Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.05.2003, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ S AMFYLKINGIN stefnir að því að fá stuðning í komandi kosningum sem gefur flokknum styrk til að vera í forystu fyrir næstu ríkisstjórn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segist ekki útiloka samstarf við neinn flokk, en hún segist ekki sjá betur en Sjálfstæðisflokkurinn hafi útilokað samstarf við Samfylkinguna. Hún segir erfiðara að meta yfirlýsingar Framsókn- arflokksins um ríkisstjórnarþátttöku, en hann hafi þó verið með tilburði til að greina sig frá Sjálfstæðisflokknum síðustu daga. Ingibjörg Sólrún kom inn í landsmálapólitík- ina með nokkuð óvenjulegum hætti þegar hún sagðist vera tilbúin að taka fimmta sæti Sam- fylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Í framhaldi af því lét hún af embætti borg- arstjóra. Ingibjörg Sólrún segist ekki telja að þessi innkoma hafi skipt miklu máli í kosninga- baráttunni, þó kunni að vera að þetta hafi skerpt eitthvað línurnar milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Hver átti hugmyndina að því að þér yrði stillt upp sem forsætisráðherraefni Samfylkingar- innar? „Hugmyndin kom frá Össurri Skarphéðins- syni. Þegar ég gaf kost á því að taka fimmta sætið í Reykjavík norður leit ég á það sem vara- þingmannssæti og að líta mætti á þetta sem vink um að ég væri á leiðinni, en ekki að ég ætl- aði að hella mér í landsmálin af fullum krafti. Þegar niðurstaðan varð sú að samstarfsflokkar Samfylkingarinnar í borgarstjórn sættu sig ekki við það og ég hætti sem borgarstjóri var spurningin orðin sú hvernig væri hægt að nýta krafta mína til fulls, bæði í aðdraganda kosn- inganna og eins eftir kosningarnar. Prófkjör hafði farið fram og við höfðum ekki hugsað okk- ur að hrófla við því. Niðurstaða Össurar varð því sú að leggja til að ég tæki að mér þetta hlut- verk, að leiða kosningabaráttuna og vera for- sætisráðherraefni flokksins eftir kosningar ef við fengjum til þess stuðning. Það var sátt um það í framkvæmdastjórn flokksins og þing- flokki.“ Sjálfstæðisflokkurinn í raun að útiloka samstarf við Samfylkinguna Formaður Samfylkingarinnar hefur sagt að ef flokkurinn eigi aðild að næstu ríkisstjórn verðir þú ráðherra óháð því hvort þú náir kjöri á Alþingi. Telurðu að þú hafir umboð til að krefjast þess að verða forsætisráðherra ef kjósendur kjósa þig ekki á þing? „Ég krefst þess ekki að verða forsætisráð- herra. Það var Samfylkingarinnar að ákveða hvort ég væri forsætisráðherraefni hennar og þá í forystu fyrir ríkisstjórn þar sem hún yrði kjölfestan. Það er ekkert sem segir að ráð- herrar þurfi endilega að vera þingmenn. Hins vegar er nokkuð ljóst að það fer saman að nái ég ekki kjöri á þing er mjög ólíklegt að Sam- fylkingin hafi fengið þann styrk sem hún þarf til þess að geta verið í forystu í ríkisstjórn.“ Össur Skarphéðinsson hefur líka talað um að það sé rökrétt að þeir sem vilja breytingar kjósi stjórnarandstöðuflokkana. Er samstjórn Samfylkingar, Frjálslynda flokksins og vinstri- grænna þín draumaríkisstjórn? „Ég hugsa ekki um ríkisstjórnir í ein- hverjum munstrum. Það sem er aðalatriði þessara kosninga er að fella núverandi rík- isstjórn. Takist það skiptir öllu máli hvert verður inntakið í stefnu nýrrar ríkisstjórnar. Samfylkingin hlýtur að leggja mesta áherslu á það í viðræðum við aðra flokka að hún nái sem mestu fram af þeim stefnumiðum sem hún er að berjast fyrir í þessum kosningum. Ef hún fær góðan stuðning í kosningum felast í því skilaboð frá kjósendum að þeir vilji að Sam- fylkingin verði leiðandi í stjórnarmyndun eftir kosningar. Þar munum við leggja áherslu á okkar mál og þau eru aðalatriðið en ekki stjórnarmunstrið.