sálm- inum. Ég veit ekki til þess að einn biblíutexti hafi verið tekinn og meðhöndlaður með þessum hætti áður, bæði fræðilega og í mismun- andi listformum.“ Dagskráin í dag hefst á því að Árni Þ. Árnason guð- og viðskipta- fræðingur flytur samantekt um áhrifasögu Gamla testamentisins og persónuleg kynni af 23. Davíðs- sálmi. Þá flytur Árni Svanur Daní- elsson cand. theol. erindi undir heitinu Túlkun Lúthers á 23. sálmi. Kammerkór Seltjarnarneskirkju mun frumflytja lag Arnþórs Helga- sonar, sem ber heitið Tuttugasti og þriðji sálmur Davíðs: Hirðingja- dans, og dr. Guðrún Kvaran, for- stöðumaður Orðabókar Háskólans, flytur erindi sitt er nefnist 23. sálmur og íslenskar biblíuþýðingar. Eftir hlé mun Ingvar Gíslason, fyrrverandi menntamálaráðherra, lesa eigið ljóð, Lofsöngur (23. sálm- ur Davíðs), og Anna Jónsdóttir syngja lag Antonin Dvoráks við 23. sálm. Þá flytur dr. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor erindi er hann nefnir Framhaldslíf og áhrif 23. sálms Saltarans í menningu og list- um. Matthías Johannessen, skáld og fyrrverandi ritstjóri, flytur ljóð sitt Hugleiðingar um 23. sálm Davíðs og dr. Kristinn Ólason flytur erindi sitt er nefnist Davíðssálmur 23: Bakgrunnur og markmið. Dag- skránni lýkur með því að Viera Manasek syngur lag Dvoráks við 23. sálm á tékknesku. Auk hinnar formlegu dagskrár eru til sýnis myndir barna og ung- linga úr Mýrarhúsa- og Valhúsa- skóla sem þau hafa gert við 23. Davíðssálm, ásamt ljósmyndasýn- ingu Kristjáns Einarssonar. Þá stendur yfir sýning á verkum Leifs Breiðfjörð. Dagskrá helguð 23. sálmi Davíðs í Seltjarnarneskirkju SUNNUDAGINN 4. maí kl. 20 held- ur Marta Hrafnsdóttir söngkona tón- leika í Langholtskirkju. Undirleikar- ar hennar eru Kristinn Örn Krist- insson á píanó og Jón Stefánsson á orgel. Tónleikarnir eru hinir fyrstu í tón- leikaröð einsöngvara sem koma úr röðum Kórs Langholtskirkju og eru haldnir í tilefni 50 ára afmæli kórsins. Síðar á árinu eru fyrirhugaðir tón- leikar með Bergþóri Pálssyni, Birni I. Guðmundssyni, Björk Jónsdóttur, Hörpu Harðardóttur, Margréti Bóas- dóttur, Ólöfu Kolbrúnu Harðardótt- ur, Signýju Sæmundsdóttur, Unni Wilhelmsen, Þóru Einarsdóttur og fleiri eiga e.t.v. eftir að bætast í hóp- inn. Marta Hrafnsdóttir var félagi í Kór Langholtskirkju frá 1993. Hún útskrifaðist tónmenntakenn- ari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1997 ásamt prófi í söng, en kennari hennar var Elísabet Erlingsdóttir. Árin 1997-2000 stundaði hún söng- nám við Konunglega tónlistarskólann í Brussel hjá Dinu Grossberger. Frá árinu 2000 nam hún við Opera Studio van Vlanderen in Gent hjá Guy Joos- ten og lauk þaðan meistaraprófi í fyrra. Hún hefur sótt masternám- skeið hjá Tom Krause, Söru Walker, Synthiu Sietens, Anthony Rolf-John- son og Christophe Rousset. Þessir tónleikar eru fyrstu einsöngstón- leikar Mörtu hérlendis en hún söng nýverið alt hlutverkið í Guðbrands- messu Hildigunnar Rúnarsdóttur með Kór Langholtskirkju og vakti verðskuldaða athygli. Á efnisskránni eru ljóð eftir Fauré, Schubert, Brahms, Jónas Ingimund- arson, Hjálmar Ragnarsson og Sig- valda Kaldalóns. Einnig aríur eftir Vivaldi, Handel, Mosart og Bizet. Kórsöngvarar syngja einsöng Morgunblaðið/Jim Smart Marta Hrafnsdóttir æfir ásamt Jóni Stefánssyni fyrir tónleikana. Íslensk grafík kl. 15 Helgi Snær Sigurðsson og Ríkharður Valt- ingojer opna sýningu sína ,,Tvíradd- að“ í sýningarsal félagsins Íslensk grafík, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17. Ríkharður sýnir 46 miniatúra sem unnir eru með photogravure- ljósmyndatækni. Sú aðferð hefur lítt verið stunduð hér á landi enda tíma- frek og kostnaðarsöm. Myndefni sín sækir hann einkum til Gróttu. Helgi sýnir verk af gerólíkum toga sem unnin eru með blandaðri tækni ein- þrykks, blekmálunar, collage og teikningar. Má þar sjá lostafulla drauma, hræðilegar martraðir, kynjaverur og guði m.a. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18 og stendur til 25. maí. Aðgangur ókeypis. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.