Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.05.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 123. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Dansflokk- urinn ljómar Nýtt verk í tilefni af 30 ára afmælisveislu Listir 34 Atvinna í einn dag Nemar í MS styrkja skólastarf í Kambódíu Höfuðborg 18 Mikill happafengur Guðni Bergsson heiðraður með viðhöfn í Bolton Íþróttir 67 Velferð BIRGIR Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segir að hátt gengi íslensku krónunnar skýrist fyrst og fremst af væntingum um mikið innstreymi gjaldeyris í tengslum við stóriðjuframkvæmd- ir. Seðlabankinn hafi engin ráð til að bregðast við þessari þróun. Gengi krónunnar hefur ekki ver- ið hærra síðan í nóvember árið 2000. Samhliða styrkingu krónunn- ar hefur dollari veikst gagnvart evru. Gengi dollara er nú 73,5 krón- ur og hefur ekki verið lægra síðan í lok apríl 2000. Talsverð spákaupmennska „Gengi krónunnar ræðst á mark- aðnum af framboði og eftirspurn. Menn sjá fyrir sér að það komi mikill gjaldeyrir inn í landið í tengslum við þessar framkvæmdir, bæði beinar erlendar fjárfestingar og erlent lánsfé vegna virkjana- framkvæmda,“ segir Birgir. Nú kaupi menn krónur fyrir erlenda gjaldmiðla og veðja á að gengið muni hækka. „Og í því er þessi spá- kaupmennska fólgin sem við sjáum að er töluvert í gangi núna,“ segir Birgir Ísleifur. Þetta álit sitt byggir Birgir Ís- leifur á samtölum starfsmanna Seðlabankans við aðila á gjaldeyr- ismarkaði, aðrar upplýsingar liggja ekki fyrir. „Þetta er sú tilfinning sem við höfum. Þannig að það er fyrst og fremst þetta sem menn veðja á núna en ekki vaxtamunur- inn milli Íslands og annarra landa.“ Húsbréfakaup erlendra aðila skipti ekki máli í þessu samhengi enda séu þau viðskipti án gengisáhættu. Aðspurður segir hann að Seðla- bankinn geti haft mjög lítil áhrif á þessa framvindu. „Við teljum að við búum ekki yfir neinum ráðum sem geta snúið þessari þróun við,“ segir Birgir Ísleifur Gunnarsson. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að krónan muni enn styrkjast á næstunni. Framvindan markist þó að verulegu leyti af nið- urstöðum alþingiskosninganna. Greiningardeild Kaupþings segir að margir telji krónuna of sterka og að samkeppnisstaða innlendra fyrirtækja sé orðin verulega slæm. Það sé þó erfitt að fullyrða um hvort raungengið sé of sterkt að mati greiningardeildar Kaupþings. Seðlabankastjóri um hæsta gengi krónunnar frá nóvember 2000 Væntingar vegna stór- iðju skýra hátt gengi                                          Sterkasta króna/B1 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, varaði í gær við kólerufaraldri í Suður-Írak og fleiri sjúkdómum sem geta breiðst út með skolpmeng- uðu vatni. „Við búumst við kólerufaraldri í sunnanverðu landinu og óttumst að hundruð tilfella komi upp,“ sagði talsmaður stofnunarinnar, Fadila Shaib. Vitað er um sautján kólerutil- felli í tveimur sjúkrahúsum en Denis Coulombier, faraldurssérfræðingur WHO, telur að tíu sinnum fleiri hafi þegar veikst af sjúkdómnum. Talsmaður stofnunarinnar sagði að sjúkdómurinn hefði komið upp vegna skolpmengaðs vatns og sorps sem hlaðist hefði upp í borginni Basra þar sem sorphreinsun hefði legið niðri frá því að stríðið í Írak