“ Finnst þér þegar þú lítur yfir hið pólitíska landslag að það sé ekker eitt stjórnarmunstur sem blasi frekar við en annað? „Nei, það fer eftir niðurstöðu kosninganna. Hins vegar hafa mál verið að þróast með þeim hætti að Sjálfstæðisflokkurinn hefur í rauninni verið að vísa því á bug að hann sé tilbúinn til þess að fara í samstarf með Samfylkingunni. Hann hefur sagt að út frá stefnumálum Sam- fylkingarinnar sé óaðgengilegt fyrir flokkinn að fara í ríkisstjórn með henni. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur því verið að útiloka sig frá slíku stjórnarmunstri. Framsóknarflokkurinn hefur sagt að fái flokkurinn ekki nægilegan stuðning muni hann ekki fara í ríkisstjórn. Í þeim orðum felst að fái flokkurinn ekki þann stuðning sem dugar til að núverandi ríkisstjórn haldi velli fari þeir ekki í neina aðra ríkisstjórn. Framsóknarmenn hafa því líka verið að dæma sig til áhrifaleysis. Stjórnarflokkarnir hafa því haft frumkvæði að því að útiloka sig frá áhrif- um í íslenskum stjórnmálum ef þeir fái ekki stuðning til að starfa saman.“ Telur þú að Framsóknarflokkurinn leggi alla áherslu á að viðhalda þessu stjórnarsamstarfi? „Mér sýnist að hann hafi, a.m.k. framan af, límt sig mjög fast við hliðina á Sjálfstæð- isflokknum og kannski þar með glatað sérstöðu sinni og sjálfstæði í kosningabaráttunni. Það er bara núna á lokasprettinum sem Halldór Ás- grímsson hefur verið að reyna að greina sig frá Sjálfstæðisflokknum.“ Hér hafa aldrei setið vinstristjórnir Sumir af stuðningsmönnum Samfylking- arinnar tala um að forystumenn Sjálfstæð- isflokksins séu með hræðsluáróður, þegar þeir telja líkur á að stjórnarandstöðuflokkarnir myndi næstu ríkisstjórn fari kosningarnar eins og skoðanakannanir gefa til kynna. Hvers vegna er þetta hræðsluáróður? Er þetta kostur sem kjósendur ættu að þurfa að hræðast? „Nei, alls ekki, en sjálfstæðismenn láta gamla orðaleppa hugsa fyrir sig. Þeir tala um að vinstristjórnir séu glundroðastjórnir. Um hvaða vinstristjórnir eru þeir að tala? Af hverju eru þeir að beina þessu tali að okkur? Þeir ættu að beina því að Framsóknarflokkn- um. Það hefur ekki oft gerst á Íslandi að það hafi verið myndaðar ríkisstjórnir undir forystu annarra flokka en Framsóknarflokksins eða Sjálfstæðisflokksins. Allar hinar svokölluðu vinstristjórnir hafa verið undir forystu Fram- sóknarflokksins. Er Framsóknarflokkurinn vinstriflokkur? Ekki mér vitanlega. Hann er miðjuflokkur og stundum meira aðsegja nokk- uð hægrisinnaður miðjuflokkur. Þetta hafa því verið miðjustjórnir sem hér hafa setið undir hans forystu. Það má líka spyrja hvort menn vilji skil- greina vinstristjórnir sem stjórnir sem róttæk- ir vinstriflokkar sitja í. Var þá Nýsköp- unarstjórnin, sem var undir forystu Sjálfstæðisflokks og með aðild Sósíalistaflokks, vinstristjórn? Ekki er ég viss um að Sjálfstæð- isflokkurinn vilji fallast á það. Hér hafa einfald- lega aldrei setið vinstristjórnir. Hin hliðin á þessum hræðsluáróðri er þegar menn eru að draga upp gömlu glundroðakenn- inguna, eins og gert var fyrir borgarstjórn- arkosningarnar 1982. Það er einfaldlega löngu búið að afsanna þær kenningar. Þær hafa ekk- ert gildi lengur.“ Ekki spurning um hvort heldur hvenær við göngum í ESB Evrópumál voru mikið rædd í haust og vet- ur, en lítið í þessar kosningabaráttu. Samfylk- ingin hefur sérstöðu í þessu máli. Hvers vegna hefur flokkurinn ekki lagt meiri áherslu á þetta mál í kosningabaráttunni? „Það er alltaf spurning hvað eigi að hafa for- gang í umræðunni. Við höfum einfaldlega talið að það væri brýnna að tala um önnur mál. Við höfum lagt mikla áherslu á velferðarmál, menntamál og jafnréttismál. Það má segja að það séu takmörk fyrir því hvað sé hægt að koma mörgum málum inn í miðju umræðunn- ar, sérstaklega ef aðrir flokkar eru ekki til- búnir til að ræða þau. Það virðist vera að það sé ekki mikill áhugi hjá öðrum flokkum að tala um Evrópumálin, því miður. Við gerum okkur auð- vitað grein fyrir því að við