Morgunblaðið - 07.05.2003, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 07.05.2003, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þið eruð fagurkerar sem bú- ið yfir staðfestu og reisn. Árið framundan gæti orðið ykkar besta ár. Draumar ykkar geta ræst. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þið hafið sterkar skoðanir á heimspeki, stjórnmálum eða trúmálum. Fjölmiðlar, fjar- læg lönd eða framhaldsnám eru ykkur einnig ofarlega í huga. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þið hafið hug á að nota auð annarra til umbóta. Þið vitið að þið getið gert góða hluti ef þið fáið lán eða afnot af eign- um annarra. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þið þurfið á hvíld að halda og hefðuð gott af því að njóta samvista við vini ykkar. Ný sambönd verða tilfinningarík og eftirminnileg. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Verklagni ykkar og hæfni til að bæta umhverfi ykkar vek- ur aðdáun annarra. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú berð sterkar tilfinningar til einhvers sem hefur allt annan bakgrunn en þú. Þú sérð að það er fleira sem sam- einar ykkur en skilur ykkur að. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einhver er tilbúinn að að- stoða þig við að gera umbæt- ur á heimilinu eða í einkalíf- inu. Hér gæti verið um peninga, aðstoð, uppörvun eða lán á tækjum að ræða. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Eitthvað verður til þess að varpa ljósi á það hvað býr að baki sambandi þínu við ein- hvern. Þú gerir þér grein fyr- ir því hvað viðkomandi er þér mikils virði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þið eruð skapandi og hafið þörf fyrir að gera vinnuum- hverfi ykkar meira aðlaðandi. Þetta er góður tími til að sinna einhvers konar hönn- unarvinnu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ný ást gæti kviknað í dag. Daður mun að öðrum kosti setja svip á daginn og gera ykkur brosmild og létt í spori. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þær breytingar sem þið gerið á heimilinu munu verða til góðs. Þá geta samræður við fjölskylduna orðið til þess að leysa vandamál. Grípið tæki- færið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Kraftmiklar samræður við vin geta valdið mikilvægum breytingum í lífi þínu. Eitt- hvað sem sagt er hefur mikil áhrif á þig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú færð góða hugmynd sem leiðir þig inn á nýja braut. Þú gætir einnig keypt þér eitt- hvað fallegt sem dregur at- hygli annarra að þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. VÍSUR Athuga þú hvað ellin sé, ungdóms týndum fjöðrum, falls er von að fornu tré, fara mun þér sem öðrum. * Forlög koma ofan að, örlög kringum sveima, álögin úr ýmsum stað, en ólög fæðast heima. * Nú er ég orðinn frí og frjáls, fyrir mér dvelur engi, leggi þér Kristur hönd um háls, hann sé vin þinn lengi. * Einatt liggur illa á mér, ekki eru vegir fínir; heilir og sælir séuð þér, snjótittlingar mínir. * Fyrir þreyttum ferðasegg fölskvast ljósin brúna; ráði guð fyrir oddi og egg, ekki rata eg núna. Páll Vídalín LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 60 og 70 ÁRA afmæli. Hjónin Alda Hermannsdóttir ogTryggvi Kr. Gestsson, Réttarholti 3 á Selfossi, eiga afmæli um þessar mundir. Þau verða að heiman sjálfa af- mælisdagana og afþakka gjafir en verða með kaffi á könn- unni fyrir ættingja og vini laugardaginn 17. maí kl. 21:00 í Golfskálanum á Selfossi. Á FYRSTU árum brids- íþróttarinnar var opnun á grandi yfirlýsing um góð spil. En það eru breyttir tímar. Þegar sterku lauf- kerfin komu til skjalanna fóru margir að spila 13–15 punkta grand, og núorðið þykir ekkert tiltökumál að færa grandrammann enn neðar, allt niður í 10–12 punkta. Í þeim hópi eru nýk- rýndir Íslandsmeistarar, Anton og Sigurbjörn Har- aldssynir. Þeir opna gal- vaskir á litla grandinu ef þeir eru utan hættu, og segja það gefast vel. