Morgunblaðið - 03.05.2003, Side 56

Morgunblaðið - 03.05.2003, Side 56
FRÉTTIR 56 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÝNING á handavinnu í fé- lagsmiðstöðinni í Hraunbæ 105 verður opnuð á morgun, sunnudag. Á sýningunni eru fjölbreyttir munir sem aldraðir íbúar hverfisins hafa unnið að í tómstundastarfinu í vet- ur og þar verður einnig sölubás. Myndin var tekin af hluta hand- verksfólksins með sýnishorn verk- anna þegar unnið var að uppsetn- ingu sýningarinnar. Þar má meðal annars sjá forláta útskorna klukku og útsaumsverk. Handavinnusýningin verður opin á morgun og mánudag, báða dag- ana frá klukkan 13 til 17. Kaffiveit- ingar eru á staðnum. Sýna handa- vinnu vetrarins Ungir frjálslyndir með skemmti- kvöld. Ungir frjálslyndir verða með skemmtikvöld á Hótel Borg laugar- dagskvöldið 3. maí nk. frá 21:00–2:00. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens mun spila fyrir gesti í Gyllta salnum. Ungt stuðningsfólk Frjálslynda flokksins er velkomið. Boðið verður upp á léttar veitingar. Snyrtilegur klæðnaður skilyrði og 18 ára aldurs- takmark. VG með skemmtun og fræðslu um fornminjar. Grillað verður við kosn- ingamiðstöðina Ingólfsstræti 5 í dag, laugardag, milli kl. 15.30 og 17.30. Einnig verður boðið upp á tónlist úr ýmsum áttum, ljóðalestur og leiki. Ögmundur og Kolbrún, Atli og Álf- heiður, Jóhanna og Þórey Edda mæta. Á sunnudag klukkan 15 verður fræðst um fornleifar í miðbænum. Bjarni F. Einarsson fornleifafræð- ingur leiðir göngu og fræðir um menjar sem þar finnast. Safnast saman við fornleifauppgröftinn í Að- alstræti. Á eftir verður drukkið kaffi í kosningamiðstöð VG í Ingólfsstræti 5 en þangað mætir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Allir eru velkomnir. STJÓRNMÁL Átak gegn stríði með mótmæla- stöðum. Frá því í janúar hafa friðarsinnar andmælt hernaði Bandaríkjamanna og Breta í Mið-Austurlöndum, sem og stuðningi íslenskra stjórnvalda við hann. Í fyrstu voru mótmæla- stöður þessar við sendiráð Banda- ríkjanna, en síðustu vikur hafa þær verið við Stjórnarráðið. Nú hefur verið ákveðið að mótmælastöðurnar haldi áfram til kosninga. Hefjast mótmælaaðgerðirnar kl. 14 í dag fyrir framan Stjórnarráðið í Lækjargötu. Sveinn Rúnar Hauksson læknir flyt- ur ávarp og boðið verður upp á tón- listaratriði. Kaffi og kakó á boð- stólum að venju. Í DAG Vorsýning Kvöldskóla Kópavogs verður haldin á morgun, sunnudag- inn 4. maí kl. 14–18, í Snælands- skóla. Á sýningunni veður aðallega sýndur afrakstur af vinnu nemenda í verklegum námskeiðum frá liðnum vetri, s.s. bókband, bútasaum, fata- saum, frístundamálun, glerlist, leir- mótum, silfursmíði, þjóðbúninga- gerð o.fl. Klipping, grisjun og úðun Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur verður með leiðsögn í klippingu og grisjun á trjá- og skógarlundum, á morgun, sunnudaginn 4. maí. Fagmenn verða við grillsvæðið í Vífilsstaðahlíð og veita verklega leiðsögn kl. 10–14. Allir eru velkomnir og ekkert þátt- tökugjald. Nánari upplýsingar er að finna á vef Skógræktarfélags Reykjavíkur, www.skograekt.is Göngugarpar ÍT ganga á Úlfarsfell á morgun sunnudaginn 4. maí. Hist verður kl. 10.30 við Skalla/ Skeljung við Vesturlandsveg. 11. maí verður farið á Geitafell í Þrengslum, 18. maí á Hengilinn og 25. maí á Esjuna. All- ir velkomnir. Nánari upplýsingar á heimasíðu ÍT ferða www.itferdir.is Alþjóðlegur hlátursdagur Fyrsti sunnudagur í maí er orðinn hefð- bundinn hlátursdagur um allan heim. Hlátursjógaæfingar indverska læknisins Madan Kataria hafa á fáum árum breiðst út og er markmið hans að kenna fólki að hlæja meira og vekja athygli á því hve heilsusam- legt það er að við hlæjum hvert með öðru. Í Reykjavík verður haldið upp á daginn með því að safnast saman við Umferðarmiðstöðina kl. 13, á morgun, sunnudaginn 4. maí og ganga að Norræna húsinu. Á leiðinni verður staldrað við og teknar nokkr- ar hlátursæfingar. Á áfangastað verður hlegið saman í 10 mínútur, ávarp Kataria vegna hlátursdagsins verður lesið í heild. Að lokum verður tekið saman höndum í hljóðri bæn um innri og alheims-frið. Allir vel- komnir ungir sem aldnir, segir í fréttatilkynningu. Reiðkennslusýning í Víðidal Hólaskóli, Hestamannafélagið Fák- ur og Ástund halda reiðkennslusýn- inguna, Fagmennska til framtíðar, í reiðhöllinni í Víðidal í dag, sunnu- daginn 4. maí kl. 14. Reiðkennarar og nemendur Hólaskóla sýna upp- byggingu og þjálfun íslenska gæð- ingsins. Allir velkomnir. Opinn dagur í Háskólanum í Reykjavík. Sunnudaginn 4. maí 2003 munu Háskólinn í Reykjavík og Viska, félag stúdenta við Háskólann í Reykjavík, standa fyrir opnum degi milli kl. 13:00–15:00 í húsakynnum skólans. Allir þeir er stefna á há- skólanám eru hvattir til að mæta og kynna sér námsframboð skólans auk starfsemi Visku. Nánari upplýsingar má nálgast á www.ru.is http:// www.ru.is/ og www.viska.is http:// www.viska.is/. Á MORGUN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.