stjórnum því ekki ein hvernig þessum samskiptum við Evrópu- sambandið verður hagað. Við erum hér með samsteypustjórnir og við stöndum andspænis því að hinir flokkarnir eru ekki tilbúnir til þess að taka einhverja afgerandi afstöðu í málinu nema þá gegn ESB og það er því hægara um að tala en í að komast að gefa einhver loforð um hvernig þeim málum verði hagað eftir kosningar. Við ætlum ekki að gera eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem lofar 30 milljarða skattalækkunum þótt ekki verði séð að hann eigi þess nokkurn kost að standa við þau loforð. Hvaða flokkur ætlar að taka þátt í því og þeim niðurskurði í velferðarkerfinu sem því yrði samfara? Ég veit ekki um neinn. En okkar stefna er skýr. Við viljum fara í aðild- arviðræður við ESB.“ Hvernig sérð þú samskipti Íslands og Evr- ópusambandsins þróast í framtíðinni? Telurðu að við eigum eftir að gerast aðilar að ESB? „Já, í mínum huga er þetta ekki spurning um hvort heldur hvenær. Við eigum pólitíska sam- leið með þeim þjóðum sem þar eru. Við erum í dag að taka yfir um 80% af því regluverki sem þar er samþykkt. Spurningin er hvort menn sætti sig við það til langframa að hafa ekki áhrif á þá lagasetningu sem hér verður að veruleika. Mér finnst það algerlega óviðunandi staða. Ég held að því lengur sem við drögum það að fara í aðildarviðræður því erfiðara verði fyrir okkur að ná góðum samningi. Ég hef viss- ar áhyggjur af því.“ En hefur þú ekki áhyggjur af sjávarútvegs- hagsmunum okkar ef við göngum í ESB? „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að geta náð samningum við ESB sem tryggja þessa þjóðarhagsmuni okkar. Það er enginn sem vill setja þá í hættu. Við í Samfylkingunni erum búin að fara mjög gaumgæfilega í gegn- um þessi mál og höfum gefið út sérstakt rit um það þar sem sjávarútvegsstefnan var skoðuð sérstaklega. Ég tel að það eigi að vera hægt að ná samningum sem taka mið af þeirri sérstöðu okkar að sjávarútvegur er grundvall- aratvinnugrein í efnahagslífi okkar. En það verður alltaf þjóðin sem á síðasta orðið um þessa hagsmuni því við viljum bera samnings- niðurstöðuna undir hana í þjóðaratkvæða- greiðslu.“ Utanríkisráðherra segir að eitt af fyrstu verkefnum nýrrar ríkisstjórnar verði að semja við Bandaríkjastjórn um framtíð varnarstöðv- arinnar. Hvernig sérð þú varnarmál Íslands þróast í framtíðinni? „Það er erfitt að segja. Það fer talsvert eftir því hvernig Bandaríkjamenn meta sína varn- arhagsmuni. Þetta er tvíhliða samningur og báðir aðilar verða að hafa af honum einhvern hag. Það liggur fyrir að Bandaríkjamenn hafa verið að breyta áherslum sínum í varn- armálum, þ.e. frá Atlantshafinu að Persaflóa og botni Miðjarðarhafs. Það er auðvitað ekki markmið í sjálfu sér að hafa hér erlendan her í landi og við verðum að leggja sjálfstætt og raunsætt mat á okkar varnarhagsmuni á hverj- um tíma. Ég tel hins vegar ekki ástæðu til að ætla annað en að varnarsamningurinn verði áfram í gildi. En það breytir ekki því að við eig- um eftir sem áður að hafa sjálfstæða utanrík- isstefnu og meta okkar hagsmuni sjálfstætt.“ Hvaða kröfur eigum við að setja fram við Bandaríkjamenn í komandi viðræðum? Eigum við t.d. að gera kröfu um að eftirlitsflugvél- arnar verði hér áfram? „Mér finnst eðlilegt að það sé gert ráð fyrir þeim hér áfram. Við erum ekki með nein önnur úrræði í varnarmálum.