Morgunblaðið - 03.05.2003, Page 28
LISTIR
28 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HÚSFYLLIR var í Reykjahlíð-
arkirkju að kvöldi föstudagsins
langa þar sem 8 listamenn
fluttu tónlist sem hæfði vel
deginum. Flytjendur voru Sig-
rún Hjálmtýsdóttir sópran,
Laufey Sigurðardóttir fiðla,
Þórunn Ósk Marinósdóttir lág-
fiðla, Bryndís Björgvinsdóttir
selló, Hávarður Tryggvason
kontrabassi, Kjartan Ósk-
arsson klarinett, Brjánn Inga-
son fagott og Þorkell Jóelsson
horn. Sú hljóðfæraskipan með
söng, sem þarna var boðið upp
á gaf afar mikla hljómfyllingu í
kirkjuna, sem bar einna hæst
við flutning á Ave Maria eftir
Caccini sem ekki mun áður
hafa heyrst í Mývatnssveit. Út-
setningar voru flestar gerðar
af Kjartani Óskarssyni. Þetta
ágæta listafólk var með tvenna
tónleika í sveitinni um
páskana, seinni tónleikarnir
voru í Skjólbrekku á laug-
ardaginn.
Morgunblaðið/BFH
Listafólkið stillti sér upp að loknum
tónleikunum í Reykjahlíðarkirkju.
Músík í Mývatnssveit
Mývatnssveit
ar. Efnið er tekið ofan af norðvest-
urhluta Búðamels en uppi á melnum
er verið að undirbúa byggingarlóðir
fyrir 50–70 íbúðir. Verktaki er Jón
Hlíðdal, Egilsstöðum.
Við ytri hafnargarðinn var leigu-
skipið Haukur á vegum B.M. Vallá
og verið að skipa upp steypubílum,
vinnuvélum, vinnuskúr, sements-
sekkjum og gangstéttarhellum. B.M.
Vallá hefur samið um sölu á sementi
vegna Fáskrúðsfjarðaganga. Sem-
entsverksmiðjan hf. og Norcem A.S.
hafa fengið úthlutað lóðinni Ægis-
götu 5 og þar á að byggja 1 steypu-
síló 500 m3 og 3 steypusíló 1700 m3
hvert. Sementsverksmiðjan hf. hefur
átt í samningaviðræðum við ítalska
fyrirtækið Impregilo um sölu á sem-
enti vegna byggingar Kárahnjúka-
virkjunar. Áætlað er að yfir 100 þús.
tonn af sementi þurfi í þær fram-
kvæmdir.
LÍFLEGT var við höfnina á Reyð-
arfirði um síðustu helgi. Við innri
hafnargarðinn lá leiguskipið Afród-
íta á vegum verktakafyrirtækisins
Ístaks og upp úr því var skipað
vinnubúðum, vinnuvélum og tækjum
sem nota á vegna borunar Fáskrúðs-
fjarðaganga. Nú er verið að koma
vinnubúðum fyrir bæði í Reyðarfirði
og Fáskrúðsfirði en borað verður
beggja megin frá. Um 30 manns
munu vinna á hvorum stað.
Ef myndin prentast vel má sjá á
móts við afturhluta skipsins vinnu-
búðir Ístaks á Hrúteyrinni og opið
sem búið er að gera þar sem farið
verður inn í fjallið. Til hægri á mynd-
inni sést þar sem verið er að fylla
upp svæði við höfnina og verður það
athafnasvæði ítalska fyrirtækisins
Impregilo vegna Kárhnjúkavirkjun-
Morgunblaðið/Hallfríður
Tæki til ganga-
gerðar á land
Reyðarfjörður
Í UPPHAFI þessa árs var áhuga-
mannafélagið Blöðruskalli stofnað í
Grundarfirði. Markmið þessa félags
var að koma á fót sjálfseignarstofn-
un um sögumiðstöð í Grundarfirði.