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ K1075 ♥ – ♦ ÁK843 ♣G864 Vestur Austur ♠ D963 ♠ Á2 ♥ G98742 ♥ ÁD1065 ♦ – ♦ DG976 ♣732 ♣D Suður ♠ G84 ♥ K3 ♦ 1052 ♣ÁK1095 Bræðurnir mættu Jóni Baldurssyni og Þorláki Jónssyni í síðustu umferð Íslandsmótsins. Þeir voru í NS og Anton opnaði í fyrstu hendi á mini-grandinu: Vestur Norður Austur Suður Jón Sigurbjörn Þorlákur Anton – – – 1 grand Pass 2 spaðar * 3 hjörtu 4 lauf 4 hjörtu 5 lauf Pass Pass 5 hjörtu Dobl Allir pass Svar norðurs á tveimur spöðum sýnir láglitina, en segir ekkert um styrk að svo komnu máli. Flestir hefðu spurt um háliti á tveimur laufum með spil norðurs, en Sigurbjörn vildi gera AV erfiðara um vik að komast inn í sagnir og valdi rúm- frekari sögn. En Þorlákur lét ekki þagga niður í sér og stakk sér inn á þremur hjörtum. Í kjölfarið fylgdi sagnbarátta sem endaði í fimm hjörtum dobluðum. Það má vinna fimm lauf í NS og fimm hjörtu fara einn niður, svo bæði pör gátu vel við unað. Bræðurnir fengu þó mest af stigunum (bróð- urpartinn), því á mörgum borðum fengu AV að spila fjögur hjörtu, sums staðar dobluð. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 80 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 7. maí, er áttræð Stella Fann- ey Guðmundsdóttir frá Súðavík, nú til heimilis í Unufelli 25, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum laugardaginn 10. maí í safn- aðarheimilinu Þangbakka 5, Reykjavík frá klukkan 15 til 19. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Db6 6. a3 Rh6 7. b4 cxd4 8. cxd4 Rf5 9. Bb2 Bd7 10. g4 Rh6 11. h3 Be7 12. Bd3 Hc8 13. Rbd2 Rb8 14. De2 a6 15. Rb1 Rc6 16. 0–0 0–0 17. Rc3 Rxd4 18. Rxd4 Dxd4 19. Re4 Db6 Staðan kom upp á Sigeman-mótinu sem stendur nú yfir í Málmey í Svíþjóð. Gamla brýnið Jan Timman (2.579) hvítt gegn Curt Hansen (2.610). 20. Rf6+! Bxf6 20 … gxf6 hefði einnig verið slæmt fyrir svartan eftir 21. exf6 Bd6 22. Dd2! Í fram- haldinu ræður svart- ur ekki við öflugt frumkvæði hvíts á kóngsvæng. 21. exf6 Bb5 22. Bxb5 Dxb5 23. De3 d4 24. Bxd4 Hfd8 25. Hfd1 Hd5 26. Bb2 Hg5 27. Hac1 He8 28. Df4 Hg6 29. Hc5 De2 30. Hd2 De1+ 31. Kh2 Df1 32. Hh5 Rf5 33. Df3 Rh6 34. fxg7 f5 35. g5 Rf7 36. Bf6 Rxg5 37. Bxg5 h6 38. Hd1 Db5 39. Bxh6 De5+ 40. Kh1 Df6 41. Be3 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik.           MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Stuttar og síðar kápur sumarúlpur, heilsársúlpur, regnúlpur, ullarjakkar, hattar og húfur Opið virka daga frá kl. 9-18 Laugardaga frá kl 10-15 Mörkinni 6 - Sími 588 5518           AÐALFUNDUR Aðalfundur Lífeyrissjóðs verkfræðinga verður haldinn á Grand Hóteli Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík, fimmtudaginn 22. maí 2003 kl. 17.15. Fundarefni: 1. Skýrsla sjóðstjórnar. 2. Reikningsskil. 3. Fjárfestingarstefna kynnt. 4. Lífeyrisuppgjör pr. 31.12.2002 - skýrsla tryggingafræðings sjóðsins. 5. Breytingar á samþykktum. 6. Kosning tveggja manna í stjórn og eins til vara. 7. Kosning endurskoðanda og tveggja skoðunarmanna. 8. Önnur mál. Endurskoðaðir og undirritaðir reikningar sjóðsins ásamt skýrslu tryggingafræðings og tillögum um breytingar á samþykktum munu liggja frammi á skrifstofu sjóðsins viku fyrir aðalfund, sjóðfélögum til sýnis. Ársreikning má einnig nálgast á heimasíðu sjóðsins www.lifsverk.is. Reykjavík, 7. maí 2003. Stjórnin. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteignasali, Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali, Unnar Smári Ingimundarson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali Hagamelur Mjög falleg, vel skipulögð og mikið endurnýjuð 114 fm íbúð á 3. hæð, efstu, í góðu steinhúsi í vesturbæn- um. Íbúðin skiptist í stórt parketlagt hol, rúmgóðar saml. stofur m. suð- ursvölum, eldhús m. góðri borðað- stöðu og endurbættum upprunal. innrétt., 2 svefnherb. auk herb. á stigapalli sem auðvelt er að sameina íbúð og nýlega endurn. flísalagt bað- herbergi. Áhv. húsbr. 4,9 millj. Verð 18,2 millj. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.