“ Sjálfstæðisflokkur ekki flokkur sátta í sjávarútvegsmálum Útgerðarmenn segja að tillögur Samfylking- arinnar um fyrningu aflaheimilda eigi eftir að leiða til hruns í greininni. Hvað segir þú um þessa gagnrýni? „Ég tel að þessi gagnrýni sé byggð á algjör- um misskilningi. Það er enginn að tala um að höggva að rótum þessarar grundvall- aratvinnugreinar landsins. Það er mjög mikilvægt að það náist meiri sátt um greinina og vinnufriður fyrir þá sem þar starfa. Formaður Sjálfstæðisflokksins tal- ar um að stjórnarandstaðan hafi rofið sátt í málinu með tillögum sínum í þessum málum. En Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur sátta, hefur aldrei verið það og mun aldrei verða það af því hann er alltaf svo upptekinn af því að búa til sátt í sínum eigin röðum að hann lætur sér í léttu rúmi liggja hvað öðrum finnst. Tillögur okkar hafa hins vegar legið fyrir í nokkur ár og voru ekki settar fram til að rjúfa neina sátt heldur til að svara þeirri miklu gagn- rýni sem var og er á það kerfi sem við nú búum við, einkum úthlutun veiðiheimilda. Ég vil nefna það í upphafi að við teljum það mjög mikilvægt að sett verði ákvæði í stjórn- arskrá sem tryggi þjóðareign á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar og skýri bæði rétt- arstöðu þjóðarinnar og þeirra sem fá að nýta auðlindirnar. Það er í samræmi við það sem auðlindanefnd lagði til. Hluti þeirra deilna sem standa um fiskveiðistefnuna stafar af því að réttarstaðan er óskýr. Fiskimiðin eru sam- kvæmt lögum sameign þjóðarinnar en lögin veita síðan útgerðarmönnum nánast fullkom- inn eignarrétt á veiðiheimildunum. Þetta veld- ur eilífri togstreitu meðan ekki er tekið á því. Við viljum að aflaheimildirnar verði innkall- aðar; hvort það gerist á 10 árum eða 20 árum er ekki aðalatriði málsins. Síðan viljum við að þær verði boðnar út til leigu til fimm ára í senn. Það væri mikill ávinningur miðað við stöðuna í dag þegar veiðiheimildum er einungis úthlutað til árs í senn og sífelld óvissa hangir yfir. Á markaði eiga allir möguleika á að bjóða í afla- heimildirnar. Það hefur komið fram í um- ræðunni að við viljum bæði gefa góðan tíma í aðlögun og að e.t.v. þurfi að nota hluta þeirra fjármuna sem koma inn í fyrstu umferð til að milda áhrifin og að tekið sé tillit til þeirra sem fjárfest hafa í kvóta eftir að afskriftir voru af- lagðar vegna kvótakaupa. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson virð- ast hafa sérstakar áhyggjur af stórútgerðinni en hún mun geta boðið í veiðiheimildir eins og aðrir. Ef þetta eru vel rekin fyrirtæki hef ég ekki trú á því að þau þurfi á neinum forrétt- indum að halda. Þau þurfa bara á jafnræði að halda. Þeir hafa líka talað um að með þessu væri verið að skerða kvóta byggðarlaga um svo og svo mikið. Forsætisráðherra hefur jafnvel gengið svo langt að segja að þetta yrði rothögg fyrir byggðarlögin. Hræðsluáróðurinn eina ferðina enn. Auðvitað munu bæði starfandi út- gerðir og öflugir nýliðar bjóða í þessar heim- ildir. Einhverjir munu veiða þennan fisk og hann verður unninn víða um landið rétt eins og nú. Við ætlum ekki að hætta að sækja sjóinn. Mér finnst fráleitt að tala um þetta með þess- um hætti og þeir sem það gera ættu að líta sér nær. Forsætisráðherra hefur verið að fara um landið og væntanlega komist að því hvernig landsbyggðinni hefur farnast undir núverandi ríkisstjórn. Hafi landsbyggðinni einhvern tím- ann verið greitt rothögg þá hefur það gerst undir hans forystu. Annars eru viðbrögðin við fyrningarleiðinni mjög mótsagnakennd. Þeir sem eru smáir í sjávarútvegi tala um að þeir komist ekki inn í greinina því þeir þurfi að keppa við þessi stóru og öflugu fyrirtæki sem hafa aðgang að banka- kerfinu. Fulltrúar þessara stóru fyrirtækja segja að þeir eigi eftir að tapa vegna þess að ætlunin sé að taka heimildirnar af þeim og það verði einhverjir smábátasjómenn sem fái þær. Það er ekkert samræmi í þessari gagnrýni. Aðalatriðið er að fella ríkisstjórnina Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að aðalatriði kosninganna sé að fella núverandi ríkisstjórn. Tímabært sé að breyta þeim vinnubrögðum í stjórnmálum sem forysta Sjálfstæðisflokksins hafi mótað. Egill Ólafsson ræddi við Ingibjörgu Sólrúnu um stjórnmálin og stefnu Samfylkingarinnar. Alþingiskosningar 10. maí 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.