Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ má talsvert til sanns vegar færa að sagan endurtaki sig í sífellu. Eftir að hafa í nokkur ár fylgst með þessari svokölluðu þróun í okkar litla og viðkvæma þjóðfélagi og gefið stjórn- málum landsins nokkurn gaum, þá rann allt í einu upp mér fyrir ljós. það sem maður lærði í sögutímum í barna- og gagnfræðaskóla varð allt í einu lifandi fyrir augum og mér rann kalt vatn milli skins og hörunds. Það sem ég sá í þjóðmálum dagsins í dag, að mínu mati, er að við, almúginn er- um að upplifa sturlungaöld 2, ef ekki 3. Höfðingjar ríða um héruð með mikinn her og sterka bakhjarla og sölsa undir sig lönd, eignir og sparifé almúgans, allra þeirra er minna mega sín og ekki síst þeirra sem ald- urs vegna eða heilsu geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Það er gefið mál að í öllu landi okkar Ísland er ekki til nema ákveðið magn fjár. Þeir peningar sem eru prentaðir eru hafðir í magni í samræmi við metnar eignir þjóðarinnar eins og fiskimiðin, fasteignir og það hugvit sem til er í landinu. Á fyrri hluta síðustu aldar var þessi eign þjóðarinnar talsvert dreifð á þá sem bjuggu í landinu enda hafði almúginn, þjóðin öll starf- að ötullega að því að byggja upp efnahag og styrk landsins til sjávar og sveita og auka almenna velmegun í landinu. Segja má að það hafi verið nokkrir auðmenn og svo sæmilega að búinn almenningur. Á seinni hluta aldarinnar hafði eitthvað breyst og alveg sérstaklega síðustu 5 til 8 árin fyrir aldamót. Þá höfðu komið fram stóreignafyrirtæki með markaðs- stöðu langt umfram það sem teljast mætti eðlilegt í samkeppnisstöðu og einnig einstaklingar með fjárráð hundraðfalt á við þá sem talist höfðu ríkir á fyrri hluta aldarinnar. Svo skulum við hugsa, hvað gerðist í þessu millitímabili frá uppbygging- arárum þjóðarinnar til dagsins í dag? Hvaða meginbreyting varð á skiptingu eigna þjóðarinnar og hvernig átti hún sér stað? Eins og ég sagði áður, það er bara til ákveðið magn fjármuna í heild sinni í landinu. Sem afleiðing þess- arar undarlegu þróunar á skiptingu allra eigna þjóðarinnar, þá hafa örfá- ir menn og fyrirtæki komið höndum yfir langstærstan hluta af eignum þjóðarinnar. Fiskurinn okkar, meira að segja óveiddur, er í eigu einkafyr- irtækja sem fengu hann frítt eða keyptu hann af fólki sem fékk hann líka frítt, eða borgaði allavega ekki krónu fyrir hann. Fasteignir al- mennings eru líklega að stærstum hluta í eigu lánakerfis eða kerfa og bílaflotinn er í eigu fjármögn- unarfyrirtækja. Meira að segja GSM-símar, sjónvörp, DVD- spilarar, hljómtæki og jafnvel allt innbú fjölskyldna að öðru leyti er í eigu fjármögnunarfyrirtækja eða kreditkortafyrirtækja. Þegar mér varð þetta svona blátt áfram ljóst þá varð ég eiginlega skelfingu lostinn. Hvað á okkar annars sterka og þol- inmóða þjóð þá í raun og veru? Skuldir? Hvað stór hluti þjóðarinnar ætli skuldi minna en 30% af því sem það vildi gjarnan kalla eignir sínar? Það væri gaman að sjá skoðana- könnun fyrir það. Hverjir skyldu svo eiga allt hitt? Þessi fyrirtæki sem sjá okkur fyrir öllum lífsins nauðsynj- um, lána okkur fyrir húsnæði, bíl og DVD-spilurum til að við getum nú alveg örugglega ekki