Er þar um að ræða fyrri áfanga í við-
skiptaáætlun sem Ingi Hans Jóns-
son vann að fyrir Grundarfjarðarbæ
og nefnist Eyrbyggja – sögumiðstöð
og sögugarður. Í síðari áfanga er
gert ráð fyrir að gera skil merkri
sögu Grundarfjarðarkaupstaðar á
Grundarkampi. En sá áfangi mun
bíða betri tíma. Ingi Hans Jónsson
hefur tekið að sér að kynna megin-
hugmyndina um stofnun sögumið-
stöðvar og hvað getur falist í slíkri
starfsemi. Verður leitað til fyrir-
tækja, félagasamtaka og einstak-
linga í Grundarfirði um þátttöku. Á
vegum Blöðruskalla var nýverið
samið um kaup á húsnæði því, sem
áður hýsti verslunina Grund, undir
starfsemi Sögumiðstöðvar. Verkefni
þetta hefur þegar hlotið nokkra
styrki, m.a. 2.000.000 kr. frá sam-
gönguráðuneyti og 400.000 kr. frá
Menningarborgarsjóði.
Sjálfseignarstofnun
um sögumiðstöð
Grundarfjörður
LANDIÐ
HASARBLAÐIÐ Blek kemur nú í
sumar út í áttunda sinn á jafn
mörgum árum. Þetta er blað sem
rekið er af áhugafólki um mynda-
sögugerð og inniheldur stóran hluta
af þeirri víðáttumiklu flóru mynda-
sagna sem unnin er á Íslandi í dag.
3. – 4. maí kemur út viðhafnarút-
gáfa á öllum fyrri blöðunum sjö en
búið er að binda þau saman inn í
eina þykka stóra bók. Höfundar eru
fjölmargir, þar á meðal nokkrir
þjóðþekktir einstaklingar. Í blöðun-
um er bæði að finna sögur eftir
karla og konur, byrjendur jafnt sem
lengra komna.
Viðhafnar-
útgáfa á Bleki
breytni í styrkveitingum Kvik-
myndasjóðs muni efla til muna fram-
leiðslu á leiknu íslensku efni fyrir
sjónvarp.
Í reglugerð um Kvikmyndasjóð
nr. 229/2003 er í 2. gr. m.a. kveðið á
um að veita skuli fé til leikinna kvik-
mynda í fullri lengd til sýninga í
kvikmyndahúsum, til heimilda- og
stuttmynda og til leikins sjónvarps-
efnis og er hið síðast nefnda nýmæli í
starfsemi sjóðsins.
Kvikmyndamiðstöð Íslands starf-
ar eftir kvikmyndalögum nr. 137/
2001, sem tóku gildi um síðustu ára-
mót. Reglugerð um Kvikmyndasjóði
tók gildi 31. mars s.l. og nú í ár verð-
ur því í fyrsta skipti úthlutað sam-
kvæmt þeim nýju reglum sem þar
eru settar. Kvikmyndamiðstöð Ís-
lands hefur nú auglýst eftir umsókn-
um um styrki úr Kvikmyndasjóði og
mun hraða afgreiðslu umsókna eftir
því sem kostur er.
RÍKISSTJÓRNIN hefur að tillögu
menntamálaráðherra ákveðið að
veita 15 millj. kr. til leikins sjón-
varpsefnis og er gert ráð fyrir að
fjárveitingar til þessa málaflokks
fari stighækkandi á komandi árum.
Þessi fjárveiting kemur til viðbótar
þeim 318,8 millj.kr., sem eru veittar
á fjárlögum 2003 til Kvikmynda-
sjóðs, en af þeim eru 75 millj.kr.
vegna heimilda- og stuttmynda. Er
það von ráðuneytisins að þessi ný-
15 milljónir til leikins
sjónvarpsefnis
ANNAÐ kvöld, sunnudagskvöld kl.
20:00 mun Guðmundur Sigurðsson,
organisti, halda tónleika í Laugar-
neskirkju. Þetta verða fyrstu ein-
leikstónleikar, sem haldnir eru á hið
nýja orgel kirkjunnar sem smíðað
var af Björgvini Tómassyni. Orgelið
var vígt í desember 2002.