hófst. Sjúkrahúsin væru illa í stakk búin að takast á við slík vandamál nú þar sem þau hefðu þurft að einbeita sér að aðhlynningu fólks sem særðist í stríðinu. Reuters Kona heldur á barni sínu, sem þjáist af alvarlegri vessaþurrð, á sjúkrahúsi í borginni Basra í Suður-Írak. Óttast kól- erufaraldur í S-Írak Basra. AFP. DÆMI eru um að börn, allt niður í ellefu ára, hafi hringt í nýja neyð- arlínu fyrir spilafíkla í Noregi, að því er fram kom á fréttavef norska dagblaðsins Aftenposten í gær. Nokkur barnanna segjast hafa eytt andvirði 40.000–50.000 íslenskra króna á mánuði í spilakassa. Neyðarlínan var opnuð fyrir viku og að jafnaði eru samtölin um 20– 30 á dag. Flestir þeirra sem hringja eru fullorðnir karlmenn en mörg dæmi eru um að börn undir þrettán ára aldri notfæri sér símaþjón- ustuna, að sögn fréttavefjarins. 3,2% haldin spilafíkn „Þau lýsa angist sinni og þung- lyndi og segjast alltaf vera blönk,“ sagði Thore Paulsen, sem hefur umsjón með símaþjónustunni. „Þau einangrast vegna spilafíknarinnar og hringja í laumi til að foreldr- arnir komist ekki að þessu.“ Atle Hamar, framkvæmdastjóri eftirlitsstofnunar sem stendur fyrir símaþjónustunni, segir að rann- sóknir hafi leitt í ljós að 3,2% Norð- manna á aldrinum 11–19 ára séu haldin spilafíkn. Ellefu ára börn í Noregi leita hjálpar vegna spilafíknar BIRT var í gær opið bréf frá meirihluta fulltrúanna á þingi Írans þar sem hvatt var til þess að samskiptum landsins við önnur ríki yrði komið í eðlilegt horf og komið á umbótum til að bægja frá „erlendri ógn“. 153 þingmenn af 290 undirrituðu bréfið og var þar varað við því að ástandið í land- inu væri svo slæmt að hætta væri á „hörm- ungum sem engir vilja“. „Flestir Íranar bíða eftir umbótum en hafa komist að þeirri niðurstöðu að atkvæði þeirra séu til- gangslaus,“ sagði í bréfinu og skírskotað var til lítillar kjörsóknar í sveitarstjórn- arkosningum í febrúar. „Hættan komin að landamærum okkar“ Þingmennirnir bentu ennfremur á að „íraska þjóðin stóð aðgerðalaus hjá þegar land hennar var hernumið“ og sögðu það til marks um að gjá hefði myndast milli þjóðarinnar og ráðamannanna. „Eftir hernaðinn í Afganistan og hernám Íraks er hættan komin að landamærum okkar,“ skrifuðu þingmennirnir og bættu við að nauðsynlegt væri að „brúa bilið milli þjóð- arinnar og ráðamannanna“. „Til að hægt verði að bægja frá erlendri ógn þarf þjóðin að styðja ráðamennina.“ Þingmennirnir sögðu að til að leysa vandann þyrftu Íranar að koma á umbót- um heima fyrir og færa samskiptin við önnur ríki í eðlilegt horf. Þeir skírskotuðu einkum til Bandaríkjanna, sem rufu tengslin við Íran eftir íslömsku byltinguna 1979. Þingmenn í Íran vara við „er- lendri ógn“ Teheran. AFP. ÞÓTT Mongólía sé landlukt geta nú skipafélög skráð skip sín þar í landi og látið þau sigla um höfin undir mongólskum hentifána. Stjórnvöld í Mongólíu hafa boðið skipafélögum mikla afslætti skrái þau skip sín í landinu og um 20 rúss- nesk flutningaskip hafa þegar sótt um skráningu, að sögn samtaka rúss- neskra farmanna. Mongólar hafa komið sér upp skráningarskrifstofu í Singapúr og vonast til þess að hún verði drjúg gjaldeyristekjulind. Landlukt hentifánaríki Vladivostok. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.