verið án nægi- legrar afþreyingar. Sjáum til. Ef við hefðum ekki nægilega afþreyingu, bíóhús, Kringlur og Smáralindir, DVD-spilara og fleira til afþrey- ingar, þá kannski færum við að skoða nánar og niður í kjölinn hvað er að gerast í kringum okkur. Stjórnmálamenn okkar, margir ágætir og jafnvel traustsins verðir eru kosnir á þing og til stjórn- armyndunar til þess að gæta hags- munar allrar þjóðarinnar, jafnvel hinna verst settu. Þeir eru kosnir til þess að vinna að aukinni velmegun allra í landinu enda á hérna að vera lýðræði og fjöldinn á að njóta góðs af framkvæmdum og ákvörðunum stjórnamálamanna og þings okkar. Ónefndur pólitíkus sagði í einni ræðu sinni nýlega að Ísland væri í 7. sæti yfir þau lönd sem best væri að búa í og við gætum bara gert betur. Ég veit ekki betur en að hægt sé að fara um 130 sæti í verri átt, sér- staklega í ljósi þess að fyrir ein- hverjum árum vorum við í 5. sæti á uppleið. Furðulegur framflutningur hjá þessum manni. Þessi sami tjáði þjóðinni reyndar líka fyrir nokkru að kaupmáttur þjóðarinnar hefði á þeim tímapunkti ekki verið meiri í heil 8 ár, á sama tíma var birt skýrsla frá Hagstofu eða Þjóðhags- stofnun þar sem fram kom að skuldir heimilanna hefðu aldrei verið meiri, atvinnunleysi var að aukast, fjölda- uppsagnir áttu sér stað hjá mörgum fyrirtækjum sem höfðu jafnvel verið nýbúin að birta svo glæsilegar fjár- hagsskýrslur og framtíðarspár að þau gátu selt þáverandi ríkisbönkum og fjármagnsstofnunum og jafnvel einstaklingum ný hlutabréf fyrir milljarða. Sem síðar kom í ljós að voru seld langt yfir raunvirði eða jafnvel svo gott sem verðlaus. Þetta dregur mig að þeirri niðurstöðu að stjórnmálamenn, þessir sem við kjósum á fjögurra ára fresti til þess að sjá okkar almennings farvegi best borgið, séu ekki alltaf að hugsa um það sem þeir voru kosnir til, að hugsa um hag almennings. Því lang- ar mig að koma á framfæri til ykkar þingmanna og sér í lagi til núverandi ríkisstjórnar: Munið bara að þið er- uð kosnir af þjóðinni, fyrir þjóðina, en ekki fyrir ykkur sjálfa eða örfá hagsmunafyrirtæki. Hafið þetta að leiðarljósi og ykk- ur, ásamt allri þjóðinni mun farnast miklu betur en núna. Við munum jú öll úr sögutímunum hvernig Sturlungaöld endaði, og líka hvernig og hvers vegna franska bylt- ingin varð og hvað varð um höfðingja þess lands. Með von og ósk um endalok Sturl- ungaaldar 2. Endurtekning sögunnar og siðferðið Eftir Sigurð Kristinsson Höfundur er í 4. sæti suðvest- urkjördæmis, N-Flokkur. Í KOSNINGABARÁTTUNNI hefur því verið haldið fram að framkvæmd svokallaðrar fyrning- arleiðar myndi valda hruni sjávar- útvegsfyrirtækja á hlutabréfamarkaði. Staðreynd er að sjávarútvegsfyrir- tæki á hlutabréfa- markaði hafa um árabil afskrifað (fyrnt) bókfærðar aflaheimildir um 6–10% (sbr. t.d. ársreikning Vinnslustöðvarinnar í Vestmanneyjum fyrir árið 2002 bls. 8). Mörg þessara fyrirtækja sýna þó að eigin sögn góða af- komu nú. Með því að afskrifa (fyrna) veiðiheimildir eru fyr- irtækin að mynda sjóði til að tak- ast á við hugsanlegar breytingar á rekstrarumhverfi sínu. Greiðsla fyrir afnot af sameiginlegum auð- lindum landsmanna er eitt af dæmunum um slíka breytingu. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa því mörg hver búið sig bærilega undir að fyrningunni verði komið á. Sjávarútvegsfyrirtækin munu því ekki hrynja verði fyrningunni komið á. Að fyrna eða fyrna ekki Eftir Þórólf Matthíasson Höfundur er dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. DEILAN um að skila kvótanum aftur í hendur þjóðarinnar stöðvar all- ar framfarir í fisveiðistjórnun, því það er óframkvæmanleg og öll póli- tísk orka fer í þetta óþarfa þvarg. Einn vinstri flokkurinn leggur til að „vinda ofan af“ núverandi kerfi á 20 árum. Þannig verði tekin á hverju ári 5% af kvótanum úr einkaeign og þeim skilað í þrjá staði: 1. Fyrsti hlutinn fer til sveitarfélaganna, sem hafa misst sinn kvóta. 2. Annar hlutinn fer á opinn leigumarkað, sem útgerðir og fiskvinnsla geta boðið í. 3. Þriðji hlutinn er leigður á kostnaðarverði til þeirra útgerða, sem frá er tekið, til sex ára í senn. Hér rekst hvað á annars horn. Tökum fyrst þriðja liðinn. Það á að taka bótalaust af fyrirtæki, sem hefur keypt kvóta fullu verði og skuld- sett sig vegna þess, 5% af kvóta þess á ári. Fyrirtækið þarf eftir sem áð- ur að standa skil á afborgunum og vöxtum af láninu, sem það tók til kvótakaupanna. Þar ofan á þarf það að borga leigu til ríkisins fyrir það sem tekið er af því. Ekkert er minnst á að lækka auðlindagjaldið. Ég held að jafnvel kommúnistaríkin hafi aldrei verið jafn ósvífin við þegna sína og hér er lagt til. Tökum nú fyrsta liðinn. 1/3 kvótans á að fara til sveitarfélaga. Áður var búið segja að skila ætti kvótanum aftur til þjóðarinnar. Eru einhver viss sveitarfélög fulltrúar þjóðarinnar fremur en önnur? Ef þetta ætti að ganga eftir ætti 60% kvótans að fara á suðvestur horn landsins og 40% annað. Á hvaða verði myndu svo sveitarfélögin úthluta kvótanum hvert hjá sér? Á miðopnu Morgunblaðsins 23. apríl sl. segir í grein Álfheiðar Inga- dóttur. „Þannig verði tekin 5% af kvótanum úr einkaeign og þeim skilað í þrjá staði.“ Hvernig er hægt að taka eitthvað úr einkaeign og skila því til ríkisins og/eða sveitarfélaga bótalaust? Eru ekki mannréttindi í þessu landi bundin af stjórnarskrá íslenska lýðveldisins? Menn hafa í þessu sambandi talað um svokallaða afskriftaleið. Af- skriftir eru ekki lögleg leið til að færa eignir frá einum manni til ann- ars. Menn afskrifa eignir til að taka frá fjármagn til að endurnýja þær vegna eðlilegra slita við notkun, t.d. bifreið. Bæði afskriftaféð og bif- reiðin verða áfram í eigu sama aðila. Menn afskrifa aldrei eignir, t.d. bifreið, þannig að hún verði eign annars manns eða ríkissjóðs. Það er að vísu fræðilegur möguleiki að færa þessa vitleysu í lög, alveg eins og hugsanlega væri hægt að lögleiða dauðarefsingu og jafnvel festa hana í stjórnarskrá. En það yrði hins vegar algjörlega óraunhæft því slík löggjöf er fullkomlega óframkvæmanleg og ekki í nokkru samræmi við réttarvitund né vilja yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Slík lög- gjöf myndi koma slíku róti á þjóðfélagið og efnahagslífið að ekki verður séð fyrir endann á. Hvað svo næst? Myndi borgin afskrifa lóðirnar und- an húsum manna? Þessi ósköp eiga að gerast á 20 árum, á tíma 5 ríkisstjórna og 5 þinga. Það sjá allir að þetta