Á efnisskránni verður tónlist eftir
Bach, Buxtehude, de Grigny, Duke
Ellington og George Shearing.
Leiknar verða m.a. útsetningar á
sálmum fjögurra þjóða í mjög ólíkum
stíl.
Orgelið, sem er 28 raddir, er það
stærsta sem Björgvin Tómasson hef-
ur smíðað til þessa.
Fyrstu tón-
leikar á nýtt
orgel Laug-
arneskirkju
SÖNGFJELAGIÐ, kór FEB í
Reykjavík, lýkur vetrarstarfi sínu
með tónleikum í Bústaðakirkju á
morgun, sunnudag kl. 17.00.
Félagið hefur í vetur unnið að und-
irbúningi sinnar þriðju söngferðar til
útlanda. Að þessu sinni urðu fyrir
valinu Finnland, Rússland og Eist-
land.
Söngfjelagið
heldur tónleika
NÝSTÁRLEG dagskrá verður flutt
á kirkjulistahátíð Setjarnarnes-
kirkju í dag kl. 13.30. Dagskráin er
helguð 23. Davíðssálmi og ber yf-
irskriftina „Sálmur 23 í máli,
myndum og tónum“. Munu fjórir
fræðimenn flytja stutt erindi um
sálminn, sem verða innrömmuð af
listrænu efni tengdu sálminum í
flutningi skálda og listamanna.
Biblíutexti í fræðum og listum
„Þessi sálmur hefur verið mikið
rannsakaður í biblíufræðum, bæði
upprunaleg merking hans og
hvernig ber að líta á hann í sam-
hengi hinna fornu mið-austurlanda.
En það sem kalla má framhaldslíf
hans er ekki síður merkilegt –
hvernig hann hefur lifað fjörlegu
lífi í menningu og listum, ef svo má
segja, bæði hér og landi og erlend-
is“ segir Gunnlaugur A. Jónsson,
forseti guðfræðideildar Háskóla Ís-
lands og formaður listahátíð-
arnefndar Seltjarnarneskirkju.
„Áhrifasaga biblíutextanna er
mjög áhugaverð og hér erum við
að reyna að setja hana í fram-
kvæmd með því að tefla saman
fræðilegum erindum og ólíkum list-
greinum sem leggja út af sálm-
inum. Ég veit ekki til þess að einn
biblíutexti hafi verið tekinn og
meðhöndlaður með þessum hætti
áður, bæði fræðilega og í mismun-
andi listformum.“
Dagskráin í dag hefst á því að
Árni Þ. Árnason guð- og viðskipta-
fræðingur flytur samantekt um
áhrifasögu Gamla testamentisins
og persónuleg kynni af 23. Davíðs-
sálmi. Þá flytur Árni Svanur Daní-
elsson cand. theol. erindi undir
heitinu Túlkun Lúthers á 23. sálmi.
Kammerkór Seltjarnarneskirkju
mun frumflytja lag Arnþórs Helga-
sonar, sem ber heitið Tuttugasti og
þriðji sálmur Davíðs: Hirðingja-
dans, og dr. Guðrún Kvaran, for-
stöðumaður Orðabókar Háskólans,
flytur erindi sitt er nefnist 23.
sálmur og íslenskar biblíuþýðingar.
Eftir hlé mun Ingvar Gíslason,
fyrrverandi menntamálaráðherra,
lesa eigið ljóð, Lofsöngur (23. sálm-
ur Davíðs), og Anna Jónsdóttir
syngja lag Antonin Dvoráks við 23.
sálm. Þá flytur dr. Gunnlaugur A.
Jónsson prófessor erindi er hann
nefnir Framhaldslíf og áhrif 23.
sálms Saltarans í menningu og list-
um.
Matthías Johannessen, skáld og
fyrrverandi ritstjóri, flytur ljóð sitt
Hugleiðingar um 23. sálm Davíðs
og dr. Kristinn Ólason flytur erindi
sitt er nefnist Davíðssálmur 23:
Bakgrunnur og markmið. Dag-
skránni lýkur með því að Viera
Manasek syngur lag Dvoráks við
23. sálm á tékknesku.
