Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ M ig langar ekki að kaupa her- mannajakka eða -buxur eða boli merkta „army“ á börnin mín. Slík barnaföt fást þó í miklu úrvali um þessar mundir. Leikfangaverslanir eru líka fullar af eftirlíkingum af vopnum; riffl- um, skammbyssum og hríðskota- byssum, eins og þær hafa svo sem verið í mörg ár, án þess að ég skilji réttlætinguna fyrir því. Íslensk börn geta því marserað um í hermannagöllum með dóta- byssur án þess að það þyki til- tökumál, íslensk yfirvöld marsera jú í takt með hinum staðföstu og viljugu. Meðvituð og ómeðvituð hern- aðardýrkun landans er komin á eitt- hvert und- arlegt stig, á þessum tímum óvissu og ófriðar í heiminum. Þetta með fötin er kannski smá- atriði, en skiptir þó máli. Við er- um neytendur og sendum skila- boð með því sem við kaupum og með því að hætta að kaupa. Fyrst og fremst birtist hernaðardýrk- unin hér á landi í þeim vörnum sem yfirvöld hafa haldið uppi fyr- ir brölt Bandaríkjanna í Írak og dómum þeirra um að þeir sem ekki styðji bröltið styðji Saddam Hussein. Íslensk yfirvöld hafa stutt það viðhorf að hernaður og stríð sé eðlilegt. Þá er stutt í dýrkunina. Um síðustu helgi var haldið upp á að tvær aldir eru frá því að fyrstu einkennisklæddu lög- regluþjónarnir sáust á götum Reykjavíkur. Mikið var um dýrð- ir að því er greint var frá í öllum fjölmiðlum og hljómaði rullan eitthvað á þá leið að vígalegir sérsveitarmenn hefðu sýnt listir sínar og börnum hefðu verið sýnd vopn. Ég hnaut um þetta síð- arnefnda, að börnum hefðu verið sýnd vopn. Hef sjálf aldrei vanist því að vopn séu leikföng og finnst ekki sjálfsagt að þau séu það. Í mínum huga eiga vopn lögregl- unnar eða vopn sem gerð hafa verið upptæk ekkert erindi við börn. Af hverju er verið að sveipa vopn og sérsveitarmenn dýrð- arljóma í huga barnanna? Vopn eru ekki eitthvað jákvætt, heldur eitthvað sem grípa þarf til í neyð og nota í undantekning- artilvikum, eða á veiðum. Gripið er til þess að sýna börnum vopn undir þeim formerkjum að krökkunum finnist þetta eitthvað ægilega spennandi. En er það viðhorf ekki skapað af samfélag- inu sjálfu? Það er nefnilega al- mennt viðurkennt að eftirlíkingar af morðvopnum séu seldar í leik- fangabúðum og að stríðsleikföng standi í dótaherbergjum. Þetta minnir óþægilega mikið á þann dýrðarljóma sem Banda- ríkjamenn sveipa vopnin sín og frelsi sitt til að nota þau, stríðs- mennina sína sem eru hugrakkar hetjur og löggurnar harðsvíruðu sem eru stjörnur spennumynd- anna. Ísland er í Evrópu en ekki Ameríku, en maður er ekki alltaf viss. Við erum jú á lista hinna viljugu, hér er amerísk herstöð og velferðarkerfið er farið að nálgast það bandaríska. En mun- urinn á íslensku samfélagi og því bandaríska er enn mikill sem bet- ur fer. Hér á landi er t.d. ekki al- mennt að fólk eigi byssu til að verja sig, eins og ófáir Banda- ríkjamenn telja mannréttindi. Og hér á landi er fólk ekki skyldað til herþjónustu, a.m.k. ekki ennþá. Óskarsverðlaunamyndin Bowl- ing for Columbine hefur vakið marga til umhugsunar. Ekki bara um byssueign eða stríð, heldur líka almenna velferð í lýðræð- issamfélagi. Michael Moore tekur vissulega afstöðu í myndinni en sýnir líka fram á með stað- reyndum að sú afstaða á rétt á sér. Samanburðurinn sem hann gerir á Bandaríkjunum og Kan- ada í myndinni er sláandi. Í Bandaríkjunum eru framin yfir ellefu þúsund morð á ári, í Kan- ada eru þau nokkur hundruð. Íbúar í nokkur hundruð þúsund manna borg í Kanada fara á kaffihúsið og skilja eftir ólæst heima hjá sér, Bandaríkjamenn- irnir í næsta nágrenni læsa með slagbrandi