verður aldrei. Þessar hugmyndir má af- skrifa strax. Ég eyði ekki orðum að tillögum hinna afskriftaflokkanna því þær eru ennþá ónýtari. Það klúðrar lýðræðinu þegar ábyrgir stjórnmálaflokkar bregðast flokksmönnum sínum og láta þá elta hrævarelda. Ef að þessir flokkar hafa ekkert betra til málanna að leggja í þessum efnum en að láta úreltar sósíalískar öfgar þvælast fyrir eðlilegri þróun væri nær að þeir sneru sér að persónulegum skattyrðum í staðinn. Kommúnísk hugmyndafræði kemur í veg fyrir endur- skoðun fiskveiðistefnunnar Eftir Jóhann J. Ólafsson Höfundur er stórkaupmaður. Í BLAÐAGREIN í Mbl. 1. febrúar sl. er Hjálmar Árnason alþingis- maður að agnúast út í skrif Ögmund- ar Jónassonar um málefni Barnaspítala Hringsins. Ég ætla ekki að blanda mér í þær deilur. En það sem ég hnaut um í umræddri blaðagrein voru orð sem Hjálm- ar lét falla. Þar segir hann að án Hringsins væri BSP ekki orðinn að veruleika. Með þessum orðum er hann að lýsa áhuga og skilningsleysi heilbrigðisyfirvalda í málefnum barna sem hafa orðið fyrir þeirri dap- urlegu reynslu að verða veik af hinum ýmsu sjúkdómum. Ekki er ástæða til að gera lítið úr starfi Hringskvenna og því merkilega starfi sem þær hafa skilað í gegnum árin. En er það orðið svo að ógerningur sé að reka sóma- samlegt heilbrigðiskerfi án fjár- framlaga einstaklinga og fé- lagasamtaka? Í einum þætti Gísla Marteins Bald- urssonar var kallaður til maður sem látið hefur þessi mál til sín taka og fært Barnaspítala Hringsins ómæld- ar fjárhæðir úr pokasjóði fyrirtækis síns. Þessi maður heitir Jóhannes og oftast kenndur við Bónus. Í þessum þætti lýsti hann starfsaðstöðu á fyrr- verandi spítala Hringsins. Taldi hann að ef sú aðstaða hefði verið í sínu fyr- irtæki myndu heilbrigðisyfirvöld vera búin að loka fyrir alla starfsemi fyrir löngu. Á tímum þessarar ríkis- stjórnar hefur heilbrigðiskerfið verið svelt fjárhagslega og hafa heyrst neyðaróp hvaðanæva að. Sjúkling- arnir hlaðast upp, segir í feitletraðri blaðagrein um málefni slysa- og bráðadeildar Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. Virtur læknir, Ólafur Örn Arn- arson, hefur skrifað athyglisverðar blaðagreinar í Mbl. að undanförnu. Þar talar maður sem gjörþekkir þessi mál vegna starfa sinna í tugi ára í heilbrigðiskerfinu. Í blaðagrein 3. mars sl. segir hann: Í mörg ár hefur verið langur biðlisti eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Talið er að um 350–400 sjúklingar séu í bráðri þörf fyrir slíka vistun. Seinna í sömu grein segir hann: Með vissum aðgerðum sem hann skýrir nánar frá, ætti að skapast möguleiki á að eyða 4–5 þús- und sjúklingum af biðlistum eftir að- gerðum, sem í dag kosta okkur að öll- um líkindum meira en milljarð á ári að viðhalda. Í blaðagrein sama 17. mars segir í fyrirsögn: Mega aldraðir hvorki heyra né sjá? Þar er hann að lýsa því hvernig málefnum aldraðra er komið. Þetta framansagða er bara lítið sýnishorn af ástandi mála í heilbrigð- iskerfinu undir stjórn núverandi stjórnarherra. En neyðarópin koma víðar frá. Má þar nefna málefni aldr- aðra og öryrkja, málefni Landhelgis- gæslunnar þar sem spurning er hvort hægt sé að halda úti svo mikilvægu björgunartæki sem björgunarþyrlan