Auk hinnar formlegu dagskrár
eru til sýnis myndir barna og ung-
linga úr Mýrarhúsa- og Valhúsa-
skóla sem þau hafa gert við 23.
Davíðssálm, ásamt ljósmyndasýn-
ingu Kristjáns Einarssonar. Þá
stendur yfir sýning á verkum Leifs
Breiðfjörð.
Dagskrá helguð 23. sálmi
Davíðs í Seltjarnarneskirkju
SUNNUDAGINN 4. maí kl. 20 held-
ur Marta Hrafnsdóttir söngkona tón-
leika í Langholtskirkju. Undirleikar-
ar hennar eru Kristinn Örn Krist-
insson á píanó og Jón Stefánsson á
orgel.
Tónleikarnir eru hinir fyrstu í tón-
leikaröð einsöngvara sem koma úr
röðum Kórs Langholtskirkju og eru
haldnir í tilefni 50 ára afmæli kórsins.
Síðar á árinu eru fyrirhugaðir tón-
leikar með Bergþóri Pálssyni, Birni I.
Guðmundssyni, Björk Jónsdóttur,
Hörpu Harðardóttur, Margréti Bóas-
dóttur, Ólöfu Kolbrúnu Harðardótt-
ur, Signýju Sæmundsdóttur, Unni
Wilhelmsen, Þóru Einarsdóttur og
fleiri eiga e.t.v. eftir að bætast í hóp-
inn.
Marta Hrafnsdóttir var félagi í Kór
Langholtskirkju frá 1993.
Hún útskrifaðist tónmenntakenn-
ari frá Tónlistarskólanum í Reykjavík
1997 ásamt prófi í söng, en kennari
hennar var Elísabet Erlingsdóttir.
Árin 1997-2000 stundaði hún söng-
nám við Konunglega tónlistarskólann
í Brussel hjá Dinu Grossberger. Frá
árinu 2000 nam hún við Opera Studio
van Vlanderen in Gent hjá Guy Joos-
ten og lauk þaðan meistaraprófi í
fyrra. Hún hefur sótt masternám-
skeið hjá Tom Krause, Söru Walker,
Synthiu Sietens, Anthony Rolf-John-
son og Christophe Rousset. Þessir
tónleikar eru fyrstu einsöngstón-
leikar Mörtu hérlendis en hún söng
nýverið alt hlutverkið í Guðbrands-
messu Hildigunnar Rúnarsdóttur
með Kór Langholtskirkju og vakti
verðskuldaða athygli.
Á efnisskránni eru ljóð eftir Fauré,
Schubert, Brahms, Jónas Ingimund-
arson, Hjálmar Ragnarsson og Sig-
valda Kaldalóns. Einnig aríur eftir
Vivaldi, Handel, Mosart og Bizet.
Kórsöngvarar
syngja einsöng
Morgunblaðið/Jim Smart
Marta Hrafnsdóttir æfir ásamt Jóni
Stefánssyni fyrir tónleikana.
Íslensk grafík kl. 15 Helgi Snær
Sigurðsson og Ríkharður Valt-
ingojer opna sýningu sína ,,Tvíradd-
að“ í sýningarsal félagsins Íslensk
grafík, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu
17.
Ríkharður sýnir 46 miniatúra sem
unnir eru með photogravure-
ljósmyndatækni. Sú aðferð hefur lítt
verið stunduð hér á landi enda tíma-
frek og kostnaðarsöm. Myndefni sín
sækir hann einkum til Gróttu. Helgi
sýnir verk af gerólíkum toga sem
unnin eru með blandaðri tækni ein-
þrykks, blekmálunar, collage og
teikningar. Má þar sjá lostafulla
drauma, hræðilegar martraðir,
kynjaverur og guði m.a.
Sýningin er opin fimmtudaga til
sunnudaga kl. 14-18 og stendur til
25. maí. Aðgangur ókeypis.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is