og þremur lásum. Í Kanada eru engin fátækrahverfi og þar er heilbrigðiskerfið sam- hjálparkerfi. Í Bandaríkjunum búa margir við fátækt og enn fleiri hafa ekki efni á sjúkra- tryggingu, sem er forsenda mannsæmandi heilbrigðisþjón- ustu þar í landi. En byssueign er mikil í báðum löndum. Í mynd- inni sýnir Moore fram á að það er nefnilega ekki byssueignin sem slík sem skiptir máli þegar tíðni morða er annars vegar, heldur samfélagið sjálft og almenn við- horf. Í Bandaríkjunum er það al- mennt viðhorf að hver og einn hafi rétt til að verja sig – fyrir öllum hinum byssumönnunum. Þar virðist einstaklingurinn eiga að bjarga sér og hafa frelsi til þess, með yfirgangi ef þörf kref- ur. Kanadamenn virðast leggja meira upp úr samhjálp og sam- ræðum. Hvort kemur á undan: Ofbeldið eða rétturinn til að verj- ast því? Bandaríkjamenn hafa áskilið sér rétt til svokallaðra fyr- irbyggjandi aðgerða, þ.e. að beita ofbeldi til að verjast því! Hvernig ætli það viðhorf hafi skapast að viðunandi sé að leysa úr deilum með ofbeldi áður en samræður hafa verið fullreyndar? Íslenskir ráðamenn hafa ekki gagnrýnt þessa afstöðu Banda- ríkjastjórnar heldur tekið undir hernaðarsönginn. Eins og hendi væri veifað vorum við orðin þátt- takendur í árásarstríði og það ekki talið meiriháttar utanrík- ismál. Þessir ráðamenn eiga ekki rétt á að komast til valda aftur. Mig hefur langað svolítið í her- mannabuxur undanfarna mánuði, samkvæmt tískunni, en aldrei gert neitt í því. Ég held líka að ég sleppi því héðan af, ég vil ekki taka þátt í því að gera hern- aðardýrkun að normi í íslensku samfélagi. Hermenn Gripið er til þess að sýna börnum vopn undir þeim formerkjum að krökk- unum finnist þetta eitthvað ægilega spennandi. En er það viðhorf ekki skapað af samfélaginu sjálfu? Það er nefnilega almennt viðurkennt að eftirlíkingar af morðvopnum séu seldar í leikfangabúðum og að stríðsleikföng standi í dótaherbergjum. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerd- ur@mbl.is Á NÆSTUNNI þarf að fara fram gífurlegt uppbyggingarstarf í Írak, bæði til þess að bæta það sem eyði- lagt hefur verið og til þess að byggja upp stofnanir og samtök sem von- andi verða grunnurinn að Írak fram- tíðarinnar. Þessi 22 milljóna manna þjóð hefur mátt þola þrjár mann- skæðar styrjaldir á síðustu tveimur áratugum og viðskiptabann sem hef- ur haldið þorra fólks í sárri fátækt í rúman áratug. Mikilvægt er fyrir þau ríki sem stóðu að innrásinni í Írak, og önnur sem vilja taka þátt í uppbyggingunni, að láta sér ekki nægja að reisa aftur mannvirki sem fallið hafa. Í Írak er menntuð þjóð með alla burði til að skapa börnum sínum góða framtíð. Við hjá Rauða krossinum munum standa við bakið á þeim félagasam- tökum sem tilheyra alþjóðahreyfingu okkar, það er Rauða hálfmána Íraks. Þótt fáum fréttum hafi farið af starfi þeirra meðan á stríðinu stóð þá mönnuðu starfsmenn og sjálfboðalið- ar Rauða hálfmánans skyndihjálpar- stöðvar um alla Bagdad meðan átök- in stóðu sem hæst. Á síðustu dögunum fyrir stríð tókst þeim að klára bólusetningu barna gegn löm- unarveiki. Það starf verður að halda áfram. Á undanförnum vikum hefur kom- ið í ljós hversu mikilvægu hlutverki alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans gegnir á átaka- svæðum. Hreyfingin starfar líka ut- an átakasvæða og vinnur fyrirbyggj- andi starf til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar stríðs og náttúru- hamfara. Alþjóða Rauði krossinn er með vel yfir tíu þúsund starfsmenn víðs veg- ar um heiminn sem starfa við hjálp- arstarf á hamfarasvæðum, aðstoð við stríðshrjáða – ekki bara í