er. Landhelgin er nánast óvarin. Bændur landsins lifa undir hungur- mörkum þrátt fyrir ágætan skemmti- kraft sem hefur farið með mál þeirra í ráðuneytinu. Af nægu er að taka. Þá er spurningin, eru nægir peningar til svo þessi mál séu í lagi? Ég held að ekki skorti fé, en viljann hefur vantað og forgangsröðun. Í utanríkisráðuneytinu hefur ríkt maður sem hefur verið að reisa sér minnisvarða upp á marga milljarða hér og þar og ekki er það ólíkt athöfn- um manns sem oftast hefur verið nefndur nú í fréttum að undanförnu nema að því leyti að það hefur gleymst að setja upp myndir af við- komandi ráðherra á hallirnar. En vonandi verður úr bætt. Nýta mætti t.d. myndirnar af ráðherra sem nú prýða heilu húsveggina í höfuðborg- inni að afloknum kosningum. Umræða hefur verið um að draga mætti úr starfsemi sendiráða í ná- grannaríkjum okkar vegna bættrar fjarskiptatækni. En hér er þessu öðru vísi farið. Opnun sendiráða í Japan kostaði yfir 1 milljarð ásamt miklum rekstrarkostnaði. Sendiráð opnuð í Kanada, Finnlandi, Mósam- bik og Vín. Trúlega kosta þessi sendi- ráð einhverja milljarða. Kostnaður vegna Schengen kostaði vart undir 4 milljörðum, auk stóraukins mannafla við starfrækslu vegabréfaskoðunar. Hver er svo ávinningurinn? Hann er víst svo vafasamur. Þá eru ótaldar 300 milljónir sem fóru í stríðrekstur okkar í Írak. Af þessu er ljóst að nægir peningar eru til, en það er forgangsröðunin sem skiptir máli. Eru það heilbrigð- ismálin og þjónustan við þá lakast stöddu sem eiga að bíða, eða eru það minnisvarðarnir. Er ekki rétt að skipta um stjórn landsmála eða eig- um við að reka heilbrigðiskerfið og velferðarmálin áfram af afrakstri pokasjóðs? Verður heilbrigð- iskerfið rekið áfram með framlögum úr pokasjóði ? Eftir Pálma Guðmundsson Höfundur er járnsmiður á eftirlaunum. Í MORGUNBLAÐINU á miðvikudag setti Stefán Ólafsson út á þann mælikvarða sem notaður var í könnun Stefáns Snævars og Stefáns Þórs Jansens á fátækt á Íslandi. Benti hann t.d. á að ekki væri gerð könnun á fá- tækt hópsins 16–25 ára, sem gjarnan væri fátækari en aðrir og því væri fátækt vanmetin. Það kann að vera rétt ályktun hjá Stefáni, en hann gat þess þó ekki að á könnuninni var einnig annar fyrirvari, sem bendir trúlega til þess að hún ofmeti fátækt, því ekki var tekið tillit til meðlagsgreiðslna, hvorki sem tekna né gjalda. Það merkasta við umrædda könnun að mínu mati er þó samanburðurinn á milli áranna 1995 og 2001. Þar kemur í ljós að fátækt hefur minnkað á sama mælikvarða úr 4,2% í 2%, um helming. Þessi samanburður ætti að gefa góða mynd af þróuninni, því þær skekkjur sem í mælingunni eru, ættu að vera svipaðar bæði árin. Aldurshópnum 16–25 ára er sleppt í könnuninni bæði árin. Því ætti könnun sem næði einnig til þess hóps ekki að breyta niðurstöðum í megindráttum nema fátækt hefði aukist gífurlega í þessum tiltekna aldurshópi, öfugt við það sem gerst hefur hjá öðrum. Engar vísbendingar hafa komið fram um það, enda væri það heldur skrýtið. Niðurstaðan er því skýr; fátækt hefur stórminnkað á síðustu árum. Vísbendingar um minni fátækt eru skýrar Eftir Gunnlaug Jónsson Höfundur er fjármálaráðgjafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.