Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 69
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 69 Tabú (Taboo) Spennumynd Bandaríkin 2002. Skífan VHS/DVD. Bönnuð innan 16 ára. (90 mín.) Leik- stjórn Max Makowski. Aðalhlutverk Nich Stahl, Eddie Thomas, January Jones. ÞESSI hrollvekjandi ungmenna- spennumynd var frumsýnd á Sund- ance-hátíðinni 2002 og fyrirfram var um hana fjallað eins og að hér kynni að vera á ferð hin athyglisverðasta ræma. En eftir frumsýninguna hvarf áhuginn skyndilega. Hvers vegna í ósköpunum? Jú, einfaldlega vegna þess að það gerð- ist sem alltof oft gerist, myndin stóð engan veg- inn undir eftir- væntingum og öllu hæpinu. Markmiðin eru háleit, ætlunin greinilega sú að skjóta föstu skoti á sí- fellt brenglaðri siðferðiskennd og veruleikafirru ungs fólks sem lifir í allsnægtum. Útkoman er hins vegar ómerkileg, yfirborðskennd, heimsku- leg og illa leikin unglingahrollvekja. Talandi um tabú, þá ættu að vera til viðurlög við gerð svona vondra mynda.  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Algjört tabú KEPPNI Sovétsins sáluga og Bandaríkjanna um sigra úti í geimn- um er bakgrunnur þokkalegrar blöndu gamans og alvöru. Sjöundi áratugurinn er nýhafinn og Sovétið að skilja Bandaríkin eftir í starthol- unum í geimkapphlaupinu. Spútnik og fleiri teikn á lofti um yfir- burðina í austri. Í Flórída fer þýski vísinda- maðurinn von Huber (Woods), með lykilhlut- verk í geimferða- áætluninni, einn nokkurra Þjóð- verja sem unnu fyrir land sitt í síðari heimsstyrjöldinni. Hann er jafnframt að ná áttum í nýju landi ásamt syn- inum Billy (Linz), sem verður fyrir einelti í skólanum. Hagur Billys vænkast er hann kynnist sjimpansan- um Mac á vinnustað föður síns, en ap- inn er í hópi fyrstu lífveranna sem NASA hyggst senda útí geiminn. Sögð byggð að einhverju leyti á sönnum atburðum í tengslum við Mercury-áætlun Bandaríkjamanna, sem kom þeim á sigurbraut í kapp- hlaupi sem þróaðist í áróðursstríð og endaði með glæstum sigri vestursins er þeir komu fyrstir mönnum til Tunglsins. Í forgrunni er snubbótt heimilislíf von Huber fjölskyldunnar, karlinn stífur vísindamaður en sonur- inn utanveltu í nýju landi, móðurlaus og vinafár. Apinn Mac og læknirinn Dinni (Gish), koma málunum á réttan kjöl. Sýnir ljómandi vel hið mikilvæga og jákvæða hlutverk sem dýrin geta haft í lífi mannfólksins. William Dev- ane og nafna hans Atherton bregður fyrir í aukahlutverkum. Kapphlaupið um geiminn (Race to Space) Bandaríkin 2001. Myndform. VHS (104 mín.) Öllum leyfð. Leikstjóri: Sean McNamara. Aðalleikendur: James Woods, Alex D. Lintz, Annabeth Gish. Fjölskyldumynd Sæbjörn Valdimarsson Apar, menn og útgeimur GÓÐAR hugmyndir eru oft sáraeinfaldar. Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerðarmaður gekk á vit skrifstofubyggingar í fæðingu, fylgdist með hjartslætti hennar og öðrum lífsmerkjum fram að loka- gilli. Reyndar var húsið komið nokkuð á veg er Þorsteinn mund- aði tökuvélina en hann er ekki að gera heimildarmynd fyrir bygging- arverktakann heldur óð um bygg- inguna og mennina sem koma að smíðinni; verktakana, iðnaðar- mennina og verkamennina. Á ekki illa við að frumsýna verkið 1. maí. Það er gaman að stússa í því- líkum karlasamfélögum þar sem hlutirnir eru teknir mátulega al- varlega og forsíðufréttirnar langt utan sjóndeildarhringsins og bestu kaflar Við byggjum hús, tvímæla- laust, er myndavélin og mannskap- urinn tónar saman. Ekkert utan- aðkomandi áreiti, engin aukahljóð, aðeins hávaðinn frá vinnuvélum, verkfærum masi og erli starfs- mannanna. Það er spurning hvort viðmælendurnir eru of margir, með færri innanborðs hefði hugs- anlega náðst enn betra samband við viðfangsefnið sem er bæði fróð- legt og áhugavert í sjálfu sér. Alls staðar er verið að vinna og skapa, jörðin ein iðandi mauraþúfa; hvert og eitt samfélag á sinn sjarma og séreinkenni – hvort sem er til sjós eða land. Þau vara mislengi, menn koma og fara en eiga saman stund- ir sem þeir jafnvel minnast ævi- langt. Þar ríkja, líkt og í frum- skóginum, þeir sterkustu. Þannig er byggingin við Borgartúnið e.k. þversumma af þjóðfélaginu. Stjórnendur, milliliðar og svo þeir sem vinna verkið. Það hefur verið býsna vandasamt að fella tökurnar saman í markvissa framvindu en það hefur tekist á viðunandi hátt, líkt og húsið sem er, vel að merkja, eitt það reisulegasta sem risið hefur á höfuðborgarsvæðinu um langa hríð. Svona gerum við … KVIKMYNDIR Háskólabíó Stutt- og heimilda- myndahátíð Höfundur, klipping og hljóðvinnsla: Þorsteinn Jónsson. 43 mínútur. Kvikmynd. Ísland 2003. VIÐ BYGGJUM HÚS  Sæbjörn Valdimarsson áfram Ísland xd.is Komdu í heimsókn Gu›laugur fiór fiór›arson Helga Gu›mundsdóttir Sólveig G. Pétursdóttir Lára Margrét Ragnarsdóttir Vilhjálmur fi. Vilhjálmsson Kolbrún Baldursdóttir Helga ÁrnadóttirGeir H. Haarde Katrín Fjeldsted Pétur H. Blöndal Birgir Ármannsson Gu›rún Inga Ingólfsdóttir Ingvi Hrafn Óskarsson Vernhar› Gu›nason Lilja StefánsdóttirGu›mundur Hallvar›sson Björn Bjarnason Daví› OddssonSigur›ur Kári Kristjánsson Ásta Möller Soffía Kristín fiór›ardóttir Au›ur Björk Gu›mundsdóttir Vilborg Anna Árnadóttir Jóna Lárusdóttir Sjálfstæ›isfélögin í Reykjavík eru me› opnar kosningaskrifstofur um allan bæ. Kíktu í kaffi og spjall vi› frambjó›endur. Allir velkomnir. Vilt flú leggja Sjálfstæ›isflokknum li›? Saman vinnum vi› sigur! Sjálfstæ›isflokkurinn í Reykjavík óskar eftir sjálfbo›ali›um til margvíslegra starfa daginn fyrir kjördag og á kjördag. Allir sem eru rei›ubúnir a› hjálpa til eru hvattir til a› hafa samband vi› kosningaskrifstofurnar e›a skrifstofu Sjálfstæ›isflokksins í síma 515 1700. Kosningaskrifstofan, Austurstræti – Sími 551 1294 Kosningaskrifstofan, Hjar›arhaga 47 – Sími 551 1306 Kosningaskrifstofan, Miklubraut 68 – Sími 561 1500 Kosningaskrifstofan, Glæsibæ – Sími 553 1559 Kosningaskrifstofan, Hraunbæ 102b – Sími 567 4011 Kosningaskrifstofan, Álfabakka 14a – Sími 557 2576 Kosningaskrifstofan, Hverafold 1–3 – Sími 557 2631 Frambjó›endur Sjálfstæ›isflokksins í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.