Írak – út- breiðslu Genfarsamninganna, upp- byggingu landsfélaga og ýmis önnur störf sem falla í hlut Rauða krossins. Á vegum landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans starfa upp undir þrjú hundruð þúsund manns, eða álíka margir og allir Íslendingar. Sjálfboðaliðar og félagar í Rauða krossinum og Rauða hálfmánanum eru 97 milljónir. Rauði krossinn starfar á grund- velli Genfarsamninganna, sem til- taka hverjar skyldur Rauða krossins séu á vígvellinum og hverjar skyldur átakaaðila séu gagnvart bæði óbreyttum borgurum, hvors gegn öðrum, hlutlausum hjálparstarfs- mönnum og verndartákni Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Á árinu 2001 heimsóttu starfs- menn Alþjóða Rauða krossins 346.807 fanga á grundvelli Genfar- samninganna í rétt tæplega tvö þús- und fangelsum eða fangabúðum í 70 löndum. Með aðstoð Alþjóða Rauða krossins tókst rúmlega 70 þúsund fjölskyldum að heimsækja ástvin sinn í fangelsi. Rauði krossinn kom um 450 þúsund Rauða kross skila- boðum áleiðis, en það eru skilaboð sem ættingjar skrifa og Rauði kross- inn flytur yfir víglínuna eða til staða þar sem engar póstsamgöngur eru. Eitt þúsund sex hundruð sextíu og tvær fjölskyldur sem höfðu sundrast voru sameinaðar fyrir tilstilli Rauða krossins á árinu 2001. Nú þarf að byggja upp í Írak. Heil- brigðiskerfið er í molum og velferð- arkerfið í rúst. Þó að bandamenn og alþjóðasamfélagið muni án efa leggja sig fram um að hjálpa til við upp- bygginguna er ljóst að heimamenn verða að leiða starfið og vinna það að langmestu leyti. Í þróunarstarfi hefur undanfarin ár verið lögð stóraukin áhersla á að styðja við bakið á samtökum sem starfa sjálfstætt, án afskipta ríkis- valdsins. Þannig telja menn meðal annars að best sé að stuðla að lýð- ræðisþróun í löndum þar sem ríkis- valdið hefur verið nær allsráðandi. Að auki sýnir reynslan að slík sam- tök eru oft skilvirkari og með betri aðgang að þeim sem þurfa á hjálpinni að halda en stjórnarstofnanir. Lyk- ilatriði í uppbyggingarstarfinu í Írak á næstu mánuðum og árum verður því að efla óháð mannúðarfélög, félög eins og Rauða hálfmána Íraks, til góðra verka þar sem mest þrengir að. Uppbygging í höndum heimamanna Eftir Sigrúnu Árnadóttur „… þá er ljóst að heimamenn verða að leiða starfið og vinna það að lang- mestu leyti.“ Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. Í KOSNINGABARÁTTUNNI núna í vor hefur þeirri hugmynd mjög verið flaggað að réttast væri að leggja af núgildandi aflamarkskerfi í fisk- veiðum að stærstum hluta, en taka þess í stað upp sóknarstýringu. Í því sambandi er mjög vitnað til meintrar góðrar reynslu Færeyinga af þess konar fiskveiðistjórn. En það er full ástæða fyrir Íslendinga að vera mjög á varðbergi gagnvart þessum hug- myndum, ekki síst þá sem bera hag sjávarbyggðanna fyrir brjósti. Sóknargeta hvers skips saman- stendur af mjög mörgum þáttum, svo sem stærð báts og ganghraða, fiski- leitartækjum, veiðarfærum, gæðum áhafnarinnar og fjölda daga á sjó. Sóknarstýring felst í því að reynt er að takmarka einn eða fleiri þessara þátta, t.d. að banna bátum af ákveð- inni stærð að taka þátt í tilteknum veiðum, banna notkun ákveðinna veiðarfæra, eða leyfa eingöngu veiðar í vissan fjölda daga á hverju fiskveiði- tímabili. Í þeim reglum sem nú gilda um þorskveiðar krókabáta á sóknar- marki eru t.d. ákvæði sem banna notkun annarra veiðarfæra en línu og ekki er leyfilegt að stunda veiðar nema í 21 dag á tímabilinu 1. apríl til 31. október. En það er hægur vandi fyrir útgerðir að sniðganga þessar takmarkanir á sókn með því að auka fjárfestingar í öðrum þeim hlutum sem áhrif hafa á hana. Það má t.d. gera með því að bæta tækjabúnað og setja stærri vél í bátinn. Reynsla síð- ustu ára hefur akkúrat verið þessi og margir hafa fjárfest verulega í króka- bátum til að gera sóknarkraft þeirra sem mestan. Aflahæstu krókabátar nútímans minna enda um fátt á hina rómantísku mynd af vinalegum og lúnum trétrillum er liggja bundnar við bryggjustúf á sólríkum firði, held- ur eru þetta plasthraðbátar sem geysast á mettíma eftir haffletinum. Aukin sóknargeta bátanna verður síðan til þess að afli þeirra reynist meiri en að er stefnt og þá er gjarnan gripið til þess ráðs að fækka þeim dög- um sem má róa. Því svara útgerðirnar aftur með því að fjárfesta enn frekar í bátum sínum og svona getur þetta gengið koll af kolli. Afleiðingin verður sú að fjárfesting í flotanum verður mun meiri en nauðsynlegt er og skuldir fyr- irtækja á landsbyggðinni vaxa. En fækkun sóknardaganna leiðir einnig til þess að meiri afli berst á land á hverjum degi. Aflahroturnar verða styttri en kröftugri og allan framleiðsluferilinn í landi verður því að miða við það. Fiskvinnsluhús og geymslur verða að vera nægjanlega stór til að anna öllum þeim afla sem berst á land á hinum örfáu dögum sem sókn er leyfð. Fjárfesting í landi verður því mun meiri en þörf er á, og samt verður trúlega vart hægt að vinna allan aflann eins og best hefði verið á kosið – verðmæti aflans verð- ur því minna en ella. Þannig leiðir sóknarstýring til þess að fjárfestingar í útgerð og vinnslu verða langt umfram það sem nauðsyn- legt og eðlilegt væri. Þau fyrirtæki sem ekki hafa burði til að fjárfesta og halda kapphlaupinu áfram verða undir, en hin ná til sín æ meira af aflanum með stífari sókn. Aflinn er svo vitaskuld unninn þar sem hagkvæmast þykir, hvort sem það er þar sem bátarnir eru gerðir út eða annars staðar. Með bætt- um samgöngum og betri flutninga- tækni er hægur vegur að aka aflanum landshorna á milli, og skiptir þá litlu hvort sóknarmark eða kvótakerfi var notað við stjórn veiðanna. Atvinnulífið í sjávarbyggðunum mun vitaskuld taka mið af þessum breytingum. Nokkra daga á ári verð- ur gullgrafarastemmning í plássun- um en þess á milli deyfð og vonleysi. Vandséð er að slíkar sveiflur sam- rýmist hagsmunum byggðanna. Að auki hefur reynsla Íslendinga sýnt að afar erfitt er að halda aflanum innan þeirra marka sem að er stefnt þegar sóknarstýringu er beitt. Það kom glögglega fram í tíð skrapdaga- kerfisins í kringum 1980 og þegar skip gátu valið á milli aflamarks og sóknarstýringar á árunum 1985– 1989. Á síðasta áratug hefur afli krókabáta á sóknarmarki einnig iðu- lega verið mun meiri en að var stefnt, jafnvel þrisvar til fimm sinnum meiri en áætlað hafði verið. Þær tillögur sem nú eru uppi um aukið vægi sóknarstýringar eru í raun atlaga að hagsmunum sjávar- byggðanna og lítt til þess fallnar að bæta hag þeirra í framtíðinni. En þær geta einnig þýtt að sókn í helstu nytjastofnana verður mun meiri en að er stefnt með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum fyrir einstök byggðarlög og þjóðina alla. Gerum ekki aðra tilraun með sóknarstýringu sem þýðir hvort tveggja, of mikla sókn í helstu nytja- stofnana og gríðarlegan taprekstur sjávarútvegsins með hrikalegum af- leiðingum sjávarbyggða og þjóðar- innar í heild. Sóknarstýring – óvinur byggðanna Eftir Sigurgeir B. Kristgeirsson „Þær til- lögur sem nú eru uppi um aukið vægi sókn- arstýringar eru í raun at- laga að hagsmunum sjávarbyggðanna...“ Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vest- mannaeyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.